Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hin magnþrungna spennusaga um Árna Magnússon er ein mest selda bókin á Norðurlöndum. Árni elst upp í klaustri á 12. öld, lærir vopnaburð og verður stríðsmaður. Leiðin til Jerúsalem er framundan. MILLJÓN EINTÖK SELD BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR VIÐ erum eins misjöfn og mennirnir eru margir og blessunarlega eru eng- ir tveir einstaklingar eins. Það er fjölbreytnin sem skapar verðmætan drifkraft í samfélagi okkar og öll bætum við hvert annað upp. Þegar við skoðum mannlífið og efnahagslíf- ið í þessu ljósi verða mörkin ekki eins skýr á milli þess hver er heilbrigður og hver er fatlaður, þótt við teljum okkur yfirleitt vera nokkuð viss hvar þess lína liggur,“ sagði Finnur Geirs- son, forstjóri Nóa-Síríusar hf., á mál- þingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær um málefni fatlaðs fólks. Yfirskrift fundarins var: „Ríki mennskunnar. Eitt samfélag fyrir alla. Siðferðileg áhersla 21. aldarinn- ar“. Ræddu fundarmenn meðal ann- ars hvað atvinnulífið gæti lagt af mörkum til þess að fatlaðir yrðu ekki óvirkir þiggjendur heldur virkir gef- endur og fullgildir þátttakendur í at- vinnulífi og verðmætasköpun. Meiri kraftur í ólíku starfsfólki Finnur tók dæmi af fyrirtæki sínu þar sem um 120 manns vinna. „Störf- in eru mjög fjölbreytileg og það er mannskapurinn einnig. Hjá fyrir- tækinu vinna saman ófaglærðir eða lítt menntaðir og svo ágætlega eða vel menntaðir einstaklingar, eða nán- ast eins og um væri að ræða þver- skurð af samfélaginu sem við búum í.“ Hann sagði auðvitað sitt sýnast hverjum þegar ólíkir einstaklingar kæmu saman og vissulega væri tekist á þegar hin ýmsu verkefni væru ann- ars vegar. „Hins vegar höfum við borið gæfu til að virkja þann kraft sem í þessum ólíku einstaklingum býr til að vinna farsællega að sameig- inlegu markmiði okkar allra sem vinnum í fyrirtækinu. Ég vil meina að þessi kraftur sé jafnvel meiri en ella vegna þess hversu ólíkt starfsfólkið er,“ sagði forstjóri Nóa-Síríusar. „Á meðal okkar hafa verið nokkrir fatlaðir einstaklingar um langt árabil og verður ekki annað sagt en að reynslan hafi verið góð. Sumir hafa haft starfsgetu á við heilbrigt fólk á meðan aðrir hafa þurft á vissu eft- irliti að halda og starfsgeta þeirra verið bundin við afmarkað vinnuferli. Vinnuumhverfi Nóa-Síríusar hefur verið það fjölbreytt að yfirleitt hefur verið hægt að finna vettvang þar sem starfskraftar fólksins nýtast,“ sagði Finnur. Finna til ábyrgðar Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri útflutningssviðs Pharmaco hf., tók undir einkunnar- orð Evrópuárs fatlaðra, eitt samfélag fyrir alla. Hún sagði stjórnendur Pharmaco finna sérstaklega til ábyrgðar hvað þetta varðaði. Fyrirtækið væri stórt og öflugt og starfaði í heilbrigðisgeir- anum við að létta líf fólks víðs vegar um heiminn með framleiðslu lyfja. „Það er því við hæfi að við leggjum okkar af mörkum til þess að koma til móts við þarfir allra um atvinnu og það hyggjumst við svo sannarlega gera með því að móta og fylgja eftir jafnréttisáætlun.“ Í henni er kveðið á um jafnrétti fólks án tillits til kyn- ferðis, þjóðernis, litarháttar eða fötl- unar. Guðbjörg sagði einstaklinga verða fyrst og fremst að breyta við- horfum okkar sjálfra og ekki þýddi að ræða þetta mál á almennum nót- um. „Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind hverrar þjóðar og smáþjóð eins og við Íslendingar hefur einfald- lega ekki efni á að úthýsa einum né neinum í því að taka þátt í atvinnulíf- inu og verðmætasköpuninni.