Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 B 15 NFRÉTTIR Sjálfvindu skeiðklukku úrverk Kúpt safírgler með afspeglun Handsaumuð leðuról Einnig fáanlegt í 18kt gulli Sími: 551 3014 SÍMINN og Origo hafa tekið höndum saman um þróun vef- svæða Símans. Origo ehf., dótt- urfélag TölvuMynda. Origo mun sjá um hönnun og viðhald á helstu vefjum Símans. Einnig annast Origo ýmsa samþættingu og ráðgjöf varðandi þær veflausn- ir sem Síminn býður nú þegar. Í fréttatilkynningu kemur fram að Síminn reki fjölmörg vefsvæði. Þar á meðal má nefna Siminn.is, Vit.is, Simnet.is, Simaskra.is, Þín- ar síður, Frelsi, Boða og Vef- verslun ásamt innraneti starfs- manna. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssíma Íslands, og Friðrik Sigurðsson, forstjóri TölvuMynda hf., innsigla nýgerðan samning Síminn semur við Origo DR. MICHAEL R. Czinkota, pró- fessor í markaðsfræði og alþjóðavið- skiptum, heldur opinn fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands milli klukkan 16.00 og 17.00 á morgun. Fyrirlesturinn, sem er á vegum M.B.A.-námsins við háskólann, fjallar um umhverfi alþjóðaviðskipta í skugga hryðjuverka og hvaða kröf- ur þetta breytta umhverfi gerir til menntunar á sviði alþjóðaviðskipta. Í samtali við Morgunblaðið sagði Czinkota að hann mundi meðal ann- ars fjalla um efnið út frá stöðu Bandaríkjanna, en Bandaríkin væru nú orðin mjög öflugt heimsveldi, jafnvel í samhengi við önnur heims- veldi sögunnar. Heimsveldi sagði hann alltaf umdeild og tók Rómar- veldi sem dæmi, en engum hefði lík- að vel við Rómverja. Þeir hafi engu að síður haft jákvæð áhrif víða og hið sama eigi við um Bandaríkin. Þau flytji boðskapinn um kosti markaðs- hagkerfisins; um það að ákvarðanir á markaðnum séu betri en ákvarðanir ríkisins og áætlunarbúskapur. Al- mennt sé þetta réttur boðskapur og einstaklingar hafi það almennt betra undir markaðshagkerfi en ríkisaf- skiptum. Öðru máli geti gegnt um stórfyrirtæki, í krafti mögulegra áhrifa sinna á ráðamenn geti þau mögulega haft sterkari stöðu þegar ríkisafskipti séu mikil. Czinkota sagðist einnig telja að Bandaríkin beittu áhrifum sínum á alþjóðavettvangi á ábyrgan hátt og bar þau aftur saman við Rómarveldi. Rómverjar hafi ekki látið sér nægja að sigrast á keppinaut sínum, Karþ- agó, heldur hafi borgin verið lögð í eyði og enn í dag standi aðeins rúst- irnar eftir. Ólíkt þessu komi heims- veldið Bandaríkin fram af ábyrgð, sem megi meðal annars sjá af því að ekki sé talið koma til greina að grafa kjarnorkuúrgang utan Bandaríkj- anna, sem þó væri hægur vandi. Bandaríkin leggi meira á sig til að sýna ábyrgð en heimsveldi hafi áður gert. Breytt viðskiptamenntun Að sögn Czinkota þurfa þær miklu breytingar sem orðið hafa á alþjóða- málum, bæði vegna hryðjuverkaógn- arinnar á síðustu árum og einnig vegna aukinnar alþjóðaverslunar og alþjóðasamskipta, að sjást í breyttu námsframboði. Hann segir háskóla vera orðna alþjóðlegri en áður hafi verið, en þeir hafi ekki haldið í við al- þjóðavæðinguna og þær miklu breytingar sem orðið hafi í alþjóð- legum samskiptum. Háskólarnir hafi þróast með tím- anum. Þeir hafi byrjað á að kenna er- lend tungumál, þá menningu og síð- ar alþjóðleg samskipti. Fyrir ekki löngu