Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 35 Ég kynnist svo Guðnýju aftur þegar ég hitti Maj-Britt Kolbrúnu einn góðan veðurdag fyrir 19 árum, við bæði fráskilin, og endaði það með því að Guðný varð tengdamóð- ir mín. Þá var hún við vinnu í Ármúla- skólanum og um það bil að komast á eftirlaun, þá var farið að bera á þeim sjúkdómi Alzheimer sem hún var með uns yfir lauk. Einhverju sinni keyrði ég hana heim eftir vinnu og var hún þá mjög pirruð yfir því að henni fannst hún ekki standa sig nógu vel, hafði ekki fundið neitt í spjaldskránni þann dag, þarna var farið að bera á gleymskunni sem fylgir Alzheimer. Þarna sannaðist að Guðný vildi gera alla hluti vel, og það var ekki til í hennar orðaforða að kenna öðr- um um eða tala illa um nokkurn mann. Ein er sú minning um Guð- nýju sem mig langar að minnast á. Það kom stundum fyrir að ég keyrði hana í dagvistun í Hlíðabæ en þá bjó hún hjá Huldu og Kjart- ani. Þegar ég mætti var hún æv- inlega tilbúin, brosandi og jákvæð, en Hulda hafði hjálpað henni á fæt- ur og passað upp á að allt væri í lagi og var hún alltaf óaðfinnanleg og á Hulda miklar þakkir skilið fyrir það. Systurnar allar önnuðust hana mjög vel í veikindum hennar þegar hún var komin í Skógarbæ. Skipu- lögðu heimsóknir til skiptis og skrifuðu í dagbók til að fylgjast með heilsufari hennar. Enda tekið eftir því af starfsfólki hvað þær hugsuðu vel um hana. Mér finnst ég hafa orðið betri maður af kynnum mínum af Guð- nýju og veit að fleiri geta tekið undir það. Ég veit að hún var hvíldinni fegin og eftir að hún gat ekki lengur talað gat hún þó alltaf brosað og hlegið þegar hún sá sína nánustu og þannig gat hún alltaf glatt alla og þannig vil ég geyma hana í minningunni. Hafsteinn. Nú er amma mín búin að fá hvíldina. Hvíldina sem hana vafa- laust var farið að lengja eftir. Hún var búin að vera vistmanneskja á Alzheimerdeild á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í rúm sex ár eða al- veg frá því hún fluttist frá okkur úr Þrastanesinu. Ég er svo heppin að hafa fengið að hafa ömmu mína á heimilinu öll mín uppvaxtarár. Konu sem gaf svo endalaust mikið af sér og var svo ljúf og kát. Hún var í raun óaðskiljanlegur partur af fjölskyldunni. Hún eldaði kvöld- matinn með mömmu, átti sinn stól við eldhúsborðið og fór með okkur í utanlandsferðir enda kom ekkert annað til greina. Það var svo gott að geta trítlað niður til ömmu hvenær sem var. Ég virtist aldrei vera að trufla hana og hún var alltaf til í spjall og eitthvert sprell. Hún kom fram við mig eins og ekkert kynslóðabil væri á milli okkar og vorum við óþreytandi að spá og spekúlera í öllu milli himins og jarðar. Hún sagði mér frá æsku sinni, afa mín- um sem dó þegar amma var 34 ára, stríðsárunum og kreppunni, tíman- um í Danmörku, spáði jafnvel að gamni fyrir mér í bolla og var ekk- ert feimin að spjalla við mig um líf- ið, dauðann og hvað tæki við. Stundum skelltum við okkur saman í strætó og niður á torg og spók- uðum okkur í bænum og svo dund- uðum við bróðir minn okkur oft bara niðri hjá henni og lékum okk- ur með litlu stytturnar í klukkunni hennar eða skoðuðum í bleika skartgripaskrínið hennar. Ég mátti líka alltaf skoppa niður til hennar ef ég lá andvaka og segja henni að ég gæti ekki sofið. Hún róaði mig með því annaðhvort að fara aðeins fram úr og spjalla við mig eða þá að ég kúrði aðeins uppi í hjá henni með alla koddana hennar. Hún lét í raun allt eftir mér því ég held að hún hafi bara ekki trúað öðru en ég hlyti að vera fullkomin og hún þyrfti því ekkert að beita einhverjum aga eða skammast. Ég held að hún hafi ekki heldur þurft þess því einhvern veginn náði hún alltaf því besta fram í öllum með sínu létta skapi þannig að ekki var annað hægt en að hrífast með og vera