Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 B 3 BÆKUR SÍÐASTLIÐIN ár hafa játn- ingabækur dulbúnar sem ævisögur orðið æ fyrirferðarmeiri. Út kem- ur fjöldinn allur af bókum sem eru ekki annað í raun en risa- stór tímaritsviðtöl og svo er einnig um ævi- sögu söngkonunnar Ruthar Reginalds sem varð fræg aðeins átta ára gömul. Bóka- forlög skýra þess háttar útgáfu sem svar við kalli lesenda en svo virðist sem eðl- islæg forvitni um náungann í litlu sam- félagi sé vænlegasta gróðaleiðin að mati sumra útgefenda. Því miður skortir of oft meginhugmynd að baki útgáfu játningabókanna. Til þess að hafa eitthvert raunverulegt gildi þurfa þær annaðhvort að vera skrifaðar í vönduðum og bókmenntalegum stíl og formi og/eða að rauði þráðurinn sé að sýna fram á eða kenna eitt- hvað um mannlega hegðun og samskipti. Bækur þessar byrja oft vel en vilja renna út í sandinn í lokin með upptalningu á staðreyndum þar sem yfirsýn skortir til þess að vinsa úr það sem máli skiptir. Það er einnig alltaf einkennilegt þegar mjög ungar manneskjur finna sig knúnar til að segja sögu sína alla, áður en ævin en hálfnuð. Að vissu leyti er skiljanlegt að fólk eins og Ruth, sem hefur stundum verið milli tannanna á samborgurum sínum vegna frægðar sinnar, vilji rétta hlut sinn og sýna hvernig líf- ið hefur breyst til hins betra að eigin áliti. Það er samt svo að raunverulega yfirsýn er ekki hægt að fá fyrr en eftir miðjan aldur og aldrei fyrr en langt er liðið frá þeim atburðum sem greint er frá. Bókin byrjar ágæt- lega, með skáldlegum tilþrifum og upplýs- ingum í þriðju per- sónu um foreldra Ruthar og upphaf en svo tekur hún sjálf við og segir að mestu frá í fyrstu persónu. Frá- sögnin er ágætlega skrifuð og grípandi þar sem mikið er að gerast. Ruth segir frá erfiðri æsku sinni og hroðalegum unglingsárum þar sem hún staldrar við hápunkt- ana þangað til hún er komin nokk- uð yfir tvítugt. Þá er farið hraðar yfir sögu. Hraðast er farið þar sem greint er frá störfum hennar í tónlistinni eftir að hún byrjaði aft- ur að syngja en sá kafli er meira og minna upptalning. Það er svo einkennilega stirt uppbrot á formi og stíl sögunnar þegar Þórunn söguritari verður skyndilega persóna í bókinni í ný- legri ferð þeirra Ruthar til Eng- lands að hitta ömmuna sem þar býr. Jafnstirt er það uppbrot að láta ömmuna grísku segja sögu sína í fyrstu persónu. Frásagn- arhátturinn fær með þessu móti óþægilega slagsíðu og ómögulegt að skilja af hverju saga ömmunnar er merkilegri en saga annarra að- standenda Ruthar. Það sem upp úr stendur við lok lestrar er gríðarlegt einelti og of- beldi í skóla og vanræksla foreldr- anna sem barnið Ruth varð fyrir og engin leið önnur en að skilja hana sem svo að frægðinni hafi verið um að kenna. Einnig hafi eitt leitt af öðru svo að hún varð mjög veikur alkóhólisti og eigi ennþá í þeirri baráttu. Vissulega er nokk- uð sagt frá söngnum og þeirri gleði sem honum fylgdi en það fell- ur allt í skuggann fyrir erfiðleik- unum. Þó reyna þær Þórunn greinilega að forðast að sýna Ruth sem píslarvott. Saga bernsku hennar er svo skelfileg að spurn- ingar vakna sífellt hjá lesanda um ábyrgð foreldranna. Það er síðan þegar Ruth er orðin fullorðin og ábyrg sem hún krefur þau um svör en allar lýsingar þar að lútandi eru óþægilega persónulegar og ná- kvæmar. Það hlýtur að vera verr af stað farið en heima setið þegar per- sónulegar ásakanir á hendur að- standendum eru birtar alþjóð. Þó að hægt sé að skilja þörfina til að rétta hlut sinn er ekki hægt annað en að óska þess að Ruth og For- lagið hefðu beðið með það í nokkra áratugi að gefa þessa