Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NHLUTAFÉLÖG  SÁ réttur minnihluta hluthafa í ís- lenskum hlutafélögum að geta valið sér fulltrúa í stjórn er einstakur í samanburði við nágrannalöndin að mati Áslaugar Björgvinsdóttur, lög- fræðings og dósents við Háskóla Ís- lands, en hún hefur stundað rann- sóknir á sviði félagaréttar, verðbréfamarkaðsréttar og kaup- hallaréttar um árabil. Í þessum rétti minnihlutans felst að sögn Áslaugar að hluthafar sem eiga samtals 20% eða meira hlutafé geta krafist margfeldis- eða hlutfalls- kosningar við stjórnarkjör, en í fé- lögum þar sem eru 200 eða fleiri hlut- hafar, nægir að handhafar 10% hlutafjár krefjist þess. Í fimm manna stjórn nægir að ráða yfir 16,67% at- kvæða til að ná manni inn. „Réttindi minnihluta við stjórnar- kosningar í íslenskum hlutafélögum er að þessu leyti gjörólíkur réttarst- öðu minnihluta í hlutafélögum á hin- um Norðurlöndunum og öðrum lönd- um í Evrópu þar sem lagareglan er að sá sem ræður yfir meirihluta at- kvæða velur alla stjórnarmenn,“ sagði Áslaug í samtali við Morgun- blaðið. „Hér á landi á minnihlutinn kost á að koma fulltrúa inn í stjórnina og þá er stjórnin ekki skipuð eingöngu af þeim sem ræður félaginu og fleiri sjónarmið ættu þar með að vera tryggð.“ Áslaug segir að þetta ákvæði hafi verið sett í lög á sínum tíma í því skyni að auka vernd minnihlutans. „Þetta var gert með það að mark- miði að treysta hlutafélagaformið og auka lýðræði í hlutafélögum, m.a. með því að bæta réttarstöðu minni- hlutans.“ Danir féllu frá reglunni Áslaug segir að hugmyndin hafi á sín- um tíma komið til skoðunar í Dan- mörku. Hún segir að danska hluta- félaganefndin hafi lagt til árið 1964 að veita minnihluta hluthafa eða þeim sem færi með þriðjung hlutafjár rétt til að velja fulltrúa í stjórn en hafi fallið frá því árið 1969 þar sem hún óttaðist að þvinguð minnihlutaþátt- taka í stjórn gæti leitt til samstarfs- örðugleika í stjórninni. „Í Danmörku voru einnig uppi sjónarmið um að svona reglur væru tæpast samrýmanlegar heilbrigðri fjármálastjórn fyrirtækja og gætu veitt samkeppnisaðilum tækifæri til að komast yfir félagsleyndarmál. Með hliðsjón af ríkri trúnaðar- skyldu þeirra manna sem gegna stjórnunarstörfum gagnvart félaginu verður þó almennt að ganga út frá því að stjórnarmenn gæti þeirrar skyldu sinnar að gæta hagsmuna félagsins og varðveita viðskiptaleyndarmál þess.“ Áslaug segir aðspurð að það megi ef til vill draga þá ályktun að almenn sátt ríki um þetta fyrirkomulag á skipan stjórnar á Íslandi en hvorki hafi verið gerð sérstök könnun á því í hve miklum mæli reglunni er beitt í íslenskum hlutafélögum né þýðingu hennar fyrir stjórnunarhætti þeirra. „Slík rannsókn gæti þó vafalaust verið áhugaverð og jafnframt væri áhugavert að athuga hvort þessar ís- lensku reglur gætu þjónað sem fyr- irmynd við fyrirhugaða endurskoðun innan Evrópusambandsins á reglum um stjórnkerfi hlutafélaga, en hún miðar að því að bæta stjórnunarhætti fyrirtækja innan ESB og koma á „raunverulegu hluthafalýðræði í Evrópusambandinu“, eins og það er orðað,“ segir Áslaug. Réttur til að höfða mál Af öðrum ákvæðum sem varða vernd hluthafa í minnihluta nefnir Áslaug 95. grein hlutafélagalaganna en þar er um að ræða svokallaða meginreglu um minnihlutavernd. Þar segir: „Hluthafafundur má ekki taka ákvörðun sem bersýnilega er fallin til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félags- ins.“ Þá segir Áslaug að eitt dæmi um mjög sterka minnihlutavernd sé í 96.grein laganna þar sem segir fyrst: „Hluthafi, stjórnarmaður eða fram- kvæmdastjóri getur höfðað mál vegna ákvörðunar hluthafafundar sem hefur verið tekin með ólögmæt- um hætti eða brýtur í bága við lög þessi eða samþykktir félagsins.