Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Stormur nefnist ný skáldsaga eftir Einar Kárason. Eyvindur Jóns- son Stormur; gustmikill sagna- maður en lítill iðju- maður, er í for- grunni þessarar nýju og kraftmiklu samtímasögu. Að Eyvindi Stormi safnast alls konar lið; drykkjumenn, hippar, bissnessmenn, bókaútgef- endur, landeyður og íslenskir náms- menn erlendis. Og fyrir eina jóla- vertíðina vantar bókaforlag litríkan höfund og vinunum verður hugsað til Storms. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 333 síður og prentuð hjá Odda hf. Guðjón Ketilsson gerði kápu. Verð: 4.690 kr. Skáldsaga ÞRJÚ ár eru liðin síðan Sigurjón Magnússon sendi frá sér aðra skáld- sögu sína, Hér hlustar aldrei neinn, en þar var á ferðinni bók sem skildi ýmislegt eftir sig. Henni má lýsa sem óhugnanlegri og myrkri frásögn af mannvosku í vonlitlum heimi, en hóg- vær stílbrögðin fönguðu bæði dýpt og fágætan einmanaleik. Þegar litið er um öxl og jólabókaflæði liðinna ára skoðað úr öruggri fjarlægð get ég ekki varist þeirri hugsun að þarna hafi einmitt borið fyrir augu eina minnisstæðustu skáldsöguna. Þriðja verk Sigurjóns, Borgir og eyðimerk- ur, er hins vegar afar frábrugðin þessari sögu hvað viðfangsefni snert- ir enda þótt rödd sögumanns megi að nokkru leyti rekja aftur til fyrri bók- arinnar, og skyldi vilji vera fyrir hendi má e.t.v. sjá svip hvað umfjöllun um lít- ilmagna varðar, þótt tegundaskipti verði þar á milli sagna. Hér er horfið aftur um nokkra áratugi til tímabilsins um og eftir seinna stríð þegar lín- urnar milli vinstri og hægri vængs í stjórn- málum voru hvað skýr- astar, og listamenn með fáum undantekningum skipuðu sér í flokk sósí- alista og kommúnista. Undanfarið hefur nokkuð borið á endur- skoðun á þessum árum, sagnfræð- ingar og stjórnmálafræðingar hafa tekið til máls en ekki síst vakti skáld- saga Hallgríms Helgasonar um höf- und líkan Halldóri Laxness umræður og hleypti hita í menn. Óhætt er að segja að Sigurjón staðsetji sig innan þessarar umræðu með bók sinni, en söguhetja hennar er skáldið Krist- mann Guðmundsson, einn fárra ís- lenskra rithöfunda sem á þessum tíma stóðu gegn meginstraumnum og gagnrýndu sovét-kommúnis- mann. Bókin fjallar um árin eftir heim- komu Kristmanns frá Noregi en rammafrásögnin er meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn Thor Vil- hjálmssyni um miðjan sjöunda ára- tuginn, Kristmann þá orðinn roskinn og að sumu leyti vanur því að standa utan menningarmiðjunnar. Blaða- grein Thors, tilefni lögsóknarinnar, var þó dropinn sem fyllti mælinn, að dómi Sigurjóns, og dómsmálið í kjölfarið er eins konar vendipunkt- ur þeirra afla sem tek- ist höfðu á um árabil. Kristmann ríkisstudd- ur gegn þjóðþekktum og vinsælum skáldum með Thor í fylkingar- broddi. Sú staðreynd að réttarhöldunum er lýst sem hálfgerðum skrípaleik segir sitt. Á því leikur enginn vafi að Sigurjón fjallar hér um áhugaverðan einstakling, og miðar frásögn sína við málefni sem vekur áhuga á sama tíma og það er enn furðulega eldfimt, líkt og um- ræður þær sem vísað var til hér að of- an eru til dæmis um. Það er því ekki síst áhugavert að fylgjast með því hvernig hann tekur á viðfangsefninu. Fyrri skáldsögur Sigurjóns eru þannig gerðar að ekki þarf neinum að koma á óvart að ekki er ráðist í alls- herjar úttekt á mönnnum og málefn- um, tíma og tíðaranda. Sigurjón hneigist til frásagnaraðferðar þar sem einstök atvik standa fyrir stærri samfellu. Það sem kemur hins vegar dálítið á óvart er hversu vel þessi frá- sagnaraðferð virkar þegar tekist er á við sögulegan veruleika – lífshlaup Kristmanns í þessu tilviki. Það þyrfti kannski ekki að koma á óvart, Sig- urjón hefur áður sýnt að hann beitir þessari aðferð fimlega og getur