Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 7
»ALLT frá táningsárunum hefi ég haft löngun til að skrifa,« segir Þórir S. Gröndal í inngangi. Þeirri löngun hefur hann getað fullnægt vel og lengi því greinar þær, sem hér með birtast á bók, hefur hann skrifað fyr- ir ýmis blöð á síðast liðnum fjörutíu árum og vel það. Og satt er það, hann er lipur dálkahöfundur. Því aðeins hafa blöðin sóst eftir pistlum hans að þeir hafa verið lesnir. En fleiri hafa verið liðtækir sem í blöðin skrifa, miklu fleiri, án þess að orð sé á gert og gefið sé út á bók. Að safna saman þessum greinum og endurprenta þær nú ber í senn vitni um sjálfstraust höfundarins og bjartsýni útgefandans. Um marga þessa þætti má segja eins og hagyrð- ingurinn orti um stökur sínar: Þær áttu við á einum stað / og einu sinni. Pistlar Þóris eru sprottnir upp úr veruleika sem var, og þeirri stemm- ingu sem þvílík skrif vöktu fyrir eina tíð. Þvílíka stemming er sjaldnast unnt að endurvekja áratugum síðar – nema þá með þeim sem muna gamla tímann og hafa svo miklar mætur á endurminningunni að þeir bókstaflega lifa og hrærast í liðnum tíma. Þetta á einkum við um grein- arkorn þau sem höfundur skrifaði um bæjarlífið í Reykjavík og birt voru í Fálkanum áður en höfundur hvarf vestur um haf og tók að senda þaðan pistla þar sem hann fortaldi landanum hvernig lífinu væri lifað í Bandaríkjunum. Reykjavík var þá harla frumstæð – eins og hún er reyndar enn – og fátt um tilbreyting. Blöð og vikurit voru því almennt les- in. Vinsælast þeirra, og líkast til einnig vandaðast, var Fálkinn. Blaðamaður, sem skrifaði skemmti- lega um allt og ekkert, átti því nokk- uð greiða leið að lesendanum. Þess nutu skrif Þóris þegar hann tók að senda pistla sína heim frá Bandaríkjunum eftir að hann var þangað fluttur. Hann var þá kominn í hæfilega fjarlægð frá landinu til að hafa eitthvað að segja, eitthvað sem forvitni kynni að vekja, eitthvað meira en hnyttnar athugasemdir um hversdagsleikann og sjálfsagða hluti. Enn var tiltölulega fátítt að Ís- lendingar legðu leið sína út yfir poll- inn, að minnsta kosti miðað við það sem síðar varð. Og hugmyndir unga fólksins um undralandið í vestri voru meira en lítið mótaðar af glamúr kvikmyndanna. Ungar stúlkur hengdu sig utan í hermenn og aðra Bandaríkjamenn sem hér gistu í von um rósrautt I love you og hjónaband í gríðarstórri hvítri villu með ógn- arbreiðum stigum upp á efri hæðina. Og sígarettu í annarri hendi en kampavínsglas í hinni. Þannig mundu þær svífa fyrirhafnarlaust og greiðlega inn í dýrðina. Og meir en svo því þar með mundu þær skipta um þjóðerni, verða þegnar þeirrar voldugu og ríku þjóðar sem mest var og best í veröldinni. Frá atgangi ís- lenskra kvenna í þá veruna segir í grátbroslegum þætti sem höfundur nefnir Fósturlandsins freyjur. Hann er frá árinu 1976. Og ungir draum- lyndir karlar! Þeir áttu sér líka sínar hetjulegu fyrirmyndir. Með tvær hendur tómar flugu þeir vestur um haf í von um atvinnu og peninga og helst af öllu stórglæsilegra líf en hægt var að lifa hér á norðurslóð. Frá því seg- ir Þórir í öðrum grát- broslegum þætti. Græna kortið heitir hann. Þórir var þá orðinn íslenskur ræðismaður í Flórída. Pilturinn, sem frá segir í þættinum, sneri sér því til hans og bað hann að veita sér fjárstuðning til að hann mætti kom- ast bakdyramegin inn í landið ef svo mætti að orði komast. Honum hafði sumsé verið tjáð að fengi hann ein- hverja velviljaða en févana ungmey til að giftast sér, fyrir ríflega borgun auðvitað, yrði kerfið nauðugt viljugt að taka við honum. Jafnskjótt sem það væri komið í kring væri hægur vandinn að losa sig við konuna, enda hluti af viðkomandi