Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 17

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 17
Hana las ég eina nóttina og leið vel á meðan. Þá langar mig að nefna undur- fagra sýningu Sigurjón Olafs- sonar i FIM-salnum á Listahátið eða stóru sýninguna Svavars Guðnasonar á Listasafninu i haust, sem mig skipti mjög miklu máli. Svo kom mér á óvart, hvað Kristin Jónsdóttir hefur verið merkur myndlistarmaður, þegar ég sá minningarsýningu hennar á Listahátið. Eða þá atburði tengdir listum, svo sem hin mikla málverkagjöf Sverris Sigurðs- sonar til að stofna Listasafn Há- skólans. Eða þá arfurinn eftir þau hjónin Helgu Jónsdóttur og Sigur- liöa Kristjánsson, sem rann til menningarmála. Það er alltof fá- gætt, að auðugir menn hérlendis gefi til lista- og menningarmála og mættu fleiri vel aflögufærir fara eftir þessum stórhuga for- dæmum. Kannski er merkasta nýlundan fjörkippurinn I islenskri kvik- myndagerð, þar sem nú hafa komiö fram myndir, fullburða tæknilegar, og þá nefni ég Land og syni eftir Agúst Guðmundsson og óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson. Aö visu leiðist mér sagan hinnar fyrrnefndu, sem er eftir Indriða Svarthöfða Þorsteinsson, og er algjörlega sammála frægum ummælum Halldórs Laxness um þá sögu”, sagði Thor Vilhjálmsson. — KÞ „Draumur minn að rætast,” - segir Blörgvln Halldórsson. ,,Ég held, að enginn vafi sé á, að gjöfin hans Sigurliða sé það Björgvin Halldórsson besta, sem vissar iistgreinar i landinu hafa fengið”, sagði Björgvin Halldórsson, söngvari og hljómlistarmaður, er spurn- ingin var lögð fyrir hann. ,,En ef ég lit i eigin barm og nefni eitthvað i sambandi við mina listgrein, þá er draumur minn loksins að rætast, nefnilega sá að fariö sé að framleiða plötur hér á landi með tilkomu plötu- pressufyrirtækisins Alfa. En það er hin mesta lyftistöng fyrir okkur og fyrir þennan iðnað, sem ekki nýtur neins stuðnings. Nú, margar athyglisverðar plötur hafa komið út á árinu, þó ég treysti mér ekki til að draga neina sérstaka út úr. En eftirminnilegasti atburður- inn, hvað snertir mig persónu- lega, var, þegar ég fór til trlands i söngvakeppnina hér fyrr á árinu. Það var mikill áfangi fyrir mig og bar góöan árangur og það á kannski eftir að koma i ljós siðar”, sagði Björgvin Hall- dórsson. — KÞ „íslensku leikhúsin standa vel að vígi.” segír Stefán Baldursson, leikhússtjúri ,,A árinu sem er að liða hef ég átt þess kost að sjá og kynnast leikhúsum erlendis, bæði i Bandarik junum og Leikhúsi þjóðanna i Þýskalandi, og ef maður skoðar, hvað Islensku leikhúsin hafa verið að gera Stefán Baldursson undanfarið, þá finnst mér at- hyglisvert, hvað þau standa vel að að vigi, þegar best tekst til,” sagði Stefán Baldursson, annar leikhússtjóri Leikfélags Reykja- vikur, þegar við lögðum þessa spurningu fyrir hann. „Mér finnst nokkrar sýningar hafa verið mjög velheppnaðar og gaman að sjá, þegar tekst að finna mismunandi verki góða og eftirminnilega leikhúslega leið, þar langar mig að nefna sýningar eins og og Smalastúlkuna i Þjóð- leikhúsinu, Ofvitann i Leik- félaginu og tslandsklukkuna hjá Nemendaleikhúsinu, en sú siðarstnefnda fannst mér sérlega eftirminnileg og velheppnuð sýning. En sú sýning, sem kannski situr sterkast i mér i bili og hefur haft mest áhrif á mig persónulega er Að sjá til þin maður. Nú ég vil ekkert vera að fara út i aðnefna einstaka leikara. Þar eru ýmsir, sem hafa unnið frábær afrek á árinu eins og svo oft áður, við eigum svo marga afbragðs- leikara. Leikmyndagerð langar mig að minnast á. Hún er I stöðugri framför og i þvi sambandi vil ég til dæmis minnast á leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar við Smalastúlkuna, Þórunnar Sigriðar Þorgrimsdóttur við Sumargesti, Magnúsar Stein- þórssonar , i Ofvitanum og Magnúsar Pálssonar i tslands- klukkunni, en þessar leikmyndir þóttu mér snilldarlega útfærðar. Þá langar mig að geta þess, þó mér sé að visu málið nokkuð skylt, að mér finnst mikilsverður áfangi fyrir okkar leiklist sú vel- gengni, sem leikrit Guðmundar Steinssonar, Stundarfriður, átti að fagna i leikförinni erlendis á siðastliðnu hausti,” sagði Stefán Baldursson. —KL Þorkell Sigurbjörnsson „Myrkir músík- dagar eflír- minnilegastir” seglr Þorkell Slgurhlörnsson. tönllstarmaður „Þegar á að ieiða hugann að þvi, hvað er merkast af listavið- burðum ársins.þá held ég að mér finnist minnisstæðastir Myrkir músikdagar, sem voru i upphafi ársins, og i lok ársins sé ballett Jóns Ásgeirssonar merkasta framtakið,” svaraði Þorkell Sigurbjörnsson, tónlistarmaður spurningu okkar. „Að visu mætti nefna svo ótal margt i þessu sambandi, en samt finnst mér þessir viðburðir standa upp úr. En kannski per- sónulegasti atburðurinn, hvað mig sjálfan viðkemur, þá held ég, að flautukonsertinn i frumflutn- ingi Manuelu Wieslers verði mér eftirminnilegastur,” sagði Þor- kell Sigurbjörnsson. —KÞ Jasssöngvarinn Frumsýning í Evrópu Skemmtileg — hrifandi, frá- bær tónlist. Sannarlega kvikmyndavið- burður.... Fjörug og Skemmtileg Pana- vision-litmynd, söngleikur, byggður á sögu Dickens. ANTHONY NEWLEY - DAVID HEMMINGS o.m.fl. Leikstj. MICHAEL TUCHN- ER - tslenskur texti 2. jóladag kl. 3.10, 6.10, 9.10 og 11.20. NEIL DIAMOND — LUCIE ARANZ. Tónlist: NEIL DIAMOND — Leikstjóri. RICHARD FLEICHER. 2. jóladag kl. 3, 6, 9 og 11.10 Islenskur texti í. .^@nnnff ... Trylltir tónar ,,Disco”myndin vinsæla með hinum frábæru „Þorps- búum” 2. jóladag kl. 3, 6, 9 og 11.15. Hjónaband Maríu Braun Spennandi — hispurslaus, ný þýsk litmynd gerð af Rainer Werner Fassbinder. Hanna ShyguIIa — Klaus Lowitsch Bönnuð innan 12 ára Islenskur texti Sýnd kl. 3, 6, 9, og 11.15. Gleðilegt nýár fllJSTURBtJAKWII Sím'i 11384 Jólamynd 1980: Heimsfræg bráðskemmtileg ný, bandarisk gamanmynd i litum og Panavision. Inter- national Film Guide valdi þessa mynd 8. bestu kvik- mynd heimsins s.l. ár. Aðalhlutverk: Bo Derek, Dudley Moore, Julie Andrews. Tvimælalaust ein besta gamanmynd seinni ára. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. ísl. texti Hækkað verð Gleðilegt nýár Sími50249 Urban Cowboy Ný og geysivinsæl mynd með átrúnaðargoðinu Travolta sem allir muna eftir úr Grease og Saturday Night Fever. Sýnd kl. 9. Siðasta sinn SMIDJUVEGI 1, KÓP. SÍMI 43500 (ÚlvagUMnkahúslnu austast I Kópavogi) Ljúf leyndarmál Esstx THE SWEET TASTE OE SWEET PLACES Swect Secrets ***** , ■ 1 Ný amerisk, lauflétt, gamansöm mynd af djarfara taginu. Marteinn er nýsloppinn úr fangelsi og er kvennaþurfi. Hann ræður sig i vinnu i antikbúð. Yfirboðari hans er kona á miðjum aldri og þar sem Marteinn er mikiö upp á kvenhöndina lendir hann i ástarævintýrum. Leikarar: Jack Benson, Astrid Larson, Joey Civera. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuö innan 16 ára. AÐVÖRUN: Fólki sem Ilkar illa kynlifssenur eöa erotik er eindregið ráðlagt frá þvi að sjá myndina. Kóngulóarmaðurinn birtist á ný Sýnd nýársdag kl. 5 og 9. Barnasýning kl. 3 nýársdag. Teiknimyndasafnið Stjáni blái o.fl. Gleðilegt nýár Snomottur Fyrirliggjandi Fast a bensínstöðvum Shell Haldsölubirgár. Skeljungur hf. Smávörudeild-Laugavegi 180 simi 81722 ðÆMRBíP 1..... - Simi 50184 Butch and the Kid Heimsfræg og sérstaklega skemmtilega gerð emerisk stórmynd. Þessi iriynd hefur allsstaðar verið sýnd viö metaösókn. Aöalhlutverk: Paul New- man, Robert Redford! Sýnd kl. 9 i kvöld, nýársdag kl. 5og 9 Barnasýning nýársdag kl. 3. Sfðasta risaeðlan Spennandi ævintýramynd. ATH: Engin sýning gamlársdag. Gleðilegt nýár

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.