Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Radíó Selfoss nefnist fyrsta skáldsaga Sölva Björns Sigurðs- sonar, áður hefur hann sent frá sér ljóðabækur og ljóðaþýðingar. Í Hagahverfinu á Selfossi geisar skandinavískt milliríkjastríð. Sigurður Óli er nýfluttur á Selfoss með fjöl- skyldu sinni frá Danmörku, en hinum megin götunnar býr hinn hálfsænski og sérkennilegi Einar Andrés. Sig- urður Óli hættir sér yfir „blessað Eyr- arsundið“, eins og pabbi hans, Svía- hatarinn, kallar götuna og með þeim Einari Andrési tekst náin vinátta. Saman ganga þeir í gegnum gleði og sorgir, kynnast ástinni og ekki síst sínum eigin uppruna. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 264 síður og prentuð hjá Odda hf. Kápu gerði Sigrún Sigvalda- dóttir. Verð: 4.490 kr. Skáldsagan Lífsþorsti og leyndar ástir er eftir Kristmund Bjarnason. Hér er fjallað um skáldið Grím Thomsen með áherslu á ár Gríms í Kaup- mannahöfn, kvennamál hans og vistina á Bessastöðum. Ástkonu hans, Magdalenu Thoresen, er einnig fylgt eftir en hún lagði lag sitt við frægustu skáld Norðurlanda. Útefandi er Bókaútgáfan Hólar. Prentsmiðjan Oddi sá um prentun. Bókin er 263 bls. Verð: 4.380 kr. Ævisaga Náðarkraftur nefn- ist nýjasta skáld- saga Guðmundar Andra Thors- sonar. Þetta er fjölskyldusaga og fjallar um soninn á heimilinu sem þarf að segja foreldrum sínum frá því að lag eftir hann hafi komist í und- ankeppni Eurovision-keppninnar og dóttirin þarf að gera upp hug sinn um það hvort hún eigi að yfirgefa manns- efnið sitt, ungan og efnilegan Evr- ópusinna, fyrir sænskan blúsara. Móðirin er prestur sem glímir við það að skyggnigáfan úr bernsku tekur sig upp, en faðirinn er fyrrverandi þing- maður sósíalista sem nú ræktar garð- inn sinn, skrifar sakamálasögur – og málar. Álengdar standa tveir jaxlar, einhleypur útvarpsþulur sem orðinn er hluti af fjölskyldunni og afinn sem er ættgöfugur kommúnisti. Þau eru síðustu sósíalistarnir, hug- sjónir þeirra eru almennt aðhláturs- efni og yfir þeim hvílir skuggi brost- inna drauma. Samt safnast þau saman við píanóið á kvöldin… Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 237 síður og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Ingibjörg Ey- þórsdóttir. Verð: 4.690 kr. Skáldsaga TÝNDU augun eftir Sigrúnu Eld- járn er lítil þykk bók. Útlit hennar er skemmtilega gamaldags með myndum endrum og eins í textanum. Hönnun hennar er vel heppnuð, því hún er lokkandi til lestrar og fer vel í hendi. Sagan er ævintýri, sem systkinin Stína og Jonni rata í, eftir að þau ákveða að strjúka úr sveitinni. Móðir þeirra er nýlátin og faðir þeirra syrgir hana – og það er ástæðan fyrir vistinni í sveitinni. Valgerður bóndi er aftur á móti ekki mjög barnelsk – og óljóst hversu heil hún er eða heiðarleg. Börnin geta a.m.k. ekki hugsað sér að gista þarna lengur. Stína er tólf ára og Jonni sex ára, þau bæta hvort annað upp – en óvænt- verður aðskilnaður gegn vilja þeirra. Á för sinni hafa þau fylgt vísbendingum blinds manns, farið um skóginn, gist hjá blindri konu í hólma og róið þaðan að strönd sem hraun hefur runnið út í. Förin hefur gengið tiltölulega áfalla- laust - en í hrauninu verður aðskiln- aðurinn: „Jonni, hvar ertu?