Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 27 Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 SÍVAXANDI kostnaður ríkis- sjóðs af heilbrigðiskerfinu hefur verið mjög áberandi í umræðunni á síðustu dögum og vikum, bæði inn- an og utan Alþingis. Eins og svo oft áður snýst umræðan að mestu um rekstrar- form í heilbrigðis- þjónustu. Sumir þeirra, sem tala mest um vanda heil- brigðiskerfisins, leggja megin- áherslu á að hann sé fyrst og fremst af skipulagslegum toga og lausnin felist í einkarekstri. Von um hagnað og ný viðskiptatæki- færi á þessu sviði almannaþjónust- unnar virðist á stundum vera rót gagnrýni á ríkjandi skipulag, sem þó einkennist m.a. af fjölbreyttum rekstrarformum. Eftirspurn, þjónustu- framboð og þörfin Í raun er það ótrúleg einföldun og yfirdrepsskapur að láta að því liggja að allt heilbrigðiskerfið og allir fjárhagslegir og faglegir hags- munir tengdir því standi og falli með breytingu á rekstrarformi. Við framsóknarmenn leggjum megináhersluna á jafnan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu. Við höfum lagt áherslu á að gæði og hagkvæmni bæði fyrir sjúklinga og ríkissjóð eigi að ráða rekstrarformi þjónustu hverju sinni. Alþingi hef- ur líka lögfest þær forsendur fyrir forgangsröðun ráðherra og ákvörð- unum um hvar verk skuli unnin. Líklegra til árangurs og í þágu hagsmuna sjúklinga, skattgreið- enda og ríkissjóðs er að hafa þor til að taka afstöðu til ýmissa annarra álitaefna en rekstrarforms. Þar eru helstu spurningarnar hvað við ætlum að láta stýra sívaxandi út- gjöldum; eftirspurnina, þjónustu- framboðið eða þörfina. Framfarir í læknavísindum, ný þekking, tækni og lyf gera okkur nánast kleift að gera allt fyrir alla. Afleiðing þessa er sú að ekki er hægt að láta framboð heilbrigðis- þjónustu stjórna magninu og ráða þar með útgjöldum ríkissjóðs. Til að mynda er læknir í einkarekstri í þeirri aðstöðu að vera bæði sá sem selur þjónustuna og jafnframt sá er ákvarðar verkmagnið sem ræð- ur greiðslunni úr ríkissjóði. Fagleg rök og sannanlegur árangur Heilbrigðispólitísk markmið verða að ráða bæði magni þeirrar þjónustu sem veitt er og útgjöldum ríkisins. Þau hafa verið sett m.a. með lögum um réttindi sjúklinga, heilbrigðisáætlun og reglum um forgangsröðun, sem byggjast á læknisfræðilegum sjónarmiðum og öðrum faglegum forsendum. Þeir sem eru í mestri þörf skulu ganga fyrir og í röðun eftir mikilvægi skipast í fyrsta flokk bráðatilfelli, lífshættulegir sjúkdómar og slys, sem geta leitt til dauða, en í fjórða flokki er meðferð sem fagleg rök eru fyrir að skili sannanlegum ár- angri. Vegna framfara og nýjunga eykst kostnaður ár frá ári. Ef við horfumst í augu við að slík þróun gengur ekki endalaust verðum við jafnframt að vera reiðubúin til að forgangsraða og velja og hafna. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að taka afstöðu til áleitinna siðferði- legra spurninga, sem m.a. lúta að samspili aldurs, áhættulifnaði og ábyrgð á eigin heilsu og rétti til ýtrustu meðferðar. Um þetta þarf að setja reglur sem sátt verði um í þjóðfélaginu því reynslan hefur sýnt að ekki er hægt að láta lækn- um þetta eftir í hverju tilviki. Hún sýnir að stjórnmálamenn allra flokka, fjárlagavaldið, sem gerir læknum og öðrum stjórnendum innan heilbrigðisþjónustunnar að forgangsraða og halda sig innan ramma fjárlaga, gefur alltof oft eftir undan þrýstingi fagstétta