Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U m árabil hefur verið rætt um styttingu náms til stúdentsprófs og jafnframt lengingu skólaárs- ins. Árið 1994 skilaði nefnd um mótun mennta- stefnu skýrslu, þar sem mælt var með stytt- ingu framhaldsskólans um eitt ár og lengingu skólaársins í tíu mánuði. Var frumvarp til laga um framhalds- skóla samið með tilliti til þessa. Meirihluti alþingis snerist gegn lengingu skólaársins og þegar nýtt fumvarp um fram- haldsskóla varð að lögum 1996 var skólaskipanin óbreytt að þessu leyti: nám til stúdentsprófs var eftir sem áður fjögur ár og skólaárið níu mánuðir. Ný skólastefna Árið 1998 kynnti þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, nýja skólastefnu þar sem þriggja ára nám til stúd- entsprófs var meðal markmiða. Í mars 2002 skipaði hann verkefnisstjórn til að vinna að faglegri úttekt á námi í grunn- skólum og framhaldsskólum, og skyldi staða náms til stúd- entsprófs á Íslandi borin saman við stöðu sambærilegs náms í nágrannalöndum og lagðar fram tillögur um það hvernig hægt væri að stytta námstímann á sem einfaldastan hátt og gefa vísbendingar um, hvaða afleiðingar slík stytting hefði. Á vegum verkefnisstjórnarinnar vann skóladeild Hagstofu Ís- lands tölfræðilega samantekt á nemendastöðu og Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknastofnun Kenn- araháskóla Íslands gerðu samanburð á skólakerfum Íslands, Svíþjóðar og Danmerkur. Verkefnisstjórn hafði einnig sam- ráð við hagsmunaaðila og kannaði áhrif hugsanlegrar stytt- ingar náms til stúdentsprófs á ýmsa þætti skólastarfsins, m.a. réttinda- og kjaramál kennara. Tillögur verkefnisstjórnar Í ágúst var birt skýrsla verkefnisstjórnar um styttingu námstíma til stúdentsprófs þar sem bæði er að finna tillögur verkefnisstjórnarinnar og greinargerð. Tillögur eru gerðar um, að námsárum til stúdentsprófs fækki úr fjórum í þrjú, prófdögum fækki um fimm á ári – og þeir nýttir til kennslu – og skólaárið lengt um fimm kennsludaga, þannig að kennslu- dögum fjölgi samtals um 10 daga og yrðu alls 155 í stað 145 nú. Skólaárið yrði því 180 dagar í stað 175 daga nú. Í greinargerð með tillögunum er bent á, að við þessa stytt- ingu fækki klukkustundum, sem varið er til kennslunnar, um 20%, og styttingin kalli á endurskoðun námskrár, þar sem haft skuli að leiðarljósi að draga úr sérhæfingu. Í því sam- bandi skuli kannað, hvernig nýting kennslutíma í grunnskóla er háttað og hvort unnt er að auka hlutfall kjarnagreina á kostnað valgreina í efstu bekkjum grunnskóla. Með þessu bendir verkefnisstjórn á, að stytting náms til stúdentsprófs taki einnig til endurskoðunar á námi í grunnskóla. Raunhæfur kostur Stytting náms til stúdentsprófs virðist raunhæfur kostur, ef litið er til kennslu á öðrum Norðurlöndum. Í samanburði Félagsvísindastofnunar HÍ og Rannsóknastofnunar KÍ á skólakerfum Íslands, Svíþjóðar og Danmerkur kemur í ljós, að í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð fá nemendur á bilinu 8.580 til 10.049 klukkustunda kennslu frá upphafi grunnskóla til námsloka við stúdentspróf. Hér á landi fá nem- endur hins vegar 10.771 klukkustunda kennslu frá upphafi grunnskóla til námsloka við stúdentsprófs, sem er 7% til 25% meira en á hinum Norðurlöndunum. Sé aðeins litið á framhaldsskólann, kemur í ljós, að kennslutími til stúdentsprófs á Íslandi er 2.707 klukkustund- ir, en í hinum Norðurlöndunum frá 2.139 til 2.519 klukku- stundir. Það er því ljóst, að af þeim sökum mætti stytta nám til stúdentsprófs hér á landi um allt að 25%, án þess að fara undir það lágmark sem nemendur í þessum löndum