hjúskaparsátt- mála. Slíkan leik hafði hann heyrt að margur hefði leikið með tilætluðum árangri. En skemmst er frá að segja að ræðismaðurinn var ófáanlegur til að styðja piltinn til slíkra stórræða. Eigi að síður tókst unga manninum að verða sér úti um konuna. En sá var galli á gjöf Njarðar að hún var – kolsvört! Og sá litur var ekki orðinn Frónbúanum hugnanlegur á því herrans ári 1986 þegar sagan gerðist og pistillinn var í letur færður. Í eft- irmála, sem höfundur prjónar aftan við þáttinn vegna endurprentunar hans nú, upplýsir hann að pilturinn hafi aldrei fengið græna kortið. Þvert á móti hafi ævintýrið endað með því að hann var sendur heim á sveit sína eins og það var orðað í gamla daga. Frásögn þessi er að sönnu stílfærð lesandan- um til skemmtunar eins og annað sem Þórir S. Gröndal sendi heim frá Ameríku. Varla er þó að tvíla að sagan sé – eða geti að minnsta kosti verið – í aðalatriðum sönn. Hún er þá sögu- lega merkileg. Þvílíkir atburðir eru enn að ger- ast hvarvetna um Vesturlönd, allt eins hér á Fróni, því jafnvel hingað leitar fólk nú orðið í von um betri framtíð. Í þættinum Íshelluland tekur höf- undur fyrir tíðar umræður spakvitr- inga um loftslagsbreytingar þar sem ýmist er spáð snarkólnandi loftslagi, sem meðal annars muni gera Ísland óbyggilegt, eða óbærilegum hita sem færi heimsborgir í kaf vegna hækk- andi sjávarstöðu. Eins og fyrirsögn- in bendir til var áðurnefnda kenn- ingin ofan á þegar umræddum fróðleiksmolum var saman safnað. Fleira segir Þórir S. Gröndal sem merkilegt og minnisvert hlýtur að teljast. Hinir eru þó fleiri, þættirnir, þar sem hann spinnur frásögn sína utan um eitthvað lítið og létt, ein- vörðungu að því er virðist, til að stytta góðfúsum lesara stundirnar, og þá með sama hætti og í þáttum þeim sem hann skrifaði fyrir Fálk- ann við upphaf sjöunda áratugarins. BLAÐAGREINAR Satt og logið ÞÓRIR S. GRÖNDAL Frásagnaþættir frá Íslandi og henni Am- eríku 208 bls. Útg. Pjaxi. Prentun: Delo tiskarna, Slóveníu. 2003. Erlendur Jónsson Þórir S. Gröndal Af gulnuðum blöðum MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 B 7 BÆKUR Hálfur álfur, æv- intýri fyrir unga lesendur eftir Helga Jónsson. Apríl Sól er tíu ára stúlka. Pabbi hennar er sjómað- ur sem vill flytja burt því ekkert fiskast. En dag einn gerist ævintýri. Apríl Sól rekst á furðuveru í fjörunni. Það er hálfur álfur sem býr í klettunum. Hann biður Apríl Sól um hjálp. Gulli litli er í mikilli hættu. Útgefndi er Tindur. Bókin er 110 bls. Verð: 2.490 kr. Börn Tolkien og hring- urinn er eftir Ár- mann Jak- obsson. Hringadrótt- inssaga J.R.R. Tolkiens er ein mest lesna bók sem út hefur kom- ið. Í þessari bók leiðir Ármann Jak- obsson lesandann inn í víðáttumik- inn sagnaheim Tolkiens, rekur ættir álfa og dverga og skyggnist inn í góða heima og illa. Einnig segir hann frá manninum Tolkien og starfi hans og leiðir fram þær fjöl- breyttu hugmyndir sem búa að baki verkinu. Ármann Jakobsson er dr. phil. í íslenskum bókmenntum frá Há- skóla Íslands og höfundur tveggja bóka um íslenskar konungasögur. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 256 síður og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Anna Cynthia Lepl- ar. Verð: 3.990 kr. Fræði VART er annað hægt en að fyll- ast forvitni þegar bók er hampað sem arftaka Harry Potter-bókanna vinsælu. Ljónadrengurinn, sem segir frá Charlie sem er þeim gáf- um gæddur að geta talað kattamál, hefur hlotið slíkan dóm í breskum fjölmiðlum undanfarið. Sagt er að útgefendur bókarinnar hafi svo mikla trú á velgengni hennar að við höfundinn hafi verið gerður samningur upp á eina milljón punda eða um 130 milljónir ís- lenskra króna. Til