Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 16
Innbygg› myndavél Ver› 29.980 kr.* 2.000 kr. færast mána›arlega á símreikning næstu 12 mánu›i. Léttkaupsútborgun 5.980 kr. 30% af öllum handfrjálsum búna›i Ver› 8.980 kr. japra200 Bluetooth firá›laus búna›ur fyrir GSM-síma • Raddst‡ring • Virkar me› flestum bluetooth-símum Glæsileg jólagjöf N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 8 7 8 Allar nánari uppl‡singar er hægt a› finna á siminn.is og í gjaldfrjálsu númeri 800 7000. SonyEricsson T610 Vinnur me› flér *Eingöngu fyrir GSM-kort frá Símanum GSM. • GPRS, WAP, MMS • Pól‡tónar (margradda) • Bluetooth, flrá›laus tenging • Dagbók sem keyra má me› outlook og lotus Notes • Símaleikir – hægt er a› sækja n‡ja leiki á netinu me› símanum Sjá nánar á vit.is símans gsm fylgir me› öllum læstum GSM-símum * 2500krónainneigne›a jólakortfrá símanum    $A88A#BC 2C=DE 8ADEF"62 $G6AHAC$A68" ?A67 $A68" B DC  0  0   0  0  0  0  0  0  0  12 %  %1 -3 , ,- %4%+ ,%* &"+ % 6 1 < 1 <6 1 < 6 17<6 1< %"I 8"E EACIA>= 8 1< 6 1< 6 1< 8 1 < AI%C9"  0 81< ?D2?%"H"C  ?A67 $A68" 2CA67" TILKYNNT var til Kauphallar Íslands í gær að Kögun og eigend- ur meirihluta hlutafjár Land- steina-Strengs hefðu ákveðið að taka upp viðræður um kaup Kög- unar á hlut þeirra. Umræddur meirihluti hlutafjár, 56,5%, er í eigu lífeyrissjóða og afgangurinn, 43,5%, er í eigu dótturfélags Brú- ar, Iðu. Ef af kaupunum verður er þetta þriðja hugbúnaðarfyrirtæk- ið sem Kögun kaupir á örfáum mánuðum. Það sem þessi félög eiga öll sammerkt er að starfa á erfiðum markaði og hafa átt í rekstrarerfiðleikum. Er það trú forsvarsmanna Kögunar að hægt verði að breyta rekstri þeirra til batnaðar. Ekki hefur verið gefið upp hvert kaupverð Landsteina-Strengs verður en félögin tvö sameinuðust fyrir tveimur mánuðum. Eðlilegt er að lífeyrissjóðirnir vilji fara út úr rekstri á óskráðu hugbúnaðarfyrirtæki enda mega fjárfestingar lífeyrissjóða í óskráð- um félögum ekki vera meiri en 10% af hreinni eign sjóðsins. Ekki er ósennilegt að einhver hluti greiðslu Kögunar á hlutabréfum í Landsteinum-Streng verði með eigin bréfum líkt og algengt er í viðskiptum sem þessum. Kögun hefur verið skráð í Kauphöll Ís- lands frá árinu 2000 og hefur stækkað umtalsvert á undanförn- um árum. Fjárfesting í Kögun fell- ur því betur að fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða enda eru heimildir sjóðanna mun rýmri hvað varðar fjárfestingar í skráðum félögum en óskráðum. Það á síðan eftir að koma í ljós hversu stóran hlut þeir eignast í Kögun ef af samningum verður, hvort um ráðandi hlut er að ræða eður ei. Meðal stærstu hluthafa í Kögun eru Lífeyrissjóður Norðurlands, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Söfnun- arsjóður lífeyrisréttinda og Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Rúmlega helmingur lands- manna mun vera kvenfólk Konur sem starfa við Háskólann í Reykjavík tóku til sinna ráða á þriðjudag með því að benda á sig sem vænlega fulltrúa í stjórnum félaga á aðallista Kauphallar Ís- lands. Eins og þær benda réttilega á í erindi sínu til forsvarsmanna fé- laganna þá eru einungis 5,3% af stjórnarmönnum, í þeim fimmtán fyrirtækjum sem mynda Úrvals- vísitöluna, konur. Þetta er lágt hlutfall og ekki hægt að sjá nein teikn á lofti um breytingar þar á. Það er hins veg- ar óskandi að forráðamenn félag- anna taki fullt mark á þessu erindi HR-kvennanna enda mjög hæfir einstaklingar þar á ferð. Eins að þetta frumkvæði þeirra ýti undir að leitað verði til kvenna um að taka að sér stjórnarsetu í framtíð- inni. Því eins og kvennahópurinn í Háskólanum í Reykjavík bendir á í erindi sínu þá vonast þær til þess að slá á þann þráláta orðróm að konur hafi almennt ekki áhuga á stjórnunar- og ábyrgðarstörfum. The Economist sagði nýlega frá bókinni „Women Don’t Ask“ eftir Lindu Babcock og Söru Laschev- er. Þær komust að þeirri niður- stöðu að nýútskrifaðir karlar bæðu frekar en konur um hærri laun en þeim væru boðin þegar þeir réðu sig til starfa og það skýrði launa- mun í upphafi. Ef þetta er rétt nið- urstaða og hið sama gildir um setu kvenna í stjórnum – að þær óski síður eftir stjórnarsetunni – þá hefur það breyst með framboði