og gæslumanna þröngra hagsmuna, sem hæst hafa hverju sinni. Faglegur en ekki fjárhagslegur ávinningur Skýrsla Ríkisendurskoðunar um mat á árangri af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er góð- ur grundvöllur fyrir málefnalega umræðu um heilbrigðismál. Skýrslan sýnir þrátt fyrir allt að sú ákvörðun var rétt að ráðast í að sameina sérgreinasjúkrahúsin tvö í eitt hátækni- og kennslusjúkrahús. Meginniðurstaðan er sú að fagleg- ur styrkur jókst við sameininguna en fjárhagslegur sparnaður ekki – ekki enn. Þvert á móti hefur rekstrarkostnaður hækkað um 36% bæði umfram almennt verðlag og launavísitölu. Það sem sérstaka athygli vekur þó er að í þeirri hækkun eru launagjöld 29,5%. Eft- ir sem áður er spjótum jafnan beint að ráðherra heilbrigðismála vegna alls vanda heilbrigðiskerf- isins og sívaxandi kostnaðar rík- issjóðs. Í ljósi þeirra meginskýringa sem skýrslan gefur á hækkun rekstrar- gjalda, mikilla launahækkana og aukins kostnaðar vegna tækninýj- unga og nýrra lyfja, hljótum við að velta því fyrir okkur hver hækk- unin hefði orðið að óbreyttu, ef ekki hefði til sameiningarinnar komið. Frekari árangur í farvatninu Skorti á fjárhagslegum ávinningi af sameiningu sjúkrahúsanna hef- ur verið mestur gaumur gefinn, en mér finnst hins vegar megininntak skýrslunnar vera ábendingar um þau sóknarfæri sem enn eru ónýtt eða ekki nýtt að fullu. Það segir enda í skýrslunni að ætlunin hafi verið að líta yfir fyrstu þrjú árin og meta hverju hafi verið áorkað og hvað megi bæta svo kostir samein- ingarinnar nýtist og að henni sé ætlað að veita ábendingar um á hvað þurfi að leggja áherslu í áframhaldandi uppbyggingu. Sumt af því sem bent er á í skýrslunni er nauðsynleg forsenda þess að sameiningin skili mesta mögulega árangri og þeirri há- markshagkvæmni sem rétt er að stefna að. Dæmi þar um er nauð- syn þess að koma rekstri sjúkra- hússins undir ,,eitt þak“. Annað sem bent er á, eins og þörfin fyrir að tryggja fráflæði af sjúkrahúsinu með fjölgun hjúkrunarrýma, er í raun óháð sameiningu sjúkrahús- anna, en skapaðist af örri fjólks- fjölgun á höfuðborgarsvæðinu og fjölgun aldraðra. Sama má segja um þörfina fyrir koma á fót raf- rænni sjúkraskrá og samtengdri skráningu upplýsinga í heilbrigðis- kerfinu. Hagræðið af því er óum- deilt. Það eykur skilvirkni, kemur í veg fyrir tvíverknað og tryggir öruggari og greiðari þjónustu við sjúklinga . Eins háttar með kostn- aðargreiningu læknisverka og þjónustu á sjúkrahúsinu. Hún hef- ur margþætt gildi fyrir rekstur sjúkrahússins, m.a. sem fram- leiðslumæling, og er jafnframt meginforsenda ákvarðana um hvort verk skuli unnin á sjúkrahús- inu eða utan þess. Ábendingum Ríkisendurskoð- unar um þessi atriði og önnur er full þörf að gefa góðan gaum í um- ræðunni um heilbrigðismálin. Hitt er svo annað mál að framkvæmd á ýmsu sem á er bent myndi leiða til tímabundins aukins kostnaðar. Ekkert af þessu verður dregið eins og kanína upp úr hatti. Af framansögðu er ljóst að við stöndum frammi fyrir mjög brýn- um álita- og úrlausnarefnum í heil- brigðismálum. Stjórnmálamenn og -flokkar verða að hafa þor til að taka afstöðu til þeirra. Líka Sam- fylkingin. Nema formaðurinn ætli henni á næstu misserum eingöngu að hafa á orðræðu um „ný“ rekstrarform. Þau finnast öll þegar í heilbrigðiskerfinu og það liggur fyrir lögbundin ákvörðun um að hagkvæmni og gæði ráði vali þeirra. Lögmál