á áhrifamikinn hátt kallað fram tilfinn- ingar og þann heim sem í skáldverk- inu býr. Og það gerir hann hér. Við fylgjum Kristmanni um nokk- urt skeið en atburðarásin hverfist um dvöl hans annars vegar í Reykjavík (borg) og hins vegar í Hveragerði (eyðimörk) þar sem hann leitar sér skjóls frá hugmyndafræðilegum and- stæðingum og áreiti. Fyrst ber Kristmann fyrir sjónir lesanda dag- inn sem mikilvægur framburður er gefinn í dómssal en skáldið hefur í ákveðnum skilningi flúið fjandsam- legt umhverfið sem skapast hefur í kringum réttarhöldin og er staddur í Hveragerði þar sem hans fyrrum glæsilega heimili, Garðshorn, er í niðurníðslu. Staður þessi var athvarf Kristmanns áður fyrr þegar hann sömuleiðis þurfti hvíld frá Reykjavík (hvíld sem þá reyndar lengdist og var að lokum talin í árum), og meðan á stríðinu stóð byggði hann í Garðs- horni einn mikilfenglegasta skrúð- garð landsins. Aðeins yfirgefnar minningar standa hins vegar eftir og er þar sá tónn forgengileika sleginn sem ómar í verkinu. Kristmann horfir um öxl og þannig kynnist lesandi ýmsum flötum á ævi hans. Sú tilfinning ríkir einnig að hann sé að nokkru leyti að réttlæta líf sitt og gera upp, og réttarhöldin eru þannig dálítið táknræn þótt fínlega sé farið með þess háttar hliðstæður í verkinu, en mótlætið sem hann hefur mætt á Íslandi gegnir þannig lykil- hlutverki í endurlitinu. Mótlætið birtist í formi pólitískra sviptinga og þeirrar stöðu Krist- manns að eiga sér fáa skoðanabræð- ur meðal annarra skálda. Jöðrun og útlegð fylgja í kjölfarið, Kristmann virðist hálfgert fórnarlamb í menn- ingarátökum tímabilsins og jafnvel að því látið liggja að ferill hans hafi beðið skipbrot á sviptivindasömum tímum. Sköpunarþróttur hans fer líka þverrandi andspænis harðvítugri gagnrýni og atlögum að höfundar- verkinu. Líkt og þeir pörupiltar og ósvífnu nágrannar sem í gegnum ár- in sóttu grjót í vegghleðsluna í Garðshorni, þar til aðeins ólögulegar rústir stóðu eftir, nutu pólitískir og menningarlegir andstæðingar Krist- manns allnokkurrar velgengni í því að grafa undan mannorði og höfund- arorðspori hans. Forræði, menningarlegt og póli- tískt, er þannig eitt af viðfangsefnum bókarinnar, og flokkadrættirnir sem þar birtast eru jafn ljótir og þeir eru hatrammir. En úr þessu skapar Sig- urjón áhugaverða frásögn. Krist- mann birtist sem forvitnileg persóna sem á undir högg að sækja, hann hef- ur lifað tímana tvenna þar sem ill- deilur við samferðamenn á Íslandi taka á óskemmtilegan máta við frægðargöngu erlendis. Krafturinn liggur hér í smáatriðum, t.d. þegar Kristmann í slagviðri leitar skjóls í fyrrverandi gróðurhúsi Garðshorns og fellur þar saman við úrsérgengið draslið þegar hann felur sig fyrir börnum á leik í yfirgefnum garðin- um: atvik sem lýsir betur en mörg orð sálarlífi hans á erfiðum tímum. Bókin ferðast eftir ákveðnum kraftlínum í tíma og rúmi, milli Reykjavíkur og Hveragerðis, frá stríðsárunum fram til réttarhald- anna, og frá hægri til vinstri í stjórn- málum og menningu, og sú takmark- aða ævisögulega og skáldlega heild sem hér birtist er sterk og að mörgu leyti heillandi. Prósinn er þýður en gamaldags, og hentar það einkar vel til að fanga rödd rithöfundarins og ekki síður samfélagsins sem hann stríðir við en ann einnig. Rithöfundurinn í samfélaginu SKÁLDSAGA Borgir og eyðimerkur: skáldsaga um Kristmann Guðmundsson SIGURJÓN MAGNÚSSON 125 bls. Bjartur. Reykjavík. 