Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIM Clijsters frá Belgíu er sem stendur í öðru sæti á heimslistanum í tennis kvenna en hún hefur ákveðið að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári vegna deilna við Ólympíusamband Belgíu hvað varðar keppnisfatnað. Íþróttavöruframleiðandinn Adidas er aðalstyrktaraðili Ólympíunefndar Belgíu en Clijsters er samningsbundin Fila á þessu sviði. Á undanförnum mánuðum hafa talsmenn hennar reynt að ná samkomulagi við Ólympíusamband Belgíu en án árangurs. Clijsters segir á heimasíðu sinni að henni þyki niður- staðan vera dapurleg. „Fyrir tveimur árum var það að- eins Fila sem hafði áhuga á að semja við mig, ég vil þakka þeim traustið með því að sniðganga aðra fram- leiðendur á meðan ég er samningsbundin Fila,“ segir Clijsters m.a. á heimasíðu sinni www.kimclijsters.com. Justine Henin-Hardenne, sem er einnig frá Belgíu, er í efsta sæti heimslistans þessa stundina. Hún hefur ekki áhyggjur af stöðu mála hjá Clijsters enda er Hardenne samningsbundin Adidas. Kim Clijsters ætlar ekki á ÓL í Aþenu ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik eru vongóðir um að Hvít-Rússinn Aliaksandr Shamkuts öðlist íslenskan ríkisborgararétt um áramótin en fyrir liggur um- sókn frá leikmanninum að gerast íslenskur ríkisborgari. Umsóknin fer fyrir allsherjarnefnd Alþingis sem mælir með því hvaða erlendir ríkisborgarar fái íslenskan ríkis- borgararétt. „Við gerum okkur góðar vonir um að umsókn hans verði samþykkt enda hlýtur hann að vera undir sama hatti og aðrir íþróttamenn sem hafa öðlast íslenskan ríkis- borgararétt, til að mynda Jaliesky Garcia og Roland Eradze,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, við Morgunblaðið í gær. Aliaksandr Shamkuts hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1998. Hann lék með Stjörnunni tímabilið 1998–99 en gekk í raðir Hauka eftir það og er á sínu fimmta tímabili með Hafnarfjarðarliðinu. Þrír útlendingar hjá Haukum Þrír erlendir leikmenn eru í her- búðum Hauka, Litháarnir Robertas Pauzuolis og Dalius Racikevicius, auk Shamkuts en þar sem einungis má tefla fram tveimur í einu í keppnum hér heima hefur Sham- kuts þurft að vera utan vallar. Hann hefur hins vegar spilað Evrópuleikina þar sem hann hefur staðið sig afar vel, samanber leik- inn við Barcelona á dögunum þar sem hann fór á kostum á línunni. Hvít-Rússinn Shamkuts íslenskur ríkisborgari? Börnin voru foreldrum jafnt semfélagi sínu til sóma og víst að þarna hefðu margir eldri íþrótta- menn getað komist á gott námskeið í keppnisgleði og dugnaði. Sumir for- eldrar sögðu nam- mibann á mótinu hið besta mál, það var ekkert volað yfir því enda hægt að leggja hvaða mat sem er á mat- arborðin í Rimaskóla – krökkunum veitti ekkert af orkunni og þáðu allt með þökkum. Alls tóku 50 lið þátt í mótinu, þar sem keppt er á forsendum barnanna og stigin því ekki talin heldur fá öll liðin verðlaunapening í mótslok. Það er í samræmi við stefnu Íþrótta- og Ólympíusambandsins í íþróttum barna og unglinga og mæltist vel fyr- ir. Foreldrar fengu mikið hrós fyrir alla sína vinnu og áhuga, sem þau sýndu á mótinu. Á kvöldvökunni fengu þeir líka að máta sig inn í gömlu hlutverkin þegar eldhress kynnir á mótinu spurði krakkana hvort það ætti ekki að leyfa þeim eldri að spreyta sig líka á leikjum. Eitthvað voru foreldrarnir feimnir til að byrja með en rifu sig síðan úr jökkum og úlpum, skunduðu fram á gólfið og gáfu allt sitt í leikinn – ekki minna en krakkarnir sem höfðu gaman af. Næsta mót af þessu tagi verður í Keflavík og Njarðvík í byrjun mars. Svo allir geri sig klára – líka foreldr- ar ef þeir skyldu aftur fá að spreyta sig í leikjum. Vel klyfjaðir fóru þeir að horfa á Spy Kids – Kristján H. Richter, Ægir Bjarnason og Andri Már Sigurðsson úr Breiðabliki. Berglind Líf Agnarsdóttir og Gordana Kalabúra styttu sér stundir við spil. Þær voru með hárið fléttað í „net“ – Valgerður Magnúsdóttir er að ljúka við síðustu fléttuna hjá Gordönu. KR-ingar voru fljótastir í boltaleik á kvöldvökunni – frá vinstri Steinar Viðarsson, Matthías Orri Sigurðsson, Darri Atlason, Arnþór Elvarsson og Martin Hermannsson. Kjötbollurnar runnu ljúflega niður enda svarf hungrið að og maginn heimtaði sitt. Hér hakka Ólafur Freyr Guðmundsson, Bergur Sverrisson og Sigurður Már Hrafnsson í sig bollur. Melkorka Marsibil Felix- dóttir lét vita að hún væri að fara í myndatöku. Sigrún Björnsdóttir og Queenie Prince úr Njarðvík í baráttu við Keflavíkurmeyjuna Berglindi Líf Agnarsdóttur. Alvörutöffarar úr Fjölni með merkin og þrívíddargleraugun. Farið á kostum SKÚFFUKAKA, sund, blysför, bíó, kvöldvaka og körfubolti – betra verður það varla. Það fannst krökkunum á körfuknatt- leiksmóti Fjölnis, Hópbílamót- inu, um síðustu helgi og þegar rúmlega 400 krakkar upp að 11 ára aldri koma saman er nokkuð víst að fjörið verður talsvert. Keppt var í íþróttasal Rimaskóla og íþróttamiðstöðinni í Graf- arvogi en flestir keppendur gistu í skólastofum Rimaskóla. Stefán Stefánsson skrifar KRAKKAR Í KÖRFUBOLTA Kim Clijsters stendur í deilum í Belgíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.