Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 4060 KVIKMYNDIN 1.0 eða One Point O eftir þá Martein Þórisson og Jeff Renfroe hef- ur verið valin til þátttöku í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Sundance í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingar koma að mynd í aðalkeppninni en aðeins bandarískar myndir eru gjaldgengar í keppnina. One Point O er að mestu gerð fyrir bandarískt fjármagn og er á ensku en nokkrir Íslendingar komu að gerð hennar. Marteinn er leikstjóri og hand- ritshöfundur, ásamt félaga sínum, og Friðrik Þór Friðriksson meðframleið- andi. Þá var Kvikmyndasjóður Íslands fyrstur að leggja til fjármagn í myndina. „Án þess stuðnings efast ég um að hún hefði orðið að veruleika,“ segir Marteinn í samtali við Morgunblaðið. Kvikmyndahátíðin er sú mikilvægasta í Bandaríkjunum og stendur yfir dagana 15.–25. janúar næstkomandi. „Það er frábært fyrir svona litla og ódýra mynd að komast að í slíkri keppni. Gott að geta frumsýnt hana þarna,“ segir Marteinn. Myndin verður frumsýnd hér á landi snemma á næsta ári. Jeff Renfroe og Marteinn Þórisson. Íslendingar í aðalkeppni  Íslendingar aldrei fyrr/50 Sundance- kvikmyndahátíðin DESEMBERUPPBÓT eða persónuuppbót í desember er mismunandi eftir stéttarfélög- um, en er frá 22.000 krónum upp í rúmlega 61.000 krónur. Full persónuuppbót ríkis- starfsmanna í desember er yf- irleitt 37.000 krónur, en hún er frá 36.000 til 61.292 kr. Starfsmenn í starfsmanna- félagi Reykjavíkur fá 39.335 kr., starfsmenn í starfsmanna- félögum sem eru með samn- inga við launanefnd sveitarfé- laga fá 53.079 kr. eins og félagar í Landssambandi slökkviliðsmanna, flugumferð- arstjórar og tollverðir fá 42.000 kr., lögreglumenn 42.497 kr., prófessorar, prest- ar þjóðkirkjunnar utan félaga og utan félaga dýralæknar fá 61.292 kr. Félagar í Starfsgreinasam- bandinu fá 37.000 kr., félagar í VR 42.000 kr., félagar í Raf- iðnaðarsambandi Íslands 31.000 kr. og félagar í Blaða- mannafélagi Íslands reka lest- ina með 22.000 króna desem- beruppbót. Desem- berupp- bót 22–61 þúsund krónur BARNINGURINN um brauðið getur verið harður fyrir fuglana við Reykjavíkurtjörn. Þessi fremur ágenga dúfa ætlaði ekki að missa af brauðmolunum frá ungu stúlkunni og lét sig ekki muna um að tylla sér á vagninn hennar til að fanga athygli og fá brauð- mola eða tvo í gogginn. Morgunblaðið/Ásdís Barist um brauðið við Reykjavíkurtjörn FRAMLEIÐSLA á mjólk hefur dregist verulega saman á síðustu mánuðum á sama tíma og sala á mjólkurafurðum hefur aukist. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að ekkert vandræðaástand hafi skapast en fylgst sé mjög vel með stöðunni. Dragist fram- leiðsla áfram saman sé ekki ólíklegt að bændur verði hvattir til að grípa til ráðstafana til að auka framleiðslu, t.d. að gefa kúnum meira kjarnfóður. Ákveðið var í sumar að minnka framleiðslurétt kúabænda um eina milljón lítra, en Snorri segir að samdrátturinn á þessu verðlagsári, sem hófst 1. september, sé þegar orðinn 1,3 milljónir lítra. Bráðabirgðatölur fyrir framleiðslu í nóvember bendi til að framleiðsla hafi dregist saman um 10,6% borið saman við sama mánuð í fyrra. Snorri segir að þessi þróun megi ekki halda áfram. Eng- inn mjólkurskortur sé hins vegar yfirvofandi því að birgðastaða sé allgóð. Snorri segir greinilegt að hey séu verri í ár en í fyrra og þetta leiði til þess að kýrnar mjólki verr. Þá hafi burðartími kúnna eitt- hvað færst til og það hafi strax áhrif á framleiðsl- una. Ennfremur hafi frostakafli í haust, skömmu áður en kýrnar voru teknar á hús, haft neikvæð áhrif á framleiðslu. Góð sala á mjólkurafurðum Snorri sagði að sala á mjólk hefði verið góð í haust, en Mjólkursamsalan hefur staðið fyrir sölu- átaki. Sala í október jókst um u.