Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 0 3 an úr Evrópu á þessum tímum. Þetta voru ungir menn úr alþýðu- stétt í leit að betra lífi.“ Ráðherra í Alsír Úlfar segir að heimildavinna sín hafi jafnframt leitt í ljós að margir Íslendinganna í Barbaríinu hafi fengið frelsi að fimm árum liðnum því reglur um þrælahald voru þann- ig að engan mátti halda lengur þræl en fimm ár. „Þetta var auðvitað und- ir húsbændunum komið og alls ekki allir sem nutu þessa. En staðreynd er að margir Íslendinganna komust vel í álnir þótt líklega hafi enginn náð jafn langt og Jón Ásbjarnarson sem varð ráðherra í Alsír. Jón þessi hefur að líkindum verið seldur aust- ur á firði af Suðurnesjum fyrir 80 álnir vaðmáls sem runnu í sveit- arsjóð til framfærslu fjölskyldu hans en faðir hans hafði örkumlast og fjöl- skyldan var leyst upp í kjölfarið.“ Íslendingum var svo lýst af ræn- ingjunum að þeir væru vinnusamir og atorkusamir og þeir voru eft- irsóttir til ýmissa starfa í Barbarí- inu. „Þeir sem kunnu eitthvað fyrir sér við smíðar, bæði á tré og járn, voru afar hátt skrifaðir og í miklum metum hjá húsbændum sínum.“ Úlfar segir að einangrun Íslands á þessum tíma hafi á síðari tímum ver- ið stórlega orðum aukin. „Það var mikil umferð kaup- og fiskiskipa við landið og menn suður í álfu vissu vel um landið og staðsetningu þess. Hingað sigldu Márar á 16. öld og Ís- landslýsing Blefkens var mönnum í Norður-Afríku líklega kunn. Blefken dvaldi lengi í Marokkó og skrifaði sennilega bókina þar. Sögur hans voru gefnar út á 14 tungumálum og sæmilega upplýstir menn um alla álfu vissu af Íslandi í kjölfar þess. Þegar Kristján 4. rís úr þunglyndi sínu suður í Þýskalandi og tekur aft- ur við stjórnartaumum í Danmörku er sjálfkrafa lokað fyrir samninga um ránskap við Ísland. En Mórat reis fer í ránsferðir til Færeyja og Írlands á árunum 1629–31.“ Barnalegar hugmyndir Úlfar segir að meginvillan í allri hugmynd Íslendinga um Tyrkjarán- ið og hverjir fóru þar með ránum sé sú að þar hafi trúarbrögð skipt ein- hverju máli. „Þetta voru ekki trúaðir menn en þeir gerðu sér hins vegar grein fyrir að trúin væri að- göngumiði að ýmsum hlunnindum og áttu auðvelt með að skipta um trú af þeim sökum. Kirkjan hér heima gerði hins vegar mikið úr íslamstrú ræningjanna til að hræða alþýðu manna og undirstrika hversu miklir villimenn þeir væru. Reynsla hins hertekna fólks var hins vegar allt önnur og það mátti ekki spyrjast hingað upp. Þetta er meginástæðan fyrir þeim röngu og oft barnalegu hugmyndum sem þjóðin hefur um Tyrkjaránin svokölluðu.“  Almenna bókafélagið hefur gefið út skáldsöguna Hrapandi jörð eftir Úlfar Þormóðsson. ÞESSI bók er líkast til einstæð á meðal þeirra sem út eru gefnar á Ís- landi nú um stundir. Hún er ekki ævisaga í eiginlegum skilningi, ekki heldur endurminningar eða sveitar- saga og fæstir myndu hyllast til að flokka hana undir þjóðsögur, þaðan af síður bókmenntir. Samt er hún eiginlega allt þetta, dæmi um frá- sagnarsnilld sem lifað hefur hér á landi um aldir og er augljóslega enn til þótt sumir hafi ef til vill skrifað upp á dánarvottorðið fyrir margt löngu. Sögumaður og bók- arhöfundur, Steinólfur Lárusson, er bóndi í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og hefur alið þar nánast allan aldur sinn. Í einræðum sínum rekur hann ævi- feril sinn í stórum dráttum og blandar þáttum úr sögu sveit- arinnar og sögum af sveitungum og öðrum samferðamönnum