Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax, 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Fjölskylduhjálpin Eskihlíð 2–4, Fjósinu við Miklatorg. Út- hlutun: fimmtud. kl. 14–17. Móttaka: miðvikud. kl. 13–15. S. 551 3360. Bókatíðindi 2003. Númer miðvikud. 3. des. er 024036. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postu- lín, kl. 13 postulín. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10.30– 11.30 heilsugæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil, kl. 13.30 keila í Keiluhöllinni í Mjódd. Aðventuskemmtun kl. 14. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankinn, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Aðventu- skemmtun á morgun kl. 20. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 postulín, kl. 13 tré- málun. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.20 og 11.15 leik- fimi, kl. 10 vinnustofa gler, kl. 13 handa- vinnuhornið, kl. 13 brids í Garðabergi, kl. 13.30 trésmíði. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli. Opnað kl. 9. Myndmennt kl. 10–16, línudans kl. 11, gler- list kl. 13, pílukast og biljard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudans kl. 19.15. Gerðuberg, félags- starf. 9–16.30 vinnu- stofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dans- ar og sund- og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handa- vinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 gler- list, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb. Kl. 15.15 söngur. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 14 lesið upp úr nýjum bókum, kl. 17 línudans. Guð- bergur Bergsson rit- höfundur mætir hjá Leshópnum í Gull- smára kl. 20. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, út- skurður og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9–10 og kl. 10–11 jóga, kl. 9.30–10.30 sögustund, kl. 14.30 spænska, byrjendur, kl. 15–18 myndlist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun keila í Mjódd kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25–10.30 sund, kl. 10–11.30 ganga, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 12.15–14.30 versl- unarferð, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Á föstud lokað kl. 13 vegna undirbúnings jólafagnaðar. Vitatorg. Kl 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband, kl. 13 föndur og kóræf- ing, kl. 12.30 versl- unarferð. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramikk, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhússins. Styrkur. Jólafundur- inn verður í Kiwanis- húsinu við Engjateig 4. des. kl. 20. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Jólafundurinn verður 4. des. kl. 20. ITC Fífa, jólafundur í kvöld í safnaðarheim- ili Hjallakirkju Álfa- heiði 17, kl. 20.15. Kvenfélagið Hrönn, jólafundurinn með jólahlaðborði verður 4. des. kl. 19 að Borgartúni 22, 3. hæð. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík, jólafundurinn verður á morgun í safnaðar- heimilinu Laufásvegi 13. kl. 19.30. Í dag er miðvikudagur 3. desem- ber, 337. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Andinn opinberast í sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. 12, 7)     Magnús Þór Torfasonsegist hafa undrast mjög umræður í Kast- ljósi fyrir nokkru um auglýsingu fyrir Freyju- draum. Ungur femínisti hefði talið auglýsinguna mjög niðurlægjandi. Í henni spretta upp risa- konur á Evuklæðum ein- um saman og piltur vaknar upp af „góðum draumi“. „Hvað er að?“ er spurt á Deiglunni- .com. „Á síðustu mánuð- um hafa birst auglýs- ingar þar sem karlmanni er sparkað út úr rúmi af unnustu sinni til að hún hafi meira svefnpláss, karlmaður hefur verið læstur úti af heimili sínu til að unnustan hafi frið til að borða lambakjöt, og sjónvarpsáhorfendur hafa verið hvattir til að hlæja að misþyrmingum kattar á kynfærum karl- manns sem var að ná í popp handa elskunni sinni. Val ungu konunn- ar á Freyjuauglýsing- unni sýnir vel hvað hægt er að leyfa sér í nafni femínisma í dag. Að út- húða stráknum í sælgæt- islandi fyrir það eitt að dreyma um bíla, súkku- laði og fagrar konur er þvílík þröngsýni að það hálfa væri nóg.