Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 49 Munið að slökkva á kertunum            Látið aldrei kerti loga innanhúss án eftirlits Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins FYRIR hálfum öðrum áratug kitlaði leikstjórinn Danny De Vito hláturtaugarnar eftirminnilega með Throw Momma From the Train og War of the Roses, tveim kolsvörtum grínmyndum. Sú fyrr- nefnda fjallar um tilraunir að koma kerlingarforaði fyrir kattarnef og enn er De Vito kominn á stúfana með svipaða atburðarás og í stuttu máli fer flest í handaskolum. Alex (Ben Stiller) og Nancy (Drew Barrymore) eru ung og á uppleið. Þau búa þröngt og festa kaup á stærri íbúð á tveimur hæð- um. Ekkert við það að athuga, ann- að en að böggull fylgir skammrifi: Með nýja heimilinu fylgir eldri kona (Eileen Essell), leigjandi á efri hæðinni, en fasteignasalinn segir unga parinu að hafa ekki áhyggjur, kerla sé komin með ann- an fótinn ofan í gröfina Sem er ekki rétt því leigjandinn á hæðinni reynist upprifið gamal- menni sem spilar og syngur, dag og nótt. Stillir sjónvarpið á hæsta styrk – gerir sem sagt nýju eigend- unum allt til bölvunar. Að lokum er svo komið að Axel og Nancy ákveða að stúta illfyglinu sem er búið að leggja líf þeirra gjörsamlega í rúst. Tilraunirnar til að senda mömmu gömlu inn í grænan Edensrann voru meinfyndnar, sömuleiðis hlið- stæð plön í War of the Roses. Sem fyrr er De Vito með úrvalsáhöfn, bæði í aðal- og aukahlutverkum. Stiller og Barrymore með traustari leikurum í yngri kantinum og ekki þverfótað fyrir afbragðs skapgerð- arleikurum í nánast öllum auka- hlutverkum. Allt kemur fyrir ekki, brandar- ana vantar einfaldlega í handritið. Árekstrarnir á milli eigendanna og leigjandans eru ótal margir en flesta skortir herslumuninn til að fæða bros, hvað þá meira. Útkom- an er heldur döpur því gálgahúmor er með þeim eiginleikum að vera annaðhvort góður eða pínlegur. Það var einu sinni gamalt fól… KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjóri: Danny DeVito. Handrit: Larry Doyle. Kvikmyndatökustjóri: Anastas Michos. Tónlist: David Newman. Aðal- leikendur: Ben Stiller, Drew Barrymore, Eileen Essell, Harvey Fierstein, Justin Theroux, James Remar, Robert Wisdom, Swoosie Kurtz . 90 mínútur. Miramax Films. Bandaríkin 2003. Tvíbýlið (Duplex) Sæbjörn Valdimarsson LEIKHÚSÁLFUR Þjóðleikhússins hefur loksins hlotið nafn og varð Bergdís fyrir valinu. Efnt var til samkeppni um nafn álfsins þegar heimasíða Fræðsludeildar leikhúss- ins var opnuð í haust en álfurinn vísar gestum um síðuna. Guðrún Sandra Gunnarsdóttir átti sigurnafnið og fékk hún blómvönd og leikhúsmiða í verðlaun, en meira en 50 til- lögur bárust. Álfurinn var hæstánægður með nýja nafnið eftir að það var gert opinbert í gær. „Mér finnst frábært að heita Berg- dís því ég er dís og bý í stuðlaberginu í Þjóðleikhúsinu.“ Hefðirðu ekki viljað heita neitt annað? „Nei, alls ekki. Nema kannski ef ég væri strákur. Þá myndi ég vilja heita Stulli, því ég bý í stuðlabergi.“ Bergdís segist hafa farið að gráta þegar hún frétti að hún hefði fengið nafn. „Ég var bara svo svakalega glöð að hafa loksins fengið nafn. Það var nefnilega svo vont að heita ekki neitt.“ Leikhúsálfurinn heitir Bergdís Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Sandra Gunnarsdóttir átti vinnings- tillöguna en hér er hún með álfinum Bergdísi. Osbourne-hjónin virðast nú í ein- hverri keppni um hvort glími við fleiri fortíðardrauga. Nýverið upp- lýsti Ozzy Osbourne að hann hefði verið misnotaður reglulega er hann var 11 ára af öðrum strákum þegar hann var á leið úr skólanum. Og nú hefur Sharon ljóstrað upp því leyndarmáli í nýútkominni bók sinni Ordinary People: Our Story að hafa haldið framhjá eiginmann- inum með fyrrum gítarleikara og vini hans Randy Rhoads. Hún segir Ozzy taka á málinu eins og öllu öðru, neita að tala um það …VICTORIA Beckham, fyrr- um Kryddpía og eiginkona Dav- ids Beckhams, er búin að láta laga í sér tenn- urnar til að fegra bros sitt. Bæði lét hún rétta þær og gera þær hvítari. Reikningurinn hljóðaði upp á litla milljón króna. FÓLK Ífréttum VERIÐ er að ganga frá leikaravali í myndina Guy X sem er samstarfs- verkefni Íslensku kvikmyndasam- steypunnar og breskra og kan- adískra framleið- enda. Myndin verður tekin hér á landi, líklega á Snæfellsnesi og í Kanada og eru tökur fyrirhugað- ar í mars og apríl, að sögn Önnu Maríu Karlsdóttur, eins framleið- anda myndarinnar. Myndin er byggð á bók sem heitir No One Thinks of Greenland eftir John Grismeyer og fjallar um banda- rískan hermann sem sendur er á fjarlæga herstöð á ótilgreindum köldum stað. Kemur upp úr dúrnum að í herstöðinni fer fram ýmis önnur starfssemi en búast mætti við. Leikstjóri myndarinnar heitir Saul Metzstein er 33 ára gamall Skoti sem á m.a. að baki myndina Late Night Shopping. Framleiðend- ur hér á landi eru Friðrik Þór Frið- riksson og Anna María Karlsdóttir og kemur hún til með að kosta 500 milljónir króna. Ný bresk-kanadísk-íslensk mynd tekin hér á landi Velja leikara í Guy X Saul Metzstein Anna María Karlsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.