“ Hún sprettur á fætur og fyllist ólýs- anlegri skelfingu þegar hún sér Jonna í fjarska hlaupandi á harðaspretti í burtu frá henni. Hann er með grísinn sinn í fanginu og það er einhver ófrýni- legur lítill karl á hælunum á honum! „JONNI! KOMDU AFTUR!“ hrópar hún eins hátt og hún lifandi getur.“ (81). Stína hleypur á eftir þeim, en verður fyrir óhappi. Hún missir fót- anna … og hrapar ofan í hraunsprungu. Þannig tekur flóttinn frá Valgerði frænku þeirra í sveitinni óvænta stefnu og ævintýrið hefst með fullum mætti. Söguhetjur bætast við eins og dvergar og prestur með blindan neðanjarðarsöfnuð. Systkinin sýna hugrekki til að gera það sem gera þarf og hafa ríka réttlæt- iskennd. Sigrún Eldjárn segir þessa sögu mjög vel og nær því að semja kaflana þannig að löngun kviknar til að lesa næsta kafla. Hún fléttar brotum úr ís- lensku þjóðsögunum inn í textann og er dverghög í dráttum. Lýsingar á hringum Karlamagnúsar, galdrastöf- um og ægishjálmi eru þaðan: „Þetta tákn heitir ægishjálmur og er það mótað í blý. Honum skal þrýsta á enni sér svo hann tolli milli augna- brúna.“ (103). Einnig eru mörg minni úr þjóðtrú eins og álög Þokudrottningarinnar sýna ljóslega. Þau álög skapa söguna: „Mér fannst ég sjá forkunnarfagra konu koma þeysandi á kolsvörtum hesti. Hún dró á eftir sér þykk og mikil þokuský.“ (173). Þannig hefjast álögin. Bókin ætti að geta vakið áhuga barna á lestri þjóðsagna. Lesendum má skipta í tvo meginhópa. Þá sem lesa allar bækur sem þeir byrja á til enda, og þá sem hætta lestri ef at- hyglin brestur. Týndu augun drífa lesandur áfram óháð stétt og stöðu. Í Týndu augunum flyst sjónlína lesenda áreynslulaust blaðsíð- urnar á enda. Texti Sigrúnar og saga eru skýr og greini- leg. Lesandahópurinn er sennilega á aldrinum fimm til átta ára. For- eldrar munu hafa gaman af því að lesa þessa bók upphátt. Ævintýrið í bókinni er ekki flókið og ættu ungir lesendur því að geta fylgt því eftir, og skilið það. Ég er þó ekki frá því að bæta hefði mátt í galdurinn í sögunni, enda er sú kynslóð lesenda sem nú elst upp orðin æði vön galdri og töfrum í bókum og kvikmyndum. Sennilega valda kvikmyndabrellurnar því að kröfur rithöfunda hafa vaxið á þessu sviði. Enginn vafi er þó að æv- intýri Sigrúnar er svo sannarlega skemmtilegt og heldur lesandanum við efnið. Nefna má í lokin að sögupersónan Stína tjáir sig endrum og eins með dagbókarskrifum. Það er vissulega gamaldags, en heillandi iðja og verður vonandi til þess að stöku lesandi taki upp þann sið. Enda ágæt sjálfstjáning. Þykk þokuský drottningar BARNABÓK Týndu augun SIGRÚN ELDJÁRN 208 bls. Mál og menning 2003 Gunnar Hersveinn Sigrún Eldjárn Óboðinn gestur birtist óvænt í árlegri veislu Kolfríðar fyrir framliðna ættingja og vini – ófrýnileg skotta sem skelfir hana og barnabörn- in þrjú, Úrsúlu og Messíönu, tíu og tólf ára upp- rennandi nornir, og Valentínus stóra bróður þeirra. Til að kveða óværuna niður þarf fjöl- skyldan að fara alla leið norður á Galdrastrand- ir á vit fortíðarinnar og sú ferð verður ekki tíð- indalaus. Í gamla daga var kuklað í hverri vík á Ströndum. Skyldi það vera þannig ennþá? „Ég vona að ég skrifi bækur sem brúa kyn- slóðabil,“ svarar höfundurinn Krístín Helga spurningunni um hvers vegna hún kjósi að skrifa fyrir börn og unglinga. „Ég skrifa bæk- urnar mínar með það í huga að þær höfði líka til þeirra sem lesa fyrir krakkana.