Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | Ekki stendur til að bæjarsjóður Reykjanesbæjar greiði kostnað við geymslu, flutning eða sýningu á listaverkum Árna Johnsen í Reykjanesbæ. Kemur þetta fram í skriflegu svari Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfull- trúa við fyrisp- urn bæjarfulltrúa Samfylking- arinnar og Fram- sóknarflokksins en svarið var lagt fram á fundi bæj- arstjórnar í gær. Fulltrúar Sam- fylkingarinnar og Framsóknar- flokksins, sem skipa minnihluta bæjarstjórnar, gerðu skriflega fyrirspurn til bæjarstjóra vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um sýningu á listaverk- um Árna Johnsen á vegum Listasafns Reykjanes- bæjar. Spurt var hvort til standi að Reykjanes- bær greiði leigu vegna geymslu listaverkanna eða taki þátt í kostnaði við flutning þeirra. Val- gerður svaraði því neitandi. Þeir spurðu einnig um það hvenær og hvar ákvörðun hafi verið tekin um sýningu verkanna og hver væri áætlaður kostnaður bæjarins vegna þeirra. Í svari menningarfulltrúa kemur fram að henni sem forstöðumanni listasafnsins hafi gefist kostur á að skoða verkin og hafi í framhaldi af því ákveðið að sýna þau í Gryfjunni, óinnrétt- uðum hliðarsal í Duushúsum. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafi hingað til treyst forstöðumanni til að velja sýnendur. Fram kemur í svari menningarfulltrúa að að- eins völdum listamönnum, fagmönnum með myndlistarmenntun, sé boðið að sýna í sýning- arsal Listasafns Reykjanesbæjar. Listasafnið hafi einnig staðið að eða stutt sýningar á öðrum stöð- um, meðal annars í óinnréttuðum hliðarsölum. Þar hafi ekki endilega verið á ferðinni fagmenn heldur fólk sem hafi verið að gera áhugaverða hluti, heimafólk og aðrir. Þessu fólki bjóðist hús- næði og aðstoð við undirbúning sýningar. Annað sé á ábyrgð og kostnað sýnenda eða styrktaraðila þeirra. Segir Valgerður að Árni Johnsen sé í þeim hópi. Engar umræður urðu um málið á bæjarstjórn- arfundinum í gærkvöldi.    Bæjarsjóður greiðir ekki kostnaðinn af sýningu Árna Kveikt á jólaljósunum | Ljósin á jólatré Sand- gerðinga við Grunnskólann verða tendruð í dag, miðvikudag, klukkan 18. Flutt verður hátíðarávarp, kirkjukór Hvals- neskirkju flytur nokkur jólalög og heyrst hefur að jólasveinarnir muni taka forskot á sæluna og kíkja í bæinn. Í sal skólans mun Foreldrafélag Grunn- skólans bjóða upp á kakó og piparkökur.    Slys vegna hálku | Bíll fór út af Grindavíkurvegi til móts við Seltjörn í gærmorgun og valt. Öku- maðurinn kenndi eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Reykjavík. Bifreiðin var fjarlægð með kranabifreið. Hálka var á veginum. Fleiri umferð- aróhöpp urðu í hálkunni en ekki er vitað um önnur slys á fólki. Grindavík | Það var fjör hjá unga fólkinu í mötuneyti Fisk- verkunarinnar Þróttar í Grindavík á sunnudaginn þegar fólk úr fjölskyldu eiganda fyr- irtækisins safnaðist þar saman. Amma Helga var komin úr Reykjavík til að baka smákök- ur með börnum og barnabörn- um. Dæturnar Þórunn Hall- dóra og Guðveig Sigurlaug mættu með börnin sín, Leon Inga, Ólafíu Elínborgu, Helgu Arnberg og Guðmund Fannar, og sonurinn Þórarinn kom með soninn Ólaf Arnberg og dótt- urina Unni Guðrúnu. Fleiri komu við sögu. Eldra fólkið bakaði ógrynni af alls kyns kökum