2003. Björn Þór Vilhjálmsson Sigurjón Magnússon Jólabókaflóðið er merkilegur tími. Rithöf-undar stressaðir, útgefendur að fara átaugum, gagnrýnendur líta varla upp úr bókum nema til að tjá sig um þær í stuttu máli í fjölmiðlum, starfsfólk í bókabúðum í stuði. Væntanlegir kaupendur og lesendur láta sér fátt um finnast en reyna kannski helst að fylgjast með hvar bestu tilboðin eru á bókum fyrir jólin. Öðrum stendur alveg á sama um allt þetta brambolt því þeir hafa einfaldlega ekki áhuga á bóklestri. En fyrir okkur hin, sem höf- um áhuga á bókum og njótum þess að lesa, er þetta yfirleitt skemmtilegur tími; þetta er ver- tíðin og henni fylgir alltaf mikill sjarmi, hvað sem mönnum kann að finnast um þessa sam- þjöppun bókaútgáfu á Íslandi á nokkrar vikur á ári. En vertíðinni fylgir einnig mikill titringur sem tekur á sig ýmsar myndir. Í liðinni viku gerði þessi titringur vart við sig meðal annars í furðulega rætinni aðsendri grein eftir Björgúlf Ólafsson rithöfund, sem birtist í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Þar er vegið að nokkr- um einstaklingum úr stétt bókagagnrýnenda og bókafólks og það sakað um óheiðarleg vinnubrögð vegna óeðlilegra hagmunatengsla við bókaforlög. Það að þrír þessara ein- staklinga komi úr sömu fjölskyldunni (eins og rækilega er ítrekað í greininni) vekur strax grun um að greinarhöfundur hafi sjálfur eitt- hvað óhreint í pokahorninu. Björgúlfur Ólafsson gagnrýnir að Silja Að- alsteinsdóttir sé fengin til að tjá sig um verðlaunaverk í samkeppni Vöku- Helgafells um barna- bókaverðlaun, þar sem hún hafi í gegnum árin þegið laun frá Eddu-útgáfu fyrir bókaskrif og þýðingar. Þeg- ar við bætist að dóttir Silju er ritstjóri barnabóka hjá Máli og menningu þarf ekki fleiri vitnanna við til að „sanna“ óheiðarleika Silju. Til að kóróna þetta bendir Björgúlfur hróðugur á að Jón Yngvi Jóhannsson, tengdasonur Silju, hafi skrifað lofsamlega dóma um bækur frá Eddu- útgáfu – ja, þvílíkt svínarí og samsæri! Eins og allir áhugamenn um bækur vita er Silja Aðalsteinsdóttir einn helsti sérfræðingur landsins í barnabókum, hún hefur rannsakað þær sérstaklega og gefið út bók um þær rann- sóknir sínar. Það skyldi því ekki koma neinum á óvart að hún sé kölluð til þegar ræða á um verðlaunaverk á því sviði bókmennta. Jón Yngvi Jóhannsson hefur verið gagnrýnandi um nokkurra ára skeið. Hann hefur skrifað um bækur frá flestum forlögum landsins, hann hef- ur gefið þeim alls konar dóma. Hann hefur skrifað jákvæða dóma um bækur frá Eddu- útgáfu og hann hefur skrifað neikvæða dóma um bækur frá Eddu-útgáfu. Björgúlfur tiltekur aðeins dæmi um það fyrrnefnda því það þjónar tilgangi hans. Það er einnig næsta hjákátlegt að sjá því haldið fram að þau Kolbrún Bergþórsdóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Illugi Jökulsson og Páll Baldvin Baldvinsson séu til sölu, eins og túlka má orð Björgúlfs. Þessir gagnrýnendur eru ekki þekktir fyrir að vera leiðitamir og hafa lík- lega fleiri kveinkað sér undan gagnrýni þeirra en öfugt. Á það minnist Björgúlfur Ólafsson ekki því það þjónar ekki tilgangi hans. Það er undarlegt hlutskipti að vera gagnrýn- andi í svo litlu samfélagi eins og á Íslandi þar sem ekki verður hjá því komist að gagnrýnand- inn þekki a.m.k. eitthvað til flestra þeirra höf- unda þeirra verka sem hann ritdæmir. Og þeg- ar haft er í huga hvernig þróun í forlagsmálum hefur verið á undanförnum árum á Íslandi verður starf gagnrýnandans kannski enn flókn- ara ef hann má ekki tjá sig um verk sem gefið er út hjá forlagi sem einhver honum kunnugur hefur einhvern tímann starfað hjá. En ég held að Björgúlfi Ólafssyni yfirsjáist tvö mikilvæg atriði. Í fyrsta lagi sú einfalda staðreynd að gagnrýnendur starfa flestir af heilindum enda er auðvelt að sjá í gegn þegar það er ekki gert. Í öðru lagi ofmetur hann stórlega vald gagn- rýnandans. Það er firra að ritdómar „geti ráðið örlögum einstakra bóka“, það gerir ekkert nema verkið sjálft (sbr. dæmi Björgúlfs sjálfs um Don Kíkóta og slæman dóm Lope de Vega). Hitt er svo annað mál að það er