Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 6
VÍSIR 1 0 I '2 3 L 5l<m Yfirlitskort um þaö, hvernig virkjun Blöndu er fyrirhuguö. Þann 15. desembers.l. birtist i VIsi heilsiftugreinin, Meistarar reiknistokkanna, eftir IndriBa G. Þorsteinsson. I henni er rætt um fyrirhugaöa Blönduvirkjun. Fer Indriöi þar á kostum hins mikla sagnameistara fslensks máls, en þvi miöur viröast þær upplýsingar sumar hverjar sem hann hefur fengiö ekki hafa ver- iö marktækar og þvl ekki sú undirstaöa, sem jafnvel rituö grein heföi þurft aö byggjast á. Þótt ég hafi hvorki valiö mér leiö reiknistokkameistara né sagnameistara i Hfinu heldur leiö bóndans i sambýli viö land mitt vil ég leyfa mér aö fjalla um Blönduvirkjun frá þeim sjónarhóli. Eftir lestur greinar Indriba setur mann hljóöan og í hug- skotiö læöist mynd af vondu mönnunum meö reiknistokkana sem eru „heldur fingurstiröir” og vantar einhverja „stöö i heilabúi”. Þeir taka á sig mynd galdrakarlanna i ævintýrunum og ætla aö galdra heilar sveitir f eyöi meö stokknum slnum. Þeir vilja setjast aö I óbyggöum og leggjast á sauöfé bænda. Já ennþá gerastsögurá landi voru. Hér á eftir mun nokkuö fjallaö um vissa þætti virkjunarmáls- ins áöur en vikiö veröur frekar aö grein Indriöa. Þrír virkjunarkostir Flestir gera sér greinfyrir þvl aö raforka er I dag undirstaöa bæöi i heimilishaldi og ibnaöi okkar tslendinga. An rafmagns væri erfitt aöhugsa sér þægilegt mannlff á Islandi. Notkun raf- orku fer sífellt vaxandi og þess vegna þarf stööugt aö reisa nýj- ar virkjanir. t ljósi þessara staöreynda þarf á næsta ári ab taka ákvöröun um næstu stór- virkjun. Forustumenn raforku- mála nefna þrjá kostii'þvl sam- bandi. Þeir eru: Virkjun i Blöndu, Fljótsdal austur eöa viö Sultartanga. ABrir staöir fyrir stórvirkjanir hafa ekki verið rannsakaöir nægilega til þess aö þeir geti komiö til greina aö sinni og minni virkjanir leysa ekki þörfina. Blöndufundur í Húna- veri A fundi í Húnaveri 7. desem- ber s.l. var fyrirhuguö Blöndu- virkjun kynnt heimamönnum. Þaö ber aö þakka að tekinn er upp sá háttur aö kynna þeim er hagsmuna eiga aö gæta sllkar virkjanahugmyndir og leita eft- ir áliti þeirra. Þessi fundur var mjög fjölsdttur —yfir 400 manns — og sýndi svo aö ekki varö um villst gifurlegan áhuga á málinu. Undirtektir fundarmanna viö þá er mæltu meö virkjun og lögöu áherslu á aö viöunandi samn- ingar yröu geröir viö heima- menn áöur en ráöist yrði f virk j- unarframkvæmdir voru áber- andi langtum betri en viö þá sem mæltu móti virkjun og voru þeir flestir austan Blöndu og úr Skagafirði. Hagstæðasti virkjunar- kosturinn Taliöer aö rannsóknir á virkj- unarsvæöi Blöndu hefjist fyrst með vatnamælingum árið 1949. Aárunum 1977—79 framkvæmir Orkustofnun viötækar og um- fangsmiklar rannsóknir og hef- ur á grundvelli þeirra sett fram tillögur um þann virkjunarkost sem nú er til umræöu. Margt mælir meö virkjun Blöndu: 1. Hún er hagkvæmasti virkjun- arkosturinn — hver orkuein- ing veröur ódýrust. 2. Blanda er utan jaröelda- og jaröskjálftasvæöa landsins sem veitir ómetanlegt öryggi miöaö viö þaö hvar öll stærri raforkuverin eru i dag. 3. Raforkuframleiðsla Blöndu- virkjunar veröur mjög örugg vegna stæröar miölunarlóns. 