Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁKÖF leit bandarískra her- manna að Izzat Ibrahim al- Duri, næstráðanda Saddams Husseins í Írak, bar engan árangur í gær en al- Duri er grunaður um að hafa skipulagt og kostað margar árásir á hernámsliðið. Um- kringdu 1.200 hermenn Haw- ijah, 80.000 manna bæ, í meira en hálfan sólarhring meðan þar var leitað hús úr húsi. Var al-Duris leitað víðar á sama tíma en Bandaríkjamenn hafa sett um 750 millj. ísl. kr. til höfuðs honum. 27 manns voru handteknir í Hawijah og var einkaritari al-Duris meðal þeirra. Múslímar fyrir rétt TVEIR herforingjar Bosníu- múslíma komu fyrir stríðs- glæpadómstólinn í Haag í gær og er það í fyrsta sinn sem svo háttsettir múslímar svara til saka fyrir honum vegna grimmdarverka í Bosníustríð- inu. Eru þeir Enver Hadzihas- anovic, rúmlega fimmtugur, og Amir Kubura, tæplega fertug- ur. Þeir eru sakaðir um að hafa ekki komið í veg fyrir, að undirmenn þeirra fremdu grimmdarverk í 11 mánaða löngu stríði múslíma og Króata á sama tíma og hvorir tveggju stóðu í stríði við Serba. Lítt miðar gegn al-Qaeda ÞAÐ eina, sem stendur í vegi fyrir meiriháttar hryðjuverki með efna- eða lífefnavopnum, er ónóg tækniþekking. Segir svo í nýrri skýrslu frá Samein- uðu þjóðunum, SÞ, um hryðju- verkasamtökin al-Qaeda en þar kemur einnig fram, að til- raunir til að hefta fjárstreymi til samtakanna hafi brugðist að mörgu leyti. Fram kemur, að SÞ hafi beðið aðildarríkin um að skýra frá aðgerðum sínum gegn hryðjuverkum en innan við helmingur hafi gert það. Mikil fram- leiðslu- aukning FRAMLEIÐSLA í bandarísk- um verksmiðjum jókst meira í nóvember en hún hefur gert í 20 ár og mikið var um nýráðn- ingar. Samdrátturinn á síðustu árum hefur komið harðast nið- ur á verksmiðjuframleiðslunni og í henni hefur störfunum fækkað um 2,8 milljónir. Í síð- ustu viku var upplýst, að hag- vöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi hefði verið 8,2% og allar fréttir benda nú til þess, að þetta mesta efna- hagskerfi í heiminum sé að komast á skrið. Áætlað er, að nýráðningar hafi verið 150.000 í nóvember en atvinnuleysið er samt óbreytt, 6%. Í Evrópu var framleiðsluaukningin í nóvember sú mesta í þrjú ár. STUTT Áköf leit að al-Duri Al-Douri ROBERTSON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, NATO, varaði á mánudag ráða- menn í Evrópusambandinu við því að koma á laggirnar sjálfstæðri stjórn- stöð til að skipuleggja sérstakar að- gerðir Evrópuríkja í varnarmálum. Svo virðist sem Bretar, Frakkar og Þjóðverjar hafi á fundi í Napólí í síð- ustu viku náð samkomulagi um slíka stofnun í ESB er verði ekki háð stjórnstöð NATO, er nefnist SHAPE. Tveggja daga fundi varnarmála- ráðherra bandalagsins lauk í gær í Brussel og er ljóst að málið var mikið rætt þar á göngunum þótt það væri opinberlega aðeins eitt af mörgum málum sem fjallað var um. Ráðamenn Svía og Pólverja lýstu í gær andstöðu sinni við nýjar ESB-stofnanir sem gætu valdið samkeppni við NATO. Varaði Leszek Miller, forsætisráð- herra Póllands, m.a. við því að nið- urstaðan gæti orðið spenna milli hlut- lausra þjóða eins og Svía og þjóða eins og Pólverja, sem eru í NATO og á leið í ESB. Einnig benti Miller á að sam- skiptin við Bandaríkin gætu versnað. Robertson lávarður vill einnig að bandalagsríkin leggi til 14 þyrlur og um 400 manns með sérfræðimenntun til friðargæslunnar í Afganistan en hefur fengið dræmar undirtektir. Sagði framkvæmdastjórinn að ef frið- argæsla NATO í Afganistan mistæk- ist gæti það gereyðilagt ímynd banda- lagsins og Afganistan á ný orðið bækistöð alþjóðlegra hermdarverka- manna. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins hafa Íslendingar boðið NATO til að senda tíu menn til að annast rekstur og stjórnun flugvall- arins í Kabúl með svipuðum hætti og þeir hafa gert í Pristínu, höfuðstað Kosovo. „Við gerum ráð fyrir að fara frá Pristínu 1. apríl 2004 og þá mynd- um við taka við þessu nýja hlutverki í Kabúl frá og með byrjun júní,“ sagði Arnór sem bætti því við að þessu boði Íslendinga hefði nú verið tekið. Ljóst er að Bandaríkjamenn eru tortryggnir á hugmyndina um evr- ópska stjórnstöð og segja að hún geti grafið undan einingunni í NATO og flækt stjórnun. Robertson sagðist ekki telja að búið væri að taka loka- ákvörðun í málinu. „Menn eru vafa- laust að fara yfir málið með það í huga hve brýnt er að ekki komi til þess að við búum við tvöfalt kerfi eða niður- staðan verði samkeppni milli samtak- anna tveggja. Þau hafa, þegar upp er staðið, nóg á sinni könnu eins og heimurinn er núna,“ sagði Robertson. Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, fullyrti að ekki væri nein hætta á samkeppni milli væntanlegr- ar stjórnstöðvar og SHAPE sem er í Belgíu. „Hún mun öllu frekar gera stjórnunina fullkomnari,“ sagði hann. Ekki verði ýtt undir misskilning Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, sagði í samtali við Morgunblaðið að Íslendingar styddu hugmyndirnar um aukið framlag Evrópuríkja til varnarsamstarfsins (ESDP). „En við teljum mjög mikil- vægt að þetta sé þróað með þeim hætti að ekki sé gefið til kynna að ein- hvers konar samkeppni verði tekin upp við Atlantshafsbandalagið. Ekki megi draga í efa að Atlantshafsbanda- lagið sé grundvöllur öryggis- og varn- armála Evrópuríkja og menn verði að gæta þess að ekki komi upp misskiln- ingur í Atlantshafssamskiptunum vegna ESDP,“ sagði Gunnar Gunn- arsson. Deilt um stjórnstöð fyrir varnir ESB-ríkjanna Íslendingar senda tíu manna lið til starfa á flugvellinum í Kabúl Brussel, Stokkhólmi. AFP, AP. Fundur varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel FILIPPSEYSKIR unglingar reyna að handsama sleipan og fótfráan grís á sýningu í höfuðborginni Manila í gær. Keppnin um grísinn var haldin á stórum íþrótta- leikvangi og var liður í átaki ferða- málaráðuneytisins landsins til að auka áhuga erlendra ferðamanna á höfuðborginni. AP Fótfrár og sleipur í Manilaborg ÞRIGGJA ára blóðug átök við Palest- ínumenn og efnahagskreppa í heim- inum langt fram á þetta ár hafa ekki gert út af við hátæknifyrirtæki Ísr- aela. Sem fyrr halda þau áfram að senda frá sér nýstárlegan búnað og uppfinningar. Að sögn ísraelsku hag- stofunnar voru 46% af vörum sem seldar voru til útlanda fyrstu 10 mán- uði ársins frá hátæknifyrirtækjum. Sem dæmi um hugvitið má nefna að Sphericon Ltd. í Ísrael sendi ný- lega frá sér búnað sem hægt er að nota til að vara syfjaða bílstjóra við í tæka tíð. Er þetta gert með því að láta tölvu greina munstrið í því hvern- ig menn stýra bílnum. Í nóvember bjuggu vísindamenn við Technion, ísraelska tækniháskólann, til örsmá- an smára, transistor, með aðstoð DNA-erfðatækni og sjá mólekúlin í efninu sjálf um að smíða smárann. Hópur stúdenta við skólann hefur þróað búnað sem þeir segja að geti borið kennsl á tölvunotendur með því að greina með allt að 97% nákvæmni munstrið í áslættinum á lyklaborðið. Er talið að hægt verði að nota bún- aðinn til að góma þá sem stela lyk- ilorðum á Netinu. Efnahagskreppan olli nokkrum usla í hátæknifyrirtækjunum og fjöldi manna missti vinnuna en nú virðist sem þau séu að rétta úr kútnum. Er- lendir fjárfestar áttu mikinn þátt í uppsveiflunni á tíunda áratugnum og eru aftur farnir að sýna ísraelsku fyr- irtækjunum áhuga. „Úthugsaðar áætlanir“ „Það er enginn skortur á athygl- isverðum tækifærum,“ segir Glen Schwaber, sem á ásamt öðrum fjár- festingafélagið Jerusalem Venture Partners. „Frumkvöðlarnir sem koma núna til okkar eru þroskaðri, reyndari, þeir eru með úthugsaðar áætlanir. Þeir biðja um minna af pen- ingum en ætla sér stærri hluti.“ Mörgum fyrirtækjum Ísraela hef- ur gengið vel á alþjóðlegum mörk- uðum að undanförnu. Sérfræðingar segja að skýringin á því að Ísrael, sem aðeins er byggt um sex millj- ónum manna, geti náð þessum árangri sé margþætt. Áherslan á háþróaða vopnatækni valdi því að úr hernum komi fjöldi sérhæfðra manna sem stofni sprota- fyrirtæki þegar þeir hverfi þaðan. Og meira en milljón gyðinga hefur flust frá Rússlandi til Ísraels eftir hrun Sovétríkjanna 1991, meðal þeirra er fjöldi vel menntaðra tæknifræðinga og vísindamanna sem koma að góðu gagni í tæknigeiranum. AP Samstarf á sér stað, þrátt fyrir átök. Hér eru ísraelski ráðherrann Joseph Paritzky og palestínski ráðherrann Azzam Shawa í Róm að staðfesta sam- starf í orkumálum, lengst t.v. Loyola de Palacio, fulltrúi ESB. Ísraelsk hátækni aftur á uppleið Tel Aviv. AP. BRESKA lögreglan handtók í gær 14 manns í miklum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum en óttast er, að þeir hyggi á árásir fyrir jólin. Mennirnir, sem eru sumir að minnsta kosti ættaðir frá Norður- Afríku, voru handteknir í London, Cambridge og Vestur-Miðlöndunum með vísan til þeirrar greinar bresku hryðjuverkalaganna, sem fjallar um „undirbúning og aðild“ að hryðju- verkastarfsemi að því er talsmaður lögreglunnar í London sagði. Fyrir tæpri viku handtók lögreglan 24 ára gamlan mann, Sajid Badat, og er hann grunaður um tengsl við al- Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Hafði lögreglan viku til að safna gegn honum frekari sönn- unargögnum en ekki er vitað hvort handtökurnar í gær og handtaka hans tengist. Ken Livingstone, borgar- stjóri í London, sagði nýlega að lög- reglan hefði komið í veg fyrir fjögur tilræði eða tilraunir til „að valda dauða og eyðileggingu“ í borginni. Hryðjuverkaógnin 14 hand- teknir á Englandi London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.