“ Hugmynd hennar um fjölskyldulestur byggist á því að for- eldrar og börn sameinist um lestur ákveðinna bóka. „Að bækurnar mínar geti sameinað börnin og foreldrana eða ömmur og afa og orðið þeim uppspretta að samtali og samveru.“ Með eitthvað gott í hjartanu Boðskapur er henni ekki sérstaklega að skapi og kemur kannski á óvart því Kristín Helga hefur ekki legið á skoðunum sínum um menn og málefni í dagblaðapistlum sínum. „Það er allt annar hlutur og allt aðrar stell- ingar sem ég set mig í, en er kannski sitt hvor endinn á sömu spýtunni. Þegar ég tók að mér pistlaskrifin þá skilgreindi ég pistil fyrir sjálfri mér sem vettvang skoðunar. Það hefur vantað í opinbera umræðu að fólk þori að hafa skoðun. Að fólk áreiti hvert annað með skoðunum sín- um, segi hug sinn. Skoðanaleysi er mun hættu- legra en skoðanaskipti.“ Boðskapur í sögum Kristínar Helgu er aukaatriði að hennar sögn. Hann er þó fólginn í afstöðu persóna hennar til þess sem gerist í sögunum; hugmyndum þeirra og þar með höfundar um réttlæti og jöfn- uð; sanngirni manna á meðal og hvað er rétt og rangt í mannlegum samskiptum. Grundvall- aratriði. „Þetta er sjálfsagt rétt þótt ég hugsi ekki sögurnar á þessum nótum. Ég vil segja skemmtilega og spennandi sögu sem heldur les- andanum við efnið. En það er gott ef ég get skilið litla manneskju eftir lesturinn með eitt- hvað gott í hjartanu. Ég er ánægð ef undirtónn sögunnar skilur eftir góðar hugsanir og undirtónn er mik- ilvægur í öllum sögum.“ Bókagaldur Nýja bókin Strandanornir er afrakstur rann- sóknarvinnu höfundar norður á Ströndum og heimsóknum á galdrasafnið á Hólmavík. „Þetta er eilítið öðruvísi bók en fyrri bækur mínar. Þarna sæki ég beint í sögurnar og sagnaarfinn og nýti mér ýmislegt af því sem vit- að er um galdraöldina. Galdratrúin og kuklið sem fólk fékkst við fyrr á öldum var auðvitað sprottið úr þeim skelfilegu aðstæðum sem fólk bjó við á þessum tíma. Það var að reyna að gera sér lífið léttara með ýmsu móti. Til er galdrastafur til að tryggja að menn geri góð kaup, ástargaldur til að ná ástum ein- hvers og vatnahlífir sem er galdrastafur til að verja sig gegn vatnsföllum. Jeppakallar ættu að skoða þennan galdrastaf.“ Getur verið að galdrar séu í tísku í barnabók- menntum í dag? Harry Potter er þar augljós fyrirmynd. „Kannski eru galdrar í tísku. Kraftaverkið, galdurinn, sem Harry Potter hefur gert er að auka lestur barna alveg gríðarlega. Harðir nagl- ar á unglingsaldri sem aldrei hafa viljað opna bók, skella núna í sig tveimur asperín og lesa sig svo í gegnum 750 blaðsíður af Harry Potter. Það er ótrúlega skemmtilegt. En Harry Potter er fantasía. Þetta er aftur á móti okkar saga, rammíslensk með skírskotun til okkar fortíðar. Þetta er raunveruleiki fyrri alda blandaður skáldskap úr nútímanum. Ég nýti mér raun- verulega atburði eins og Selárdalsmálin og önn- ur mál. Galdrabrennum hér lauk þegar meintur galdramaður var brenndur í Djúpinu af því að hann grenjaði svo mikið að þeir nenntu ekki með hann suður. Mínar persónur flækjast inn í söguheim fortíðar og erfa galdramátt formæðra og -feðra.