Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 53 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. i l i j li . i l i i i il j l i . i i . EPÓ Kvikmyndir.com SV. Mbl “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ “Frumlegasta og ein besta spennumynd ársins. KEFLAVÍK Kl. 8 og 10. B.i. 10. Roger Ebert The Rolling Stone  AE. Dv “Grípandi og hrikaleg. En einn sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Forsýning í kvöld KRINGLAN Sýnd kl. 5.55. Ísl. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Ísl. tal.  Kvikmyndir.com KRINGLAN Sýnd kl. 8. KVIKMYNDIR.IS ROGER EBERT KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 16. MEÐ ÍSLENSKU TALI Jólapakkinn í ár.  Skonrokk FM909 „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6.05. Ísl. tal. kl. 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal Sýnd kl. 6 og 10. Enskt. tal. ÁLFABAKKI Kl. 5.30 og 8. B.i. 12. KRINGLAN Kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 12.  Kvikmyndir.com Forsýning ÁLFABAKKA kl. 8.10. Forsýning AKUREYRI kl. 8. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.10. ÁHUGAVERT er að skoða vel- gengni myndarinnar um Nemo litla í samhengi bæði við kvikmyndafyrir- tækið sem dreifir henni, Walt Disn- ey, og framleiðandann, Pixar. Leitin að Nemo er nefnilega nú þegar orðin vinsælasta teiknimynd allra tíma og því má segja að sigurganga fram- leiðslufyrirtækisins Pixar (undir handleiðslu sjáandans og tölvusnill- ingsins Steves Jobs) hafi verið sleitulaus allt frá útgáfu fyrstu myndar þeirra, Toy Story. Vel- gengni Pixar á sér hins vegar stað samhliða áþreifanlegri niðursveiflu teikni- og fjölskyldumyndarisans Walt Disney en langt er síðan fyr- irtækið hefur gert teiknimynd sem ekki veldur vonbrigðum, og Disney- merkið er löngu farið að virka sem viðvörunarmerki hvað leiknar myndir varðar. Ástæðurnar fyrir velgengni Pixar birtast hins vegar í fullum skrúða í nýjustu afurðinni en sömuleiðis er sú staðreynd að mynd- in um Nemo litla er mjög frábrugðin teiknimyndum Disney vísbending um hvers vegna síðarnefnda fyrir- tækið tekur ítrekuð feilspor. Leitin að Nemo bókstaflega leiftr- ar af hugmyndaauðgi og kímnigáfu en styrkleiki hennar liggur ekki síst í því að þar er ekki rembst við að tví- skipta skilaboðum myndarinnar svo þau höfði til barna annars vegar og fullorðinna hins vegar. Barnalegur söguþráður með nokkrum fullorð- inslegum hliðarbröndurum lýsir hins vegar aðferð Disney í hnot- skurn, og vantar þar oft samræmi þannig að skilin milli fullorðins- og barnaheimsins verða of skörp. Auk þess fær listsköpunin á sig yfirbragð úthugsaðrar markaðsfræði og glatar afurðin við það ákveðinni einlægni. Í Leitinni að Nemo tekst hins vegar að skapa heild sem höfðar áreynslu- laust til allra aldursflokka. Klassísk- ur boðskapur er tvinnaður saman við einfalda sögu að hætti sígildra ævintýra, en yfir öllu leikur þó sú örugga vissa sagnameistarans að ef vel er sagt frá, þá hrífast allir með. Þá hefur Pixar tekið þá viturlegu ákvörðun að íþyngja ekki myndum sínum með úrsérgengnum melódíum gamalla skallapoppara, en það hefur óneitanlega verið mest þreytandi einkenni Disney-teiknimynda síð- ustu árin. Segir hér frá hrakförum fiskfeðg- anna Marleys og Nemos, en sá síð- arnefndi er óvænt tekinn höndum (eða uggum?) af sportkafara og komið fyrir í fisktanki á tannlækna- stofu í Sydney. Hefst þar gríðarmik- ið ferðalag Marleys sem ákveðinn er í að hafa uppi á syni sínum og bjarga úr prísundinni. Ferðalagið ber hinn annars óframfærna fisk um miklar ævintýralendur þar sem hann nýtur góðs af fylgd gullfisks sem reyndar á við bráðfyndið vandamál að stríða. Neðansjávarheimurinn sem birtist í myndinni er ógleymanlegt sambland forma, lita og hreyfingar svo úr verður sjálfstætt listaverk sem gef- ur skondnu ferðalaginu aukið gildi. Söguþráðurinn sýnir þannig Mar- ley stefna á vit óvissunnar í leit að syni sínum. Frumskógarlögmálið ríkir líka í sjónum og bíða því hættur við hvert fótmál. Marley kynnist einnig hinum stóra heimi og hittir góðlegar og vitrar sálir og lærir af reynslunni sem gerir myndina öðr- um þræði að lifandi þroskasögu. Þessi grunnfrásögn er kannski ekki frumleg í sjálfri sér en hugmynda- flug aðstandenda fær að njóta sín í öllum þeim þáttum sem hlaðið er ut- an á grunnfrásögnina. Kemur þar einkum til tvennt; kostulegt per- sónugallerí annars vegar og rík og raunsæisleg tilfinning sem sköpuð er fyrir neðansjávarheiminum hins vegar. Í bestu atriðum myndarinnar sameinast þetta tvennt líkt og þegar Marley er klófestur af hákörlum sem tilheyra hreint stórfurðulegum stuðningshópi og þegar hann slæst í hópinn með afslöppuðum skjaldbök- um sem kenna honum ýmsar kúnst- ir. Þegar upp er staðið er hér á ferð- inni einhver albesta fjölskyldumynd síðustu ára, og ein besta teiknimynd sem ég hef séð. Bullandi sköpunar- gleði blandast fagmennsku á öllum sviðum, húmorinn er vel heppnaður og ætti að höfða til barna jafnt sem fullorðinna. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla með. Framúr- skarandi fjöl- skyldumynd KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Keflavík. Háskólabíó, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Andrew Stanton. Handrit: Andrew Stanton. Aðalhlutverk: Albert Brooks, Ellen DeGeneres, Brad Garrett, Willem Dafoe og Alexander Gould. Lengd: 110 mín. Bandaríkin. Pixar og Walt Disney, 2003. FINDING NEMO / LEITIN AÐ NEMO ½ Heiða Jóhannsdóttir Leitin að Nemó er að mati gagnrýnanda „einhver albesta fjölskyldumynd síðustu ára,“ og ein besta teiknimynd sem hann hefur séð. Til að fá hið eina sanna jólabragð í baksturinn dugar ekkert annað en ekta íslenskt smjör. Smjörið laðar fram það besta í bakstrinum og gerir kökurnar að ómótstæðilegri freistingu. Bakaðu þér vinsældir! N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 7 9 9 / s ia .is Nú er jólasmjör á tilboði í næstu verslun afsláttur 20% GAUKUR Á STÖNG Dúndurfréttir. Húsið opnar kl.21 og það kostar 1.200 kr. inn. GRANDROKK Útgáfutónleikar tón- listarkonunnar Láru Rúnarsdóttur verða á Grandrokk í kvöld í tilefni af útkomu plötunnar Standing Still. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og kostar ekkert inn. NÆSTI BAR Tom Lehrer tónlistar- kvöld. Fram koma Pálmi Sigurhjart- arson, Tómas Tómasson og Magnús Einarsson ásamt leikaranum Guðjóni Sigvaldasyni. Hefjast kl. 21.30. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.