Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Þórðar-son fæddist í Reykjavík 3. janúar 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar Ólafs voru hjónin Maren Guð- mundsdóttir hús- móðir og fiskverk- andi, f. á Skarfanesi í Landsveit í Rang. 18. okt. 1874, d. 29. ágúst 1952, og Þórð- ur Stefánsson, neta- gerðarmaður og seglasaumari í Reykjavík, f. í Núpstúni í Hrunamannahreppi í Árn. 28. jan. 1870, d. 29. jan. 1954. Börn þeirra og systkini Ólafs voru: Guðmundur sjómaður í Bandaríkjunum, f. 1902, d. 1933, Stefán sjómaður í Reykjavík, f. 1903, d. 1978, Amalía Charlotta húsmóðir í Reykjavík, f. 1907, d. 1996, og Gústaf járnsmiður og for- stjóri í Reykjavík, f. 1910, d. 1979. Ólafur kvæntist 16. ágúst 1936 Guðjónu Friðsemd Eyjólfsdóttur, f. í Hafnarfirði 21. maí 1914, d. 12. júlí 2003. Foreldrar hennar voru 1945, d. 17. febrúar 1996, kvæntur Sigrúnu Eddu Gestsdóttur, f. 15. desember 1947, d. 24. júlí 2003, börn þeirra eru; a) Líney Ólafía, f. 28. desember 1965, sambýlismað- ur Karl Magnússon, börn þeirra Andri Marínó og Sigrún Ósk, b) Bent, f. 26. ágúst 1972, sambýlis- kona Sif Ásthildur Guðbjartsdótt- ir, börn þeirra Andreas Máni Helgason og Anna Marín Bents- dóttir. 3) Ástríður Ólafsdóttir myndlistarkona, f. 21. nóvember 1948. Ólafur ólst upp í foreldrahúsum við Framnesveg í Reykjavík. Hann hóf ungur nám í húsgagnabólstr- un hjá Erlingi Jónssyni. Að fengn- um meistararéttindum hóf hann rekstur eigin húsgagnabólstrun- ar, fyrst ásamt félaga sínum en síðan sjálfstætt starfandi með eig- ið verkstæði við heimili sitt í Stór- holti. Þar vann hann að húsgagna- bólstrun í tæp 50 ár. Þau Guðjóna hófu búskap í húsi foreldra Ólafs á Framnesvegi 7. Þar eignuðust þau synina Gunnar og Marinó. Árið 1948 fluttu þau í nýja íbúð í Stórholti 19 sem var heimili þeirra alla tíð síðan. Þar fæddist þeim dóttirin Ástríður. Guðjóna lést 12. júlí á þessu ári og í kjölfarið tók heilsu Ólafs að hraka. Útför Ólafs fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ástríður Elísabet Magnúsdóttir hús- móðir og fiskverka- kona í Hafnarfirði, síðar ræstingakona í Reykjavík, f. í Hafn- arfirði 1890, d. 1974, og Eyjólfur Eyjólfs- son sjómaður í Hafn- arfirði, síðar bifreiða- stjóri í Reykjavík, f. á Gufuskálum í Gerða- hr., 1887, d. 1963. Börn Guðjónu og Ólafs eru: 1) Gunnar sölumaður, f. 12. októ- ber 1938, kvæntur Söru Hjördísi Sigurðardóttur, f. 16. október 1939. Börn þeirra eru: a) Hildur Jóna, f. 9. janúar 1962, gift Ólafi Ásgeirssyni, börn þeirra eru Sara Snædís, Hrafnhildur, Berglind og Ásgeir. b) Hjördís El- ísabet, f. 9. desember 1965, gift Guðmundi Páli Guðmundssyni, börn þeirra eru Ástríður Magn- úsdóttir, Fannar Gauti, Margrét Maren og Gunnar Óli. c) Gunnar Árni, f. 2. febrúar 1972, sambýlis- kona Helga Andrea Margeirsdótt- ir, sonur þeirra Daníel Andri. 2) Marinó rafeindavirki, f. 15. maí Afi minn Ólafur Þórðarson hefur nú kvatt þennan heim. Amma Gugga dó fyrir rúmum fjórum mán- uðum og saknaði afi hennar mikið. Í ársbyrjun hélt hann upp á 90 ára afmælið sitt með glæsibrag með Guggu sína sér við hlið en núna í lok ársins eru þau bæði farin. Afi var afskaplega skapgóður maður. Ég man bara eftir honum í góðu skapi og iðulega var hann að gantast við okkur krakkana. Þegar ég var lítil og kom í Stórholtið hljóp ég alltaf fyrst inn á verkstæði til afa. Hann var svo skemmtilegur og laumaði oft einhverju smálegu að okkur, síðan var haldið inn til ömmu sem kjassaði okkur og kyssti. Þegar ég eltist kom ég stundum í mat í há- deginu. Amma dúkaði borð í borð- stofunni og þar borðuðum við, drukkum kaffi á eftir og spjölluðum mikið. Þetta voru notalegar stundir. Jólin í Stórholtinu eru ein af þessum hlýju bernskuminningum. Á jóladag beið afi okkar með glampa í augunum, gamla jólatréð á sínum stað með fallega jólaskraut- inu og afi laumaði góðgæti í litlar hendur. Hann dansaði með okkur í kringum jólatréð og fór með okkur í ,,hneigingarleik“ og blikkleik og hann skemmti sér, held ég, enn