“ Hið harða neyslusamfélag Finna börn í dag til tengsla við myrka fortíð- ina? „Ég hef einmitt haft mikla ánægju af því að segja krökkunum sem ég hef lesið fyrir und- anfarið í grunnskólunum að þetta séu þeirra sögur þótt þær séu gamlar. Þeim þykir það merkilegt og spennandi. Þau hafa spurt mig hvort ég trúi þessu. Ég svara því til að ég trúi því á sama hátt og ég trúi á jólasveinana. Vegna þess að það er skemmtilegra að trúa á þá en ekki. Maður ræður alltaf sjálfur hverju maður trúir. Þetta ýtir undir ímyndunaraflið sem ekki veitir af því daglegi veruleikinn okkar er harður og neyslusamfélagið mjög krefjandi. Það setur börn í þær aðstæður að þau eiga helst ekki að trúa neinu nema það sé keypt og innpakkað í Kringlunni.“ Fremst í bókinni er kort af Ströndum og Kristín Helga segir það undirstrika sögulegan bakgrunn sögunnar. „Margir krakkar fara alveg á mis við landið sitt í uppvextinum. Sumir ferðast lítið innanlands og fara til sólarlanda í fríum. Þeir hafa ekki tilfinningu fyrir eigin sögu og því að landslagið geymir sögur. Þessi bók gæti kannski ýtt undir slíka tilfinningu.“ Veruleiki fyrri alda Morgunblaðið/Jim Smart KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR: „Gott ef ég get skilið litla manneskju eftir lesturinn með eitt- hvað gott í hjartanu.“  Mál og menning hefur gefið út bókina Stranda- nornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. eftir Hávar Sigurjónsson Dans á rósum er eftir Ingibjörgu Sig- fúsdóttir. Þetta er saga konu sem veiktist af MS- sjúkdómi fyrir tæp- um 40 árum. Hún segir frá sam- skiptum sínum við lækna og íslenskt heilbrigðiskerfi. Einnig hvernig henni tókts að nýta sér þá ógn sem af MS-sjúkdómi stafar sem tækifæri í lífi sínu. En hún hefur í mörg ár leitað að óhefðbundnum leiðum til að halda sjúkdómnum í skefjum. Hún hefur miðlað þekkingu sinni og reynslu til annarra í gegnum tímaritið Heilsu- hringinn þar sem hún hefur skrifað greinar um körlækningar í aldarfjórð- ung. Höfundur gefur út. Bókin er 206 bls., prentuð í Litróf. Kápu og myndir teikn- aði Harpa Karlsdóttir. Verð: 3.990 kr. Endurminningar LÍTILL hvolpur lætur sigdreyma um að verða eitthvað ann- að en hann er. Væri ekki gaman að vera fugl og geta flogið eða vera fiskur og geta synt um hafið? En hann kemst fljótt að því að það eru gallar við alla þessa drauma. Best er kannski að vera bara það sem maður er. Myndirnar eru ákaflega fallegar. Litli hvuttinn sýnir mikil svip- brigði, hann er ákaflega spenntur yfir því sem hann lætur sig dreyma um en þegar gallarnir koma í ljós er hann að sama skapi hryggur og leiður. Höfundurinn hefur gert hér fal- lega sögu fyrir yngstu lesendurna sem er þeim skiljanleg og gefur líka tækifæri til umræðna við hina fullorðnu. Textinn er ofurlítill og stafirnir stórir en efnið og boð- skapurinn skýr: Vertu bara ánægður með það sem þú ert. Bara ef ég gæti flogið… Barnabók Ég vildi að ég væri… ANNA CYNTHIA LEPLAR 26 bls. Mál og menning 2003 Sigrún Klara Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.