illbærilegt fyrir gagnrýnendur sem vinna af heilindum hvernig útgefendur klippa og skera jákvæð lýs- ingarorð út úr umsögnum þeirra til að skreyta með auglýsingar sínar. Oft á tíðum er útkoman mikil bjögun á áliti gagnrýnandans og væri vel ef útgefendur létu af þessum leik. Kannski eru það þessi vinnubrögð, þessar auglýsingar með upphrópunarmerkjum sem leiddu til þess að vinur minn einn skrifaði í tölvupósti til mín í síðustu viku: „Las dóminn þinn [um Þegar stjarna hrapar eftir Vigdísi Grímsdóttur], gat ekki séð að þú værir mjög hrifin“. Mig rak í rogastans því ég var einmitt „mjög hrifin“ af bókinni og hélt að á því léki enginn vafi. Er lýs- ingarorðarunan orðin nauðsyn í ritdómum í dag? Í grunninn er grein Björgúlfs Ólafssonar í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins tilraun til samsæriskenningar og ófrægingar á störf- um gagnrýnenda. Á einum stað segir hann: „Ef eitthvað sambærilegt gerðist í öðrum kimum þjóðfélagsins mundu eflaust sumir hlaupa upp á hæsta hól og gala: Spilling, spilling.“ Það er eitthvað svo hjákátlegt við þessa sýn á íslenska bókaumræðu: Samsæri um verðlag á olíu, bensíni og matvöru, vaxtakjörum í bönkum og tryggingariðgjöldum, fákeppni á markaði … allt þetta bliknar hjá hinni ógurlegu bók- menntamafíu, sem er samt (samkvæmt Björg- úlfi) ekki merkilegri en „ein lítil mennta- skólaklíka“. Er ekki eitthvað bogið við þessa sýn? Bókmenntamafía eða menntaskólaklíka? Soffía Auður Birgisdóttir Soffía Auður Birgisdóttir BÆKURNAR Hvar sem ég verð eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur og Ýmislegt um risafurur og tímann eftir Jón Kalman Stefánsson eru til- nefndar af Íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs árið 2004. Tilnefn- ingar voru kynntar í Kaup- mannahöfn í gær en úrslit verða kunngjörð í lok febrúar næstkomandi. Báðar bækurnar komu út á síðasta ári. Bók Ingibjargar hjá Máli og menningu og bók Jóns hjá Bjarti. Danir tilnefna skáldsöguna Det nye eftir Vibeke Grøn- feldt og ljóðabókina Livet foreslår eftir Peter Nielsen. Finnar tilnefna skáldsög- urnar Juoksuhaudantie eftir Kari Hotakainen og Eriks bok eftir Lars Sund. Norðmenn tilnefna skáld- söguna Frost eftir Roy Jacob- sen og ljóðasafnið Trask eftir Inger Elisabeth Hansen. Svíar tilnefna ljóðabókina Hej då, ha det så bra! eftir Kristinu Lugn og skáldsög- una Ravensbrück eftir Steve Sem-Sandberg. Færeyingar tilnefna ljóða- safn Jóanesar Nielsens, Brúgvar av svongum orðum, og Grænlendingar ljóðasafnið Oqaatsit Nunaat – Ordenes Land eftir Kristian Olsen aaju. Loks tilnefna Samar ljóða- safnið Máilmmis dása (Fra verden og hit) eftir Inger Mari Aikio-Arianaick. Ingibjörg Haraldsdóttir Jón Kalman Stefánsson Bækur Ingibjarg- ar og Jóns Kalmans tilnefndar Skáldaval er gefið út til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Í bókinni er að finna efni eft- ir fjölda núlifandi skálda en höfund- arnir allir leggja til efni án greiðslu til styrktar málefninu og eiga eft- irtaldir höfundar efni í bókinni: Að- alsteinn Ásberg Sigurðsson, Andrés Indriðason, Böðvar Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Sveinsson, Guðrún Helgadóttir, Hannes Pétursson, Iðunn Steins- dóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Matt- hías Johannessen, Ólafur Haukur Símonarson, Pétur Gunnarsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Vilborg Davíðs- dóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórarinn Eldjárn. Útgefandi er góðgerðarfélagið Stoð og styrkur, s. 864-7104. Sögur Karl Helgason afhendir, fyrir hönd Stoðar og styrks, Sigþóri Samúelssyni, fyrir hönd Neist- ans, bókina Skáldaval í salarkynnum Lands- samtaka hjartasjúklinga í Síðumúla 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.