Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           !     #         ! #%     #             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is SPINAL Muscular Atrophy eða SMA er alvarlegur taugahrörnunar- sjúkdómur, sem orsakast af gena- galla og lýsir sér með skertum vöðva- styrk þeirra sem haldnir eru honum. Að meðaltali fæðist einn af hverjum sex þúsund með sjúkdóminn og eru í dag að minnsta kosti tíu einstaklingar á Íslandi haldnir honum. Alvarleiki sjúkdómsins er mjög einstaklings- bundinn og spannar allt frá því að við- komandi lætur lífið, skömmu eftir fæðingu, til þess að sjúkdómurinn hefur tiltölulega lítil áhrif á líf við- komandi. Almennt hefur sjúkdómur- inn þó veruleg áhrif til skerðingar lífs- gæða þeirra sem honum eru haldnir. Flestir þeirra sem fæðast með sjúk- dóminn látast fyrir tveggja ára aldur og mun enginn annar erfðasjúkdóm- ur leggja jafnmörg börn að velli fyrir þann aldur. Fyrir rúmu ári voru stofnuð á Íslandi samtök um sjúk- dóminn, er nefnast FSMA á Íslandi, eða Fjölskyldur SMA á Íslandi. Nafn félagsins er hliðstætt nafni fjölþjóð- legra samtaka um sjúkdóminn, sem félagið á í sambandi við og nefnast FSMA eða Families of SMA. Sam- tökin, Families of SMA voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1984 af foreldr- um barna sem haldin voru sjúkdómn- um. Þeim foreldrum sem að stofnun félagsins stóðu fannst of lítið gert, hvað rannsóknir á sjúkdómnum varð- ar og leitt gætu til meðferðar eða lækningar við honum. Aðalmarkmið samtakanna hefur því verið að safna fé og veita til rannsókna á sjúkdómn- um. Í dag eru samtökin fjölþjóðleg og stærsti fjármögnunaraðili rannsókna á sjúkdómnum. Stærsta rannsóknar- verkefnið sem samtökin fjármagna í dag er rannsókn Íslenskrar erfða- greiningar á lyfjaefnum, sem gætu gagnast til meðferðar á sjúkdómnum. Í október síðastliðnum bauð Íslensk erfðagreining félögum í FSMA á Ís- landi á kynningarfund, þar sem þeir aðilar sem að rannsókninni vinna kynntu hvernig þeim væri hagað, hver árangur hefði verið hingað til og hvernig framvindu rannsóknarinnar yrði háttað. Um fróðlegan og skemmtilegan fund var að ræða og kunna félagsmenn FSMA á Íslandi Íslenskri erfðagreiningu og þeim sem kynntu rannsóknir sínar miklar þakk- ir fyrir. Rannsóknir Íslenskrar erfða- greiningar og annarra aðila víða um heim á Spinal Muscular Atrophy gefa þeim einstaklingum sem haldnir eru sjúkdómnum, aðstandendum þeirra og vinum von um að í náinni framtíð verði meðferð eða lækning við sjúk- dómnum að veruleika. Meðlimir FSMA á Íslandi hafa tekið virkan þátt í fjáröflun til rannsókna, að mestu með sölu bola merktum sam- tökunum, en alþjóðlegu samtökin séð um ráðstöfun þess fjár. FSMA á Ís- landi mun standa fyrir fjáröflun í Kringlunni hinn 6. desember næst- komandi og vonast til að sem flestir sjái sér fært að styrkja samtökin. Félagsmenn FSMA á Íslandi vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hingað til hafa stutt fjár- öflun þeirra. Nánari upplýsingar um samtökin og sjúkdóminn má finna á eftirfarandi vefföngum: www.fsma.ci.is og www.fsma.org. EGILL HELGASON, formaður FSMA á Íslandi. Um taugasjúkdóm- inn SMA og fjáröflun til styrktar rann- sóknum á honum Frá Agli Helgasyni: ÞESSI ofangreinda setning kristallar það sem almenningur hefur oft gagn- rýnt varðandi hlutverk fasteignasala, þ.e. að hann geti ekki unnið hlutlaust fyrir báða aðila þ.e. seljanda og kaup- anda. Hvort á fasteignasalinn að vera sölumaður sem reynir eftir fremsta megni að selja einhverjum tiltekna fasteign eða að vera ráðgjafi og veita kaupanda ráðgjöf varðandi kaup á eign. Fasteignasalar eiga að gæta hagsmuna beggja aðila jafnt. Mörg- um seljendum finnst hins vegar að þar sem þeir greiði fasteignasalanum söluþóknunina þá eigi hann að starfa fyrir sig og sjá um að selja fasteign- ina. Fólk má hins vegar ekki gleyma því að kaupendur eru oft seljendur á sama tíma og öfugt. Til þess að báðir aðilar séu sáttir skiptir það miklu máli að sú niðurstaða sem fæst í samning- um milli seljanda og kaupanda sé báð- um aðilum að skapi. Þarna tel ég að mikilvægasti þátturinn í starfsemi fasteignasalans liggi. Eiginlega finnst mér orðið fasteignasali sumpart vill- andi og fasteignamiðlari eigi betur við. Fasteignasalinn er ekki að selja eign, það er seljandinn. Fasteignasal- inn er að hafa milligöngu um sölu og kaup á tiltekinni eign. Hann er að miðla eignum á milli seljenda og kaupenda. Þarna liggur kjarninn í starfsemi fasteignasalans. Þó svo að fasteignasalinn hafi lifibrauð sitt af því að miðla eignum á milli fólks þá má hann aldrei glata hlutleysi sínu í starfinu. Honum ber ætíð að gæta hagsmuna beggja aðila. Ég tel að fas- teigasalar eigi frekar að vera ráðgef- andi varðandi kaup og sölu á fasteign- um en að vera sölumenn fram í fingurgóma. Þegar fólk er að kaupa sér heimili fyrir háar fjárhæðir þá skiptir það miklu máli að það sé fólkið sjálft sem taki þessa mikilvægu ákvörðun og að sú ákvörðun sé tekin af yfirvegun. Þar má ekki koma til nein utanaðkomandi pressa frá fast- eignasalanum. Fasteignasalinn á að- eins að vera ráðgefandi varðandi kaupin en hlutlaus að öðru leyti. Sama á við um aðstoð hans við selj- anda. Hann ráðleggur seljanda varð- andi söluna en það er á endanum selj- andi sem tekur ákvörðunina og sú ákvörðun á að grundvallast á eigin mati og ráðgjöf fasteignasalans. RAGNAR THORARENSEN, löggiltur fasteignasali, Bæjarlind 6, Kópavogi. Að selja fasteign eða veita ráðgjöf um kaup Frá Ragnari Thorarensen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.