Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 1
HVERS MIMNAST MENN HELST FRÁ ARINU 1980? Vísir hefur beðið ýmsa islendinga að staldra ögn við, nú er fleiri stöðum i þessum siðari hluta Visis i dag og ennfremur i árið 1980 er að renna sittskeið á enda og rif ja upp, hvað þeim er blaði 1, en þar svara meðal annarra forystumenn stjórnmála- minnisstæðast frá árinu. Þessi viðtöl eru birt hér á siðunni og á I flokkanna. Sigurbjöm Einarsson. Slgurbliirn Elnarsson. hisKun: „Grænlands- fðrin minnis- stæðust" „Frá árinu er mér persónulega langminnisstæðust för min til Grænlands i febrúar siðastliðn- um. HUn var ákaflega athygli- verð", sagði Sigurbjörn Einars- son biskup. „Margt hefur gerst i þjóðmál- unum en ég held ég sleppi þvi að taka nokkurn sérstakan atburð Ut úr. Á næsta ári verður breyting i einkalifi minu, þar sem ég mun látu af embætti og verða sjötugur og leggst það ágætlega i mig". Þorgerður Ingölfsdóttir ÞorgerOur ingOHsdðtlir lOnllslormaOur: ,.Að standa við hliðina áGuði »¦ „Þegar maður litur yfir heilt ár, á ekki 'engri ævi, þá bregður ýmsu upp i hugskoti manns og sennilega stendur flest af þvi i sambandi við persónulega reynslu jafnvel þótt saga liðandi stundar hafi sin áhrif", sagði Þorgerður Ingólfsdóttir, tón- listarmaður , aðspurð um minningar ársins 1980. „Tvennt er mér sennilega efst i huga. Annað er tónleikahald mitt á þessu ári, þá var einbeitingin svo algjör og allar tilfinningar svo opnar og viðkvæmar, að það verður mjóg minnisstætt. Hitt er svo atvik þegar maður kemst i svo nána snertingu við lif- ið sjálft og hvað það er að fá að vera til,fá að finna til og gleðjast eða hryggjast. Og þegar ég lit yfir þetta liðna ár hef ég verið svo heppin að það hefur verið farsælt ár og gott i minu lifi. Ég held að minnisstæðasta at- vikið sé kannski tónleikar sem ég hélt i Niðaróssdómkirkju. Ég var fyrsti islenski tónlistarmaðurinn sem hélt þar tónleika sem vitað er til aðhafi komið þar fram i marg- ar aldir. Augnablikið þegar ég gekk inn i kirkjuna, i júlimanuði; þá þyrmdiallti einu yfir mig allur þessi guðdómur og öll þessi saga og tengsl tslands við aðrar þjóðir um aldirnar. Ég vil lika bæta við að margir tónleikar með kórnum minum hér á íslandi eru mér afar minnis- stæðir. Tilfinningin að standa frammi fyrir þessum hópi og horfast i augu við lifið sjálft sem skin ' Ut úr þessum ungu manneskjum, þegar þau gleyma sér algjörlega i þvi sem þau eru aðgera og gefa sig fullkomlega á vald þess, það er svo makalaus reynsla og ólýsanleg. Svo eru litil atvik sem oft hverfa i minningunni, en geta samt staðið eftir svo sterk,sem eru hversdagslegir hlutir,eins og gleðiblik i auga afa mins gamla sem liggur á sjUkrahUsi eða tár á kinn systurdóttur minnar þegar hUn verður að kveðja Island af þvi að foreldrar hennar vilja læra meira. En minnisstæöast 'er tvimæla- laust að ganga inn i þennan stóra helgidóm i Niðarósi og f innast allt i einu maður standa við-hliðina á Guði". SV Guðiaugur Þorvaidsson. ríkissáltasemjari: Móttðkurnar r GrindavíK og erfiðir klara- samningar „Arið 1980 er niér á margan hátt minnisstætt. Tvennt ber þó hæst að þvi er sjálfan mig varðar, for- setakosningarnar og kjara- samningana", sagði Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari um atburði liðins árs. „Erfiðasta ákvörðun lifs mins til þessa var aðgefa kost á mér til framboðs forseta. Þegar litið er til baka er ég hins vegar sáttur við ákvörðunina, sáttur við Urslit- in og vil ég nota tækifærið og óska Vigdisi Finnbogadóttur guðs blessunar i embætti og einkalifi. Alberti og Pétri þakka ég gamla og góða vináttu, fullvíss þess að þeir eiga eftir að láta mikið að sér Guðlaugur Þorvaidsson. kveða til góðs fyrir þjóðina. Ég vil einnig nota tækifærið og flytja þakkir öllu þvi ágætis fólki, sem veitti okkur brautargengi i vor. Annasamir mánuðir hafa ekki gefið mér tóm til að þakka þvi sem ég hefði kosið. Kjarasamningarnir i ár hafa á ymsan hátt verið erfiðir fyrir mig enda er þetta fyrsta samninga- hrinan sem ég tek þátt i sem rfkissáttasemjari, þótt ég hafi um áratugsskeið tekið þátt i sátta- starfi á vinnumarkaðnum. Mér er það þó mikið gleðiefni að samningar hafa i flestum tilvik- um náðst án verkfalla. Þegar ég lit til baka minnist ég með hlýjum huga