bók út. Harmleikur játninganna ÆVISAGA Ruth Reginalds ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR 253 bls. Forlagið, Reykjavík, 2003. Hrund Ólafsdóttir Ruth Reginalds BÓKIN sú, sem hér er til um- fjöllunar, er um margt nokkuð sér- stök. Henni er ætlað að varpa ljósi á æviár dr. Helga Pjeturss jarð- fræðings, og fjallar hún um æsku- ár hans í Reykjavík, námsár í Kaupmannahöfn og jarðfræðirann- sóknir á Íslandi. Í annan stað eru birtar sex ritgerðir í síðari hluta bókar, fjórar eftir Helga sjálfan, ein eftir Þorvald Thoroddsen og önnur eftir Jakob Líndal. Í stað þess að skrifa samfelldan texta hefur sú leið verið valin að birta glefsur úr fjöldamörgum bréfum, bæði frá Helga og ekki síður til hans, sem margir þekktir vísindamenn skrifa. Inn á milli bréfakafla er skotið stuttum skýr- ingum til þess að tengja efnið sam- an. Þó að þessi frásagnarmáti sé nokkuð sundurslitinn er því ekki að neita, að mjög margt forvitni- legt kemur fram. Meðal annars fæst glögg mynd af lífi Hafnar- stúdenta á ofanverðri nítjándu öld, sem átu úldna kæfu að heiman til þess að spara fæðispeninga. Þegar þeir gátu ekki látið sjá sig lengur í gauðrifnum jakka, var hann send- ur heim, því að kannski var hann brúkanlegur á vinnumanninn. En »fýsnin til fróðleiks og skrifta« var rík í mörgum, sem náðu settu marki, en margir hæfileikamenn heltust úr lestinni, því að aðbún- aður allur var hinn fátæklegasti og vanheilsa hrjáði marga. Það er engum vafa undirorpið, að Helgi Pjeturss hefur búið yfir óvenjulegu atgervi bæði til líkama og sálar. Leiftrandi gáfur komu snemma fram, og var hann jafn- vígur á allar námsgreinar. En eitt- hvað gerðist innra með honum snemma á lífsleiðinni, sem raskaði ró hans. Þeir, sem þekktu hann, tiltóku oft ákveðið atvik úr Græn- landsleiðangrinum, sem hann tók þátt í og töldu það undirrótina. Á ekkert slíkt er þó minnzt í bókinni. Fleira kom þó til. Fjandskapur og flokkadrættir voru meðal fræði- manna á þessum árum ekkert síð- ur en nú á dögum og ýmsar klíkur starfandi. Helgi fór ekki varhluta af þessum ýfingum og fékk að gjalda fyrir það. Löngum hefur verið vitnað til missættis á milli Helga og Þorvaldar Thoroddsens. Angi þeirrar deilu er í bókinni, því að birt er gagnrýni Þorvaldar á ályktanir Helga á sviði jarðfræð- innar og síðan svar Helga. Báðir þessir menn voru vel ritfærir og vakti deilan athygli langt út fyrir raðir fræðimanna. Dr. Helgi Pjeturss hefur haft óvenju næmt auga fyrir jarðfræði- legum fyrirbrigðum ásamt miklu innsæi og þar skákaði hann Þor- valdi. Uppgötvanir Helga á sviði jarðfræðinnar, sem í stytztu máli voru þær, að ísöldin var ekki ein og óskipt, heldur hefðu mörg jök- ulskeið gengið yfir landið og hlýn- að á milli, skipa honum á bekk meðal fremstu jarðfræðinga í Norðurálfu. Framlag hans mun seint fyrnast og því er þakkarvert að gefa út ritverk hans í vönduðu formi og halda minningu hans á lofti. Allir, sem jarðfræði unna, þurfa að eignast þessa bók og kynnast manninum á bak við eina merkustu uppgötvun í jarðsögu landsins. Saga af jarðfræðingi NÁTTÚRUFRÆÐI Dr. Helgi Pjeturss og jarðfræði Íslands – baráttusaga íslensks jarðfræðings í upphafi 20. aldar ELSA VILMUNDARDÓTTIR, SAMÚEL D. JÓNSSON OG ÞORSTEINN ÞOR- STEINSSON 247 bls. Útgefandi er Pjaxi. Reykjavík 2003 Ágúst H. Bjarnason LINDA Pétursdóttir er óviðjafn- anleg íslensk gyðja sem varð nánast þjóðareign þegar hún kom fram á sjónarsviðið sem feg- urðardrottning Íslands vorið 1988. Síðar sama ár heillaði hún heims- byggðina með því að hreppa titilinn Miss World. Mikil umskipti urðu í lífi Lindu í kjöl- far Miss World og henni