Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 13
VÍSIR Þnöjudagur 30. desember 1980 Hvaö er þér minntsstæöast frá árinu sem er að líða og hvers væntir þú af nýja árinu? Matthias Johannessen Matthías Jotiannessen, ritstjóri. Morgunbiaðinu upphafning- arstreð hinnar nýju stéttar Mér er fullkunnugt um, aB Reagan var kosinn forseti Banda- rikjanna, Kosygin er hættur bú- skap i Kreml, ný stjórn var mynduö á tslandi á þorra sem Þórbergur kallaöi istiö, ryktiö eöa saurtiö, ég man þaö ekki, gos uröu hér og hvar, forseti var kjör- inn, rifizt um Flugleiöir, súrál og Gervasoni, Ásgeir Jakobsson gaf útheimildarskáldsögu eins og all- ir hinir, eiturlyfjaneyzla fór i vöxt, Lennon var skotinn i miöju æöinu og allt ætlaöi vitlaust aö veröa, ekki sizt i fjölmiölunum. Og Darwin stjórnaöi farsanum meö þeim hætti, aö Guö mundi jafnvel ekki skilja frjálsan vilja mannsins, þótt hann væri borinn undir hann. Þannig var 19. öldin loksins gengin i garö. En mér er lika kunnugt um lög- regluvaröstjóra á Seltjarnarnesi sem hefur a.m.k. bjargaö tveim- ur mannslifum, einu á þessu ári sem nú er aö liöa. En hann er svo hógvær og hlédrægur heiöurs- maöur, aö hann vill ekki láta nefna slika smámuni I fjölmiölum og þaö sem gerist ekki I fjölmiöl- um, hefur auövitaö ekki gerzt, eins og kunnugt er. En þaö er enn til gott fólk og kurteislega hóg- vært á íslandi. Fyrir þaö eigum viö aö þakka ööru fremur. Áöur fyrr var stundum talaö viö fólk i islenzkum fjölmiölum sem var óþekkt og ekki frægt, heldur einungis eins og alþýöufóík hefur veriö á Islandi frá upphafi vega. Nú er helzt aldrei talaö viö slíkt fólk. Imynduö frægö er i fyrir- rúmi og venjulegt fólk kemst ekki einu sinni inn i ættartölur Þjóö- viljans, hvaö þá meira, svo aö krosstrén eru jafnvel farin aö bregöast I upphafningarstreöi hinnar nýju stéttar sem nú er alls ráöandi á voru isa kalda landi. Menn eru jafnvel alteknir af póli- tiskum trúarhroka, sem er versti hroki sem ég þekki, og ættar- hroki guösblessun samanboriö viö hann. Allt er þetta samt ein- ungis tikargjóla og þarf ekki aö hafa áhyggjur af þvi. Þegar litil þjóö hefur misst Stokkseyrar- drauginn út úr höndunum, veröur hún aö fá eitthvaö i staöinn. Mér hefur oröiö þaö minnisstætt, sem Þórbergur sagöi viö mig i Kompaniinu, aö hvar sem drott- inn gróöursetur fagurt blóm á Is- landi, þar er djöfullinn kominn meö blaölúsina. En nú skulum viö I lokin snúa okkur hiklaust aö spurningunni: Merkasti atburöur ársins er auövitaö sá, sem geröist ekki: innrásin i Pólland. Merkasti maöur ársins er em- bættislaus guöstrúarmaöur, sem sækir ekki vald sitt i flokk, kerfi eöa kennisetningar, heldur aö eigin sögn i bænina: Walesa. Og merkasta feimnismál er auövitaö þaö sem helzt má ekki nefna i finum húsun hinnar nýju stéttar: Afghanistan. Jón Baldvin Hannibalsson Jón Baldvln Hannl- balsson, ritstjórí: „Það lag- ast með aldpinum” 1. Ef Búnaðarfélagiö heföi á sin- um snærum einhvern ráöunaut fyrir Vesturbæinn, er ég ekki i vafa um að viö Bryndis fengjum hæsta jaröræktarstyrkinn I ár fyrir umbætur i garðinum aö Vesturgötu 38 — áöur Hliðarhúsa- stig. Garöurinn var fallinn I órækt. Minnug þess, aö aö lokum skiptir mestu máli aö maöur rækti garö- inn sinn — hvernig sem allt veltist i pólitikinni — hófumst viö handa. 1 garðinn fóru 12 bilhlöss af mold. Hún var sótt I grunninn aö borg- arleikhúsinu, þar sem hún amma hennar Bryndisar haföi kartöflu- garö á kreppuárunum og lengi siöan. Eitt hlass af hrossataöi — dýr mundi Löngumýrar-Skjóna öll — og tvö hlöss af torfþökum ofan af Kjalarnesi. Fyrir nú utan sand og möl og hellur og blóm o.fl. o.fl. Að öllu þessu loknu vor- um viö aftur blásnauð og alsæl eins og i gamla daga. Ég stóöst ekki freistinguna og útbjó krata- rós i garöinum miöjum meö rauö- um hellum — til þess aö minna á landbúnaðarstefnuna. Þarna eig- um viö eftir aö halda margar garbveizlur. 2. I pólitíkinni varö anti-climax eftir ’79. Til lengri tima litiö veröur þess þó minnst, að á þessu ári tóku þeir Kjartan, Svavar og Asi viö búsforráðum, hver i sin- um söfnuði. Við eigum eftir aö sitja lengi uppi meö þá! Þetta er svo ungt. Samt var þaö „der alte”, laukur Thoroddsenættar- innar, sem sló öllum viö i pólitik- inni á þessu ári. Ég hef áöur út- hlutaö honum feguröarverölaunin fyrir flott endatafl i mestu póli- tiskri refskák seinni ára. Thor- oddsenættin er vel aö þessu kom- in, fyrst hún missti af forsætis- ráðherranum upp úr uppkastinu 1980 —fyrir sérvizku. Jafnvel þótt þaö kosti okkur 80% veröbólgu eitt ár i viöbót. 