Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar SELST hafa 2.788 fleiri fólksbílar fyrstu ellefu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Alls hafa selst 9.382 bílar á móti 6.594 bílum í fyrra, sem er 42,3% aukning milli ára. Toyota er langmest seldi fólks- bíllinn á Íslandi með markaðshlut- deild upp á 27,8%, en í öðru sæti er Volkswagen með 10,2% hlut. At- hygli vekur mikil söluaukning á Honda og Renault, 172,5% og 115,8% aukning á milli ára og skammt á eftir kemur Suzuki með 113% aukningu. Þá er Citroën með 119,7% aukningu en þar eru mun færri bílar að baki. Sala á fólksbílum það sem af er árinu er mun meiri en hún hefur verið síðastliðin þrjú ár. Ef salan verður í meðallagi í desember verða seldir yfir 10.000 bílar á árinu. Þó er líklegt að heldur dragi úr sölunni í desember, eins og jafnan gerist í þeim mánuði. Það er þó ljóst að það þarf að leita nokkur ár aftur í tím- ann til að að finna jafnmikla sölu á einu ári. Í fyrra nam heildarsalan á fólksbílum 6.937 bílum og árinu 2001 seldust 7.248 fólksbílar.                       !                                                                                            "#$%& '(( $$) ((% *+% *(+ **' **$ *%+ )$' )%( )&+ "%) %'* %*( ,"&        Bílasalan jókst um 42,3% ÞAÐ er til Audi A8 með tvenns kon- ar V8 bensínvélum og tveimur for- þjöppudísilvélum, V6 og V8. Nú kynnir Audi flaggskipið sem heitir A8L 6.0 quattro. Bíllinn er með W12 vél. Í Audi skilar þessi vél 450 hestöflum og hámarkstogið er 580 Nm. Á snúningssviðinu milli 2.300 til 5.300 snúningum næst fram 95% af hámarkstoginu. Bíllinn nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á 5,2 sekúndum og 200 km hraða á 17,4 sekúndum. Há- markshraðinn, 250 km á klst, næst á innan við hálfri mínútu. Bíllinn er með sex þrepa sjálfskiptingu með handskiptivali. Skiptingin er með sportstillingu sem bíður lengur með að skipta bílnum upp og skiptir hon- um fyrr niður þannig að aflið nýtist betur frá vélinni. Bíllinn er með sítengdu fjórhjóla- drifi og loftpúðafjöðrun er staðal- búnaður í þessari gerð flaggskips- ins. Ökumaðurinn getur valið á milli fjögurra mismunandi stillinga á fjöðruninni, allt frá mjúkri til stífri sportfjöðrunar. Útlitslega séð er A8L 6.0 öðru vísi en aðrir í þessari línu. Grillið er stærra og hann er með stærri loft- inntökum með krómrömmum. Þetta hefur áður sést á hugmyndabílnum Nuvolari quattro. A8L 6.0 er með nýrri framljósatækni; framljósum með aðlögunarhæfni. Að innan er lúxus og þægindi eins og til siðs er í dýrustu lúxusbílum. Bíllinn kemur á markað í Evrópu upp úr miðjum næsta mánuði og verðið í Þýska- landi er 117.000 evrur, um 10,5 milljónir ÍSK: Audi A8 fékk Auto Trophy. Audi A8L 6.0 A8 er glæsilegur að innan. ÞAÐ er nokkuð algengt að fram- leiðendur kalli eftir tilteknum gerðum bíla, eða bílum frá tilteknu tímabili og eftir framleiðslunúm- erum, til að láta lagfæra eða skipta um einhver stykki. Sumir bíla- framleiðendur auglýsa slíkar inn- kallanir á heimasíðum sínum og eftir því að dæma eru innkallanir ekki fátíðar. Almennt er litið svo á að innkallanir beri vott um góða þjónustu við bíleigendur, fremur en lélega framleiðsluvöru. Lag- færingarnar eru enda yfirleitt gerðar í því skyni að tryggja