“ Síð- an segir í 3. mgr. 96. gr.: „Nú verða úrslit í dómsmáli þau að ákvörðun hluthafafundar telst ógild, og skal þá ómerkja ákvörðunina eða breyta henni. Breyting á ákvörðun hluthafa- fundar er þó einungis unnt að gera að þess sé krafist og það sé á færi dóms- ins að ákveða hvers efnis ákvörðunin hefði réttilega átt að vera. Dómur í slíku máli bindur einnig þá hluthafa er ekki hafa staðið að málshöfðun.“ „Þarna er löggjafinn að tryggja ákveðið jafnvægi á milli þess að meirihlutinn ráði og að hluthafalýð ræði sé virkt. Þennan ofangreinda rétt hefur hver einstakur hluthafi án tillits til þess hve stóran hlut hann á.“ Áslaug segir að í Þýskalandi hafi menn óttast misnotkun réttar ein- stakra hluthafa til málsóknar. „Það var talað um að hægt væri að þrýsta á stjórnina að kaupa af manni hluta- bréfin í félaginu, með hótunum um málsóknir. Þá má nefna að samkvæmt 97. gr. geta hluthafar með 25% hlutafjár á bakvið sig farið fram á rannsókn á til- teknum málum.“ „Svo segir í 135. grein að hluthafa- hópar sem ráða yfir 20% hlutafjár geti krafist þess að félagið höfði skaðabótamál, þó að almenna reglan sé að hluthafafundur verði að sam- þykkja lögsókn. Þarna er verið að tryggja minnihlutanum rétt til þess að höfða skaðabótamál í nafni félags- ins.“ Ennfremur segir Áslaug að ákveð- in minnihlutavernd sé í tengslum við atkvæðagreiðslu í hlutafélagi en auk- inn meirihluta eða þrjá fjórðu hluta greiddra atkvæða og samþykki hlut- hafa sem ráða yfir minnst 2⁄3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með at- kvæði fyrir á hluthafafundinum þarf til að breyta samþykktum og sam- þykki allra ef takmarka á ákveðin réttindi hluthafa eða auka skyldur þeirra í félaginu. Þurfa að gæta sín betur Af einstökum málum, eins og t.d. ný- legt mál þar sem hluthafar sem eiga samanlagt 14% hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar, HÞ, hafa höfðað mál gegn HÞ og Samherja vegna kaupa HÞ á fjölveiðiskipinu Þorsteini EA ásamt aflaheimildum af Samherja, þar sem þess er krafist að kaupin á skipinu verði ógilt og fenginn verði dómkvaddur matsmaður til að meta verðgildi skipsins og aflaheimild- anna, segir Áslaug að þar gæti orðið um prófmál að ræða. „Samningur eins og þarna var á ferðinni við jafntengdan aðila og raun ber vitni þarfnast alltaf skoðunar. Þarna eiga aðilar að vita að viðskiptin geta vakið grunsemdir. Því er eðli- legt að krafist sé hlutlægs mats dóm- kvaddra matsmanna. Það er líka eina úrræði stefnandans í málinu þar sem á honum hvílir sönnunarbyrðin.“ Umræða um rétt minnihlutahluthafa í íslenskum hlutafélögum hefur kom- ið upp að undanförnu í tengslum við fyrrnefnt mál gegn HÞ og Samherja, en einnig hefur Vilhjálmur Bjarna- son, formaður félags fjárfesta, gagn- rýnt meintan yfirgang stærri hlut- hafa á kostnað þeirra minni. Nú síðast í tengslum við umskiptin sem urðu með Eimskip hf. og þá hrinu hlutabréfaviðskipta sem varð í fram- haldinu þar sem stórir hluthafar réðu ferðinni að hans mati, litlu hluthaf- arnir hafi setið hjá og lítið getað gert. Í október fjallaði greiningardeild Kaupþings Búnaðarbanka um vernd minnihlutahluthafa í tengslum við fyrrnefnd viðskipti tengd Eimskipi hf. „Það sem hefur kannski helst hrundið þessari umræðu af stað voru átök valdablokka í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins sem lauk með uppgjöri nú um miðjan september. Nú er ekki svo að Grein- ingardeild álíti að þessi átök hafi ver- ið neikvæð fyrir minni hluthafa, þvert á móti. Fólki hefur gefist kostur á að selja hluti sína í fjölda félaga á verði sem er langt yfir raunvirði, að mati Grein- ingardeildar, og eiga því þessi átök ekkert skylt við áðurnefnd yfirtöku- tilboð sem hafa jafnvel farið fram á undir verði. Engu að síður vakna fjöl- margar spurningar í kjölfar þessara viðskipta og má segja að reynt hafi á regluramma markaðarins með áður óþekktum hætti,“ segir í greininni. Og í lokin í sömu grein segir: „Eft- irlitsaðilar verða hins vegar að gera sig sýnilegri til að fullvissa fjárfesta um að þeir njóti raunverulegrar verndar.