Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? Getur flú n‡tt skattfrádrátt me› flví a› f járfesta í atvinnutæk jum fyrir áramót? Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Tala›u vi› sérfræ›ing! Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Markaðssetning Íslands Viðtal við Kára Kárason hjá Flugleiðahótelum 10 Réttur minnihluta Staða minnihluta í hlutafélögum 12 AÐHALD OG ENDUR- SKIPULAGNING ÞJÓNUSTU- og færslugjöld af notkun debetkorta í verslunum gætu numið um einum milljarði króna á þessu ári. Handhafar deb- etkorta á Íslandi greiða 12 til 13 krónur í færslugjöld fyrir hvert skipti sem greitt er fyrir vöru og þjónustu með debetkorti. Þá greiða seljendur vöru og þjónustu á bilinu 0,2 til 0,8% þjónustugjöld á hverja debetkortafærslu, þó að hámarki 190 krónur á færslu. Í Danmörku eru hvorki innheimt færslugjöld né þjónustugjöld og í Svíþjóð eru innheimt föst þjónustu- gjöld en engin færslugjöld. Árgjöldin hærri erlendis Íslenskir debetkorthafar greiða auk færslugjalda árgjald debetkorts sem nemur 250 til 275 krónum, samkvæmt gjaldskrám Íslands- banka, Landsbanka, Kaupþings Búnaðarbanka, SPRON og s24.is. Úttektir í hraðbönkum innanlands eru íslenskum korthöfum að kostn- aðarlausu. Í Svíþjóð greiðir kaupandinn ekk- ert færslugjald, samkvæmt upplýs- ingum frá Nordea Bank, SEB og Handelsbanken. Ekki er heldur tekið gjald fyrir úttekt úr hrað- banka innanlands. Árgjald kortsins hjá þessum bönkum er allt frá því að vera ekkert upp í tæpar 2.900 krónur (288 SEK). Í Noregi er árgjald debetkorts allt að því að vera u.þ.b. 1.400 krón- ur (125 NOK). Þar í landi eru færslugjöld korthafa á bilinu 16 til 22 krónur (um 1,5 til 2 NOK), samkvæmt upplýs- ingum frá Nordea bankan- um í Noregi. Úttekt í hrað- banka innanlands er gjaldfrjáls. Í Danmörku er svokall- að Dankort langút- breiddasta debetkortið. Samkvæmt upplýsingum frá Dankort greiðir kortaeigandinn (kaupandinn) ekkert gjald fyrir færslur enda ekki heimilt sam- kvæmt lögum. Fyrir úttekt úr hrað- banka er venjulega ekki greitt nema um sé að ræða hraðbanka annarra banka en þess sem korthafi skiptir við. Árgjald af debetkortum er allt frá því að vera ekkert upp í að vera um 1.800 krónur (150 DKK). Þjónustugjöld jafnan föst tala Þjónustugjöld seljenda vöru og þjónustu hér á landi eru prósentu- tengd, á bilinu 0,2 til 0,8%, þó að lágmarki 3 krónur og að hámarki 190 krónur hver færsla hjá Euro- pay og að lágmarki 5 krónur og að hámarki 110 krónur hjá Visa, sam- kvæmt upplýsingum frá Visa, Euro- pay og Kortaþjónustunni, sem tek- ur fast 60 króna gjald af Visa-debetfærslum. Í Svíþjóð greiða seljendur jafnan fast þjónustugjald á hverja færslu, sem er um 8 krónur á færslu þegar um matvöru er að ræða en um 24 krónur fyrir aðra vöru, samkvæmt upplýsingum úr skýrslu Euro- Commerce í Brussel. Í Danmörku eru ekki innheimt þjónustugjöld af söluaðilum vegna hinna svokölluðu Dankorta, sem eru algengustu debetkortin þar í landi, enda er ekki heimilt að innheimta slík gjöld. Þó hefur verið tekin ákvörðun um að frá ársbyrjun 2005 verði þjónustugjald af seljendum, sem nemur um 6 krónum á færslu (0,5 DKK). Í Finnlandi kostar hver færsla söluaðilann allt að u.þ.b. 5 krónum eða allt að 0,03%. Ekki fengust upp- lýsingar um þjónustugjöld í Noregi. Færslugjöldin skila 400 mkr. Heildarvelta á debetkortum nam 333 milljörðum króna á árinu 2002 og á fyrstu tíu mánuðum þessa árs nam veltan 295 milljónum króna, samkvæmt Hagtölum Seðlabanka Íslands. Þar af nam debetkortavelt- an í verslun innanlands 111 millj- örðum króna fram til októberloka á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er algengt að þjónustu- gjöld séu um 0,6 til 0,7%. En miðað við að þjónustugjöld séu að með- altali 0,4% má gera ráð fyrir að þjónustugjöld verslana af debet- kortum nemi alls um 440 milljónum króna á tímabilinu en hafi numið tæpum 500 milljónum á árinu 2002. Fjöldi færslna á debetkort voru 44,7 milljónir á árinu 2002 og 39,4 milljónir frá janúar til loka október í ár. Þar af voru tæplega 38 millj- ónir færslna vegna verslunar árið 2002 og 33,5 milljónir á þessu ári. Þetta þýðir að færslugjöld kort- hafa vegna viðskipta við verslanir hafa skilað bönkunum á þessu ári ríflega 400 milljónum króna sé mið- að við 12 til 13 króna færslugjöld. Þess ber þó að geta að bankarnir bjóða viðskiptavinum sínum gjarn- an gjaldfrjálsar færslur, t.d. 150 frí- ar færslur á ári, og í einu tilfelli sem Morgunblaðið þekkir til eru engin færslugjöld tekin af korthöf- um, það er hjá Sparisjóði Önund- arfjarðar. Þá hefur meðalkostnaður kaup- manna af hverri færslu miðað við 440 milljónir króna í þjónustugjöld og 33,5 milljónir færslna í versl- unum numið rúmum 13 krónum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þjónustu- og færslugjöld af notk- un debetkorta í verslunum gætu samkvæmt þessu numið upp undir einum milljarði króna á þessu ári í heild. Meðalúttekt 3.300 krónur Þess má ennfremur geta að með- alupphæð úttekta á debetkort í verslunum er, miðað við tölur Seðlabankans, um 3.300 krónur en var á síðasta ári um 2.800 krónur. Fjöldi debetkorta í notkun var í lok október sl. tæplega 316 þúsund. Gjöld af notkun debetkorta nærri milljarður á árinu Færslugjöld á korthafa sjaldgæf í nágranna- löndunum en árgjald debetkorts er þar jafnan hærra heldur en á Íslandi          !  " # $  %  # $  &'()'& &*+&)& ',,+& --. ()*'  &&+)-, &./,.( '&+&( *./ ,*.) (/*.+ &/-. ,.(,   ((.,& &,-' (*-/  01   01   2 3  4  1 4   &'0&(  &-0''61 4 7  14      !    7  (0&)+ *0', +0. %  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.