4. Virkjunin liggur sérstaklega vel viö dreifikerfi raforkunn- ar og stóreykur öryggi þess. 5. Viötækarrannsónirsem staö- iö hafa lengi á virkjanasvæöi Blöndu skapa traustari grunn fyrir virkjun. Fleira mætti telja en þetta eru þaö veigamiklar forsendur aö þær ber að hugleiöa. Það er hægt að græða upp land Sá mikli annmarki er á fyrir- hugaöri Blönduvirkjun aö mynda stórt uppistöðulón á Auökúluheiöi og á Eyvindar- staöaheiöi, sem setur gróiö land i kaf. Þetta miölunarlón Blönduvirkjunar veröur aö 3/4 hlutum á Auökúluheiöi og fara tæp 9% af grónu landi heibar- innar undir vatn. Allir sem búa I sambýli viö landiö eiga erfitt meö aö sætta sig viö aö gróiö heiöarland skuli sett undir vatn og sumir geta vart til þess hugsaö. Aftur á móti er lóniö foröabúr virkjunarinnar, sem gerir raforkuframleiöslu henn- ar örugga allt áriö og tryggir hagkvæmni hennar, sem rennslisvirkjun gæti ekki gert. Þrír hreppar eiga Auðkúlu- heiöi og nýta hana til upprekst- urs sauöfjár og hrossa. Skipting milli þeirra er þannig aö Svina- vatnshreppur á 50%, Torfa- lsdcjarhreppur 40% og Blöndu- ósshreppur 10%. Ætla mætti aö aöalandstaöan gegn virkjun væri úr þessum hreppum, en svo er ekki. Forf-áöamenn þeirra hafa litið raunsætt á máliö og eru til viöræöu um samninga. Nokkur undanfarin ár hafa fariö fram viötækar gróöur- og beitarrannsónir á Auðkúluheiöi á vegum Rannsóknarstofnunar landbilnaöarins. Niðurstööur þessara rannsókna liggja nú fyriraö mestu leyti og þær syna glöggt að hægt er meö áburöi og fræi að græöa upp lltt gróiö land og stórauka gróöur á hálfgrónu landi meö áburöargjöf. Þannig má fá gott sumarbeitiland fyrir sauöfé. A þann hátt má koma i veg fyrir fækkun sauöfjár, sem Indriöii viröist hafa áhyggjur af i grein sinni. Ég er honum þakklátur fyrir þann skilning sem hann sýnir sauöfjáreign bænda. Einnig tek ég undir meö honum aö Blöndu- virkjun á ekki aö kosta blóm- legarbyggöir stór útlát”. Virkj- neðanmals Stefán Á. Jónsson á Kagaðarhóli fjallar í þessari grein um fyrir- hugaða virkjun Blöndu og skrifar í tilefni af grein Indriða G. Þorsteinsson- ar á dögunum í Visi. Hann segir meðal annars: </ Eins og orkuþörf Islend- inga er háttað næstu ár er Villinganesvirkjun hrein óskhyggja. Jafnvel þótt það tækist að koma í veg fyrir Blönduvirkjun yrði Villinganesvirkjun ekki fyrir valinu". unaraöilínn á að bæta lands- spjöll meö uppgræöslu lands og fleiri þáttum, sem leiði til þess aö treysta byggðina og bæta. Til umhugsunar má benda á aö viöa meöfram Blöndu Ut all- an Langadal eru lítt grónar eyr- ar, þvi aö Blanda ryöst yfir þetta land í vorleysingum og eirir hvergi. Eftir virkjun yröi jafnara rennsli i ánni og mætti þá verja þetta land, sem mundi gróauppog gefa góöa uppskeru, jafnvel meö áburöarskammti veröa að iögrænu túni. . Tæp97% af grónu landi á Eyvindarstaðaheiði verða óskert Aöeins 1/4 hluti miölunarlóns- ins lendir á Eyvindarstaðaheiöi og 3.1% af grónu landi heiö- arinnar munu fara undir vatn. Eyvindarstaðaheiöi er I eign þriggja hreppa. Þeir eru: Lýt- ingsstaðahreppur i Skagafjarö- arsýslu sem á 8/17 hluta heiðar- innar, Bólstaöahliðarhreppur i A-Hún. 5/17 hluta og Seilu- hreppur I Skagafjaröarsýslu 4/17 hluta. Samkvæmt niöurstööum beit- arrannsókna á Eyvindarstaöa- heiöi eru þessi 3.1% af grónu landi sem mundu fara undir vatn nægilegtbeitiland fyrir 551 ærgildi (ærgildi er ær meö 1.4 lambi) í tvo og hálfan mánuö, sem er venjulegur beititimi á heiöinni. Jafnvel þó aö þetta væri eitthvaö vanmetiö og þarna væri beit fyrir töluvert fleira fé, þá er þaö fjarstæöa þegar Indriöi segir I grein sinni: „Meö grófum hætti mætti raun- ar segja aö meö þvi aö taka sumarbeitina af þessum hrepp- um sé veriö aö loka fyrir búskap á svæöinu aö stórum hluta.” Staðreyndin er aö samkvæmt gróöurrannsóknum standa tæp 97% af grónu landi Eyvindar- staöaheiöar óhögguö. Allir hljóta aö skilja hversu þessi orö Indriöa eru á marklausum upplýsingum byggö. Ný kenning 1 grein sinni segir Indriöi sagnameistari: „Svo vill til, aö þótt viö I daglegu tali tölum um óbyggöir, þá er eiginlega allt land á Islandi undir búnytjum nema jöklamir og verstu hraun- in item Sprengisandur. ÞAÐ GERIR StJ GRÓNA VENJA AÐ MIDA SAUÐFJAREIGN VIÐ SUMARBEITILÖND A FJÖLL- UM. Eigi að breyta þessu á breytingin aö ná til alls sauö- fjárbúskapar i staö þess aö taka Virkjun Blðndu eykur ðryggl Þriöjudagur 30. desember 1980 fjóra eöa fimm hreppa landsins undan og segja viö fólkiö þar. NtJ GETIÐ ÞIÐ HÆTT.” I æsku var mér kennt aö setja búsmala á eftir heyfeng en ekki sumarbeitilöndum á fjöllum. Frá aldaöðli hafa bændur aflaö heyja á sumrin og sá heyfengur og húsakostur yfir búpening takmarkaö búfjáreign þeirra. Hvar á landinu finnst sú gróna venja að miöa sauöfjáreign viö sumarbeitilönd á fjöllum? Er þetta ekki alveg ný kenning? Villinganesvirkjunar- hreppur Eins og fram hefur komiö á Akrahreppur engan hlut i Eyvindarstaöaheiöi en eitt byggt býli I hreppnum á upprekstrarrétt á heiöina ásamt einu eyöibýli. Undirskriftir Ibúa Akrahrepps sem „ibúar sveit- arfélaga sem upprekstur eiga á Eyvindarstaöa- og Auökúlu- heiöar” eins og stendur I for- mála undirskriftalistans eru þvi langt sóttar þar sem sveitar- félagiö sem slíkt á engan upp- rekstur.aöeins þessi fyrrnefndu býli. t skjóli þessa byggöa býlis skrifar 121 íbúi i Akrahreppi undirmótmæli viö Blönduvirkj- un. En sagan er ekki öll sögö. Jafnframt óska þessir ibúar eft- ir virkjun viö Villinganes en sá virkjunarstaöur yröi I Akra- hreppi. Þaö skilja allir aö virkj- un Héraösvatna viö Villinganes yröi til mikilla hagsbóta fyrir Akrahrepp og I ljósi þess er af- staða Ibúanna skiljanleg meöan þeir trúa þvi aö sú virkjun geti komiö til mála. Eins og raforkuþörf Islend- inga er háttaö næstu ár er Villin^iesvirkjun hrein ósk- hyggja. Jafnvel þótt þaö tækist aö koma í veg fyrir Blöndu- virkjun yröi Villinganesvirkjun fyrir valinu. Hún er bæöi of ó- hagkvæm og alltof lítil rennslis- virkjun fyrir samtengt raforku- kerfi landsins. Auk þess bendir margt til þess aö hún þarfnist viðbótarrannsóknar og endur- mats vegna heildarrannsóknar á virkjunarkostum i Héraðs- vötnum. Skylt er að hafa það er sannara reynist. Éggetveriö Indriöa sammála um aö ekki megi meta allt eftir reiknistokk, en þó veröur ekki komist hjá aö nota hann ef virkja á i'slensku fallvötnin, sem viö Indriði erum báöir sammála um að eigi aö gera. Rétt fyrir lok greinar sinnar segir Indriöi: „Norölendingar setja eölilega metnaö sinn i aö fá stórvirkjun á svæöinu og Blanda er góöur kostur væri ekki um beitilöndin aö tefla.” Uppiysingar Indriöa um „beitilöndin” hafa veriö svo furöulegar aö hann dregur þá ályktun I grein sinni aö virkjun hafi nánast 1 för meö sér „aö loka fyrir búskap á svæöinu aö stórum hluta” og á öörum staö segir Indriöi „hér er verið aö tala um gjörbreytta búnaöar- hætti á stórum landssvæöum sem fylgja i kjölfar virkjunar- innar”. Samkvæmt bestu heimildum ogniöurstööum gróöur- og beiti- rannsókna er fyrir liggja fer, 91% af grónu landi á Auökúlu- heiöi ekki undir vatn heldur veröur áfram til fullra nytja sem beitiland þótt virkjaö veröi. A sama hátt veröa tæp 97% af grónu landi Eyvindarstaöaheið- ar áfram til beitar fyrir sauöfé. Jafnframt hafa rannsóknir sannaö aöhægter aögræöa upp heiöalönd til sumarbeitar. Þess vegna er hægt aö tryggja fram- tiö þessara sveita meö samn- ingum viö virkjunaraöila ef vilji er fyrir hendi. Og jafnframt skapa enn bjartari framtið en nú er á samdráttarárum búskapar og kvótakerfis. Sé þetta gert veröur Blönduvirkjun góöur kostur, sá besti og hag- kvæmasti ekki aðeins fyrir Norölendinga heldur landsmenn alla, þegar allir þættir eru skoö- aðir í réttu samhengi. Þessi grein er oröin lengri en ætlaö var i upphafi og er þó margt ósagt enn. Að lokum læt ég I ljós þá von aö eftir fimm ár logi jólaljósin frá Blöndu i Húnaþingi, Skagafiröi og viöar um land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.