bet- ur en við krakkarnir þegar hann var að reyna að snúa á okkur í leikj- unum við mikla kátínu allra. Sumarbústaðurinn í Heiðmörk var sælureitur þeirra Guggu og Óla. Á ég margar góðar minningar það- an frá sólríkum sumardögum. Á góðviðrisdegi í sumar fór ég þangað með fjölskylduna mína og var afi þá þar fyrir með tvo kunningja sína. Þar var hann í essinu sínu, önnum kafinn við að skrapa og bera á bú- staðinn sinn, en ég flatmagaði í sól- inni og horfði á börnin mín leika sér í rólunum sem afi hafði keypt fyrir þau. Afi Óli var afskaplega bóngóður. Það var nær sama hvað ég bað hann um: Dúkkufataskáp fyrir dúkkuföt- in mín, stytta buxur, skutla mér eða börnunum mínum, pússa silfur- kertastjaka fyrir brúðkaupið mitt, setja áklæði á stóla eða bera á hús- gögn. Alltaf var afi boðinn og búinn að aðstoða og það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, allt var afskaplega vel gert. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér elsku afi minn. Megi góður Guð varðveita þig og ömmu sem voruð mér alltaf svo góð. Hjördís E. Gunnarsdóttir. Elsku afi. Mér var brugðið þegar mér bár- ust fréttir af snögglegu andláti þínu. Þú ert fjórði nákomni ættingi minn sem hverfur frá mér á síðast- liðnum fjórum mánuðum og því þykir mér nóg um og sárt að sjá á eftir ykkur öllum. En það gleður mig að ég veit að móttökurnar hafa verið góðar hjá ömmu Guggu, mömmu, pabba og ömmu Líneyju. Nú eruð þið amma Gugga saman á ný eftir stuttan aðskilnað. Ég á margar góðar minningar um þig. Þær voru ófáar stundirnar í Stór- holtinu þegar ég var lítil stelpa og við ræddum um lífið og tilveruna og oft fórum við saman út á verkstæði og ég fékk að bólstra með þér. Í apríl síðastliðnum fékk ég góðar leiðbeiningar hjá þér þegar mig langaði að bólstra eldhússtólana mína og ég fékk 10 í einkunn hjá þér þegar ég var búin. Það gladdi mig og ég hef greinilega lært eitt- hvað hjá þér þegar ég var úti í skúr hjá þér að fylgjast með. Við áttum margar góðar samverustundir í sól og blíðu í sumarbústaðnum okkar uppi í Heiðmörk við leik eða störf, þá oftast að veiða, vinna við bústað- inn eða bara slaka á og fá okkur eitthvað með kaffinu. Þegar ég kom við hjá ykkur ömmu í Stórholtinu var alltaf eitthvað gott með kaffinu og þú læddir oftast að mér ein- hverju góðgæti í vasann. Þér þótti nammimolinn góður og alltaf var gaman að gefa þér sælgæti, þá kom fram þetta sérstæða sælubros. Einnig á ég góðar minningar frá ferðalögum með ykkar ömmu þegar ég var barn, en á hverju ári fórum við stórfjölskyldan saman í Mun- aðarnes og dvöldum þar í sumarbú- stað í eina viku. Fyrir nokkrum ár- um fórum við saman til Vestmannaeyja í helgarferð og sú ferð er mér mjög minnisstæð. Við fórum saman á dansleik og skoð- uðum alla eyjuna. Við ræddum oft um ferðir og fjarlæg lönd og því átti ég mér þann draum að fara með þér til útlanda. Þegar til stóð að þú færir komst ég ekki þar sem ég var barnshafandi af Sigrúnu Ósk sem er rétt 15 mán- aða. Ég mátti ekki ferðast en það gladdi mig mikið þegar Ásta dóttir þín fór með þér til Portúgals til vikudvalar í sól og blíðu í maí í fyrravor. Elsku afi. Þegar komið er að leið- arlokum þakka ég þér fyrir sam- verustundirnar og allt það góða sem þú gafst mér og síðar fjöl- skyldu minni. Saknaðarkveðja. Þín Líney. Einn af föstu punktunum í tilver- unni voru jólaboðin í Stórholtinu hjá þeim ömmu Guggu og afa Óla. Ein af fyrstu minningum mínum er tengd þeim. Þar sat ég í fanginu á jólasveini sem ég man ekki hvað hét en ég man að það var notalegt að sitja hjá honum enda minnti hann óneitanlega á allan hátt á afa Óla. Hann talaði eins og afi og hló eins og afi. Svo tók ég eftir því að jóla- sveinninn hafði alveg eins úr á hendinni og afi átti. Mér fannst því fylgja mikil öryggiskennd að sjá kunnuglegt úrið. Ég spáði ekkert frekar í þetta en naut þess heldur að sitja í fanginu hjá þessum glað- lega jólasveini sem hossaði mér á lærinu söng og jólalög. Árin liðu og föstu punktarnir breyttust. Meðal