Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.2003, Blaðsíða 6
FINNSKA borgin Rovaniemi er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún var eyðilögð í síðari heims- styrjöldinni og endurbyggð eftir hugmyndum eins þekktasta arki- tekts Finnlands, Alvars Aaltos, sem m.a. teiknaði Norræna húsið í Reykjavík. Borgin er í Lapplandi við heimskautsbauginn og þarna hefur jólasveinninn hreiðrað um sig og laðar til sín þúsundir ferða- manna á hverju ári. Þangað hafa líka bílaframleiðendur sótt í gegn- um tíðina til þess að prófa bíla sína við kaldari aðstæður en ríkja sunn- ar í Evrópu. Algengt er að hita- stigið fari niður í -20 gráður og ekki óþekkt að -40 gráða frost læsi klóm sínum í allt og alla. Um þetta leyti árs er ekki farið að birta að ráði fyrr en klukkan er langt geng- in í ellefu og það er farið að dimma strax aftur upp úr kl. 14. Öryggi stöðugleikakerfisins Porsche kynnti Cayenne-jepp- ann í Rovaniemi, það er að segja nýjustu gerðina með V6-vélinni. Þarna eru kjöraðstæður til þess að prófa bíla við vetraraðstæður. Fyrst var ekið eftir ísilögðum sveitavegi um 150 km leið og menn kynntust af eigin raun stöðugleika- kerfi bílsins. Undir bílunum voru ósköp sakleysislegir Michelin-vetr- arhjólbarðar á 17 tommu álfelgum, ónegldir og með frekar fíngerðu munstri af vetrardekkjum að vera. Það var ekið gætilega því það var hálagler á veginum. Það kom þó ekki í veg fyrir það að bíllinn losn- aði á veginum í beygjum en raf- eindastýrt stöðugleikakerfið greip strax inn í og leiðrétti kúrsinn. Kerfið, sem kallast PSM (Porsche Stability Management), lætur öku- mann og bílinn afskiptalausan við allan venjulegan akstur, en við að- stæður eins og í Rovaniemi var það stöðugt að grípa inn í og kom örugglega í veg fyrir nokkrar út- afkeyrslur blaðamannanna í reynsluakstrinum. Manngerðar akstursþrautir Þegar komið var inn á sjálft prófunarsvæðið, Heimskauts- baugs-aksturssvæðið, tóku við manngerðar akstursþrautir sem voru sérstaklega hannaðar til þess að sýna fram á ágæti drifkerfis og rafeindabúnaðar bílsins. Það var athyglisvert að sjá þegar spólvarn- arkerfið tók öll völd af ökumanni þegar farið var upp brattar brekk- ur. Bíllinn hikaði á meðan tölvu- búnaðurinn reiknaði út hvernig best væri að dreifa drifaflinu og síðan silaðist hann hægt og örugg- lega upp brattann. Við þessar að- stæður er eins og inngjöfin sé gerð óvirk því það gerist ekkert þótt stigið sé á bensíngjöfina. Tölvu- búnaður í bílnum ákveður hve mik- il þörf er fyrir afl til hvorra hjóla í samræmi við aðstæður hverju sinni. Það er sama drifkerfi og nánast öll sama tækni í V6-bílnum og Cay- enne S og Cayenne Turbo. Drif- kerfið deilir átakinu þannig að við venjulegar aðstæður fer 62% þess til afturhjólanna og 38% til fram- hjólanna. En jafnframt sér spólv- arnarkerfið, PTM, um að deila afl- inu með öðrum hætti, allt að 100% til fram- eða afturhjólanna eftir þörfum hverju sinni. Bíllinn er með sítengdu fjórhjóladrifi. Próf- unarbíllinn var á gormum en V6 er líka fáanlegur með loftpúðafjöðr- uninni. Aftengjanleg jafnvægisstöng Ein nýjung Porsche í Cayenne er