fólksins sem ég vann með i Arnarhvoli um langt skeið og samstarfsmanna og nemenda I Háskóla Islands, meðan ég gegndi störfum þar. öllu þessu fólki,gömlum skóla- félögum og öllum þeim fjölda manna sem ég hef kynnst við samningaborðið flyt ég óskir um gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir öll liðhu árin. Siðast en ekki sist flyt ég frændfólki minu og öll- um Grindvikingum góðar nýárs- kveðjur, minnisstæðast alls i lifi minu á þessu ári eru móttökurnar sem við hjdnin fengum i Grinda- vik laugardaginn 28. júni siðast- liðinn. A erlendum vettvangi hefur svo margt minnisstætt gerst að ómögulegteraðrifja þaðalltupp. Atburðirnir I Póllandi hafa þó komið mest við mig. Sagan hefur kennt mér að virða Pólverja öðrum fremur sem þjóð og hafa samUð með þeim". asgelr Slgurvinsson: Mðrkin í oresden „Úr knattspyrnuheiminum er leikurinn gegn Tyrkjum i Izmir eftirminnilegur — þar unnum við okkar fyrsta leik á Utivelli I HM-keppninni og kom sá sigur 3:1 mjög a* óvart. Leikurinn var mikill baráttulcikur og öll mörkin er við skoruðum voru stórglæsi- leg", sagði Asgeir Sigurvinsson, knattspyrnukappi úr Vestmanna- eyjum, sem leikur með Standard Liege I Belgfu, er hann var spurðurhvaðhonum væri minnis- stæðast frá árinu sem nU er að kveðja. „Þá er leikurinn gegn Svium i Halmstad ofarlega i huga — þar náðum við jafntefli 1:1 ef tir að við höfðum átt að vera búnir að gera útum leikinn. Það er af mörgu að taka en ég held þó að sigur Stand- ard Liege 4:1 gegn Dynamo Dresden i A-Þýskalandi á dögun- um, sé sá leikur sem hafi veitt mér mestu ánægjuna — ég skoraði3mörk og var það I fyrsta skipti sem ég skora „Hat-trick" i leik", sagði Asgeir. ~~r.',S ' 1 /::-..*-=.»'.. 1 f — ^P *;$pá# Asgeir Sigurvinsson, Jón Helgoson. lormoOur Elningnr: „Þegar íhaldið féll í faðminn á kommunum." „Trúlega er mér efst i huga sU dgnvekjandi verðbólga sem stjtírnvöldum okkar hefur tekist að magna svo á ferli sinum, að hún er nú að kippa stoðum undan fjölda alþýðuheimila og leggja þau i rúst. Þetta gerist þrátt fyrir fögur fyrirheit um niðurtalningu verðlags. Þetta gerist þrátt fyrir að flokkur þjóðfrelsis og sósialisma hafi alfarið ráðið ferð- inni i þessari rikisstjórn. Þetta gerist þrátt fyrir mjög hagstætt ár til lands og sjávar,mun hag- stæðari aflabrögð en nokkru sinni fyrrog einnig þegar verðlag á er- lendum mörkuðum er I há- marki", sagði Jón Helgason for- maöur Einingar. „Þetta ár hefur þvi sannfært mig um það að Alþýðubandalag- inu er ekki treystandi fyrir stjórn á þjóðarskútunni. Ég hef löngum sagt það að stutt bil sé á milli ihalds og komma. Þeir eiga það sameiginlegt að fdrna öllu fyrir völdin. Þetta árhefur sannað mér og öðrum þá staðreynd en þeir hafa ekki veriö siðri en Ihaldið að framkvæma gengisfellingar og hækka neysluvörur en halda aö sjálfsögðu niöri kaupmætti. Al- þýðubandalagsforystan er þvi bU- in að k'yngja mörgum bitanum á yfirstandandi ári, án þess að blikna en trUlega kemur að þvi að kokið bili. / Þetta allt hefur verið mér ofar- lega I huga á þessu ári og ýmsar ósvlfnar blekkingaraöferðir i pólitfk Alþýðubandalagsins sem það notar til að blekkja launafólk sifellt. Krónutöluhækkun kaups er vonlaus aðferð fyrir þá verst settu. Henni er svarað með gengisfellingum og vöruhækkun- um. Nærtækasta vopnið hlýtur þvl að vera polska aðferðin/að fara bara I verkfall til að ná niður vöruverði. Ég mæli með þvl að fólkið I landinu taki það i sinar hendur, það sem rikisstjórnin ætlaði að gera, telja niður vöru- verðT Jón Helgason. Eysteinn Jdnsson Eysleinn Jónsson. lyrrverondl roOhorro: Stækkandi fiskstotnar „Af innlendum tiðindum þykir mér mestu varða fréttirnar af þvi að fiskstofnarnir fari stækkandi og þoli meiri veiði heldur en menn á timabili gerðu ráð fyrir", sagði Eysteinn Jónsson fyrrver- andi ráðherra, er hann var spurður um þann innlenda atburð sem honum væri minnisstæöastur eftir árið. „Ég held að þetta hljóti að vera mikilsverðast fyrir okkur", sagði Eysteinn. „Af erlendum tiðindum finnst mér mest um vert að heyra um frelsisbaráttuna I Póllandi og þær tilraunir sem þar fara fram til þess að rifa af sér fjötrana. Þetta tel ég vera mikilsverðast i heims- málunum", sagði Eysteinn Jóns- son. _AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.