annars voru boðin nú farin að fær- ast í auknum mæli til foreldra minna í Fossvogi. Einn af föstu punktunum var að alltaf þegar hann og amma komu þangað, þá tókum við nokkrar skákir eða þangað til amma var orðin svolítið óróleg yfir því hvað afi væri rólegur yfir því hvað tímanum leið. Ég veit ekki ennþá hvað honum gekk til en það brást ekki að í miðjum skákum spurði hann alltaf hvor okkar átti hvaða menn, enda var erfitt að sjá muninn á þeim á því borði sem við tefldum á. Kannski sá hann ekki muninn eða þá að þetta voru klækir hjá honum til að rugla mig. Í ljós kom að ég átti alls ekkert sigur vís- an og honum tókst stundum að gera mig örlítið taugaóstyrkan með þess- um spurningum sínum. En ég spáði samt sem áður oft í það hvernig í ósköpunum hann færi að því að tefla við mig, án þess að vita ná- kvæmlega hvaða menn tilheyrðu honum. Afi Óli var hress og opinn maður. Hann hafði gaman af að tala við fólk og segja sögur. Mér fannst hann alltaf hafa mjög mikla kímnigáfu og var oft svolítið lúmskur í kímninni. Hann var alltaf við hestaheilsu og eftir því sem ég best man endurnýj- aði hann ökuskírteinið sitt á þessu ári, þá nýorðinn nýræður. Kominn á þennan aldur, þá veitti bílprófið honum gífurlegt frelsi til að fara þangað sem hann vildi og notaði það frelsi gjarnan til að rækta fjöl- skylduböndin. Oft lá leið hans upp í sumarbústað sem hann átti upp við Heiðmörk. Þar dyttaði hann að bú- staðnum eða renndi fyrir fisk í Hólmsá. Þar náði hann „þeim stóra“ fyrir allmörgum árum en í minningunni var sá fiskur langtum lengri en undirritaður. Á haustin fór afi Óli svo með okkur barna- börnin í réttir á Lögbergi með við- komu í sumarbústaðnum. Þar fylgdumst við af áhuga með atgang- inum við smalamennskuna og tróð- um í okkur ópali eða öðru sælgæti. Afi Óli var ávallt með ópal eða ann- að sælgæti til reiðu í vasanum til að gefa þeim yngstu í fjölskyldunni. Í kveðjuskyni laumaði hann því eða jafnvel peningaseðli úr hlýjum lóf- anum svo lítið bar á. Ég veit að það var honum erfitt að missa ömmu Guggu nú í sumar eftir veikindi hennar en hann stóð við hlið hennar eins og klettur alla tíð og ekki síst þegar hún lá á spít- alanum, en þá keyrði hann daglega upp á spítala til að vera hjá henni. Líklegast hefur hann sjálfur fengið að fara með þeim hætti sem hann sjálfur hefði kosið, snöggt og án þess að glíma við mikil veikindi. Blessuð sé minning þín. Gunnar Árni Gunnarsson. Með Ólafi Þórðarsyni er genginn sá síðasti af systkinahópi móður minnar. Hún átti fjóra bræður og var Ólafur yngstur þeirra. Elsta móðurbróður mínum, Guðmundi, kynntist ég aldrei því hann flutti ungur að árum til Boston og dó þar úr berklum aðeins 31 árs að aldri. Minningarnar um bræðurna Stefán, ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA HALLDÓRSSONAR frá Bæjum, Snorrabraut 56. Svanhildur Árnadóttir, Halldóra Tryggvadóttir, Kristján Tryggvason, Óla Björg Magnúsdóttir, Þorgerður Björk Tryggvadóttir, Kjartan Þór Arnþórsson, Ólafur Kjartan Tryggvason, Soffía Sigurðardóttir, Árni Konráð Bjarnason, Anna Halldóra Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför dóttur okkar og systur, SIGURBJARGAR BÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hólmgarði 11, Reykjavík. Guðmundur Sæmundsson, Kristín Eyjólfsdóttir, Sæmundur Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, HALLDÓRS AXELS HALLDÓRSSONAR, Krókabyggð 11, Mosfellsbæ. Guðbjörg Sumarliðadóttir, dætur og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU S. BJÖRNSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Yrsufelli 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SNORRA SNORRASONAR, Karlsrauðatorgi 10, Dalvík. Anna Björnsdóttir, Aðalbjörg Snorradóttir, Ingvi Óskarsson, Snorri Snorrason, Freyja Grétarsdóttir, Guðrún Snorradóttir, Halldór Reimarsson, Bergljót Snorradóttir, Svanur Ólafsson, Baldur Snorrason, Kristín Pétursdóttir, Björn Snorrason, Krista A. Högset, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.