kátur og góður. Enda sóttu svo margir í hana og tókum við fjölskyldan eftir því hvernig hún laðaði alla að sér í Skógarbæ þótt hún gæti ekki tjáð sig lengur enda langt leidd af sjúkdómnum. Það er stundum sagt að með aldrinum komi persónuleikinn fram í andliti manns. Það átti a.m.k. við um ömmu því alveg fram á síðasta mánuð hennar var hún enn með hlýja augnaráðið sitt og brosti svo fallega og hló og er henni líka þannig best lýst um ævina. Hulda Guðný. Nú er hún amma mín komin til afa Hadda sem hún þurfti að sjá af ung fyrir 50 árum síðan. Hún er líka komin til mömmu sinnar sem hún missti aðeins níu ára gömul. Og það eru margir fleiri sem hafa fagnað henni um leið og við fjöl- skyldan þurfum að sjá af henni. Veikindi ömmu undanfarin ár gera það að verkum að þrátt fyrir sáran söknuð er samt gott til þess að vita að henni líður betur nú. Líf ömmu var ekki alltaf létt en hún tókst á við hverja þraut af einstökum dugnaði. Skapgerð hennar, sem einkenndist af glaðlyndi og já- kvæðni, hjálpaði oft okkur hinum. Hún var alltaf til staðar fyrir þá sem þurftu á henni að halda. Meira að segja í sínum veikindum, sem gerðu það að verkum að hún gat lítið tjáð sig, náði hún samt alltaf að tjá sína ljúfu lund og væntum- þykju. Þær minningar skilur hún jafnt eftir hjá okkur, sem höfum þekkt hana lengi, og eins hjá yngri afkomendum, sem kynntust henni eftir að hún varð veik. En mig langar að deila mínum minningum sérstaklega með þeim sem þekktu hana ekki eins og hún var þegar að ég var barn. Við barnabörnin minnumst margra eft- irminnilegra nátta þegar við gist- um í ömmuhúsi, fyrst á Sogaveg- inum og seinna í Þrastarnesi. Gistum við þá oft mörg í einu á stórri flatsæng og hlustuðum á ömmu segja okkur söguna af Krók- nefju. Í morgunmat var hluti af stemmningunni að fá sér te eins og amma, nema með 12 sykurmolum og vel kælt. Hjá ömmu borðaði maður öðruvísi mat, það var hluti af stemmningunni. Maður lét sig hafa það að snæða túnfífla og arfa í heilsubótarskyni, en amma var snillingur í matargerð enda útlærð í þeim fræðum. En hún amma kunni fleira en að segja sögur og elda mat, hún var endalaus upp- spretta gleði. Hún saumaði á okkur stelpurnar gullfallega ballettkjóla, kenndi okkur stepp og ballettspor, og spilaði undir söng á greiðu. Við barnabörnin fengum alltaf að vera með í öllu, til dæmis að baka smá- kökur, snúa kleinur, pússa mublur og fægja silfur. Og á meðan sagði hún manni sögur. Oftar en ekki af fólkinu sem við barnabörnin þekkt- um aldrei, þeim afa Hadda, lang- ömmu Kristínu, langafa Hreiðari, Ásgeiri fóstra ömmu og afa sínum og ömmu í Grímsey og fleirum og fleirum. Sögurnar hennar gerðu það að mér finnst ég hafi þekkt þessa ættingja mína. Þetta og svo margt annað gaf hún amma okkur barnabörnunum. Dætur mínar kunna nú þegar sög- urnar sem amma sagði mér og líka sögurnar af ömmu eins og ég þekkti hana. Ég vona að þeim muni líka finnast þær hafi þekkt allt þetta fólk. Ég kveð ömmu með söknuði en minningar mínar um hana munu ylja mér ævilangt. Auður Gyða Ágústsdóttir. Langamma mín. Nú ertu farin, við eigum eftir að sakna þín mjög mikið. En nú ertu komin á góðan og hlýjan stað þar sem þér líður vel. Það hafa örugglega margir tekið á móti þér og það hefur nú verið gaman fyrir þig að hitta mömmu þína sem dó þegar þú varst lítil stelpa, og pabba þinn, manninn þinn og svo marga sem þótti svo vænt um þig sem eru dán- ir. Alltaf þegar ég kom í Skógarbæ þá varstu oftast svo hress og kát. Þú mundir alltaf svo vel eftir mér, sérstaklega sem „stelpunni með hárið út í veður og vind“. Mér þyk- ir svo vænt um þig. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Maj-Britt Kolbrún Snorradóttir. Kristur sagði: „Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér, það skalt þú og þeim gjöra.