Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 17
Pipar og salt kvarnir Klapparstíg 44, sími 562 3614 Verð kr. 2.900 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Þórshöfn | Desember er tími hangikjötsins enda þykir það ómissandi á jólaborðið. Tað- reykt er það herramannsmatur hvort sem það er hrátt eða soðið en hráa hangikjötið verður sífellt vinsælla á hátíðaborð manna. Ragnar Már Sigfússon, bóndi á Gunn- arsstöðum í Þistilfirði, kynnti hangikjöt sitt í versluninni Lóninu en það reykir hann í eigin kofa og uppkveikjan er að sjálfsögðu tað og að auki dálítið af alaskavíði og viðju, eftir því sem til fellur úr garðinum. Þetta haust var kjötið ekki lengi í reyk vegna hlýinda en kjötið þarf nokkru lengri tíma í reyk þegar mjög kalt er í veðri. „Það þarf að fylgjast vel með kjötinu í reyknum og aðgæta hvort rétta bragðið er komið í það,“ sagði Ragnar sem bragðar annað slagið á kjötinu meðan það er í kofanum og flísar úr því með vasahnífnum. Ragnar er ósáttur við verðið sem fæst fyrir kjöt af fullorðnu fé svo hann tók heim úr sláturhúsi Fjallalambs kjöt af fullorðnu og ákvað að reyna að markaðssetja það sjálfur og reykja. Þar sem Ragnar var að prófa sig áfram tók hann ekki mikið magn en hefði þó verið óhætt að gera það því við- tökurnar voru svo góðar að allt seldist upp á kynningunni og fengu færri en vildu. Á boðstólum voru úrbeinuð hangikjöts- læri en Ragnar bauð einnig upp á hrátt hangikjöt sem vakti mikla lukku. Best er hráa kjötið af þynnri stykkjum, einkum bógum, og það er reykt lengur en lærin. „Þeir fá aldrei kvef sem borða hrátt hangi- kjöt,“ sagði Ragnar og skar ljúffengt kjötið í þunnar flísar handa gestum sem kunnu vel að meta milt reykbragðið. Aðspurður kvaðst Ragnar reikna með að halda áfram á sömu braut þar sem viðtökur voru mjög góðar. „Kjöt af fullorðnu fé er jafnan bragðmeira og afbragðsgott í reyk. Það þarf að sjóða rólega í þrjá tíma og láta síðan liggja í hálftíma í pottinum eftir suðu, þíða það alltaf fyrir suðu,“ sagði Ragnar, sem verður væntanlega með gæðahangi- kjöt til sölu í framtíðinni. Úr bæjarlífinu Jólahangikjötið kitlar bragðlauka Krist- ínar Kristjánsdóttur og Guðrúnar Helga- dóttur og hráa hangikjötið var ljúfmeti. HÉÐAN OG ÞAÐAN Morgunblaðið/Líney Gísli Pálsson mannfræð- ingur flytur fyrirlestur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 3. desem- ber, kl. 16.30 í Þingvall- stræti 23, stofu 14. Hann nefnist: Úr einu í annað: samræður við samtímann Gísli mun fjalla um ís- lensk félagsvísindi, ekki síst rannsóknir í mann- fræði. Áhersla verður lögð á mikilvægi þess að halda uppi samræðum við það samfélag sem um er að ræða hverju sinni og þau pólitísku og siðferði- legu vandamál sem slíkar samræður óhjákvæmi- lega hafa í för með sér. Meðal annars verður fjallað um verk Vilhjálms Stefánssonar og þær kenningar sem hann hélt á lofti. Samræður Borgarnes | Eins og undanfarin ár tóku ferming- arbörnin að sér að ganga í hús og safna fyrir hjálp- arstarf kirkjunnar. Söfnunin skilaði alls 93.333 kr. sem þykir góður árangur í ekki stærra bæjarfélagi. Með- fylgjandi mynd sýnir hópinn þar sem hann hittist með söfnunarbaukana fyrir utan Borgarneskirkju. Morgunblaðið/Guðrún Vala Söfnuðu fyrir hjálparstarfið Guðna Ágústssynivar færð bók afhalaklipptum hundi í Húsdýragarðinum. Friðrik Steingrímsson segir Guðna hafa tekið í löppina á hundinum, hrist vel og lengi þar til hund- urinn hafi slitið sig lausan: Víst það hlátur vakti minn og vék frá öllum pínum er halaklipptur hundurinn heilsaði nafna sínum. Hrönn Jónsdóttir skrifar