“ Jákvæð mismunun lykilatriði Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði hugmyndafræðina, um réttinn til þeirrar aðstoðar sem þörf væri á, leggja áherslu á að hver og einn einstaklingur fengi stuðning sem gerði honum kleift að taka þátt í lífi og starfi samfélagsins á svipuðum forsendum og aðrir. „Jákvæð mismunun er lykilatriði í þessu samhengi. Þeir einstaklingar sem hafa sérstakar þarfir eiga að fá nauðsynlegan stuðning til að þessar þarfir verði þeim sem minnst hindr- un í að takast á við lífið. Mismununin er jákvæð vegna þess að hún gerir þeim kleift, sem ekki hafa sömu for- sendur og aðrir, að njóta þeirra gæða sem samfélagið býður upp á,“ sagði félagsmálaráðherra. „Að bregðast við áhrifum fötlunar er ekki bara á ábyrgð þeirra sem eru fatlaðir heldur einnig og miklu frekar á ábyrgð samfélagsins sem er þannig úr garði gert að þeir einstaklingar sem lifa í því þurfa stöðugt að vera að takast á við hindranir sem rýra möguleika þeirra á öllum sviðum,“ sagði Árni og sagði það skýrt mark- mið að fatlaðir væru þátttakendur á almennum vinnumarkaði að svo miklu leyti sem þess væri nokkur kostur. „Við þurfum að vera meðvituð um það að öll höfum við þurft stuðning, mismikinn eftir aðstæðum, til þess að geta skilað þeim verkum sem okkur eru falin. Það er mikilvægt að stuðn- ingnum sé þannig háttað að honum ljúki ekki um leið og viðkomandi hef- ur stigið sín fyrstu skref úti á vinnu- markaðnum. Það er raunar þá sem hann skiptir hvað mestu máli til að árangur náist. Stuðningurinn felst því ekki einungis í því að fá vinnu heldur halda henni til langframa,“ sagði Árni Magnússon. Siðferðileg fötlun Páll Skúlason rektor sagði í ávarpi sínu að siðferðileg fötlun einstaklinga væri staðreynd. Annars vegar dreymdi okkur um siðferðilega full- komnun, en hins vegar einkenndust raunverulegar athafnir okkar iðu- lega af skammsýni og stefnuleysi. Partur af okkar siðferðilega raun- veruleika væri að reyna að bæta sið- ferðið í átt að hugsjóninni um „eitt samfélag fyrir alla“. Til þess væru tvær leiðir sem einkenndust af reglum, yfirlýsingum og stefnuskrá. Hin væri „Ný byrjun“: Vitundar- vakning. „Við þurfum róttæka vitundar- vakningu ef við eigum að ná árangri,“ sagði Páll og þetta væri á réttri leið. Taldi hann þessa vakningu fara um heiminn eins og alþjóðavæðinguna. Það smitaði síðan út frá sér inn í heim stjórnmála. Mestu vonirnar í þessum efnum værubundnar við ríkisvaldið. Þátttaka fatlaðra sögð mikilvæg í verðmætasköpuninni Virkjum kraft ólíkra einstaklinga Á málþingi í Háskóla Íslands í tilefni Evrópuárs fatlaðra var spurt hvort við værum tilbúin að veita öllum manneskjum hlutdeild í samfélagi okkar. Sjónum fólks var sérstaklega beint að ávinningi af þátttöku fatlaðra í atvinnu og verðmætasköpun. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjöldi fólks tók þátt í málþingi rektors HÍ um málefni fatlaðra undir yf- irskriftinni Ríki mennskunnar og velti upp áleitnum spurningum. JÓN Hlöðver Áskelsson, tónlist- armaður frá Akureyri, gekkst undir höfuðaðgerð árið 1989, þá 44 ára gamall, sem veitti honum tækifæri til lengra lífs en með breyttum formerkjum. Hvernig líf tæki við hafði hann ekki hugmynd um. Eftir aðgerð- ina lamaðist hann öðrum megin í andliti, jafvæg- isskynið skertist sem og tilfinningin fyrir hreyfingu í vinstri hluta líkamans. „Þetta er eitthvað sem ég bý við, en ég get hins vegar unnið að því að styrkja aðra þætti þannig að ég nái sem mestu úr þessu sem hindrar mig,“ segir Jón. Hann segist hafa öðlast nýja sýn og annað gildismat á þessum 14 ár- um og í lífi hans hafi skipst á skin og skúrir. Fljótlega fann hann að tor- velt reyndist að sanna sig á þessari nýju lífsbraut þótt kunnáttan, hæfn- in og sjálfstraust væri lítt skert. Áð- ur hafði hann verið skólastjóri Tón- listarskólans á Akureyri og óskaði hann eftir að hefja störf aftur með aðstoðarstarfsmann sér við hlið. Fékk hann þau svör að skipurit bæj- arsins heimilaði aðeins stjórnendur í 100% starfi. Aðspurður sagðist hann ekki vera viss hvort sömu reglur giltu í dag en vildi gjarnan að búið væri að lagfæra þessar reglur. „Það var mitt lán að ég var mennt- aður í tónlistinni og gat lagað mitt starf að fötluninni. Það háði mér því minna miðað við ef ég hefði stundað önnur störf. Ég gat unnið við tölvu, samið tónlist og útsett hana,“ segir Jón. Hann segir að þátttaka í fé- lagsmálum hafi einnig skipt