markaðarins í heilbrigðisþjónustu Eftir Jónínu Bjartmarz Höfundur er alþingismaður. ÞAU fjúka kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna hvert af öðru. Tuga milljarða skattalækkun, 90% húsnæðislán, línuívilnun til bátaflot- ans, jarðgöng, sjúkrahúsbygging, menningarhús – svo nokkur dæmi séu nefnd. Loforðaflaumur stjórnarflokkanna tveggja fyrir síðustu kosningar átti sér engin takmörk, enda fengu auglýsingabrellur Framsóknarflokksins sérstaka viðurkenningu ímyndarsmiða og auglýsingagúrúa. Eng- inn spurði þar að trúverðugleikanum að baki auglýsing- anna eða hver borgaði brúsann. Var þó ærin ástæða til. Réttarbætur ungra öryrkja Það er ekki ofmælt að Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hafi verið siðferðisleg kjölfesta Framsóknar- flokksins í þessari ríkisstjórn. Fólkið í landinu hefur treyst á orð hans og virt hann fyrir baráttuna gegn einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem hefur verið aðal Sjálfstæðisflokksins og sumra flokkssystkina hans. Þegar Jón Kristjánsson skrifaði undir samning við Öryrkja- bandalagið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hinn 25. mars sl. trúði þjóðin því að staðið yrði við þann gjörning. Að hér væri ekki um kosn- ingabombu að ræða heldur væri verið að bæta rétt þeirra sem yrðu ör- yrkjar snemma á lífsleiðinni og gera þeim léttara að taka þátt í fjöl- breyttum viðfangsefnum samfélagsins á jafnréttisgrunni. Þjóðin öll fagnaði þessu tímamótasamkomulagi. Í fréttatilkynningunni frá í mars stóð að áætlað væri að þyrfti rúman milljarð til að fullnusta sam- komulagið. Nú er upplýst að það hafi legið fyrir snemma í sumar að þyrfti 1,5 milljarða til þess að ungir öryrkjar fengju þennan umsamda rétt sinn sem er ekki svo langt frá upphaflegri áætlun. Ríkisstjórn svikinna loforða Sá sem hér skrifar er fulltrúi VG í fjárlaganefnd Alþingis og tók sam- komulagið við Öryrkjabandalagið sérstaklega fyrir í framsögu og nefndaráliti við 2. umræðu fjárlaga. Við það tækifæri kom loks í ljós að heilbrigðisráðherra væri gert ókleift að standa við samkomulagið en yrði að uppfylla það í áföngum. Í kjölfar þess má spyrja hvort það hafi verið félagar heilbrigðisráðherra í ríksstjórn sem sviku samkomulagið og vógu að trúverðugleika hans? Það er hægt að svíkja um jarðgöng og það er hægt að svíkja sjómenn, en það þarf mikla siðblindu og hroka til að svíkja gerðan samning við öryrkja. Tveir hæstaréttar- dómar á sömu ríkisstjórn vegna vanefnda á samningum við öryrkja ætti að vera meira en nóg þó að þetta bætist ekki ofan á. Reynir á hug þingmanna Sem fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd hefur undirritaður lagt fram á Alþingi tillögu um 500 milljóna króna auknar fjárveitingar til að standa við samkomulagið við Öryrkjabandalagið. Hafi ríkisstjórnin og meirihluti fjárlaganefndar ekki gert þær breytingar á frumvarpinu við 3. umræðu nk. föstudag, sem feli í sér að staðið verði við samning- inn við Öryrkjabandalagið frá 25. mars sl., mun ég ásamt öðrum þing- mönnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs flytja breytinga- tillögu við fjárlagafrumvarpið sem felur í sér að staðið verði við samninginn refjalaust. Þá gefst þingmönnum kostur á að fylgja sann- færingu sinni og stuðla að því að staðið verði við þetta tímamóta- samkomulag. Orð skulu standa Eftir Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.