“     Segir hann umræðunaeinkennast af sterkri kröfu um sjálfsritskoðun karlmanna, en engin slík krafa sé uppi fyrir kon- ur. „Eitt dæmi um hlut- gervingu kvenna er vændi og hefur það ver- ið umtalsvert í umræð- unni undanfarið. Nýleg rannsókn á vændi breytti þó nokkuð for- sendum umræðunnar. Hún sýndi að piltar á menntaskólaaldri sem hafa þegið greiða eða greiðslu fyrir kynlífs- þjónustu eru marktækt fleiri en stúlkur sem hafa gert slíkt hið sama. Sumar konur víla sér þó ekki við að afgreiða þessa rannsókn í snar- hasti.“ Vitnað er til skrifa á vefnum þar sem sú skýring var gefin, að framhaldsskólapiltar verði sér úti um áfengi með því að selja sig eldri mönnum.     Magnús Þór segirsumar konur kjósa að afgreiða rannsóknina með svo fáránlegum rök- um og fleiri kjósi að gleyma henni líkt og fulltrúi Stígamóta þegar hún ræddi frumvarp um kynlífsþjónustu. Þurfti þáttastjórnandi Kast- ljóssins að minna hana á að karlmenn stunduðu líka vændi. „En skiln- ingsleysið og skeyting- arleysið gagnvart vændi karlmanna er ekki það athugaverðasta við þetta frumvarp. Af einhverj- um ástæðum var tekin sú ófyrirgefanlega ákvörðun að meina karl- kynsþingmönnum að vera meðflutningsmenn frumvarpsins. Slíkt hef- ur aldrei gerst fyrr, og ekki þarf að spyrja að því hvað sagt yrði ef karlkynsþingmenn tækju upp á því að meina kven- þingmönnum um slíkt.“ STAKSTEINAR Krafa um sjálfs- ritskoðun karlmanna Víkverji skrifar... Í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi ermikið um að vera 1. desember á hverju ári en þá bjóða 10. bekkingar foreldrum sínum á dansleik. Nem- endur undirbúa kvöldið vel, þeir hafa verið að læra samkvæmisdansa í skólanum til að geta boðið foreldri sínu upp í dans þetta kvöld, þeir baka þessar líka myndarlegu hnall- þórur á hlaðborð, bjóða upp á vönd- uð heimatilbúin skemmtiatriði og fara svo í sitt allra fínasta púss. Bæði nemendur og foreldrar hlakka til þessa viðburðar og það er hátíð- leg stund þegar sonur býður móður sinni upp í fyrsta dansinn eða dóttir leiðir föður sinn út á gólf. Foreldrar fara svo heim þegar líða tekur á kvöld og þá tekur við dansleikur þar sem krakkarnir fá að skemmta sér með félögunum. Vinkona Víkverja sem var meðal gesta þetta árið sagði þennan við- burð alveg stórkostlegan og bæði nemendum, kennurum og skóla- stjórnendum til sóma. x x x Um síðustu helgi var Víkverji aðskoða jólagjafir og hann fór víða. Tveggja ára daman sem var með honum í för var orðin nokkuð lúin og þreytt á þessu rápi. Víkverji fór í huganum yfir þær búðir sem hann átti eftir að fara í og sá sinn kost vænstan að taka sér smá pásu og bjóða barninu upp á eitthvað að borða. Ikea varð fyrir valinu og því- lík heppni. Inni á veitingastaðnum var búið að koma fyrir litlu barna- eldhúsi þar sem stúlkan gat dundað sér að vild með potta og pönnur og svo er komið lítið herbergi inn af veitingasalnum þar sem hægt er að horfa á teiknimyndir. Sú litla var al- sæl, borðaði sinn mat í rólegheitum og dundaði sér svo þannig að Vík- verji gat safnað kröftum á ný fyrir búðarrápið. Honum finnst frábært þegar veit- ingastaðir sjá sér hag í að hlúa að barnafólki með þessum hætti. x x x Vinur Víkverja þarf stundum aðfara til Parísar vegna vinnu sinnar. Í vikunni lá leiðin þangað með tengiflugi í gegnum Kaup- mannahöfn aðra leiðina og London til baka. Kvöldið áður en hann legg- ur í hann er honum litið á farseðil- inn. Þá kom í ljós að það fylgdi eng- inn farseðill fyrir flug frá París til London á leiðinni heim. Vinurinn átti ekki að fara fyrr en eftir hádegi næsta dag og gat leiðrétt málið. Það var hinsvegar heppni að hann leit á farseðilinn því venjulega gerir hann það ekki. Líklega hefði hann lent í hinu mesta basli á flugvellinum í París, miðalaus. Hann sagðist héðan í frá skoða farseðlana sína gaum- gæfilega. Morgunblaðið/Golli Það reyndist hin besta skemmtun fyrir hnátuna að fara á veitinga- staðinn sem er í Ikea. LÁRÉTT 1 vangi, 4 vistir, 7 skil eftir, 8 gler, 9 lærði, 11 úrkoma, 13 augnhár, 14 hugaði, 15 svengd, 17 klúryrði, 20 elska, 22 heiðarleg, 23 svarar, 24 fugl, 25 muldra. LÓÐRÉTT 1 þekur, 2 erting, 3 lík- amshlutinn, 4 lögun, 5 stjórnar, 6 sér eftir, 10 ávöxtur, 12 veiðarfæri, 13 tjara, 15 fjaður- mögnuð, 16 ganga, 18 börðu, 19 blika, 20 smá- alda, 21 boli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 svipþunga, 8 kollu, 9 dolla, 10 sóa, 11 klaki, 13 reika, 15 balls, 18 hlass, 21 púl, 22 fetta, 23 urtan, 24 blygðunar. Lóðrétt: 2 vilpa, 3 pausi, 4 undar, 5 galti, 6 skók, 7 baga, 12 kál, 14 ell, 15 bófi, 16 lítil, 17 spaug, 18 hlutu, 19 aftra, 20 sund. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 VIÐ hjónin vorum að lesa grein í jólablaðinu um ótrúlega endingargóða jólatrésseríu sem Margrét Margeirsdóttir keypti fyr- ir 48 árum (bls. 56 D). Það vill svo til að við eigum sams konar seríu frá Philips sem við keypt- um fyrir jólin 1957 og við höfum sömu sögu að segja nema við höfum notað hana hver einustu jól síð- an. Það fylgdu með henni tvær aukaperur og við höfum þurft að nota aðra, þ.e. aðeins ein pera hefur gefið upp öndina eftir 46 ára jólanotkun. Perurnar eru mislitar á hvítum kertum, alveg eins og fram kemur á myndinni sem fylgir greininni í blaðinu. Sem stoltur seríueig- andi leyfi ég mér að senda ykkur þessa frásögn. Bestu kveðjur, Jóhann E. Björnsson. Takk fyrir okkur ÞAÐ var dapurlegt að sjá þessa dönskuslettu, enn einu sinni, hér í blaðinu 16. þ.m. á degi íslenskrar tungu, á heilsíðu þar sem vátryggingafélag er að þakka fyrir íslensku gæðaverðlaunin 2003 – „og geti verið fyrirmynd annarra“? eins og segir í umsögn matsnefndarinn- ar. Við höfum um aldir varðveitt hið ágæta orð þökk og við hér í landi kunnum að þakka fyrir okkur, en við tökk-um ekki. Vona að þessari ábend- ingu verð vel tekið, einnig á auglýsingastofunum fjölmörgu nú í öllu góð- ærinu og uppgripunum. Annað stórfyrirtæki á meðal okkar vandar sitt mál, eins og sjá má hér að neðan og ætti því að koma til greina við næstu út- hlutun gæðaverðlauna á degi íslenskrar tungu, móðurmálsins okkar góða. Þökk fyrir að velja Bónus. Helga Rakel, Espigerði 2. Heyrði ekki í bílstjóranum SONUR minn er í Lauga- lækjarskóla en þarf að sækja starfsnám einu sinni í viku í Borgarholts- skóla þaðan sem hann tekur strætó heim. Miðvikudaginn 26. nóv- ember kom hann óvenju- seint heim og þegar ég spurði hann hvers vegna sagði hann að honum hefði verið hent út úr strætó, leið 15. Þegar ég fór að athuga málið kom í ljós að hann hafði sest aftast í vagninn og lagt fæturna upp á sætið fyrir framan. Bíl- stjórinn sagði eitthvað við hann, sem hann heyrði ekki (hann heyrir illa), og að lokum var honum hent út úr vagninum. Þegar hann beið á bið- stöðinni eftir næsta vagni keyrðu 2–3 vagnar fram hjá án þess að taka hann upp í, hafa líklega verið beðnir um það. Laufey E. Sólveigardóttir. Hver er höfundur vísunnar? ÉG er að leita að höfundi eða höfundum vísunnar: „Þar sem enginn þekkir mann, þar er gott að vera“ o.s.frv. Mér er sagt að hún sé afar gömul. Skyldi ein- hver geta leyst úr þessu? Kveðja. Sigurður Ægisson. sigurdur.aegisson- @kirkjan.is Símar: 467 1263 og 899 0278. Tapað/fundið Ungbarnavettlingar í óskilum BLÁIR ungbarnaflísvett- lingar fundust á Gunnars- braut í Norðurmýri 30. nóv. Uppl. í síma 699 6657. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Endingargóð jólatréssería Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.