Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það er yndislegt að heyra í ís- lenskri rokksveit undir nettum áhrifum frá Melvins. Hefur slíkt gerst? Það þarf að leita aftur til Sog- bletta og Bleiku bastanna til að finna svona skít- ugt, blúsað og „ógeðslegt“ rokk eins og hér er að finna – ummm yndislegt! Þegar Graveslime voru og hétu var þetta eitt allra rokkaðasta og skemmtilegasta band bæjarins, sveit sem dró áhrif frá þungu gruggrokki og slímugu Chicago- rokki að hætti Melvins, Cows og fleiri eðalbanda frá Sub Pop og Amphetamine Reptile. Með þessu stakk sveitin hressilega í stúf við harðkjarna, nýgrugg og annað það hart rokk sem viðgengst hvað mest hér á landi. Á tónleikum fór saman einlæg spilagleði en einnig heil- næmur fíflaskapur, nokkuð sem gleymist of oft. Hér var loksins komið alíslenskt óhljóða- og sora- rokk og það í hæsta gæðaflokki. Það munaði engu að þessi plata kæmi aldrei fyrir augu eða eyru al- mennings. Sveitin lék á menning- arnótt í Reykjavík árið 2002 og framkallaði þá mikinn endurgjaf- argjörning í versluninni Spaks- mannsspjörum. Afleiðingarnar af því urðu því miður þær að heyrn Kolla gítarleikara skaddaðist var- anlega. Hvílík rokksköddun! Graveslime lagði upp laupana í kjölfarið og upptökur og plötu- áform voru lögð á hilluna. Sem betur fer er þessi plata þó loks komin, því annað hefði verið arg- asta synd. Fyrsta lagið er frábært en þar sýnir Graveslime allar sínar bestu (verstu?) hliðar. Ófrýnilegur tuddaópus sem ber hið fallegt nafn, sem tæplega er prenthæft. Kolli syngur hryllilega – snilldar- lega. Bölmóðstrommur, feitur bassi og einföld, groddaleg gítar- stef. Mjög flott. Platan líður þó fyrir það að vera nokkuð ósamstæð. Ég get mér þess til að öllum upptökum sem til voru hafi verið safnað saman á plötuna, þar sem sveitin var löngu hætt er menn fóru að huga að þessari útgáfu. Þannig þykja mér lögin sem eru melódísk og ný- bylgjuskotin (t.d. „I Love You, Really I Do“, „362 Days Until Christmas“) falla miður vel inn í plötuna – og hugmyndina um Gra- veslime. Þau eru prýðileg sem slík, en skerða heildarmyndina dálítið. Graveslime eru nefnilega langbest- ir þegar þeir keyra sig fram að hengifluginu, með brösóttu og níð- þungu Melvinsrokki („Yo My Lord What’s Kicking In San Francisco“, „Five Legged Buzzard and Lots of Love“ o.fl.). Ábreiða á „Chariots of Fire“ með Vangelis er þá algjör snilld. Og pakkningarnar eru sér- deilis flottar. Allt í allt er þetta prýðilegasta heimild um rokksveit sem sárlega er saknað. Þeir lifi handan lífs og grafar! Tónlist Beint í gröfina Graveslime Roughness and Toughness Grandmothers Records Graveslime voru Alli (bassi og söngur), Kolli (gítar og söngur) og Óli (trommur). GKÓ lék á gítar í einu lagi. Lög eftir meðlimi, fyrir utan eitt sem samið var af Vangelis. Tim Green tók upp og hljóð- blandaði. John Golden hljómjafnaði. Aukreitis hljómjöfnun og -vinnslu vann J.J. Golden. Arnar Eggert Thoroddsen Alli, Kolli og Óli, meðlimir Graveslime. Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT, Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14, - UPPSELT, Su 28/12 kl 14, - UPPSELT, Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14, Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14, Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfie Fö 5/12 kl 20, Fö 9/1 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA ****************************************************************GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ - GILDA ENDALAUST ****************************************************************GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 7/12 kl 20 AUKASÝNING Fö 12/12 kl 20 AUKASÝNING Allra síðustu sýningar SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi Su 14/12 kl 20 BROT AF ÞVÍ BESTA í samstarfi við KRINGLUSAFN og KRINGLUNA Höfundar lesa úr nýútkomnum bókum: Linda Vilhjálmsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Þráinn Bertelsson, Sjón, Guðmundur Andri Thorsson, Elísabet Jökulsdóttir - JÓLADJAZZ Fi 4/12 kl 20:30 - Aðgangur ókeypis www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! FIM. 4/12 - KL. 19 UPPSELT LAU. 6/12 - KL. 21 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 22 LAUS SÆTI SUN. 14/12 - KL. 19 LAUS SÆTI ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA JÓLASÝNINGAR Í MÖGULEIKHÚSINU JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Þri. 2. des. kl. 10 uppselt Sun. 7.des kl. 14 laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Fi. 4. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 5. des. kl. 10 og 14 uppselt Sun. 7. des. kl. 16 laus sæti Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson Frumsýning 4. des. kl. 20 2. sýn. 11. des. kl. 20 3. sýn. 13. des. kl. 20 4. sýn 14. des. kl. 20 Sveinsstykki Arnars Jónssonar Office 1, Reykjavík, sími 550 4100 Oddvitinn, Akureyri, sími 867 4069 Ósóttar pantanir seldar daglega Í tónlistarhúsinu †mi Skógarhlí› 20 me› Helgu Brögu fös. 5. des. laus sæti lau. 6. des. Akureyri sun. 7. des. Akureyri fös. 12. des. laus sæti lau. 13. des. laus sæti Vegna ótrúlegra vinsælda halda sýningar áfram í janúar! Næstu s‡ningar: BANNAÐ INNAN 16 Sala aðgöngumiða: Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 7. des. kl. 14. UPPSELT Sun. 7. des. kl. 18. Sun. 14. des. kl. 14. Sun. 21. des. kl. 14. Ráðalausir Menn Sýningar Lokasýning Fös. 5. des kl. 20. Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Miðasala í síma 691 3007 „Bráðfyndið og skemmtilegt“ MBL Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 6. des. kl. 20.00. Örfá sæti Sun. 14. des. kl. 20.00. Laus sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 11. des. kl. 21.00. örfá sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is SÖNGVARI Rolling Stones mun innan skamms verða kallaður Sir Mick Jagger, en Elísabet II Eng- landsdrottning mun aðla kappann eftir viku, fyrir framlag sitt til tón- listar. Athöfnin átti að fara fram í Buckingham-höll 10 desember, sama dag og ruðningshetjan Johnny Wilkinson fær MBE-orðu frá drottningunni en Jagger hefur samþykkt að breyta dagsetning- unni og fá aðalsmannstitilinn tveimur dögum síðar. Jagger brást vel við þeirri beiðni að seinka athöfninni og var haft eftir talsmanni hans að hon- um væri fulljóst að Wilkinson væri „stjarna augnabliksins“. „Mick vildi forðast fjölmiðlafár - hann er ánægður með að breyta dagsetningunni,“ sagði talsmað- urinn. Jagger kveðst steinhissa á þessum fréttum og segir að vinum hans og fjölskyldu finnist fyndið að hann eigi að hljóta aðalsmanns- titil. „Ég bjóst sko ekki við að ég fengi eina slíka, bara alls ekki,“ sagði Jagger er honum voru færð- ar fréttirnar. Hann mun nú bætast í hóp annarra poppstjarna sem komu fram á sjöunda áratugnum og fá að bera svo virðulegan titil. Þeirra á meðal eru stjörurnar Sir Paul McCartney og Sir Cliff Rich- ard. Drottningin aðlar Jagger Mick Jagger, bráðum Sir, þótti ekkert tiltökumál að víkja fyrir Johnny Wilkinson. Víkur fyrir Wilkinson Reuters Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.