þ.b. 4%. Sala á mjólk og skyri hefði verið mjög mikil. Segir hann horfur á að sala á mjólkurafurðum verði heldur meiri en reiknað var með og það gefi tilefni til að vera enn meira á verði gagnvart minni framleiðslu. Minni mjólkurframleiðsla Lélegum heyjum kennt um ÓLAFUR Ingi Skúlason lék í gær- kvöld sinn fyrsta leik með aðalliði Arsenal, eins frægasta knattspyrnu- félags heims. Hann spilaði síð- ustu 35 mín- úturnar þegar Arsenal sigraði Jóhannes Karl Guðjónsson og félaga í Wolver- hampton Wande- rers, 5:1, í ensku deildabik- arkeppninni og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum. Þessi áfangi Ólafs Inga kemur Fylki til góða því þegar Árbæjarfélagið seldi hann til Arsenal fyrir hálfu þriðja ári var samið um að það fengi viðbótargreiðslur þegar hann næði ýmsum áföngum hjá Arsenal, meðal annars að spila með aðalliðinu í fyrsta skipti. Ólafur Ingi lék með Arsenal Ólafur Ingi Skúlason  Fyrsti / 46 ÞRÍR slösuðust í þriggja bíla árekstri á Biskupstungnabraut til móts við bæinn Sel í Grímsnesi um kl. sjö gærkvöldi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl til Selfoss og síðan til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu var fólk- ið ekki talið mjög alvarlega slasað. Um var að ræða aftanákeyrslu þar sem þriðji bíllinn bættist aftan á aftari bílinn, og skemmdust bílarnir allir mjög mikið. Flughált var á veginum þegar óhappið varð. Þrennt slasað eftir árekstur FATLAÐ fólk er oft miklu sjaldnar veikt en aðrir og mætir betur til vinnu. „Á sumum þeim vinnustöðum, sem ég hef tekið þátt í rannsóknum á, hafa fatl- aðir einstaklingar verið þeir sem hafa lengstu starfsreynsluna, áratuga starf, og eru kjölfestan í starfsmannahópnum,“ sagði Rannveig Tryggvadóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, á málþingi um málefni fatlaðs fólks í Háskóla Íslands í gær. Auk þess væru þessir ein- staklingar mjög tryggir vinnu- veitanda sínum og stæðu lengi við í starfi. „Fatlaðir eru duglegir, sam- viskusamir og ánægðir með sinn vinnustað,“ sagði hún og spurði fulltrúa atvinnulífsins, sem staddir voru í hátíðarsal HÍ, hvort þetta væru ekki nákvæm- lega þeir þættir sem atvinnurek- endur vildu að starfsmenn sínir hefðu. Finnur Geirsson, forstjóri Nóa- Síríusar, sagði að nokkrir fatlaðir einstaklingar hefðu starfað um langt árabil í fyrirtæki sínu og ekki yrði annað sagt en að reynsl- an hefði verið góð. Var samhljóm- ur í orðum hans og niðurstöðum Rannveigar þegar hann sagði að sér virtist það jafnvel hafa haft góð áhrif á starfsandann þegar hópurinn væri ekki of einsleitur. Eyða verður fordómum Finnur vildi ekki ganga fyrir- fram út frá því að múrar væru á milli atvinnulífs og fatlaðra ein- staklinga. „Ef um fordóma er að ræða gagnvart fötluðum er mjög mikilvægt að eyða þeim. En það er líka mikilvægt að eyða for- dómum sem snúa að því hvað fyr- irtæki eru og fyrir hvað þau standa,“ sagði hann og útgangs- punkturinn væri oft sá að fyr- irtækin hugsuðu eingöngu um há- mörkun hagnaðar og litu nánast á starfsfólk eins og vélar. Þetta væri auðvitað fjarri öllum sanni. „En það er í anda þessa við- horfs, að það þurfi að skylda fyr- irtæki með lögum eða reglugerð- um til að gera góða hluti,“ sagði Finnur. „Hættan er sú, að slíkt eyðileggi eðlilegan hvata fyrir- tækja til að koma til móts við þá sem eiga undir högg að sækja og vinni þannig gegn hinum upphaf- legu markmiðum.“ Að veita fötluðu fólki atvinnu er liður í velgengni fyrirtækis, sagði Rannveig, og skapar jákvæða ímynd og umfjöllun. „Þátttaka fatlaðs fólks er í samræmi við þau pólitísku og siðferðilegu gildi sem við leggjum til grundvallar í sam- félagi okkar og menningu; jafn- rétti, réttlæti, lýðræði og borg- aralega þátttöku. Þetta er það sem við segjum og viljum að sé til grundvallar okkar samfélagi.“ Fatlaðir einstaklingar mæta betur til vinnu  Virkjum kraft/6 Ávinningur af atvinnuþátttöku fatlaðra rannsakaður ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.