Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 1
BÆKUR SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 2.desember 2003 Veruleiki fyrri alda Kristín Helga Gunnarsdóttir segir frá nýrri skáldsögu sinni Stranda- nornir. Tyrkjaránið í Vestmanna-eyjum sumarið 1627 er sáatburður Íslandssögunnarsem hvað dýpst hefur rist í þjóðarsálina. Ránsmennirnir fóru reyndar víðar eins og fram hefur komið, fóru með ránskap um Aust- firði, Vestmannaeyjar og Grindavík en létu Bessastaði, höfuðvígi hinnar dönsku stjórnar, í friði og sigldu burt með feng sinn óáreittir suður í Barb- aríið svokallaða. „Það var Reisubók Ólafs Egils- sonar, prests úr Vestmannaeyjum, sem vakti upphaflega áhuga minn,“ segir Úlfar Þormóðsson og bætir við að hann hafi verið nokkuð lengi að finna fram úr því með hvaða hætti væri best að gera þessum viðburðum skil. „Ég fór síðan til Marokkó og lenti þar í dálitlu ævintýri sem varð til þess að ég ákvað að skrifa skáldsögu um Tyrkjaránið.“ Samdi um ránskap Hann segir að þrátt fyrir að ýmsar heimildir séu til um atburðina sé saga þessa atburðar í sjálfu sér lítið rannsökuð. „Eftirleikurinn er enn minna rannsakaður og þegar ég fór að lesa erlendar fræðibækur áttaði ég mig á því hversu ranglega þessi saga hefur verið sögð.“ Úlfar segist hafa lagt áform um skáldsögu á hilluna um nokkurra ára skeið og skrifað þess í stað almenna fræðibók um aðdraganda Tyrkja- ránsins og eftirmála þess. „Þegar ég fór á fund útgefanda með handrit að þeirri bók vildi hann að ég skrifaði fyrst skáldsöguna og síðan myndi fræðibókin fylgja í kjölfarið.“ Í Hrapandi jörð segir af afdrifum þess fólks sem flutt var suður í Barb- aríið, en það voru löndin Marokkó, Alsír og Túnis í Norður-Afríku kölluð af kristnum Vestur-Evrópumönnum. Ránskapnum sjálfum og aðdrag- anda hans er lýst í upphafi bókar og segir Úlfar þar farið rétt með sögu- legar staðreyndir, en ályktað út frá öðrum, t.a.m. að sjóræningjakaf- teinninn Mórat reis, sem leiddi her- förina, gerði samning við danska prinsinn sem fór með völd í fjarveru föður síns Kristjáns 4. „Mórat reis tók að sér að ræna við Noregsstrendur til að uppfylla sín skilyrði samningsins og fékk í stað- inn að herja óáreittur á Íslandi þetta sumar. Það gæti einnig verið skýr- ingin á því hvers vegna hann barðist ekki við hirðstjórann á Bessastöðum og lið hans en honum hefði verið í lófa lagið að yfirbuga þá litlu mót- stöðu sem þar var.“ Alls voru 400 Ís- lendingar hnepptir í þrældóm og fluttir suður og það er saga nokkurra þeirra sem Úlfar segir. „Ég er fyrst og fremst að skrifa um afdrif þessa fólks en ég var hissa á því þegar ég fór að leita heimilda hversu lítið var til um það. Nokkur hópur var keyptur laus af Dana- kóngi.“ Heimför þessa hóps úr Barb- aríinu yfir lönd Evrópu og til Dan- merkur og þaðan til Íslands hefur verið lýst í bók Steinunnar Jóhann- esdóttur Reisubók Guðríðar Sím- onardóttur. En margir urðu eftir og komu aldrei heim aftur og það er fólkið sem Úlfar skrifar um. Hvorki vosbúð né gigt „Það voru skrifuð bréf úr Barbar- íinu heim til Íslands. Flest þeirra bréfa enduðu á biskupsstólunum og komust aldrei til réttra eigenda. Ástæðan gæti verið sú að fólkinu lík- aði vel í Barbaríinu, það hafi lýst að- stæðum þar fjálglega og kirkjunnar menn óttast viðbrögð fátækrar al- þýðunnar ef hún fengi bréf með lýs- ingum af landi og gæðum þar sem ekki þyrfti annað en teygja út hönd eftir ávexti á tré. Skilaboðin í bréf- unum voru þau að þarna væri vinnu- tíminn styttri og veðursæld án vos- búðar og engri gigt. Á kirkjuþingi 1663 er samþykkt ályktun um skatt til landvarna sem lýkur með þessum orðum: „En upp á fátækan almenn- ing höfum vér ei samvisku meiri þyngsl að leggja en á honum liggja, svo honum leiðist ei of mjög sín fá- tækt og ánauðgun, og mætti falla í þá freystni að vera til friðs að vera her- tekinn, upp á von og æfintýr, því mart er hér víti að varast.“ Við skulum ekki gleyma því að lífs- kjör íslenskrar alþýðu voru nær óbærileg á þessum tímum og landið líklega aldrei verið nær því en á 17. öld að falla úr byggð. Sem dæmi um vilja fólks til að komast annað þá lét danska stjórnin gera könnun nokkru síðar meðal almennings um það hvort áhugi væri fyrir því að flytjast frá Íslandi til Grænlands. Þegar í ljós kom að mikill meirihluti aðspurðra vildi endilega komast til Grænlands var þessu hætt. Það er líka runnið undan rifjum kirkjunnar að nefna ræningjana einu nafni Tyrkja en þetta voru menn af ýmsu þjóðerni, margir evrópskir, t.a.m. var Mórat reis hollenskur og hafði verið rænt ungum af hollensku kaupskipi. Upprunalegt nafn hans var Jan Jansz og hann ólst upp í borginni Haarlem í Hollandi. Mórat reis hafði aflað sér leyfa til sjórána hjá bæði breskum og hollenskum yf- irvöldum og gat því farið tiltölulega óáreittur um höfin. Skipstjórinn á hinu ránskipinu sem kom til Íslands sumarið 1627 var flæmskur, Amor- ath Fleming að nafni, frá Ostende sem nú er í Belgíu. Margir í liði þeirra voru hollenskir og breskir sjóliðar úr alþýðustétt sem flúið höfðu úr sjóher hennar há- tígnar og töldu sér mun betur borgið sem sjóræningjar. Þeir í hópi Íslend- inganna sem rænt var og kunnu hrafl í dönsku, ensku eða þýsku gátu auð- veldlega gert sig skiljanlega við ræn- ingjana á leiðinni suður í Barbaríið. Sagt er að straumur ungra manna hafi verið til Norður-Afríku norð- „Mætti falla í þá freystni að vera hertekinn upp á von og æfintýr“ Morgunblaðið/Jim Smart „Kirkjan hér heima gerði hins vegar mikið úr íslamstrú ræningjanna,“ segir Úlfar Þormóðsson. eftir Hávar Sigurjónsson 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.