Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 30.12.1980, Blaðsíða 8
Engin umferð VTSIH Þriðiudagur 30. desember 1980 HVAD MÁ „Fyrir útgerðina i landinu er þess- um skipum best komið fyrir hér inni á Sundum eða annarsstaðar i góðu vari”. Þessi orð sagði Kristján Ragnarsson i ræðu sinni á aðalfundi LIÚ nýlega, um sex togara, sem eru i smiðum innanlands fyrir Islendinga. I raun er óhætt að telja að fyrir- sjáanleg aukning togaraflotans sé 8 skip þvi einn hefur verið keyptur frá Noregi og er væntanlegur mjög bráðlega og á Þingeyri er mikill áhugi á að láta smiða nýjan togara og fróðir menn telja liklegt að af þvi verði. BHeigandi i kröggum Það fer ekki milli mála að skilja verðurorð Kristjáns þannig að þessi skipakaup séu óhagstæð fyrir út- gerðina. En hvernig koma þau við þjóðarhag? Illa, annað á fáa tals- menn. Hvernig illa? Einfalt. Við megum trúlega veiða milli 500 og 600 þúsund tonn af botn- fiski næsta ár og við eigum togara sem geta veitt það allt og auk þess eigum við bátaflota sem getur veitt annað eins. Við skulum setja upp einfalt og auðskilið dæmi til viðmiðunar. Maður nokkur á 20 vörubila, en hefur ekki verkefni nema fyrir 10 og útilokað að hann geti fengið meira verkefni. Hann fjölgar þá ekki bilunum sinum eða hvað? Þriöjudagur 30. desember 1980 VÍSIR QERA FYRIR ATTA TOGARAVERR? Hvað kemur mér það við? En hvað kemur almenningi þetta við? Mega ekki útgerðarmennirnir eyða peningum eins og þeim sýnist okkar vegna? Okkur kemur þetta við af mörgum ástæðum. I fyrsta lagi eru þetta ekki peningar sem útgerðarmenn eiga. Mikinn hluta kaupverðsins fá þeir lánað meö allt öörum og miklu hag- stæöari kjörum en aörir menn eiga kost á til að koma sér upp atvinnu- rekstri eða húsnæði. I flestum til- fellum lenda þeir I vanskilum meö greiöslur sinar, vegna þess aö þeir mega ekki veiða eins mikið og þeir þurfa til aö útgerðin borgi sig. Krist- ján upplýsti að skuldir útgerðarinnar væru nú um 30 miljarðar. Takið eftir þessari tölu: 30 milljarðar króna. Allt á hausnum 1 öðru lagi og það er kannski aðal- atriðið sem litið hefur verið talað um. Kostnaðurinn við fiskveiðarnar er kannski tvöfaldur á við það sem hann þarf að vera. Höldum áfram með dæmið um manninn með vöru- bilana. Til aö halda 20 bilum gang- andi við 10 bila verkefni þarf hann auðvitað að fá helmingi hærra flutningsgjald en ef hann hefði hæfi- lega marga bila gangandi. Hann þarf að fá kaupverð bilanna borgað, hann þarf að borga 20 bilstjórum kaup i stað 10, hann þarf að borga skatta og skyldur af 20bilum i stað 10 og margt er ótalið enn svo sem viðhald o.fl. Þessi maður hlýtur að standa höll- um fæti i samkeppni. Hann lendir i greiðsluerfiðleikum og hann reynir aðhalda kaupi bilstjóranna niðri,þvi hann þolir alls ekki að laun þeirra hækki. Eitthvað betra Þekkið þið myndina af þjóðarbú- inu? Kostnaðurinn við aðalatvinnu- veginn er of mikill, þegar launin hækka, hækkar verðið á fram- leiðslunni, gengið verðuraðfalla, þvi annars töpum við mörkuðunum, vöruverðið hækkar og verðbólgan okkar fær mikla og góða næringu. Þá vitum við það. Atta togarar i viðbót þýðir aðeins að kostnaðurinn við að afla sjávarfangs eykst en af- raksturinn eykst ekki, þvi meira er ekki til. (Sama og að vörubflaeig- andinn bæti við sig enn einum bil). Kristján Ragnarsson sagði að hver hinna nýju togara kostaði um 4 mill- jarða króna. Átta togarar kosta þá 32 milljaröa króna. Okkur hefur verið sagt frá þessum tölum áður, en höf- um við gert okkur grein fyrir hvað þær eru stórar? Hvað annað getum við fengið fyrir 32 milljarða króna. Eitthvað