og reisti piparkökuhúsið, en yngsta kyn- slóðin sá um að skreyta húsið og kökurnar undir vökulu eft- irliti þeirra eldri. Ljósmynd/Stella Vönduð vinnubrög: Leon Ingi og Þórunn Halldóra skreyta piparkökuhús, sem afi sá um að líma saman. Köku- gerð ömmu Keflavík | Reykjanesbæ ber að greiða Fiskiðjunni hf. 35 millj- ónir í bætur fyrir eignarnám á liðlega 5 hektörum byggingar- lands á svokölluðu Þrætulandi á Hólmsbergi í Keflavík sam- kvæmt úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta. Byggt var á hluta landsins í óþökk eiganda. Reykjanesbær hyggst una mat- inu. Byggingarlandið á Hólms- bergi, ofan við smábátahöfnina í Gróf, er í einkaeigu. Reykja- nesbær skipulagði þar íbúðar- hverfi fyrir nokkrum árum og byrjaði að úthluta lóðum en ekki náðust samningar við land- eigendur. Hefur staðið í stappi um þetta síðan. Bæjaryfirvöld fengu heimild umhverfisráðu- neytisins til þess að taka landið eignarnámi á síðasta ári og ákváðu að nýta sér þann rétt fyrr á þessu ári. Undanfarna mánuði hefur matsnefnd eign- arnámsbóta unnið að mati á verðmæti landsins og kvað hún upp sinn úrskurð 19. nóvember sl. Reykjanesbær kvaðst við þá umfjöllun hafa boðist til að greiða 240 kr. á fermetra fyrir landið í október 2000, í sam- ræmi við markaðsverð á þeim tíma, og taldi landið ekki meira virði. Samsvarar þessi verð- lagning því að bærinn var tilbú- inn að greiða um 12 milljónir fyrir þá rúmlega 5 hektara lands sem hann tók eignarnámi. Fiskiðjan hf. vildi fá meira, eða tæpar 78 milljónir, um 1.500 krónur á hektara, auk bóta fyrir óhagræði og annað tjón. Raunar krafðist Fiskiðjan þess að allt land fyrirtækisins á svæðinu yrði tekið eignarnámi, samtals 52,5 ha og að greiddar yrðu 787 milljónir fyrir það. Matsnefndin féllst ekki á kröfur um að Reykjanesbæ verði gert að taka eignarnámi allt land fyrirtækisins á Berginu. Mið af landverði í útjaðri höfuðborgarsvæðisins Matsnefndin taldi landið hentugt til bygginga, það liggi nærri miðbæjarkjarna Reykja- nesbæjar og við smábátahöfn- ina og það sé til þess fallið að auka verðmæti þess. Þá sé út- sýni gott. Nefndin fellst ekki á það með eignarnámsþola að jafna megi verði landsins við verðmæti lands í útjaðri Reykjavíkursvæðis enda eftir- spurn eftir landi þar meiri og verðlag hærra. Henni þótti þó rétt að líta til eigin úrskurða um verðmæti á löndum í ná- grannasveitarfélögum Reykjavík- ur en líta jafnframt til töflu Fast- eignamats ríkisins þar sem fram kemur að matsverð íbúðarhús- næðis er 65 til 68% af verðmæti húsnæðis í Reykjavík. Niðurstaðan var sú að hæfileg- ar bætur væru 35 milljónir, sem er nálægt því að samsvara um 700 krónum á fermetra. Ekki eru úrskurðaðar aðrar bætur. Reykjanesbær þarf síðan að greiða Fiskiðjunni 650 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, í kostnað við rekstur málsins og 800 þúsund krónur í ríkissjóð vegna starfa matsnefndarinnar. Bæjarráð hefur samþykkt að una matinu. Árni Sigfússon bæj- arstjóri segir að það sé ekki síst gert í ljósi þess hversu lengi deil- an hafi staðið með tilheyrandi erfiðri stöðu húseigenda á svæð- inu. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðar um Þrætuland á Hólmsbergi Landeigendur fá 35 milljónir kr. í bætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.