aftengjanleg jafnvægisstöngin. Þetta er þó ekki staðalbúnaður en er í sérstaklega útbúnum torfæru- gerðum, eins og þeirri sem blaða- menn brugðu sér á til þess að fara yfir djúpan skurð við torfærusvæð- ið. Með tvö hjól á lofti, aftengda jafnvægisstöng og fætur af fetlum, sá bíllinn sjálfur um að dreifa átakinu á þau tvö hjól sem höfðu grip og flytja það strax aftur til allra hjólanna þegar bíllinn var komin yfir hindrunina. Það var áhrifaríkt að reyna drif bílsins í bröttum brekkunum og á torfæru- brautinni og staðfesti það, sem undirritaður reyndar áður vissi, að Porsche hefur náð að hanna og þróa eitt fullkomnasta fjórhjóla- drifskerfi sem völ er á. Sportlegur gírkassi Önnur nýjung í V6-bílnum er sex gíra handskiptur gírkassi. Þetta er einhver sú nettasta og slípaðasta beinskipting sem fáanleg er í jeppa. Það er stutt á milli gíranna og gírstöngin sjálf er stutt og leik- ur í höndum ökumanns. Porsche hefur fyrstur bílaframleiðenda hannað búnað með þessum gír- kassa sem aðstoðar ökumann við að taka af stað í brekkum. Bún- aðurinn, sem kallast PDOA, (Porsche Drive-Off Assistant), virkar þannig að þegar stöðvað er í brekku með bílinn í gangi fara fót- hemlarnir sjálfvirkt á og haldast á þótt stigið sé af fóthemlinum. Um leið og kúplingunni er sleppt er hægt að taka mjúklega af stað á ný. Þetta gildir sömuleiðis fyrir bakkgírinn og sér maður fyrir sér að þessi búnaður sé þægilegur fyr- ir þá sem eru með þungar kerrur eða fellihýsi í drætti við slíkar að- stæður. Það gafst ekki kostur á því að reyna Cayenne á auðu malbiki en miðað við þau kynni sem undirrit- aður hefur haft af Cayenne S og Cayenne Turbo er óhætt að slá því föstu að hér er um virkilega vand- aðan akstursgrip að ræða – og verðið er ekki svo miklu hærra en á velbúnum sex strokka bensín- jeppum sem fyrir eru á markaðn- um. Það sem er þar fyrir ofan helgast af miklum staðalbúnaði og nafninu sem klingir – Porsche. Auðvelt er að aftengja stöðugleikastýringuna og leika sér á bílnum í snjónum. Nýi sex gíra handskipti gírkassinn í Cayenne minnir mest á skiptingu í sportbíl. Drif á öllum og nóg af aflinu. Cayenne er fær í flestan sjó. Aukabúnaðarlistinn er langur. Þar er m.a. að finna þetta púströr. Nýja V6-vélin í Cayenne er smíðuð af VW en breytt hjá Porsche. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson. gugu@mbl.is Cayenne á ís við heimskautsbaug REYNSLUAKSTUR Porsche Cayenne Guðjón Guðmundsson 6 B MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Vél: Sex strokkar, 3.189 rúmsentimetrar, 24 ventlar, fjórir yfirliggjandi knastásar. Afl: 250 hestöfl við 6.000 snúninga á mín- útu. Tog: 310 Nm við 2.500– 5.500 snúninga á mínútu. Drif: Sítengt aldrif (62/ 38). Gírskipting: Sex gíra handskiptur. Hröðun: 9,1 sekúnda. Hámarkshraði: 214 km/ klst. Lengd: 4.782 mm. Breidd: 1.928 mm. Hæð: 1.699 mm. Hjólhaf: 2.855 mm. Eigin þyngd: 2.160 kg. Dráttargeta: 3.500 kg. Hemlar: Kældir diskar að framan og aftan. Fjöðrun: Gormafjöðrun. Dekk og felgur: 235/65 R 17. Verð: 6.500.000 kr. Umboð: Bílabúð Benna. Porsche Cayenne

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.