miklu. Valinn bæjarlistamaður Jón Hlöðver segir sér hafa brugð- ið fyrst þegar hann fór að feta sig áfram með skrykkjóttu hækju- göngulagi á Akureyri. Í hans augum var bærinn eins og fólkið þar sjálfu sér líkt. Hins vegar hafi margir „sjokkerast“ við að sjá hann því minningin hafi verið um hinn gal- vaska og hressa tónlistarmann Jón hefur öðlast margháttaðar viðurkenningar og hvatningu fyrir störf sín í tónlistinni eftir að hann gekkst undir aðgerðina. Hann var til að mynda valinn bæjarlistamaður Akureyrar og fékk starfslaun lista- manna frá ríkinu í nokkur ár. „En ég er þó sjálfur viss um að ég hefði get- að nýst mínu bæjarfélagi betur hefðu útilokunarreglur á stjórn- endum í hlutastarfi ekki hindrað það,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson. Tónlistin var lán mitt Jón Hlöðver Áskelsson. STOFNAÐ verður starf lektors í fötlunarfræðum við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Páll Skúlason, rektor HÍ, Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar og Árni Magnússon félagsmálaráðherra undirrituðu sam- starfssamning þess efnis í gær. Markmið samningsins er að efla kennslu og fræðistörf á sviði fötlunarfræða og styrkja þannig rannsóknir, framþróun og stefnumörkun á fræðasviðinu og í mál- efnum fatlaðs fólks. „Þessi ákvörðun markar ákveðin tímamót í þjónustu við fatlaða á Íslandi þar sem nú er stofnaði til fyrsta starfs á þessu sviði, sem er ætlað að efla og styrkja fræðastarf og hvetja til rannsókna og framþróunar í málaflokki fatlaðra. Ég bind miklar vonir við það að þessi ákvörðun eigi eftir að vera okkur öllum til hagsbóta,“ sagði félagsmálaráðherra á málþingi um málefni fatlaðra í Háskóla Íslands í gær og þakkaði Rannveigu Traustadóttur dósent fyrir hennar þátt í þessu máli. Samningurinn felur í sér að félagsmálaráðuneytið kostar starf lektorsins til fimm ára. Samningurinn mark- ar tímamót því starf lektorsins er hið fyrsta sem sér- staklega er merkt þessu nýja fræðasviði hér á landi. Starfið er stofnað í tilefni af Evrópuári fatlaðs fólks og mun lektorinn taka til starfa á miðju næsta ári. Styrkir rannsóknir á málefnum fatlaðs fólks Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samninginn undirrituðu (frá vinstri): Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, og Ólafur Þ. Harðarson prófessor. Á MÁLÞINGINU var lögð fram stefnuyfirlýsing til umræðu. Þar segir: Stefnuyfirlýsing þessi bygg- ist á þeirri sannfæringu að fyr- irtækin í landinu og íslenskt sam- félag í heild hafi margvíslegan ávinning af atvinnu fatlaðs fólks, atvinnu sem hæfir getu þess og færni. Því vilja íslensk fyrirtæki og samtök atvinnurekenda taka hönd- um saman við stjórnvöld, samtök launafólks, opinberar stofnanir og samtök fatlaðra um að fatlað fólk taki sem virkastan þátt í verðmæta- sköpun samfélagsins.“ Margrét Björnsdóttir, for- stöðumaður stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála, Rannveig Traustadóttir, dósent við fé- lagsvísindadeild, og Jón Hlöðver Áskelsson tónlistarmaður sátu í undirbúningshópi að þessari yf- irlýsingu ásamt Páli Skúlasyni rektor. Rannveig segir raunveru- legan ávinning í málefnum fatlaðra ekki nást nema allir þessir aðilar komist að sameiginlegri niðurstöðu um markmið til að auka aðgengi fatlaðra að atvinnulífinu. Stefnu- yfirlýsingin hafi fengið umsögn víða en þó eigi eftir að samþykkja hana formlega. „Til að nýta dýrmætt vinnu- framlag fatlaðra, skapa þeim jöfn tækifæri á við aðra og tryggja að þeir njóti jafnræðis er mikilvægt að nýta alla þá þekkingu sem tiltæk er. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að sértækar jákvæðar aðgerðir sem miða að því að veita fötluðu fólki full réttindi á vinnustað eru ekki taldar mismunum gagnvart öðru starfsfólki,“ segir í yfirlýsingunni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tók jákvætt í efnisinnihald þessarar yfirlýs- ingar í pallborðsumræðum á mál- þinginu. Vilja vettvang til samstarfs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.