síðan hafi alþjóðleg markaðs- fræði rutt sér til rúms og í framhaldi af þeim alþjóðlegt viðskiptanám. Þegar staðið sé frammi fyrir því að breyta menningu ríkja, koma á markaðshagkerfi og færa ríki inn í alþjóðasamfélagið þurfi að nýta margar fræðigreinar og námið þurfi að endurspegla það. Czinkota sagði að þeir sem ætli að starfa í alþjóðlegu umhverfi þurfi að hafa breiða þekkingu og þurfi meðal annars að læra um lýðræðið og áhrif menningar og um starfsemi stofnana samfélagsins. Þeir þurfi einnig að geta tekist á við vandamál sem komi upp í samfélögum þar sem miklar breytingar standi yfir. Alþjóðleg við- skiptamenntun þurfi að taka mið af þessu. Alþjóðaviðskipti í skugga hryðjuverka Prófessor í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum ræðir um áhrif af breyttu alþjóðlegu umhverfi á alþjóðlega viðskiptamenntun WAAGE Jewellery, í eigu Hend- rikku Waage, hefur vakið athygli í Bretlandi fyrir nýja skartgripi sem hannaðir eru með bæði íslenskum og alþjóðlegum áhrifum. „Ég hef ferðast mjög mikið og yfirbragð skartgripanna ber þess merki, í bland við íslensk áhrif,“ segir Hendrikka Waage sem hannaði skartgripina. Hún segir bresku blöðin hafa sýnt skartgripunum mikinn áhuga. Þetta eru m.a. The Times, Daily Mail Weekend, You, Femail, Bride, Hello, OK, Daily Telegraph, The Season og New Woman og munu greinar um skartgripina birtast í þessum blöðum næstu vikurnar, að sögn Hendrikku. Um er að ræða tvær skart- gripalínur sem kallast Esja Ring Collection og N-Light Collection. Hendrikka segir skartgripina framleidda bæði úr silfri og 18 kar- ata gulli og skreytta steinum s.s. bláum og hvítum tópas, peridot, blákvars og gulum bergkristal. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í tvö ár og ákvað að framkvæma hana á þessu ári. London er minn helsti markaður þar sem ég er með annan fótinn þar, en ég vinn við al- mannatengsl á þeim markaði. Eftir áramót verð ég með kynningu í Bombay en þar ríkir mikil hefð fyr- ir skartgripi,“ segir Hendrikka og bætir við að hún hafi jafnframt áhuga á að kynna þá fljótlega á Bandaríkjamarkaði. Skartgripirnir eru seldir í versl- unum í London og Bombay auk þess að fást í verslunum Leonard í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Áhugasamir geta enn fremur skoð- að skartgripina á heimasíðunni: waagejewellery.com Íslenskir skartgripir vekja athygli í London AUKINN áhugi á flötum sjón- varpsskjám hefur orðið til þess að Philips mun afskrifa yfir 70 milljarða króna vegna rekstrarerfiðleika LG Philips Displays, að því er segir í Financial Times. LG Philips Dis- plays, sem er að jöfnu í eigu hol- lenska raftækjaframleiðandans Phil- ips og suður-kóreska fyrirtækisins LG Group, er stærsti framleiðandi litasjónvarpslampa í heimi. Hjá LG Philips starfa um 28.000 manns í yfir tuttugu verksmiðjum um allan heim. Í Bretlandi var tveimur verksmiðjum fyrirtækisins lokað fyrr á þessu ári og nú er ætl- unin að loka einni verksmiðju enn í Bretlandi og annarri í Þýskalandi. Financial Times hefur eftir fjár- málastjóra Philips að ástæður sam- dráttarins séu auknar vinsældir flatra sjónvarpsskjáa. Philips afskrifar vegna vinsælda flatra skjáa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.