fá. Ef klukkustundum, sem varið er til kennslu til stúdentsprófs á Íslandi, yrði fækkað úr 2.702 í 2.170, eins og verkefnisstjórn gerir ráð fyrir, yrðu klukkustundir frá upphafi grunnskóla til námsloka við stúdentspróf á Íslandi engu að síður 10.234 – eða fleiri en í nokkru öðru Norðurlandanna. Á það er bent í greinargerðinni, að alþjóðlegar saman- burðarrannsóknir sýna, að ekki eru sterk tengsl milli fjölda kennslutíma og námsárangurs. Er bent á, að Svíþjóð og Finnland komi einna best út Norðurlanda úr PISA- könnuninni, en í þeim löndum eru fæstar klukkustundir not- aðar til kennslu frá upphafi grunnskóla til námsloka við stúd- entspróf. Afleiðingar styttingar, hærra kaup kennara Verkefnisstjórnin gerir grein fyrir ýmsum afleiðingum af styttingu náms til stúdentsprófs. Tvær augljósar afleiðingar eru fækkun nemenda á stúdentsnámsbrautum svo og fækkun kennara. Gert er ráð fyrir að nemendum á stúdentsnáms- brautum fækki um 2000 (18%) og stöðugildum kennara um 155 (12%). Við þetta lækkar árlegur launakostnaður fram- haldsskólanna um 600 milljónir á ári, og er þá ekki tekið tillit þess að skólaárið lengist um 5 daga, en slíkt virðist geta hækkað launakostnað aftur um 4%, þannig að nettólækkun á launakostnaði framhaldsskólanna næmi um 400 milljónum króna. Sé gert ráð fyrir, að öll lækkun launakostnaðar vegna styttingar náms til stúdentsprófs verði notuð til þess að hækka kaup kennara, eins og sjálfsagt er, þýðir það um 12% launahækkun að meðaltali – eða með öðrum orðum: laun framhaldsskólakennara hækkuðu um 30 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, og er þá gert ráð fyrir, að stöðugildi á stúdentsnámsbrautum eftir styttingu yrðu um 1150, sem læt- ur nærri að óbreyttri kennsluskyldu. Hækkun kennaralauna tel ég mjög mikilsverðan þátt í nýrri skólastefnu. Með því viðurkenna stjórnvöld í verki mikilvægi kennarastarfsins, auk þess sem kennarar verða að fá eitthvað fyrir snúð sinn. Einnig yrði í nýju upp raunhæf árangursstjórnun og laun kenn angri í starfi svo að unnt væri að hækka kaup aranna enn meira. Meðalaldur kennara Eins og áður var á minnst, kemur fram í s isstjórnar, að stöðugildum í framhaldsskólum (12%) við styttingu náms til stúdentsprófs um 2002 voru stöðugildi í framhaldsskólunum ná aldursskipting þeirra 1542 einstaklinga, sem skólana, með þeim hætti, að 208 (13,49%) vor 453 (29,37%) 50 til 59 ára, 384 (31,39%) 40 til (20,62%) á aldrinum 30 til 39 ára. Undir þrítu 79 kennarar (5,12%). Þessar tölur sýna, að kennarar við framha eru gömul stétt – hvað sem veldur – og að ná næstu 10 ár gæti numið allt að þriðjungi – og að kennarar hætti kennslu 65 ára. Þessar töl að náttúruleg fækkun næstu 5 árin samsvara stöðugilda vegna hugsanlegrar styttingar ná prófs. Auk náttúrlegrar fækkunar kemur ein kennara af öðrum ástæðum. Af þessu má dra stytting náms til stúdentsprófs um eitt ár bý veruleg vandamál af þessu tagi. Lögmál markaðarins – málefnale Við lestur skýrslu verkefnisstjórnar og þe til allrar þeirra vinnu, sem unnin hefur verið hafi verið að verki staðið og rannsóknarvinna aðiljum, sem best eru til þess hæfir hér á lan þessarar vinnu þarf nú að fara fram málefna umræða um það, hvaða stefnu beri að taka í málum þjóðarinnar og hvernig fylgja eigi þe Hér gilda ekki blind lögmál markaðarins hel mannvit, málefnaleg skoðanaskipti og ekki s reynsla kennara og skólastjóra. Slík skoðana ig að auðvelda alþingismönnum að taka afstö Bætt menntakerfi Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra f verkefnisstjórnar úr hlaði og sagði m.a.: „Það er meginverkefni allra sem láta sig m að leita í sífellu leiða til að bæta menntakerfi lýkur aldrei en vonandi færumst við stöðugt inu. […] Á næstu vikum og mánuðum mun a aðilum gefast einstakt tækifæri til að hafa áh þessa ferlis.