og eru þær margar býsna kímilegar. Í „einræð- unum“ segir Steinólfur margt af sjálfum sér, en aldrei svo að lesand- inn kynnist honum náið. Margar sögurnar eru gamansögur, en Stein- ólfur tekur sjálfan sig mátulega há- tíðlega og kann vel að gera grín að sjálfum sér. Allir, sem bókina lesa, hljóta að skynja, að hann hefur sjaldan bundið bagga sína sömu hnútum og samferðamenn og sjálfur segist hann löngum hafa verið nokk- uð „á skjön“ við samfélagið. Hann hefur hins vegar fylgst vel með því sem fram fór, er sögumaður góður, vel lesinn og margfróður. Eins og flestir almennilegir rithöfundar á Íslandi undanfarna áratugi átti hann ömmu sem mundi sjálf mikinn hluta 19. aldar og þekkti fólk sem uppi var á 18. öld. Af henni nam hann margan fróðleik. Hann kann að hafa lifað „á skjön“ við samfélag- ið, en aldrei utan þess og þótt hann hafi um margt haldið fast við fornar venjur, var hann um leið áhugasam- ur um nýjungar og helsti vélvirki sveitar sinnar. Sá sem þessar línur ritar hafði mikið gaman af þessari bók og ekki síst af frásagnargáfu sögumanns og tungutaki. Það er í senn litríkt og kjarnmikið og ólíkt því málfari sem nú tíðkast á bókum. Margar sögur Steinólfs eru stór- skemmtilegar og þótt þær kunni að vera sagðar fyrst og fremst til gamans, eru þær jafnframt fróðlegar og bregða birtu yfir sögu- sviðið, horfna atvinnu- hætti og mannlíf við Breiðafjörð. Sumar eru sjálfsagt eitthvað ýktar, en það skiptir ekki máli. Góð saga lýtur eigin lögmálum. Sem dæmi um sögu sem er í senn fróðleg og skemmtileg og má kallast gott dæmi um frásagnarmáta Steinólfs er þessi (á bls. 106): „Á Ballará eru örnefni mörg. Eitt þeirra er Snorraskjól og var það sjálfskipaður áningarstaður, þá menn riðu fyrir Klofning áður fyrr. Í Snorraskjólum er nokkuð um að slegið hafi verið undir í barn og stundum í ótíma eða til þess höfð viðleitni, þótt ei mætti takast. Er enn einhver mögnun eða útgeislun á þessum áningarstað frá fyrri tíð. Rís mönnum þar gjarnan hold að þarflausu einum á ferð. Einnig slaknar konum þar skaut, þótt ein- samlar séu. Hafa orðið eftir í Snorraskjólum einhvers konar tauf- ur, sambærileg við reimleika þar sem voveiflegir atburðir hafa átt sér stað, nema þvert á móti. Getur hver og einn farið og prufað á sjálfum sér, beri hann brigður á að hér sé farið með rétt mál.“ Lengri er þessi saga, þótt ekki verði rakin frekar hér. Skrásetjar- inn, Finnbogi Hermannsson, hefur unnið sitt verk vel og kemur frá- sögn sögumanns vel til skila. Öll er þessi bók stórskemmtileg aflestrar, hressandi lestur á þessari tíð þegar svonefndar „vandamálabækur“ virð- ast tröllríða hverjum rafti. Íslendinga saga af Skarðsströnd FRÁSÖGN Einræður Steinólfs í Ytri-Fagradal STEINÓLFUR LÁRUSSON Finnbogi Hermannsson skráði. 187 bls. Útgefandi: Þjóðsaga, Reykjavík 2003. Jón Þ. Þór Steinólfur Lárusson Rannsóknarlögreglumaðurinn Árni, sem er ein helsta söguhetja nýj- ustu skáldsögu Ævars Arnar Jóseps- sonar, Svartir englar, er fyrrverandi eilífðarstúdent sem nýhættur er brölti milli deilda í Háskólanum og verður að teljast afar sérkennilegur leikmaður í sögufléttu sem gerir inn- viðum flókinnar lögreglurannsóknar skil, og skartar að öðru leyti hefð- bundnum löggutýpum í helstu hlut- verkum. Það er hins vegar hann sem á drjúgan þátt í að lyfta sögunni í þær hæðir sem hún jafnan nær enda for- vitnilegt sköpunarverk þarna á ferð- inni, ólögguleg lögga sem þjáist af efa- semdum um allt í