Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 43 DAGBÓK SÚ staðreynd að Stayman- sagnvenjan hefur lifað óbreytt í meira en 70 ár er næg sönnun fyrir ágæti hennar. En þótt sagnvenj- an sé í sjálfu sér góð þarf ekki alltaf að fylgja henni út í ystu æsar. Norður ♠ 10875 ♥ KG9 ♦ ÁK4 ♣ÁDG Vestur Norður Austur Suður – – Pass Pass 1 tígull 1 grand Pass 2 lauf Pass ? Hér hefur norður komið inn á grandi yfir tígul- opnun vesturs og suður spyr um háliti með tveim- ur laufum – Stayman. Norður á fjórlit í spaða og ber því að segja tvo spaða, samkvæmt fræðunum. En er það skynsamlegt? Vill norður spila spaðasamn- ing, til dæmis fjóra spaða, frekar en þrjú grönd? Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 10875 ♥ KG9 ♦ ÁK4 ♣ÁDG Vestur Austur ♠ ÁK6 ♠ D3 ♥ 32 ♥ 10876 ♦ D109852 ♦ 63 ♣92 ♣K10853 Suður ♠ G942 ♥ ÁD54 ♦ G7 ♣764 Spilið er frá undan- úrslitum HM. Í leik banda- rísku sveitanna enduðu Wildavsky og Doub í fjór- um spöðum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Soloway Wildavsky Hamman Doub – – Pass Pass 1 tígull 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Wildavsky vottaði Stay- man virðingu sína með því að svara samviskusamlega með tveimur spöðum og lyfti svo þremur í fjóra. Hann gaf þrjá slagi á spaða og einn á lauf: einn niður. Á hinu borðinu hirti Rodwell ekkert um að leita eftir spaðasamlegu: Vestur Norður Austur Suður Morse Rodwell Wolff Meckstr. – – Pass Pass Pass 1 lauf * Pass 2 tíglar * Pass 3 grönd Allir pass Eftir þrjú pöss vekur Rodwell á sterku laufi og Meckstroth sýnir 8–0 punkta og jafna skiptingu með svarinu á tveimur tíglum. Rodwell gat spurt um háliti, en sá enga ástæðu til og lauk sögnum með stökki í þrjú grönd. Út kom lauf og Rodwell spilaði strax spaða og Morse fékk slaginn á kónginn. Hann gat banað geiminu með því að svara makker í laufinu, en kaus að spila tígli. Rodwell hleypti yfir á gosann og fékk þar níunda slaginn. 12 IMPar til A-sveitar- innar. Þótt þrjú grönd eigi með réttu að tapast er það mun betri samningur en fjórir spaðar. Og það á vestur að sjá strax frá byrjun og því hefði Wildavsky hreinlega átt að neita fjórlit í spaða við Stayman-purningu makkers. Eða a.m.k. segja þrjú grönd við hækkun makkers í þrjá spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Á Sprengisandi Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn, rennur sól á bak við Arnarfell, hér á reiki er margur óhreinn andinn, úr því fer að skyggja á jökulsvell; Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur verður síðasti áfanginn. Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa, þurran vill hún blóði væta góm, eða líka einhver var að hóa undarlega digrum karlaróm; útilegumenn í Ódáðahraun eru kannske að smala fé á laun. Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn, rökkrið er að síga á Herðubreið, álfadrottning er að beizla gandinn, ekki er gott að verða á hennar leið; vænsta klárinn vildi eg gefa til að vera kominn ofan í Kiðagil. Grímur Thomsen LJÓÐABROT Afmælisbörn dagsins: Þú ert frumleg/ur, skapandi og mjög hæfileikarík/ur. Þú þarft að taka ákvörðun á komandi ári sem mun ráða hvaða stefnu líf þitt tekur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú laðast að því yfirnáttúru- lega í dag. Trúmál, forn trúarbrögð og jafnvel geim- verur vekja áhuga þinn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt sennilega taka þátt í einhvers konar hjálparstörf- um í dag. Þegar hugsjónir þínar blandast meðfæddu raunsæi þínu ætti útkoman að verða skynsamleg. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert að velta fyrir þér leyndardómum lífs og dauða. Leyndarmál sálarinnar og duldir kraftar vekja áhuga þinn. Þú vilt vita meira um grunnþætti lífsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sólin og Neptúnus eru í beinni línu og því ertu fús til að láta þarfir annarra ganga fyrir þínum eigin þörfum í dag. Hafðu ekki áhyggjur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að treysta innsæi þínu og sköpunargáfu í dag. Þú færð góðar hugmyndir í tengslum við hönnun, tónlist og ritlist. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til samúðar með einhverjum í fjölskyldunni í dag. Þig langar til að koma öðrum til hálpar. Það getur líka verið að einhver vilji hjálpa þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að gefa þér tíma til einveru í dag. Leyfðu huga þínum að reika og horfa á fegurð náttúrunnar. Þú þarft á dagdraumum að halda. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þig langar til að kaupa eitt- hvað dýrt fyrir heimilið eða handa einhverjum í fjölskyld- unni í dag. Þú vilt stjana við sjálfa/n þig og fjölskyldu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt eiga innilegar sam- ræður við systkini þín eða aðra ættingja í dag. Fólk þarf á skilningi að halda og það leitar hans hjá þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert óvenju næm/ur fyrir þörfum þeirra sem eru í kring um þig og ert því reiðubúin/n til að rétta þeim hjálparhönd. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það mun gleðja þig að geta hjálpað vini þínum í dag. Eitt af því besta sem við getum gert fyrir ástvini okkar er að halda heilsu og jafnvægi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert tilbúin/n til að leggja nágrönnum þínum og sam- starfsfólki lið í dag. Þú sérð að þarfir eins eru í raun þarf- ir allra því við erum öll á sama báti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STJÖRNUSPÁ BOGMAÐUR Frances Drake ÁRNAÐ HEILLA 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 a6 4. Rc3 b5 5. cxb5 axb5 6. Rxb5 Da5+ 7. Rc3 Ba6 8. Rf3 g6 9. Bd2 Db6 10. Db3 Da7 11. g3 Bg7 12. Bg2 O-O 13. O-O d6 14. Hfd1 Rbd7 15. Dc2 Hab8 16. Hab1 Rb6 17. Bf4 Da8 18. e4 Rc4 19. Rd2 Rh5 20. Bg5 f6 21. Rxc4 fxg5 22. Ra5 Bd4 23. Hd2 Bd3 24. Dxd3 Dxa5 25. Hc1 Rf6 26. Bh3 g4 27. Bf1 Rd7 28. Da6 Dd8 29. Rb5 Bg7 30. Ra7 Re5 31. Rc6 Rf3+ 32. Kg2 Dc7 33. Hdc2 Bxb2 34. Hb1 Ha8 Staðan kom upp á heims- meistaramóti öld- unga sem lauk fyrir skömmu í Þýskalandi. Vlad- imir Litvinov (2.352) hafði hvítt gegn Amir Saw- adkuhi (2.259). 35. Hcxb2! Í kjöl- far þessarar drottningarfórnar þrengir hvítur svo að svörtu drottn- ingunni að svartur á sér ekki viðreisnar von. 35...Hxa6 36. Bxa6 Ha8 37. Hb7 Dxb7 38. Bxb7 Hxa2 39. Rxe7+ Kg7 40. Rc8 Rd2 41. He1 c4 42. Rxd6 c3 43. e5 Rf3 44. Hc1 c2 45. Rc4 Ha4 46. d6 Hxc4 47. Bxf3 gxf3+ 48. Kxf3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Mynd: Sissa. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Hafnar- fjarðarkirkju þau Bryndís Magnadóttir og Cherry Munka. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní sl. í Dóm- kirkjunni í Reykjavík af sr. Hjálmari Jónssyni þau Guð- rún Helga Hamar og Sturla Jóhann Hreinsson. Stúdíó Sissu. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júní sl. í Garða- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Ólöf Brynjúlfsdóttir og Axel Tandberg. Skugginn – Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. maí sl. í Fríkirkj- unni í Reykjavík af sr. Haf- liða Kristinssyni þau Þóra Gísladóttir og Björn Sig- urðsson. Sveit Ljósbrár Baldursdóttur vann Íslandsmótið í parasveitakeppni Sveit Ljósbrár Baldursdóttur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með stórsigri í síðustu umferðinni, meðan aðalkeppinautarnir, Sveitin 2 x 2 undir forystu Svölu K. Pálsdótt- ur, fengu „aðeins“ 16 stig. Í 3. sæti varð sv. Harpa undir for- ystu Guðnýjar Guðjónsdóttur. Alls tóku 20 sveitir þátt í mótinu. Lokastaðan: Ljósbrá Baldursdóttir 135 Sv. 2 x 2/Svala Pálsdóttir 130 Harpa /Guðný Guðjónsdóttir 124 Ritarar og smiðir /Pétur Guðjónsson 120 Parasveitin /Ragnheiður Nielsen 119 Anna Ívarsdóttir 119 Esther Jakobsdóttir 115 Svakalega sveitin /Frímann Stefánsson 113 Bridsfélag Borgarfjarðar Fimmta og næstsíðasta kvöldið í aðaltvímenningi félagsins var spilað mánudaginn 1. desember sl. Það má með sanni segja að þetta hafi verið kvöld Bifrestinganna því þeir léku við hvern sinn fingur eða hvert sitt spil og hirtu efstu tvö sæti kvöldsins. Úrslit kvöldsins: Ingimundur Óskarsson – Ómar Ómarss. 