“ Það má með sanni segja að amma Dídí hafi lifað eftir þessum orðum Krists. Þegar maður hugsar til baka um ömmu kemur upp í hugann jákvæð, dugleg og góð- hjörtuð kona sem vildi öllum vel. Amma setti ætíð fjölskyldumeðlimi og náungann í fyrsta sæti. Hún var einnig fordómalaus í garð fólks og opin fyrir nýjungum. Það lýsti sér almennt í viðhorfi hennar til lífsins. Það mikilvægasta sem fólk aflar sér á lífsleiðinni er án efa vinátta og kærleikur. Þeir sem lifa með náungakærleika að leiðarljósi afla sér vina og virðingar. Það gerði amma. Hún gat kvatt heiminn vit- andi það að eftirmælin yrðu fögur og að hennar yrði saknað. Við bræðurnir vorum svo heppn- ir að geta verið hjá ömmu þegar hún kvaddi þennan heim, friðsæl að sjá. Frost, logn og glampandi sól gerðu laugardaginn 22. nóvem- ber að sérstaklega fallegum og friðsælum degi. Það var við hæfi að amma skyldi kveðja við slíkar að- stæður. Nú er hún líka frjáls undan fjötrum Alzheimer-sjúkdómsins sem hrjáði hana síðasta æviskeiðið og nú er hún komin til afa, sem lést fyrir okkar tíð en sem við vissum að hún saknaði svo heitt. Það gefur manni mikið að geta verið stoltur af ömmu sinni. Fyrir það erum við þakklátir. Haukur Þór og Hafsteinn Þór. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Með þessari bæn kveðjum við elsku ömmu Dídí. Við trúum því að hún sé komin á góðan stað en eftir lifa fallegar minningar um yndis- lega ömmu og langömmu. Guðný Kristín, Hilmar og Haukur Breki.  Fleiri minningargreinar um Guð- nýju Hreiðarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar frænku minnar, GUÐBJARGAR ÞORBJARNARDÓTTUR leikkonu. Fyrir hönd ættingja, Rósa Eggertsdóttir. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINGRÍMS BJÖRNSSONAR frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, Litla Hvammi 8b, Húsavík. María Valsteinsdóttir, Þórarinn Björn Steingrímsson, Birgit Schov, Kristbjörg Guðrún Steingrímsdóttir, Guðmundur Ingi Georgsson, Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Benjamín Bjartmarsson, Birna Friðrika Steingrímsdóttir, Heri Jógvan Joensen og barnabörn. Móðir mín og systir okkar, ERNA D. GUÐMUNDSDÓTTIR ÅSBRINK, lést á sjúkrahúsi í Malmö, Svíþjóð, laugar- daginn 29. nóvember. Jarðsett verður í Svíþjóð. Robert Åsbrink, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Friðrik Örn Guðmundsson, Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir. Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓAKIM PÉTURSSON, sem andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði fimmtu- daginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 4. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hrafn- istu Hafnarfirði. Sigurður Jóakimsson, Kristrún Böðvarsdóttir, Jóhann Unnar Sigurðsson, Kristín Þórsdóttir, Guðmundur B. Sigurðsson, Þórhildur Scheving Thorsteinsson, Fjóla Sigrún Sigurðardóttir og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR H. KRISTJÁNSSON, Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 25. nóvember, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 5. desem- ber kl. 14.00. Þuríður Kristjánsdóttir, Kristján Baldursson, Þórey Eyþórsdóttir, Benjamín Baldursson, Hulda M. Jónsdóttir, Guðrún I. Baldursdóttir, Ingvar Þóroddsson, Snorri Baldursson, Guðrún Narfadóttir, Fanney A. Baldursdóttir, Björn Rögnvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SVEINBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR (Gauja), Vallargötu 24, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 5. desember kl. 10.30. Helgi Kristjánsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Agnes A. Óskarsdóttir, Sólrún Grétarsdóttir, Unnur G. G. Grétarsdóttir, Róbert H. Vogt, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.