Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar OUTLANDER, jepplingurinn frá Mitsubishi sem leysti hinn mis- heppnaða Pajero Pinin af hólmi, kom á markað síðastliðið vor. Þá var bíllinn einvörðungu til með 136 hestafla bensínvél og beinskiptur. Outlander vakti strax mikla at- hygli þegar hann kom á markað fyrir sportlegt útlit sitt og góða aksturseiginleika. Nú er hann kominn á markað með 2,4 lítra, 160 hestafla vél og með sjálfskipt- ingu með handskiptivali. Þetta ætti að geta skipt sköpum fyrir sölu á bílnum hérlendis, því eins og flestum ætti að vera ljóst, kjósa Íslendingar framar öðrum Evr- ópuþjóðum sjálfskipta bíla; og ekki síst í flokki jepplinga. Óvenjulegt jepplingslag Outlander er með dálítið óvenju- legt lag af jepplingi að vera. Hann er á einhvern hátt fólksbílalegri og um leið sportlegri en helstu keppi- nautarnir og aksturseiginleikarnir minna líka meira á fólksbíl en jeppa. Vélarhlífin er löng með áberandi broti í miðju og grillið áberandi og kraftalegt. Hliðarlínan er há og hliðargluggarnir litlir. Afturhlerinn er síðan kúptur og minnir dálítið á langbakslag á fólksbílalegri jepplingum, eins og t.d. Subaru Forester. En þetta er hreinræktaður jepp- lingur. Fjórhjóladrifið er sítengt og bíllinn er án millikassa. Þetta er sama drifkerfi og í Lancer Evolution og er með seigjukúpl- ingu og mismunadrifi sem gerir bílinn liðugri í snattinu innanbæj- ar. En Outlander getur líka tekist á við erfiðari aðstæður því það eru 19,5 cm undir lægsta punkt. Und- irvagninn, með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum með McPherson- gormafjöðrun að framan og fjöl- liðafjöðrun að aftan, gefur bílnum mikla rásfestu. Góð vinnsla en meiri eyðsla Beinskipti bíllinn er eingöngu fáanlegur með 2ja lítra vélinni, sem dugar honum alveg í þeirri gerð, en efasemdir hefðu líklega vaknað með þó ekki aflmeiri vél í sjálfskiptri gerð. Nýja 2,4 lítra vél- in, 160 hestafla, kemur þar fersk inn og skilar bílnum góðri vinnslu og þokkalegri hröðun; 11,2 sek- úndur er uppgefinn tími og telst alveg viðunandi fyrir jeppling. En eyðslan er að sjálfsögðu meiri og Mitsubishi gefur upp 13,8 lítra í innanbæjarakstri og 10,1 lítra í blönduðum akstri. Outlander fæst í tveimur búnaðarútfærslum; Com- fort og Sport. Staðalbúnaður í Comfort er m.a. 16 tommu álfelg- ur, loftkæling, ABS-hemlakerfi með EBD-hemlajöfnun, fjórir líkn- arbelgir, rafdrifnar rúðuvindur, hiti í framsætum, þakrið, þokuljós að framan og rafdrifnir speglar með rafhitun. Við Sport-útfærsl- una bætist síðan leðurinnrétting, tvær sóllúgur, vindskeið og sjálf- virk loftkæling. Fyrir þennan bún- að greiða menn aukalega 300.000 krónur. Outlander er gerður fyrir fimm manns og hann er með þrjá hnakkapúða aftur í, ólíkt sumum keppinautunum. En auðvitað er Outlander ekki stór bíll og það fer betur um tvo fullorðna í aftursæt- um en þrjá. Sætin gefa góðan stuðning og það fer vel um öku- mann undir stýri. Farangursrýmið er reyndar með því minnsta í þess- um flokki bíla. Aftursætin má fella niður í hlutföllunum 60/40 og stór- auka þannig flutningsgetuna. Harður slagur Mitsubishi Outlander er einn af nokkuð mörgum bílum sem falla í jepplingaflokk og þar er barist um viðskiptavinina. Toyota RAV4 hef- ur þar yfirburðastöðu en Outland- er hefur flest það að bjóða sem RAV4 hefur, og sums staðar jafn- vel ögn meira. Sjálfskiptur í Com- fort-útgáfu er hann t.d. á 16 tommu álfelgum, með loftkælingu, hita í framsætum, rafdrifnar rúður og fleira. Hann kostar tæpar þrjár milljónir króna, 2.990.000 kr., og er þá reyndar með 2,4 lítra, 160 hestafla vél. Toyota RAV4 er á hinn bóginn með 2,0 lítra, 150 hestafla vél og kostar 2.990.000 kr. Aðrir bílar í þessum flokki eru t.a.m. Suzuki Grand Vitara, Honda CR-V, Nissan X-Trail, Hyundai Santa Fé, Kia Sportage og jafnvel Renault Scenic RX og Subaru Forester. Morgunblaðið/Ásdís Mitsubishi Outlander er núna klár í jepplingaslaginn kominn með sjálfskiptingu. Sjálfskiptur Outlander og aflmeiri REYNSLUAKSTUR Mitsubishi Outlander eftir Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Ásdís Mörgum finnst kostur að afturhlerinn opnast upp. gugu@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Dálítið sportlegur blær er yfir innréttingunni í Outlander. Morgunblaðið/Ásdís Vélin er 2,4 lítrar og skilar 160 hestöflum að hámarki. Vél: 4 strokkar, 16 ventlar, 2.368 rúmsentimetrar. Afl: 160 hestöfl við 5.750 snúninga á mínútu. Tog: 216 Nm við 4.000 snúninga á mínútu. Drif: Sítengt aldrif. Gírskipting: Fjögurra þrepa sjálfskipting með handskiptivali. Hröðun: 11,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: Ekki uppgefið. Eyðsla: 13,8 lítrar innan- bæjar, 10,1 lítri í blönd- uðum akstri. Lengd: 4.545 mm. Breidd: 1.750 mm. Hæð: 1.620 mm. Hjólhaf: 2.625 mm. Eigin þyngd: 1.560 kg. Farangursrými: 402/ 1.049 lítrar. Hemlar: Loftkældir diskar að framan, skálar að aftan. Hjólbarðar og felgur: 215/ 60 R16. Verð: 2.990.000 kr. Umboð: Hekla hf. Mitsubishi Outlander 2.4 Comfort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.