sínu lífi og þar með talinn nýjan starfsvettvang. Árni virkar þannig að nokkru leyti sem samferðamaður lesanda í sögunni því þótt hann hafi rúmt ár að baki í deild- inni er hann enn að kynnast sam- starfsmönnum sínum og þeim verk- háttum sem líðast við rannsókn viðamikilla sakamála. En það er ein- mitt eitt slíkt sem markar viðfang bókarinnar – mál sem reynist reyndar viðameira en lesanda grunar í byrjun – og óhætt er að telja framgöngu höf- undar við að spinna þræði saman við persónusköpun og samfélagsmynd til fyrirmyndar. Skáldverk Ævars er reyndar að öllum líkindum skýrasta dæmið sem ég þekki um títtnefndan uppgang íslensku sakamálasögunnar og með bók þessa í huga er óhætt að segja að eitthvað meira sé þar á ferð- inni en einföld þýðing erlends sagnaforms í ís- lenskt samhengi. Atvikið sem drífur frásögnina er hvarf ungrar konu, kerfis- fræðings, og sú undar- lega staðreynd að áður en víst er einu sinni að glæpur hafi verið fram- in eru ákveðin öfl í rík- isbákninu farin að knýja rannsókn á hvarf- inu áfram, og þeir sem um hana sjá neyðast til að feta sig áfram í myrkri og óvissu um grundvallarstaðreynd- ir. Inn í söguna fléttast íslenskur veruleiki líkt og flestir þekkja hann í kjölfar „dot-com“-blöðrunnar, þar sem ríkidæmi og viðskiptaveldi reyndust standa á brauðfótum, en sjó- ræningjagóss féll engu að síður nokkrum útvöldum í skaut ásamt ný- legum hræringum í alþjóðastjórnmál- um. Hvarf kerfisfræðingsins er því aðeins toppurinn á ísjakanum, ein- kenni sem bíður sjúkdómsgreiningar, og þeir sem taka að sér könnun máls- ins eru sannarlega misjafn hópur, að hluta til staðalímyndir sakamálasög- unnar sem höfundur nær þó engu að síður að blása í lífi. Þannig verður fléttan strax að grunninum til tvíþætt, annars vegar fylgist lesandinn með margfætlunni sem sakamálið virðist vera en hins vegar með samskiptum hópsins sem rannsakar málið, bak- sögu þeirra og einkalífi. Dæmi um styrkleika höfundar og skáldsögunn- ar er að hvorugur þátturinn skyggir á hinn, þræðirnir reynast jafn áhuga- verðir en vitanlega er það lykillinn að velheppnuðu verki. Þeg- ar samkennd hefur skapast með persónun- um verður velgengni markmiða þeirra að brýnu hagsmunamáli lesandans, en sömuleiðis skerpir áhugaverð at- burðarás persónusköp- unina. Þannig verður til samnýting frásagnar- legra orkugjafa og bókin nýtir það til fulls. Mér er í raun meinilla við að lýsa söguþræðin- um nánar – um miðja bók á sér stað merkileg vending og mannshvarf- ið sem í upphafi knýr frásögnina tek- ur á sig óhugnanlega mynd. Þetta er hins vegar uppgötvun sem hver les- andi ætti að gera fyrir sig. Nægir að segja að höfundur gefur verkinu margs konar tilvísunargildi, og sam- tímalegan merkingarþunga, með því að sýna metnað og hugmyndaauðgi í sköpun og úrvinnslu fléttunnar. Óhætt er hins vegar að fjalla um persónuflóru verksins. Líkt og áður segir er nokkuð um staðaltýpur, gamli fanturinn og yfirvegaði yfir- maðurinn, aðalstjórinn sem meiri áhuga hefur á almannatengslum og umsýslu en á skítaverkum dagsins, en höfundur leggur sig eftir að vinna úr þessum týpum og gefa þeim dýpt, sem tekst afar vel. Mesta hættan sýndist mér framan af vera að Guðni yrði hálfgerð skopmynd, en þar er á ferðinni eins konar blanda af fótbolta- bullu og úrsérgengnum og úreltum karlfauski sem níðist jafnt á sam- starfsmönnum sínum og þeim sem fyrir hann bera í rannsókn málsins. Hann er fastur í fortíðinni og