Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 22
það skuli hugsa fyrst um börnin,“ segir Ragnhildur Anna. Áhrif Harry Potter Helga Karlsdóttir, ann- ar eigandi Englabarna, segir jólatískuna fyrir stráka bæði fína og grófa í ár. „Ég nefni sem dæmi bleiser- jakka og grófar buxur. Við það má velja fína skyrtu eða bol og nota áfram þegar jólin eru búin. Það er minna um vesti í ár en oft áður en áherslan meiri á jakka. Strákarnir kalla þá Harry Pott- er-jakka,“ segir hún. Buxur eru ýmist úr slétt- flaueli eða riffluðu, sem Helga segir líka mega nota við galla- jakka síðar. Litirnir í strákatískunni eru að- allega jarðarlitir, appelsínugulur, rauður og túrkisblár. Hvað stelpurnar varðar eru prins- essu- og álfameyjarkjólar áberandi. „Sumir kjólarnir eru með tjullpilsi og handmálaðir, svo engir tveir eru eins,“ segir hún. Prinsessukjólarnir eru mjúkir og þá er hægt að setja í þvottavél og segir Helga stelpur allt upp í 14 ára hrifnar af tjullkjólum. Kjólarnir fyr- ir þær eldri eru aðeins þrengri og með tjulli að neðan og vilja þær vera í gallajökkum við. Litirnir fyrir stelpur eru bleikt og eitthvað um lillablátt. Þá má nefna rautt og appelsínugult. Helga segir föt með glimmeri og pallíettum enn vinsæl, sem og marg- föld pils og skotapils fyrir eldri stelpurnar. Ekki má heldur gleyma hárskrauti með steinum og glimm- eri og litlum töskum. „Fólk er byrjað að spá í jólafötin í lok október. Þeir sem eru mjög praktískir koma strax í september og eftirspurnin hefst fyrir alvöru í lok nóvember. Það má segja að fólk skiptist í þrjá hópa hvað þetta varð- ar,“ segir Helga. Sparifötin í Polarn O Pyret eru hefðbundin, mjúk og þægileg, segir Sigríður Ólafsdóttir. Aðallitirnir DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A u aurum Bankastræti 4 Sími 551 2770 LOKKANDI LÍNAN hjá okkur er rómantísk og hlýleg og bæði sett saman á einfald- an hátt og lagskipt. Ég get nefnt sem dæmi skokk og bol undir eða kjól með buxum, bundinn jakka og klút í stíl,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir, annar eigandi Noa Noa, sem byrjaði að flytja inn stelpuföt síðastliðið haust. Litirnir eru ýmist sterkrautt eða sterkbleikt og jafnframt er talsvert um pasteltóna. „Aðaljólalínan okkar er fölblá, einnig eru myntu- og ferskjulitir áberandi,“ segir hún. Smárifflaflauel er algengt efni, líka silki og viskós með krumpu- áferð. Tjullpils og bróderaðar peys- ur hafa verið vinsælar fyrir jólin og bolir með englamyndum fyrir mæð- ur og dætur. „Fólk er fyrir löngu byrjað að spá í jólafötin og mér finnst það sætt að Spurn eftir jólafötum hefst í október og jafnvel september í sumum tilvikum, segja kaupmenn í höf- uðborginni. Mikið er um flauelsbuxur og -kjóla, einnig velúr og tjull og áhersla á nota- gildi og þægindi. Morgunblaðið/Eggert Tvíburarnir Arnar og Dagur í Potter-jökkum. Morgunblaðið/Jim Smart Hlédís stillti sér upp fyrir ljósmyndara. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Eggert Dóróthea í silkikjól. Morgunblaðið/Árni Sæberg Elísabet Sara og Alexander Már kipptu sér ekki upp við fataskiptin. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Örn, Sunna Hlín og Arnþór Ómar sýna tvær útfærslur af jólafötum. ADAMSIANA NOA NOA NOA NOA ENGLABÖRN Prúðbúin um jólin  TÍSKA| Verslunareigendur segja foreldra kaupa jólaföt á börnin löngu áður en hugað er að gjöfum Bjarni Heimir og Ágústa Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.