samanburðar má geta þess að J.K. Rowling fékk einn tíunda af þeirri upphæð eða um 13 milljónir íslenskra króna fyrir fyrstu Harry Potter-bókina og heyrði það til stórtíðinda að barnabókahöfundur fengi þvílíka upphæð greidda fyrir fyrstu bók sína. Höfundar Ljónadrengsins eru mæðgurnar Louisa Young og 10 ára dóttir hennar Isabel Adomakoh Young. Þær skrifa und- ir höfundarnafninu Zizou Corder sem er fengið að láni frá eðlunni Zizou sem er gæludýr Isabel. Ljónadrengurinn, sem er fyrsta bók þríleiks, heldur lesandanum föngnum allt frá fyrstu kynnum. Atburðarásin er hröð, spennandi og óvænt. Persónurnar eru marg- ar skrautlegar og vel skapaðar. Ævintýri Charlies hefjast í Lund- únum þar sem hann býr ásamt for- eldrum sínum. Charlie dáist mjög að gáfum þeirra og hæfileikum en þau starfa sem vísindamenn. Dag einn eru þau numin á brott og er Charlie þess fullviss að einhver óprúttinn hafi sóst eftir færni þeirra sem vísindamenn. Áræðinn heldur hann í leit að foreldrum sínum og skiptir sú gáfa hans að geta talað kattamál sköpum fyrir framgang sögunnar. Þrátt fyrir að Ljóna- drengurinn sé eins konar framtíðarfan- tasía gætir ákveðins raunsæis í umgjörð og persónusköpun sög- unnar. Ensk útgáfa bókarinnar hefst á stuttu bréfi frá höfundi til lesanda þar sem segir að þótt erfitt sé að segja fyr- ir um hvað framtíðin beri í skauti sér geti sagan verið sönn að mestu leyti. Staðhættir virðast eiga sér stoð í Lundúnum og París samtím- ans og einnig má finna vísanir í dægurmenningu samtímans. Dreg- in er upp mynd af fjölskyldu sem situr saman á laugardagskvöldi og horfir á Simpson-fjölskylduna í sjónvarpinu. Flest börnin í hverf- inu eru búin GSM-símum sem óneitanlega minnir á síauknar vin- sældir fjarskiptatækjanna í dag. Samskipti manna og dýra í Ljónadrengnum eru ævintýri lík- ust að því leyti að Charlie býr yfir hinum dularfulla hæfileika að geta talað mál katta. Eftirtektarvert er þó hvernig höfundur dregur upp raunsæja, villta og dýrslega mynd af kattardýrum bókarinnar. Ljón sem Charlie bjargar úr sirkus slást í för með honum. Þau eru hins vegar ekki manngerð í þeim skilningi að þeim sé léð „mannlegt eðli“ og þau fullkomlega svipt náttúrulegu dýrslegu eðli og gerð að jafningjum barnsins. Jafnframt gerir Charlie sér grein fyrir að þótt hann geti talað sama tungu- mál og ljónin er eðlisfar þeirra ólíkt sem og uppruni. Þótt hann hafi mikla samkennd með ljónun- um er hann sér ávallt þess meðvit- andi að þau eru villidýr og ekki sjálfgefið að þeim sé treystandi. „Ljón eru villt dýr. Skepnur … sem gætu með glöðu geði og án þess að depla auga rif- ið manneskju í tætlur og étið hana“ (bls. 183). Veröld bókarinn- ar er langt frá því að vera svarthvít eins og margbrotið samband aðalpersónunnar og ljónanna ber vitni um og er það einn helsti styrkur Ljónadrengs- ins. Bókin er einkar líf- leg og er kímnin ekki langt undan. Myndir og kort bókarinnar auka á gamansemi hennar. Kvarðar sem gefa til kynna stærðarhlutföll myndanna hafa hins vegar verið klipptir burt í íslenskri þýðingu bókarinnar og er það miður. Einn- ig hafa myndir af nótnablöðum sem prýddu upphaflegu útgáfuna og sýndu hin ýmsu tónverk sem vitnað er til í sögunni ekki verið höfð með í íslensku þýðingunni. Bókin er eilítið endaslepp þar sem um er að ræða fyrsta hluta þrí- leiks. Lesandinn verður að una því að sitja eftir án uppgjörs, aðeins með loforð höfundarins um fram- hald ævintýrisins. Íslensk þýðing bókarinnar er hins vegar fram- úrskarandi. Texti Guðrúnar Evu Mínervudóttur er látlaus, léttur og leikandi. Sjálfur Steven Spielberg hefur tryggt sér kvikmyndarétt að Ljónadrengnum og virðast vænt- ingar til bókarinnar