“ Orð mín hér eru innlegg í þá umræðu, sem málaráðherra lýsir eftir, umræðu sem hefur bæta menntakerfið“, enda þótt því verkefni l Naumast þarf að hafa mörg orð um, að bætt skiptir alla miklu máli, því að menntun er orð verðasti þáttur þjóðlífsins. Á menntun byggi staklinga, efnahagsleg afkoma þjóðarinnar o manna, en í orðinu menntun felst það að vera mikill maður heldur mikið maður, eins og sag Varnaglar En þótt vinna verkefnisstjórnar sé vönduð hennar skýrar, er nauðsynlegt að hafa í huga eru á mörgum stöðum um þau gögn, sem stu ýmsar forsendur breytinganna er erfitt að sa aðeins með því að gera breytingarnar. „Því b á að í skýrslunni sé sett fram tillaga um hver stytta námstímann og einnig gróf vísbending arnar. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljós þætti sem snerta styttingu námstíma til stúd ig að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um út í slíkar breytingar.“ Það sem máli skiptir n „upplýsta ákvörðun um“, hvort stytta eigi ná prófs, hvenær breytingarnar skuli gerðar og vinna skal að þeim breytingum. Aðgerðaáætlun Margir hafa þegar látið til sín heyra um hu ingu náms til stúdentsprófs, s.s. Kennarasam Félag framhaldsskólakennara, einstakir fram og kennarar og starfsmenn skóla, og hefur v Ný skólaste Eftir Tryggva Gíslason  styttra nám  afköst  aukin áb Tryggvi Gíslason . SLYS Á ALÞINGI Meiðsli hnefaleikamannsins,sem fékk heilablæðingu eftirrothögg í keppni um síðustu helgi, þurfa ekki að koma neinum á óvart. Áður en frumvarpið um að leyfa svokallaða ólympíska hnefaleika var samþykkt á Alþingi höfðu fjöl- margir, þar á meðal Morgunblaðið, bent á hættuna, sem fylgir þessari íþrótt, sem er frábrugðin flestum öðr- um íþróttum að því leyti að það er beinlínis markmiðið að slasa andstæð- inginn. Morgunblaðið hefur haft þá afstöðu að bann við iðkun hnefaleika eigi að gilda hér á landi og blaðið hefur þar ekki gert upp á milli atvinnumanna- hnefaleika og hinna svokölluðu ólympísku hnefaleika eða áhuga- mannahnefaleika. Stuðningsmenn hnefaleikafrumvarpsins héldu því fram að ólympísku hnefaleikarnir væru allt önnur íþrótt og saklausari en hnefaleikar atvinnumanna. Þar voru læknar þeim ósammála og höfðu uppi margvísleg varnaðarorð á meðan frumvarpið var til umræðu. Í leiðara Morgunblaðsins 12. maí 2001 var þannig vitnað til greinar eft- ir Ólaf Hergil Oddsson, héraðslækni Norðurlands, þar sem hann benti á rannsóknir, sem sýndu að í ólympísk- um hnefaleikum væri hætta á örkuml- um og dauðsföllum. Í Bretlandi slös- uðust þannig sex áhugamannaboxarar hættulega á sex ára tímabili. Þrír lét- ust, tveir fóru í aðgerð vegna heila- blæðingar og einn var árum saman í öndunarvél. Allt lá þetta fyrir áður en frumvarpið hlaut samþykki á Alþingi. Fólk slasast vissulega í öðrum íþróttum, t.d. fótbolta og hesta- mennsku, en þar er ekki beinlínis markmið íþróttarinnar að koma höggi á andstæðing og meiða hann. Í hnefa- leikum fá menn hins vegar stig fyrir að koma höfuðhöggi á andstæðinginn. Það þarf ekki að útskýra hvaða afleið- ingar höfuðhögg geta haft og hvers vegna fólk forðast þau yfirleitt. Það er þess vegna rétt hjá læknum og ýmsum öðrum, sem hafa tjáð sig um atburðinn á hnefaleikakeppninni í Eyjum, að það er hæpið að kalla hann slys. Samþykkt hnefaleikafrumvarps- ins var hins vegar slys í þingsölum. FRAMLAG FATLAÐRA TIL SAMFÉLAGSINS Málþingið „Ríki mennskunnar –Eitt samfélag fyrir alla – Sið- ferðisleg áhersla 21. aldarinnar“ var haldið í Háskóla Íslands í gær í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Páll Skúlason háskólarektor sagði í Morgunblaðinu í fyrradag að þingið væri framlag Há- skólans til málefnalegrar umræðu um stöðu fatlaðs fólks. „Við Íslendingar viljum byggja upp og móta réttlátt þjóðfélag þar sem allir hafa möguleika á að taka virkan þátt í starfi þess og uppbyggingu,“ sagði hann ennfremur. „Það er réttlætismál að útiloka engan frá þessari þátttöku í samfélaginu.