sem nýtist okkur til hags- bóta en ekki til þess eins að auka enn á öll okkar fjárhagsvandræði. Að leggjast i ferðalög Það ber þó að hafa i huga að þetta fé, sem fer til togarakaupanna er ekki tekið beint úr rikissjóði og með þvi að hætta viö þessi kaup verður féð ekki tekið beint i aðrar fram- kvæmdir. Eigi að siður er fróðlegt að gera sér dálitla hugmynd um hvað gildi þeirra peninga er mikið. Og umfram allt verðum við að muna að fjárfesting i fiskiskipum er núna einhver sú óhagkvæmasta fyrir þjóðarhag sem við getum fundið. Það er jafnvel skárra fyrir þjóðar- hag að við leggjumst i ferðalög eða kaupum lúxusbila svo eitthvað sé nefnt. SEK HUNDRUÐ BÍLAR I I I I I I L Ferðir til Kanarieyja, þriggja vikna dvöl þar og leyfilegur gjaldeyrir til eyðslu i ferðinni kostar um eina milljón. Fyrir verð 8 togara geta 32.000 Is- lendingar farið i slika ferð.það eru um það bil helmingi fleiri en fara i ár. Hólmavik er einn þeirra staöa sem eiga togara i vændum. Fyrir verð hans geta allir ibúarnir fariö 10 ferðir til Kanarieyja. A Skagaströnd búa rúmlega 600 manns. Fyrir eitt togara- verð — þeir eiga togara i smiðum — geta allir ibúarnir, hvert einasta mannsbarn á staðnum, fengið nýjan Mazda 323, þennan litla fallega sem verið er að auglýsa i sjón- varpinu þessa dagana. Kjósi þeir heldur Skoda 120L, sem er ódýrasti Skodinn,fá þeir að auki vélsleða eða þrjá gæðinga eöa eitthvað annað sem hugurinn girnist. fyrir utan skatta og skyldur. Grindvikingar eru að fá sér tog- ara og þeir eru tæp 2000 að tölu. Tölulega eru þar þá 500 visitölu- fjölskyldur sem allar geta haft fullt framfæri i eitt ár af togara- verðinu. Hagstofan segir að hver maður éti kjöt fyrir um 200.000 krónur á ári, þ.e.a.s. miðað við nýja kjötverðið. Þá geta allir landsmenn fengið allt sitt kjöt i um 9 mánuði fyrir 8 togaraverð. Sigurjón Valdimarsson skrifar Visitölufjölskyldan er hjón með tvöbörn. Hún er talin þurfa 8 milljónir til framfærslu á ári, ölluum líkar jafnvel mjólkurhristingurinn frá NESTI F0SSV0GI - NESTIÁRTÚNSHÖFÐA NESTIAUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68. NESTI Flugöryggi eins og hja siðmenntuðum grðnnum Engin þjóð er háðari flugsamgöngum en við Islendingar. Fáar þjóðir eru aftar á merinni en viö I öryggisbúnaöi flugs- ins. Viö spuröum Pétur Einarsson vara- Pétur Einarsson varaflugmálastjóri Viö litum gjarnan á sjávarútveginn, sem aleinu Urlausnina, þegar bæta þarf atvinnuástand á einhverjum staö og eryiirinn verður sá að keyptur er togari. Ekki eru þó allir á einu máli I þessu efni og viö spuröum Davfö Scheving Thor- steinsson formann Félags isl. iönrek- enda og Val Valsson framkvæmdastjóra þess, hvaö mætti gera i iönaöarupp- byggingu fyrir 32 milljaröa króna. „Fyrir þessa 32 milljaröa,” sagöi Daviö, sem haföi orö fyrir þeim, „væri hægtaö stofna hér ýms smá og millistór iönfyrirtæki, hátæknivædd og hálauna- iönaö sem eitt þúsund fjölskyldur gætu haft framfæri sitt af. Þaö er álíka mikill fjöldi manna og flúiö hefur land á undanfömum 10 árum. Þetta eru grunn- störf, sem gefa af sér önnur i ýmiss kon- ar þjónustu, skólum, löggæslu, verslun, flutningum og mörgu fleira. Þannig mundu þau störf spinna utan á sig mikl- um fjölda starfa til viöbótar þeim, sem flugmálastjóra hvaö hægt væri aö endurbæta í þeim efnum fyrir átta togaraverö, 32 milljaröa króna. Hann svaraöi: „Þaö má ljúka gerö 30 áætlunarflug- valla, gera 53 sjúkraflugvelli nothæfa, fullkomna flugleiösögukerfi og fullgera varaflugvöll fyrir millilandaflug. Aætlunarflugvellirnir eru: Reykjavik Vesturland: Rif og