3. 1 útlöndum gnæfir Pólland yfir allt annaö i minum huga. Merki- legt meö þennan járnbenta al- ræöisleninisma: Þótt hann mal- biki yfir lýöræöiö, og hafi bryn- varöa skriödreka á hverju götu- horni, ber hann þegar feigð i hjarta, kratarósin, þessi þraut- seiga jurt, ryöur sér braut upp úr malbikinu og breiöir út blöðin, — m.a.s. á þessum sorphaug sög- unnar, sem kommúnisminn er. 4. Svo vek ég athygli á þvi, aö kommúnistaflokkurinn I Kina, undir forystu félaga Dengs, hefur i hyggju aö ganga I Alþjóöasam- band jafnaöarmanna. Þaö veröur merkasti viöburöur næsta árs. 1 viðtali viö félaga Dengs viö júgóslavnesku fréttastofuna, sem sjónvarpiö birti um daginn, kom I ljós að Deng er krati. A námsár- um hans upp úr fyrra striöi I Frakklandi las hann Bernstein og leit á sig sem „endurbótasinna”. Sumsé: Krata. Þar aö auki var auöheyrt, aö viö höfum sömu af- stööu i stóriðjumálum. Hver veit nema kallinn veröi „traustur hægri krati” — eins og þeir segja á Aragötunni — meö aldrinum. Hann er nú um áttrætt! Jón Helgason, ritstjórl: Mínnís- stæðust er veðurblíðan Minnisstætt veröur meöan i ná- lægð er, aö Gunnar Thoroddsen brauzt undan flokksaga og mynd- aði rikisstjórn. Lengur veröur vitnað til þess, aö Vigdis Finn- bogadóttir var kosin forseti, mér skilst aö kona hafi ekki fyrr oröiö þjóöhöföingi viö þjóöarkjör. En játa verö ég, aö sjálfum verður mér langminnisstæöust veöur- bliðan á þessu ári og allt tillæti náttúrunnar viö okkur hér á landshorni — sólfariö, hlýindin og gróskan. Hvers ég vænti á næsta ári — ég held réttara sé aö tala um, hverju viö má búast einna helzt. Mér er ekki grunlaust um, aö heims- kreppa lúri einhvers staöar bak viö þröskuld, og mér hrýs hugur viö, hvernig sifellt er alið á hatri og hervæöing aukin. Ég vænti ekki góðrar uppskeru, þar sem illu er sáö. Hér hjá okkur þykir mér trúlegast, aö flest gangi meö svipuðum hætti og verið hefur — sumt á tréfótum, annað með göngulagi krabbans, sumt meö liprari fótaburði. Ég býst frekar viö, aö rikisstjórnin núverandi veröi áfram viö völd, og ég held tæpast, aö mikil umskipti veröi á högum okkar, nema einhver firn dynji yfir — af útlendum eöa inn- lendum toga. Ég geri þvl ekki skóna, að neinn finni lykil vizk- unnar á þessu ári frekar en á liön- um árum og áratugum. En hvaö er aö fjölyrða um þaö. Manni er kannski dimmt fyrir augum I kafaldstiö i svartasta skammdeginu. Jón Helgason. Haukur Helgason. aðstoðarritstlórl: Beðið í tuttugu ár Óvæntir atburöir geröust I stjórnmálum á árinu. Fáir eöa engir heföu I ársbyrjun spáö, aö Vigdis Finnbogadóttir yrði kjörin forseti tslands og Gunnar Thor- oddsen myndaöi rikisstjórn meö hluta af Sjálfstæðisflokknum á sinum vegum. Aödragandi þess- ara stórtiöinda hlýtur aö veröa minnisstæöur þeim blaöamönn- um, sem um hann fjölluöu. Mér Haukur Helgason fannst persónulega einkar ánægjulegt, hversu nákvæmlega skoðanakönnun Dagblaösins gat sagt fyrir um úrslit forsetakosn- inganna. Mér er einnig ofarlega i huga ánægja yfir þvi, aö Dagblaöiö hélt á árinu upp á fimm ára afmæli §itt viö vaxandi velgengni. Ég kann ekki aö spá i stjörnur fyrir komandi ár. A þessari stundu er sú spurning ofarlega á baugi, hvort á þvi ári muni sjást þær efnahagsaögeröir, sem beöiö hefur veriö i næstum tuttugu ár, eða hálfan aldur minn. Enginn skyldi þó trúa á þær aögeröir, fyrr en þær eru komnar fram, og allt eins gæti næsta ár oröiö enn eitt i langri röð óstjórnarára. Kjartan ólafsson. rltstióri: „Samt er á mínum sál- arglugga sæmilega biarr Sé litiö yfir svið islenskra stjórnmála á þvi ári sem nú er aö ljúka ber þar tvo atburði hátt yfir alla aöra. Þessir tveir atburöir Sjá bls. 15 Klippid út og geymid I-----------1 Komman færist íram um2sætí Ok,343- 3ft5 Nýkr. svona einfalterþað! Gkr. ítýkn .UL« 50.000,- = 500, 10.000,- = 1( )0,0 0 5.000,-= í >0,00 1.000,- = 10,00 500,- = 5, 100,- = 1,0 0 50,- = C ),5 o 1 0,- = C ), 10 5,- = C ),05 IISM minni upphæðir-meira verðgildi Klippid út og geymid

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.