ein- feldningslegur í hugsun, eins konar erfðagripur innan deildarinnar frá því um miðja öld þegar kylfan fékk að tala og hvítflibba- og tækniglæpir voru nær óþekktir. Það sem bjargar hon- um hins vegar er hversu langt höf- undur gengur í að gera hann ókræsi- legan, alls engin viðkvæmni læðist inn né heldur er reynt að gera hann að- gengilegan. Guðni er það sem hann er, fantur og bulla, og það segir sitt að hann gerir samt heilmikið gagn. Sér- staklega tekst höfundi þó vel upp þeg- ar hann lýsir Árna, hæglátum og dá- lítið heimspekilega sinnuðum ungum manni sem í fyrstu virðist eiga tak- markað erindi í starfsstétt sem hefur það að lifibrauði að horfa inn í myrk- ustu, ljótustu og afkáralegustu kima mannssálarinnar. Hvernig hann smám saman finnur sig í starfinu er hins vegar einn af þráðunum sem gaman er að fylgjast með í bókinni, og atriðið þar sem hann telur sig í bráðri lífshættu í dópgreni en fyrir honum liggur aðeins fundur við hámenntaðan fjölskyldumeðlim er bráðfyndinn, og gott dæmi um kímnina sem leynist víða í annars alvörukenndri frásögn- inni. En með öðrum orðum er hér á ferð- inni framúrskarandi sakamálasaga og í raun sýnidæmi um hvernig heilmikil orkulína virðist um þessar mundir liggja inn í íslenskan skáldskap úr óvæntri átt. Ævar skapar ekki aðeins áhugaverðar persónur heldur hleypir líka óvæntu lífi í staðalímyndir og spinnur jafnframt grípandi fléttu sem að lestri loknum ætti alls ekki að vera léttvæg fundin. Framúrskarandi sakamálasaga SKÁLDSAGA Svartir englar ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON 364 bls. Almenna bókafélagið 2003. Björn Þór Vilhjálmsson Ævar Örn Jósepsson Framtíð handan hafs. Vesturfarar frá Ís- landi 1870–1914 er 17. bindið í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir. Höfundar eru sagn- fræðingarnir Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson. Saga íslensku vest- urferðanna er rakin og borin saman við vesturfarasögur annarra Evrópuþjóða. Lýst er störfum umboðsmanna skipa- félaganna, sem unnu við að hvetja fólk til vesturferða, kannaður ferðakostur vesturfara, sagt frá deilum um ferð- irnar á Íslandi og lög sem voru sett um þær. Fjöldi íslenskra vesturfara er áætlaður nákvæmlega út frá heim- ildum, bæði af landinu í heild og úr ein- stökum héruðum, einnig fjöldi þeirra sem komu til baka. Rætt er um hvers konar fólk fór einkum vestur, hvers vegna það kaus að leggja upp í svo langa ferð og hvaða afleiðingar ferð- irnar höfðu á samfélag Íslendinga. Útgefandi er Sagnfræðistofnun Há- skóla Íslands í samvinnu við Háskóla- útgáfuna. Verð: 3.900 kr. Vesturfarar Fjall í hvítri skyrtu nefnist fimmtánda ljóðabók Birgis Svan Símonarsonar. Í bókinni eru ljóð, örsögur og þriggja línu ljóð. Á bókarkápu segir Þór Stefánsson: „Birgir Svan (1951) er eitt þekktasta skáld sinnar kyn- slóðar. Hann hefur frá fyrstu bók (1975) hrifið lesendur með hár- beittri gagnrýni ásamt sjaldgæfri orðsnilld og leiftrandi húmor. Á síð- ari árum hefur Birgir aukið hörpu sína hnitmiðuðum smáljóðum og ör- sögum þar sem óþrjótandi hug- myndaflug og hjartahlýja skáldsins njóta sín sérstaklega vel.“ Útgefandi er Fótmál, Neðanjarð- arútgáfa. Bókin er 62 bls., prentuð í Margmiðlun Sigurjóns & Jóhann- esar. Kápu hannaði Sigurður Þórir. Bókina er aðeins hægt að kaupa frá höfundi. Þeir sem vilja eignast bók- ina geta sent rafpóst; bsvan@sim- net.is. Ljóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.