“ Yfirtaka og viðskiptahættir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands, segir að mál varðandi minnihlutavernd séu í stöðugri skoð- un hjá Kauphöllinni. Hann segir að Kauphöllin hafi margoft fengið fyr- irspurnir og spurningar um álitaefni í þessu sambandi. Hann segir að mál- efni sem tengjast vernd minnihlutans séu í skoðun í kauphallanefndinni sem er að störfum og vonast Þórður eftir að nefndin skili niðurstöðum síð- ar í vetur. „Hvað varðar yfirtökuregl- urnar, sem tengjast þessu mjög, þar höfum við verið skýrt á þeirri skoðun, að þrátt fyrir að reglum um yfirtöku- skyldu í hlutafélögum hafi verið breytt í mars sl. þá var skilið eftir álitamál sem við töldum nauðsynlegt að yrði kveðið á um með skýrum hætti í lögum. Það er annars vegar verðið í yfirtökutilboðinu og hinsveg- ar tengslin á milli þeirra hluthafa sem mynda þessi 40% sem kalla á yf- irtökutilboð. Nefndin hefur m.a. skip- að sérfræðingahóp til að vinna málið áfram og til að skoða hvernig þessum málum er háttað í nágrannalöndun- um.“ Þórður segir að þar að auki séu þessar reglur til skoðunar og vinnslu hjá Evrópusambandinu. „Við hljót- um eðli málsins samkvæmt að taka mið af því hvað þar gerist. Svo er það hinn vettvangurinn; verkefni sem við höfum kallað stjórnarhætti fyrir- tækja, „corporate governance“. Þar er álitamálið þetta; hvaða reglur á Kauphöllin sem slík að setja um við- skiptahætti, m.a. um það að tryggja betur hagsmuni minni hluthafa? Þessar reglur eru til skoðunar í mörgum kauphöllum og reglur hafa verið settar. T.d. setti kauphöllin í New York reglur um fjölda óháðra stjórnarmanna í fyrirtækjum og hvernig launaákvarðanir eiga að vera teknar í fyrirtækjum. Svo má nefna að verið er að vinna að miklum bálki innan Evrópusambandsins sem heit- ir „transparency“, eða gegnsæi, og þar er margt sem varðar minnihluta- vernd, t.d. hvaða upplýsingar eiga að komast til almennings og fjárfesta. Mér finnst að eftir þessum tveimur meginlínum eigi menn að feta sig, þ.e. hvað varðar yfirtöku og svo hvað varðar bestu viðskiptahætti og regl- ur er varða stjórnarhætti fyrir- tækja.“ Þórður segir aðspurður að með góðum stjórnunarháttum sé ver- ið að tala um tengslin á milli stjórnar, stjórnenda og hluthafa. „Þarna geta til dæmis verið reglur um hvernig stjórnin á að vera skipuð, ákvarðanir um hvernig laun eru ákveðin, og hvernig launanefnd er skipuð. Svo geta þetta verið nánari útfærslur á kaupréttarsamningi, hvaða viðmið- anir á að nota við gerð samninganna o.s.frv.“ Nánar um kaupréttarsamn- ingana og það hvort nýlegir samning- ar yfirmanna í Kaupþingi Búnaðar- banka hefðu farið á annan veg ef regluramminn hefði verið skýrari, segir Þórður að það gæti vel verið, en erfitt væri að sjá nákvæmlega hvern- ig. „Mér vitanlega er það nú hvergi þannig að kaupréttarsamningar af þessu tagi séu birtir með einhverjum hætti áður en gengið er frá þeim, eða þeir ræddir á hluthafafundi áður en þeir eru formlega frágengnir, “ sagði Þórður að lokum í samtali við Morg- unblaðið. Réttur minnihlutans til stjórnarþátttöku einstakur Íslensku reglurnar gætu orðið fyrirmynd við endurskoðun Evrópusambandsins á reglum um stjórnkerfi hlutafélaga Morgunblaðið/Sverrir „Hér á landi á minnihlutinn kost á að koma fulltrúa inn í stjórnina og þá er stjórnin ekki skipuð eingöngu af þeim sem ræður félaginu og fleiri sjónarmið ættu þar með að vera tryggð,“ að sögn Áslaugar Björgvinsdóttur, lögfræðings og dósents við Háskóla Íslands, en hún hefur stundað rannsóknir á m.a. félagarétti og kauphallarrétti. Staða minnihluta hlut- hafa í hlutafélögum hefur verið til umræðu að undanförnu. Þór- oddur Bjarnason kann- aði rétt minnihlutans í íslenskum hluta- félögum og sá að hann hefur ýmis úrræði sér til varnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.