um rímþraut í Aust- urgluggann, sama orð í hverri línu, og rifjar upp vísu Arnar Arnarsonar: Hann var alinn upp við sjó ungan dreymdi skip og sjó stundaði alla ævi sjó aldurhniginn fórst í sjó. Hrönn spreytir sig sjálf á rímþrautinni: Er sólin skín í september saman þá við tínum ber ef við verðum alveg ber endar það sem vera ber. Gjöf frá hundi pebl@mbl.is Borgarnes | Nemendur í fyrsta bekk í Grunn- skólanum í Borgarnesi hafa hannað jólakort sem verða seld til styrktar einum þeirra; hon- um Torfa Lárusi Karlssyni. Torfi Lárus er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur sogæðaæxlum. Hans bíða erfiðar aðgerðir í Boston og vilja bekkjarsystkini hans styrkja hann til far- arinnar. Það voru foreldrafulltrúarnir sem fengu hug- myndina og í samvinnu við bekkjarkennara var henni hrint í framkvæmd. Tölvuþjónusta Vest- urlands sá um tölvuvinnslu og prentun á kort- unum og ásamt Lögfræðistofu Inga Tryggva- sonar greiddi kostnað. Sl. sunnudag hittust foreldrar og nemendur til þess að pakka kort- unum í sölueiningar. Jafnframt var tækifærið notað til þess að mála á piparkökur sem Kaup- félag Borgfirðinga gaf. Þeir sem urðu þreyttir gátu hvílt sig og horft á myndband á milli tarna. Nemendur munu ganga í hús og selja jóla- kortin á næstu dögum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Styrkja veikan bekkjarbróður Jólakort Torfi Lárus Karlsson ásamt bekkjarbræðrum sínum, þeim Sævari Hlíðkvist Kristmarssyni, Ægi Jón- asi Jenssyni og Herði Óla Þórðarsyni. Þessir strákar voru að hvíla sig frá piparkökuskreytingunum. Sauðárkrókur | Síðastliðinn föstudag af- henti Ása Jakobsdóttir, bóndi í Garða- koti í Hjaltadal, Gunnari Guðmundssyni, umdæmisverkfræðingi Vegagerðarinnar á Sauðárkróki, undirskriftalista með nöfnum á þriðja hundrað íbúa í Hjalta- dal, nemenda og starfsfólks við Hóla- skóla, og fjölmargra þeirra sem oft eiga erindi um veginn upp Hjaltadalinn og heim til Hóla. Hvatinn að undirskriftasöfnuninni er hið hörmulega slys sem varð á þessum vegi í október síðastliðnum, er ung kona og lítill drengur lítu lífið. Þessi ellefu kílómetra langi vegspotti er með bundnu slitlagi, en á honum eru margar blindhæðir og vitað er að á hon- um hafa orðið allmörg umferðaróhöpp á liðnum árum, þó að engin slys hafi orðið á fólki fyrr en nú. Umræða hefur oft orðið um úrbóta væri þörf á þessum vegi, en hann er mjög fjölfarinn, sérstaklega á sumrin, er fjöldi ferðamanna leggur leið sína heim til Hóla. Mikil aukning umferðar Gunnar Guðmundsson umdæmisverk- fræðingur tók við listunum, og gerði í stuttu máli grein fyrir því hvaða ferli fer af stað þegar slys, sem það sem áður er nefnt verða og hvernig vegagerð og ráðuneyti bregðast við. Sagði Gunnar að á umræddum vegakafla hefði á und- anförnum árum orðið mjög mikil um- ferðaraukning og samkvæmt talningu árið 1999 sagði hann að farið hefðu um veginn 110 bílar að jafnaði dag hvern það árið, en á þessu ári yrði sambærileg tala um 190 og því ljóst að um gífurlega aukningu væri að ræða. Ása sagði að mjög vel hefði gengið að safna undirskriftunum, það hefði tekið nokkra daga, og hún vænti þess að lag- færingar yrðu gerðar á þessum fjölfarna vegi þannig að ekki kæmi aftur til slíkra óhappa sem áður er getið. Vilja láta laga veginn í Hjaltadal Vilja úrbætur: Ása Jakobsdóttir afhendir Gunnari Guðmundssyni undirskriftirnar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1 Jólavörur frá Finnlandi Klapparstíg 44, sími 562 3614 Jólaskeiðar - gafflar og hnífar Verð kr. 995 stk. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.