Stykkishólmur. Vestfiröir: Bildudalur, Flateyri, Gjögur, Hólmavik, Isafjöröur, Patreks- fjöröur, Suöureyri og Þingeyri. Noröurland vestra: Blönduós, Hvammstangi, Sauöárkrókur og Siglu- fjöröur. eru beint viö iönaöinn. Fyrir hvert eitt starf f iðnaöinum beint, skapast þrjú önnur sem á einhvern hátt tengjast hin- um. Velaömerkjavantarhéreitt skilyröi: Þaö aö yfirleitt sé hægt aö reka atvinnu- rekstur á tslandi, vegna afskipta stjórn- málamanna. Ef viö fáum 32 milljaröa í hendumar og stjdrnmálamennirnir láta okkur svo i friöi og skipta sér ekki af okkur meira, skulum viö koma þessu upp.” Þetta haföi Daviö Scheving aö segja. ÞaÖ md geta þess til gamans i leiöinni aö á sjö stööum af þeim.átta, sem eiga togara I vændum — sá áttundi á aö fara til Reykjavikur, hvaöa rök, sem aö þvi liggja — búa samtals um 7000 manns. Þeim öllum og fleiri til viöbótar, treystir Daviö Scheving sér til aö skaffa lifs- viöurværiaf iönaöi og tengdum atvinnu- greinum, ef hann fær 32 milljaröa i hendurnar og friö fyrir stjórnmála- mönnum. Norðurland eystra: Akureyri, Grimsey, Húsavik, Kópasker, Raufar- höfn og Þórshöfn. Austurland: Bakkafjöröur, Borgar- fjörður eystri, Breiödalsvik, Egils- staöir, Fagurhólsmýri, Hornafjöröur, Noröfjöröur og Vopnafjöröur. Suöurland: Vestmannaeyjar. Aö ljúka gerö áætlunarflugvallar þýöir: Byggö er flugbraut a.m.k. 1000 m. löng ásamt öryggissvæðum , akbraut fyrir flugvélar og flugvélarhlað. Flug- brautin er með bundnu slitlagi. Settur er upp ljósabúnaöur á eftirfar- andi hátt: flugbrautarljós og þröskulds- ljós. Aðflugsljós viö brautarenda og aö- flugshallaljós viö annan brautarenda, ennfremur uppsett leiöarljós og hindranaljós. Byggö er flugstöö meö flugturni, svo og tækjageymsla. Settur er upp blindaö- flugsbúnaður, sem er m.a.: Radióviti eöa fjölstefnuviti, miölinusendir, fjar- lægöarmæliviti og aðflugshallaviti. Þegar sagt er aö gera megi sjúkra- flugvelli nothæfa þá er átt viö aö þeir veröi gerðir úr frostheldu efni, standi það hátt yfir land aö snjór renni af þeim og reist sé skýli er geti hýst nauösynleg- ustu hluti, og fólk i nauösynjatilvikum. Fullkomnun á flugleiösögukerfi þýöir m.a. uppsetning fjölstefnuvita fyrir far- flug, endurbætur á fjarskiptakerfi, upp- setning miðunarstöðva og fjarlægöar- mælivita. Varaflugvöllur fyrir millilandaflug kostar i dag um 3.5 milljaröa. Gerö flug- vallar af þvl tagi þýddi mjög aukiö öryggi I millilandaflugi og innanlands- flugi og eldsneytissparnaö. Ennfremur má gera ráö fyrir þvi aö hann yki um- ferö útlendra flugvéla um tsland. Þrjátiu og tveggja milljaröa fjárveit- ing til flugmála væri blóögjöf sem færöi íslendinga fram um 30 ár i flugmálum og gerði búnaö aö flugi á tslandi sam- bærilegan við þaö sem gerðist hjá siö- menntuöum nágrannaþjóöum okkar”, voru lokaorö Péturs Einarssonar. „Iðnaður lyrlr mikiu fielrl” HVERMG LIST ÞER A EREYTINGARNAR? Viö f jölgum vinningum svo að nú vinnst á meira en fjóröa hvern miða. Mest fjölgar hóflegum vinningum sem koma sér vel - þessir á 100 þúsund (1000 nýkr.) veröa t.d.næstum þrefalt fleiri en í fyrra. Hæsti vinningur verður 10 milljónir (100.000 nýkr,) -hækkar um helming. Til viðbót- ar þessu veröur veglegur sumarglaöningur dreg- inn út í júlí — þrír 5 milljón kr. vinningar (50.000 nýkr.) Svo nú er sérstök ástæöa til aö vera meö í happdrætti SÍBS Og miðinn kostar aðeins tvö þúsund kr. (20 nýkr.) ______ Þar aö auki vitum viö aö 1981 er ár fatlaðra — ár ✓ þeirra sem njóta ávaxta af starfi SIBS _____3irai veskinuenbia grunar? HAEPDRÆTTI SlBS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.