Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 B 11 NFRÉTTIR                        !!                      !! " "       #                  $% ! &                  '   ' # ' #         (  $       #$%&'"#()#*' TALIÐ er að örtæknin muni geta breytt þeim forsendum sem unnið hefur verið eftir hingað til í hinum hefðbundnu vísinda- og tæknigrein- um, að sögn Ingólfs Þorbjörnssonar, verkfræðings hjá Iðntæknistofnun. Hann segir að með örtækninni sé unnið frá minnstu efniseiningum og upp, en algengast sé að vinna öfugt nú, þ.e. með því að minnka hlutina sem þegar eru til og í notkun. Þetta geri að verkum að hægt sé að sníða efni og tækni að þeim þörfum sem ætlunin er að nota það í. Örtæknin geti þannig valdið straumhvörfum í allri tækniþróun í framtíðinni. Í gær hófst ráðstefna sem RANN- ÍS, Samtök iðnaðarins og Iðntækni- stofnun standa fyrir, um örtækni og styrkjaáætlun ESB um efnis-, fram- leiðslu- og örtækni. Ráðstefnunni lýkur í dag. Meðal ræðumanna á ráð- stefnunni eru Tim Harper frá CMP Cientifica og Nicholas Hartley frá ESB, sem kynnir styrkjamöguleika á þessu sviði samkvæmt 6. rann- sóknaáætlun sambandsins. Ingólfur er fundarstjóri á seinni degi ráð- stefnunnar. Sérstaða sem þörf er á Ingólfur segir að lengi hafi verið vit- að um þá möguleika sem örtæknin bjóði upp á. Á síðari árum hafi að- stæður hins vegar verið að skapast til að nýta hana. Fyrirsjáanlegt sé að örtæknin muni til að mynda nýtast innan líftækninnar, skynjaratækni- nnar og efnistækninnar. Sem dæmi um mögulega nýtingu örtækninnar í framleiðslu segir hann að nefna megi efni sem hrindi frá sér óhreinindum, svo sem af klæðnaði, gleri, málmum og fleiru. Tilgangurinn með ráð- stefnunni sé einmitt að ræða um þá möguleika sem örtæknin býður upp á svo og að dreifa upplýsingum milli þeirra sem eru að fást við þessi mál- efni og þeirra sem hugsanlega gætu nýtt sér þessa tækni. „Evrópusambandið hefur ákveðið að verja sem svarar til 109 milljarða íslenskra króna í örtækniáætlun sína. Það segir til um hve mikla trú sambandið hefur á þessari tækni. Ákveðin fyrirtæki hér á landi sjá sér nú þegar hag í að nýta sér hana þótt hún sé enn á byrjunarstigi. Við erum vel í stakk búin til að standa okkur vel í þessum efnum, því örtæknin byggist á þverfaglegri þekkingu. Hún snertir fjölmörg svið, sem kem- ur sér vel fyrir okkur Íslendinga. Við eigum auðvelt með að raða saman hópum fólks sem hefur menntun frá mismunandi þjóðlöndum og þekkir þar af leiðandi rannsóknarumhverfi víða að. Við höfum þá sérstöðu sem þarf til að taka vel á þessum málum,“ segir Ingólfur. Straumhvörf í tækniþróun Möguleikar örtækninnar ræddir á ráðstefnu hér á landi Í ÁRSLOK 2004 má ætla að gjald- eyrisforði Seðlabanka Íslands verði kominn í tæplega 70 milljarða króna, ef uppkaup bankans verða þau sem kynnt voru í októ- ber, en Seðla- bankinn hefur sett sér að lág- marksforði hans verði 50 milljarð- ar. Þetta kemur fram í mánaðar- riti Landsbanka Íslands. Þar kemur fram að líklegast sé að Seðlabankinn hækki vexti í febrúar á næsta ári þeg- ar fyrsta hefti Peningamála fyrir árið 2004 verður gefið út, að því gefnu að tilkynnt verði um að ráðist verði í stækkun Norðuráls eins og yfirgnæf- andi líkur virðast nú vera á að gert verði fljótlega upp úr áramótum. Annað sem hefur áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta eru ákvarðan- ir varðandi breytingar á húsbréfa- kerfinu. Framvindan í ríkisfjármál- um mun einnig skipta miklu, en þessi þrjú atriði eru þau atriði sem Seðla- bankinn fylgist grannt með um þess- ar mundir varðandi hugsanlegar breytingar á peningastefnunni, að því er fram kemur í mánaðarriti Lands- bankans. „Áhrif hækkandi vaxta á gengi krónunnar eru að öðru jöfnu til styrk- ingar þó svo að tengsl skammtíma- vaxta og gengis séu ekki mjög sterk hér á landi fremur en annars staðar. Engu að síður ætti þetta að valda Seðlabankanum nokkrum áhyggjum, sérstaklega ef gengið stykist frá því sem nú er. Líkur á vaxtahækkunum erlendis gera það þó að verkum að verulega dregur úr þessum áhrifum og því má telja nánast öruggt að bankinn muni ótrauður hækka stýri- vexti á næsta ári um ca 1–1,5% eftir því hversu sterk uppsveiflan verður,“ segir ennfremur í mánaðarriti Lands- bankans. Spá vaxtahækk- un í febrúar Klapparstíg 44, s. 562 3614 Nýtt útlit í stáli Froðuþeytari fyrir cappucino Verð 2.995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.