67 Hlynur Angantýss. – Hörður Gunnarss. 48 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Péturss. 47 Örn Einarsson – Kristján Axelsson 31 Ásgeir Ásgeirss. – Guðmundur Krist. 22 Röð efstu para er því: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 235 Ásgeir Ásgeirss. – Guðmundur Krist. 145 Hlynur Angantýss. – Hörður Gunnarss. 139 Ingimundur Óskarss. – Ómar Ómarss. 101 Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 27. nóvember var spilamennsku í Suðurgarðsmótinu haldið áfram. Þessi pör skoruðu mest: Gísli Hauksson – Magnús Guðmundss. 45 Þórður Sigurðss. – Harpa F. Ingólfsd. 44 Ríkharður Sverrisson – Þröstur Árnas. 32 Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 27 Birgir Pálsson – Össur Friðgeirsson 24 Staða efstu para eftir 2 umferðir er þessi: Kristján M. Gunnarss. – Björn Snorras. 78 Þórður Sig. – Harpa F./Gísli Þórarins. 54 Ríkharður Sverrisson – Þröstur Árnas. 35 Gísli Hauksson – Magnús Guðmundss. 27 Sigurður Vilhjálmss. – Grímur Magnúss. 26 Þriðja og síðasta umferðin verður spiluð 4. desember kl 19:30. í Tryggvaskála. Föstudaginn 28. nóvember sl. sóttu Hafnfirðingar okkur heim í ár- legri bæjakeppni og var spilað við þá á sex borðum. Þessi árlega keppni var númer 58 í röðinni. Úrslit urðu þau að Selfyssingar unnu með 97 stigum gegn 81. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins: www.bridge.is/ fel/selfoss. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Pípulagnir Benna Jóns urðu í efsta sæti í firmasveitakeppni félags- ins sem lauk sl. fimmtudag. Loka- staða efstu sveita var annars þessi: Pípulagnir Benna Jóns 145 Húsgagnaverslun Kjarna 130 Toyota 121 Vís Keflavík 112 Hekla 96 Í sveit Pípulagna Benna Jóns spiluðu Arnór Ragnarsson, Jóhann- es Sigurðsson, Gísli Torfason, Guð- jón Svavar Jenssen og Karl Her- mannsson. Næsta fimmtudag hefst tveggja kvölda jólatvímenningur með hangi- keti og fleira góðgæti í verðlaun. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 13 borðum mánu- daginn 1. desember. Meðalskor 265. Beztum árangri náðu: NS Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnl. 315 Kristjana Halldórsd. – Eggert Krist. 296 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 296 Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 293 AV Einar Markússon – Sverrir Gunnarss. 224 Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 307 Þorgerður Sigurgeirsd. – Stefán Friðbj. 285 Örn Sigurjónsson – Viggó M. Sigurðss. 283 Í þessum mánuði verður spilaður tvímenningur 4., 8., 11. og 15. desem- ber. Síðasta daginn verður verð- launaafhending og aðventukaffi. Sigurvegararnir í parasveitakeppninni. Talið f.v.: Ásgeir Ásbjörnsson, Dröfn Guðmundsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Fundarefni er fjárlög og velferðarmál Framsögu hafa Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, varaformaður félagsmálanefndar. Fundarstjóri verður Salome Þorkelsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis. Aðventuhugvekju flytur sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Allir velkomnir! Fjárlög og velferðarmál Félagsfundur verður í Samtökum eldri sjálfstæðismanna, SES, í Valhöll fimmtudaginn 4. desember kl. 17.00 Einar Oddur Guðlaugur Þór Salome Sr. Hjálmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.