Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 B 3 bílar RENAULT Scenic og Volkswagen Touran, nýjustu fjölnotabílarnir á markaðnum, fengu báðir fimm stjörnur í nýjustu árekstrarprófun Euro NCAP. Scenic er þriðji bíllinn frá Renault sem fær fimm stjörnur. Það vakti sömuleiðis athygli hve lak- ur árangur Mazda var í prófuninni. Tveir nýir bílar framleiðandans fengu fjórar stjörnur. Mazda 6 hlaut 26 stig, sem er aðeins einu stigi meira en nauðsynlegt var til þess að hljóta fjórar stjörnur, og Mazda 2 fékk fjórar stjörnur með 25 stigum og var því hættulega nærri því að falla niður í þriggja stjörnu flokk- inn. Renault Laguna var fyrsti bíllinn til að hljóta fimm stjörnur í árekstr- arprófuninni árið 2001. Síðan hafa fleiri en tíu bílar náð fimm stjörnum í prófununum. Þar sem svo margir bílar hafa náð þessum árangri líta margir svo á að allt annað en fimm stjörnur sé niðurlæging fyrir fram- leiðandann. Menn eru því ekki heldur ánægðir í herbúðum Audi þar sem Audi A3 fékk aðeins 29 stig, sem þýðir aðeins fjórar stjörnur. Fyrir tveimur árum hefði 29 stig þótt góð frammistaða hjá bíl í millistærðarflokki. En þar sem annar millistærðarbíll, Renault Megane, hlaut 33 stig fyrr á árinu, og þar með fimm stjörnur, hljóta 29 stig að vera vonbrigði fyrir Audi. Ekki síst í ljósi þess að ný kynslóð Volkswagen Golf, sem væntanleg er á markað hérlendis á næsta ári, er á sama undirvagni og Audi A3. Innan tíðar verður ný kynslóð VW Golf prófuð hjá Euro NCAP og nái hann ekki fimm stjörnum hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir VW-sam- stæðuna. Það virðist augljóst að Volks- wagen leggur áherslu á góða út- komu úr Euro NCAP. Þegar nýi fjölnotabíllinn VW Touran var próf- aður fyrr á árinu fékk hann 32 stig sem dugði honum ekki til þess að ná fimm stjörnum, og það þótt VW hefði sett í bílinn búnað sem minnir ökumann á að spenna öryggisbeltið, en fyrir slíkan búnað er gefið eitt stig. Í prófun Euro NCAP núna hafði VW bætt einnig við búnaði til þess að minna farþega í framsæti á að spenna beltið og fékk þar með 33 stig og fimm stjörnur. Jeep hefur gripið til sömu ráðstaf- ana. Þegar Cherokee var prófaður í fyrra fékk hann 24 stig sem dugði ekki fyrir fjórðu stjörnunni. Nú er Cherokee með búnað til að minna ökumanninn á að spenna beltið og fékk því fjórðu stjörnuna hjá Euro NCAP. Scenic og Tour- an með fimm stjörnur EURO NCAP (European New Car Assessment Programme) er sjálf- stæð stofnun sem allt frá 1997 hefur gert prófanir á öryggi bíla sem seldir eru í Evrópu. Árekstrarprófunin er afar umfangsmikil og tekur á fjórum þáttum, þ.e. árekstur framan á bílinn, hliðarárekstur, árekst- ur á staur og skaða sem fótgangandi vegfarandi verður fyrir þegar ek- ið er á hann. Bílunum er gefið stig eftir því hvernig þeir standa sig í þremur fyrstu prófununum. Hámarksstigafjöldi fyrir þær prófanir er 34 stig, 16 fyrir árekstur að framan, 16 fyrir hliðarárekstur og 2 fyrir árekstur við staur. Að auki geta framleiðendur síðan 2002 fengið stig fyrir viss- ar gerðir af búnaði sem minnir á notkun öryggisbelta. Búnaðurinn verður þó að minna á notkunina bæði með hljóði og mynd. Gefið er eitt stig fyrir búnað af þessu tagi, en mest þrjú stig sé búnaðurinn fyrir ökumann og tvo farþega. Þannig er mest hægt að ná 37 stigum. Mest hægt að ná 37 stigum Renault Scenic fékk fimm stjörnur. Mazda rétt náði fjórum stjörnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.