ör- yggi bílanna og endingu. Þáttur í gæðastefnu Íslenskir bíleigendur eru ekki undanskildir þegar framleiðendur kalla inn bíla. Sigurjón Ólafsson, þjónustustjóri fólks- bílasviðs hjá Brimborg, sagði innkallanir æv- inlega gerðar að fyrirmælum framleiðenda. Fyrirmælunum fylgdu nákvæmar upplýsingar um hvað þyrfti að lagfæra í bílum af ákveðnum gerðum og með tilteknum verksmiðjunúmer- um. Áður en innköllun færi fram þyrfti umboðið að útvega nauðsynleg aðföng, t.d. varahluti. Síðan væru send bréf til eigenda bílanna um að koma með þá í þjónustuviðgerð. Ef ekki er brugðist við fyrstu boðun er sent ítrekunarbréf eftir ákveðinn tíma. Sé því ekki sinnt er sent þriðja bréf, öllu alvarlegra, þar sem ábyrgðinni af því að trassa að mæta með bílinn til þjónustu- viðhalds er varpað á eigandann. „Það er hluti af heildargæðastefnu framleið- endanna að bílarnir séu ávallt í sem bestu lagi og fyllsta öryggis sé gætt. Þetta eru yfirleitt fyrirbyggjandi aðgerðir og framkvæmdar áður en nokkur skaði hlýst af. Hvort heldur slys eða bilanir.“ Sigurjón sagði það eiga við um alla bílafram- leiðendur að innkalla bíla við og við. Þó taldi hann þjónustuinnkallanir heldur algengari í Bandaríkjunum en Evrópu, líklega vegna þess að neytendalöggjöf væri strangari vestanhafs. Yfirleitt nýlegir bílar Halldór Ásmundsson, verkstæðisformaður á bílasviði hjá Heklu, sagði þjónustuinnkallanir nokkuð algengar, þótt ekki teldust þær til dag- legs brauðs. Eftir að fyrirmæli berast frá fram- leiðendum eru bíleigendur látnir vita bréflega að þeir eigi að koma með bílinn sinn í þjónustu- viðhald. Í sumum tilvikum eru bréfin send í ábyrgðarpósti, svo viðtakandi þurfi að kvitta fyrir móttöku. Ef menn bregðast ekki við því eru send ítrekunarbréf og reynt að hafa sam- band við þá símleiðis. Yfirleitt er um nýlega bíla að ræða, en það er þó ekki algilt. Nýlega voru t.d. kallaðir inn bílar af tiltekinni gerð sem gilti alveg aftur til árgerð- ar 1991. Halldór sagði viðskiptavinina almennt vera ánægða með þessa þjónustu Halldór taldi nokkurn mun á framleiðendum hversu fljótt þeir ákvæðu að innkalla bíla. Sum- ir væru mjög vakandi fyrir þessu en aðrir færu sér hægar. „Flestar þessar viðgerðir flokkast ekki sem lífsspursmál og bráðliggur ekki á að framkvæma þær. Innkallanirnar eru alla vega. Sumt er lagað þegar bílar koma í reglulegt þjónustueftirlit og eigandinn veit ekkert af því, í öðrum tilvikum eru eigendur beðnir að koma með bílana. Þessar viðgerðir eru eigendum allt- af að kostnaðarlausu.“ Í þeim tilvikum sem bíleigendur búa fjarri þjónustuverkstæðum umboðanna er reynt að leysa það. Ýmist er þeim boðið að koma með bíla sína næst þegar þeir eiga leið um þar sem er þjónustuverkstæði, eða samið er við nálægt verkstæði um að framkvæma viðgerðina. Morgunblaðið/Júlíus Almennt er litið svo á að innkallanir beri vott um góða þjónustu við bíleigendur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bifreiðaframleiðendur fylgjast með því hvernig framleiðsla þeirra reynist. Ef ástæða þykir til eru bílar kallaðir inn til þjón- ustuviðhalds og skipt um eða það lagað sem framleiðandinn telur sig bera ábyrgð á að sé í lagi. Þjónustuinnkallanir þáttur í gæðastefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.