miklar. Hvort drengurinn sem talar kattamál muni njóta jafnmikillar hylli og galdrastrákurinn Harry mun tím- inn leiða í ljós. Ljónadrengurinn er hins vegar verðugur keppinaut- ur Harrys Potters á íslenskum jólabókamarkaði í ár. Ljónadreng- urinn er jólabókin fyrir alla fjöl- skylduna. BARNASAGA Ljónadrengurinn ZIZOU CORDER Þýðandi Guðrún Eva Mínervudóttir. Myndskreytingar: Fred Van Deelen. Kápa: Björg Bjarkardóttir. Prentun: Oddi hf. 304 bls. Bjartur, 2003. Sif Sigmarsdóttir Keppinautur Harry Potter talar kattamál NÚTÍMINN er fljótur að gleyma. Flestir Íslendingar munu að sönnu kannast við þýsku bílategundina Volkswagen, enn fleiri við Heild- verslunina Heklu hf., en trúlega öllu færri við nafnið Sigfús Bjarnason. Þó er ekki ýkja langt síð- an nafn hans var á hvers manns vörum og hann var einn þekktasti kaup- sýslumaður landsins. Saga Sigfúsar Bjarna- sonar, sem sögð er á þessari bók, er ævintýri líkust. Hann var bónda- sonur norðan úr Húna- þingi, fæddur árið 1913, og ólst upp við svipuð kjör og aðstæður og flestir jafnaldrar hans úr bændastétt á fyrri hluta 20. aldar. Eftir nám í Reykjaskóla hélt hann suður til Reykjavíkur í at- vinnuleit og til frekara náms og var þá rétt um tvítugt. Ekkert varð úr náminu og í höfuðstaðnum vann Sig- fús fyrst í stað ýmsa almenna vinnu. Brátt kom þó að því hann hæfi við- skipti og árið 1933 stofnaði hann Heildverslunina Heklu ásamt tveim- ur félögum sínum. Eftir nokkur ár varð hann einn eigandi fyrirtækisins ásamt fjölskyldu sinni og rak það til dauðadags. Hekla var fyrst í stað það sem kannski má kalla almenna heild- verslun, sinnti jafnt inn- og útflutn- ingi og verslaði með ýmsar vörur, en eftir seinni heimsstyrjöldina varð innflutningur og verslun með bíla, vinnuvélar og ýmiss konar raftæki aðalviðfangsefnið. Varð fyrirtækið brátt hið stærsta og öflugasta á sínu sviði hér á landi og flutti inn tæki og vörur sem voru bæði vandaðar og vinsælar. Þar er Volkswagenbjallan vafalaust þekktasta dæmið, en Hekla hafði einnig umboð fyrir aðrar bíla- tegundir, vinnuvélar o.fl. Viðskiptasaga Sigfúsar Bjarnason- ar var óneitanlega glæsileg og minnir um margt á ævintýrin um kotungs- soninn sem vann kóngsríkið í krafti mannkosta og dugnaðar. Hann byrj- aði með tvær hendur tómar og hafði á fátt annað að treysta en sjálfan sig. Hann virðist hins vegar hafa verið fæddur kaup- sýslumaður, eins og stundum er sagt, útsjón- arsamur og úrræðagóð- ur og fljótur að sjá og grípa þau tækifæri sem gáfust. Aldrei mun hann þó hafa auðgast eða komist áfram með því að beita annað fólk rang- indum eða bolabrögð- um, var þvert á móti þekktur fyrir höfðings- skap og hreinlyndi og fáir starfsmenn munu hafa kosið sér betri hús- bónda. Saga Sigfúsar, sem hér er sögð, er skráð af Vilhelm G. Kristinssyni. Honum tókst óneitanlega harla vel upp. Frásögnin er fróðleg og fjörug og sögð á góðu máli. Millifyrirsagnir í köflum eru margar og tíðar sem verð- ur til þess að sagan verður öll hraðari og skemmtilegri en ella, stundum er eins og mörgum sögum fari fram samtímis, og lesandinn fær stundum á tilfinninguna að hann sé sjálfur staddur í atburðarásinni miðri. Hekla hf. gefur bókina út og veit ég ekki til þess að það fyrirtæki hafi áð- ur staðið í bókaútgáfu. Ef dæma má af þessari bók ættu þeir Heklumenn kannski að hugsa til þess að hasla sér völl á þessum vettvangi. Bókin er öll einkar falleg og frágangur til sóma, sem hæfir viðfangsefninu. Athafnaskáld og alþýðuvagn Vilhelm G. Kristinsson ÆVISÖGUR Sigfús í Heklu – Ævisaga athafnaskálds Vilhelm G. Kristinsson Útgefandi: Hekla hf. 314 bls., myndir. Reykjavík 2003. Jón Þ. Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.