“ Páll Skúlason hefur hér lög að mæla og orð hans eru í fullu samræmi við þá áhersluþætti sem Evrópusambandið álítur skipta höfuðmáli í réttindabar- áttu fatlaðra um þessar mundir; at- vinnu, menntun og virðingu. Þegar Evrópuári fatlaðra var ýtt úr vör kom fram á heimasíðu framtaksins að sam- félag samtímans megi ekki einungis vera „samfélag hinna sterku“, því styrkur sé mjög afstætt hugtak með tilliti til samfélagslegra gæða. Nauðsynlegt er að hafa í huga að fatlaðir hafa ekki síður mikilvæga hluti fram að færa til samfélagsins en aðrir. Til þess að þeir fái notið sín þarf að beina sjónum að einstaklingnum innan hópsins – að hæfileikum hans, getu og sértækum eiginleikum – í stað þess að draga fólk í dilka undir for- merkjum fötlunar sinnar. Með því að huga að virkri þátttöku fatlaðra á sem flestum sviðum samfélagsins er horfið frá þeirri forræðishyggju er oft ein- kennir umræðu um málefni þeirra og sjónum beint að leiðum er tryggja fötluðum raunhæfa valkosti og sjálf- stæði svo þeir fái notið sín á eigin for- sendum, rétt eins og aðrir. TEXTUN SJÓNVARPSEFNIS Um það bil tuttugu og fimm þúsundmanns á Íslandi eru meira og minna heyrnarskertir þannig að þeir heyra ekki efni sjónvarps samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands. Auk þeirra má gera ráð fyrir að nýbúar og aðrir sem ekki hafa gott vald á málinu eða lestri myndu njóta góðs af textun sjónvarps- efnis. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi til laga sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að ákveðnum aðilum, þar á meðal sjónvarpsstöðvum, sé skylt að texta allt efni sem þeir senda út, framleiða eða dreifa. Augljóst er að textun sjónvarpsefnis er mikið hagsmunamál fyrir þennan stóra hóp landsmanna og í raun vekur það undrun að þessi mál skuli vera í jafnmiklum ólestri og raun ber vitni, ekki síst hjá Ríkissjónvarpinu sem stöðu sinnar vegna hefur ríkari skyld- um að gegna en aðrir í þessu sambandi. Í greinargerðinni kemur fram að nú eru aðeins tveir innlendir þættir text- aðir á viku hjá Ríkissjónvarpinu, þrátt fyrir að forsætisráðuneyti, mennta- málaráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti hafi síðastliðið vor lagt fram 4,5 milljónir aukalega til að auka þar textun á innlendu efni. Það skýtur mjög skökku við að heyrnarskertir skuli geta notið erlends afþreyingarefnis í jafnríkum mæli og raun ber vitni þar sem það er undan- tekningarlítið textað, en ekki alls þess íslenska efnis sem framleitt er, ekki síst frétta, umræðu- og heimildarþátta. Flestum er þó einmitt mest í mun að fylgjast með þessum þáttum sjón- varpsdagskrárinnar til að geta tekið þátt í samfélaginu á jafnréttisgrund- velli og lagt sitt af mörkum til þjóð- félagsumræðunnar. Áherslum Ríkis- sjónvarpsins verður að breyta hvað þetta varðar, þótt það verði á kostnað erlends afþreyingarefnis. Það hlýtur að vera fyrsta skylda ríkisrekinnar sjónvarpsstöðvar að gera þýðingar- mesta sjónvarpsefnið, það efni sem varðar íslenskt samfélag mest, öllum notendum aðgengilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.