var þeytt út og suður á því herrans ári 1988 allt þar til hún krýndi arftaka sinn í Hong Kong 1989. Það er mikið djamm- að í þessari sögu, óspart drukkið og dóp- að á köflum, en allt þetta sukk kæfir þó ekki einlæga ósk Lindu um að byggja sitt bú með kærastanum sín- um, Les, sem hún kynnist í Japan. En ekki auðnast henni það því allt fer bókstaflega til andskotans, fíkni- efni og brennivín setja allt á annan endann, skuldir og heimilisofbeldi og þar fram eftir götum. Það eru óneit- anlega hrikalegar lýsingar á sambúð þeirra hjónaleysa. Linda stofnar Baðhúsið árið 1994 sem átti eftir að blómstra og óþarfi er að rekja frek- ar. En það er alkóhólisminn sem herjar stöðugt á Lindu og hlífir henni hvergi. Mér fannst hún lýsa þróun sjúkdómsins á nokkuð trú- verðugan og ítarlegan hátt og það heldur sögunni á floti. Sagt er líka frá sjálfsvígstilraunum, geðlæknis- meðferð, kærustum og fleiru, sem hefur ágætis upplýsingagildi út af fyrir sig. Það sem dregur stórlega úr áhrif- um þessarar sögu er hins vegar stíll- inn á henni. Sagan er öll sögð í fyrstu per- sónu, sem ætti að færa mann nær Lindu en því er nú ekki að heilsa. Hún verður furðulega fjarlæg í gegnum flat- an og ofurvandaðan rit- málsstílinn söguna á enda og ég leyfi mér að kenna Reyni Trausta- syni um þetta klúður. Umstílun einkennir alla bókina. Og það verður seint sagt að leiftrandi frásagnar- gleði einkenni þessa sögu. Enginn húmor, engar virkilega áhuga- verðar sögur í farteski Lindu eftir allt sitt flakk um heiminn, engar minnisstæðar persónur svo heitið geti. Í heild furðulega óáhugaverð saga um annars áhugaverða per- sónu. Þetta er sjúkrasaga Lindu um alkóhólisma, þunglyndi og liðagigt. Nokkrir útúrdúrar um Baðhúsið, fegurðarferil, ofbeldi, vini og vanda- menn. En það sem eftir situr er hin sæmilegasta saga um fyllerí á fræg- um Íslendingi. Sjúkrasaga Lindu ÆVISAGA Linda ljós og skuggar REYNIR TRAUSTASON JPV-útgáfa. 277 bls. Reykjavík 2003. Örlygur Steinn Sigurjónsson Linda Pétursdóttir Kvæði 03 nefnist níunda ljóðabók Kristjáns Karls- sonar. Í frétt frá út- gefanda segir m.a.: Kristján Karlsson er eitt frjóasta og frum- legasta ljóðskáld okkar í seinni tíð. Kvæði hans bera með sér að þar fer menntaður heims- maður með rætur í íslenskri menn- ingu. Hann skírskotar m.a. til mynd- listar, menningarsögu, setninga úr skáldskap og samferðamanna sinna. Kvæði Kristjáns eru bæði hefðbundin og nútímaleg í senn. Þannig renna for- tíð og nútíð saman og frumleg kvæði ort fyrir framtíðina blasa við augum lesandans.“ Kristján er bókmenntafræðingur og hefur staðið að viðamikilli útgáfu bók- mennta, m.a. stærsta yfirlitsverki ís- lenskra ljóða og þýddra ljóða á ís- lenska tungu. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Bókin er 49 bls., prent- uð í Gutenberg. Verð: 1.990 kr. Ljóð Sverrir – Skulda- skil er uppgjör Sverris Her- mannssonar, fyrr- verandi ráðherra og bankastjóra, við sögulega at- burði á liðnum ár- um. Pálmi Jónas- son, fréttamaður á fréttastofu Útvarps, skráði. Sverrir segir frá hatrömmum deilum og flokkadráttum bak við tjöldin sem leiddu til þess að Landsbankamálið svokallaða fór af stað. Þá fjallar hann um árin sem hann var þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins svo og endurkomu sína í stjórnmálin og sviptir hulunni af ýmsum stórmálum. Sverrir talar tæpitungulaust um menn og málefni – beinskeyttur og opinskár. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 211 bls., auk myndarkar, prentuð í Odda. Auglýsingastofan Næst hannaði bókarkápu. Verð: 4.690 kr. Frásögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.