kvennanna í HR. Miklu fleiri karlar en konur eru í stjórnunarstöðum í íslensku við- skiptalífi. Konur í viðskiptalífinu eru eflaust einnig færri en karl- arnir en munurinn er samt sem áð- ur ekki það mikill að hann skýri þennan mikla mun þegar kemur að stjórnunarstörfum. Hverjum sem það er um að kenna þá má leiða hugann að texta lagsins „Ís- lenskir karlmenn“ sem Stuðmenn gerðu frægt um árið. Já, konur eru um helmingur landsmanna þrátt fyrir að erfitt sé að ímynda sér það ef litið til fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Og íslenskir karlmenn, þeir eru sko alls engar gungur, ef marka má sama texta. En skyldu þeir þora að kjósa fleiri konur í stjórnir fyrirtækja? Lífeyrissjóðir og Kögun Innherji skrifar Innherji@mbl.is ÓSKAR F. Jónsson, sem hefur þróað skósóla með harðkornum, hlaut fyrstu verðlaun í sínum flokki í árlegri evrópskri hugmyndakeppni í Brussel í Belgíu. Greint var frá úr- slitum keppninn- ar í gær en keppnin sjálf fór fram föstudaginn 28. nóvember síð- astliðinn. Keppt var í fjórum flokkum og tóku Íslendingar þátt í þeim öllum. Þátt- takendur voru alls yfir 1.300 talsins frá flestum löndum Evrópu. Í septembermánuði síðastliðnum fékk Óskar fyrstu verðlaun í sam- keppni um gerð viðskiptaáætlana, Nýsköpun 2003. Fyrirtæki hans, GDTS ehf., hyggst þróa og framleiða margvíslegar tegundir af skóm og skósólum með harðkornum og með mismunandi markhópa og þarfir í huga. Hugmynd Óskars hlaut fyrstu verðlaun í flokknum Sproti (e. Seed) í evrópsku hugmyndakeppninni, en í þeim flokki kepptu fyrirtæki sem eru á frumstigi. Verðlaunin námu 15.000 evrum, jafnvirði rúmlega 1.300 þúsund íslenskra króna. Í umsögn dómnefndar segir að hugmynd Óskars sé nytsöm nýjung sem feli í sér umtalsverðar endur- bætur á vöru sem allir þurfi á að halda og muni koma skóiðnaðinum til góða. Rannsóknir á vegum GDTS sýni að harðkornasólar hafi allt að 30% meira grip en hefðbundnir skó- sólar. Stórkostleg viðurkenning Óskar segir að verðlaunin séu stór- kostleg viðurkenning fyrir hann og sýni að hugmyndin sé mikils virði eftir alla þá miklu vinnu og þann mikla tíma sem hann hafi lagt í hana. Hann segist ekki vera í miklum vandræðum með að framleiða skó með harðkornasólum, en mikið fjár- magn þurfi í markaðsátak. „Verð- launin hljóta að hvetja íslenska fjár- festa til að styðja við bakið á mér,“ segir Óskar. „Vonandi sjá menn hve stórt tækifæri þetta er.“ Hann segir að harðkorna skór geti m.a. nýst mjög vel í sjávarútvegi, bæði fiskvinnslu og sjómennsku. Einnig megi nefna matvælafram- leiðslu, stígvél fyrir börnin í leikskól- um, veiðistígvél, reiðstígvél fyrir hestamenn og fjallgönguskó, svo dæmi séu nefnd. Þá sé hann einnig með áætlanir um að framleiða ör- yggisskó með stáltá fyrir iðnaðar- menn og venjulega götuskó fyrir al- menning. Tvenn verðlaun til Spánar Hinir flokkarnir sem í var keppt í evrópsku hugmyndakeppninni voru Hvatning, Stofnstig og Vöxtur. Í flokknum Hvatning kepptu aðilar sem hafa þróað hugmynd sem talin er geta skilað arðsemi síðar meir. Sigurvegari í þessum flokki var fyr- irtæki er nefnist Inoxfrost, sem er frá Spáni. Hugmynd fyrirtækisins gengur út á framleiðslu á ísmolum sem eru lengur að bráðna en venja er, fyrir tilstilli tiltekins stálforms. Í flokknum Stofnstig kepptu fyr- irtæki sem eru að slíta barnsskón- um. Þar bar sigur úr býtum fyrir- tækið Puron frá Þýskalandi, sem hefur þróað nýja tegund „filtera“ til notkunar þar sem vatnsúrgangur er mikill, til að draga úr mengun. Í flokknum Vöxtur kepptu fyrirtæki sem eru í vexti og þykja lofa góðu. Sigurvegari í þessum flokki var fyr- irtækið Medplant Genetics frá Spáni, sem vinnur að rannsóknum á sviði líftækni. Harðkornasólar fengu fyrstu verðlaun Sigurvegarinn í Nýsköpun 2003 sigraði í sínum flokki í evrópskri hugmyndakeppni Óskar F. Jónsson keppninni við ameríska framleiðandann Boeing og í ár mun Airbus í fyrsta sinn afhenda flugfélögum fleiri vélar en Boeing. Forstjóri Boeing, Phil Condit, sagði af sér í vikunni eftir hneykslismál í tengslum við viðskipti við bandaríska her- inn. Þegar hann tók við árið 1996 var markaðshlutdeild Boeing í sölu til flug- félaga 65%, hlutdeild Airbus var 30% og ÁSTRALSKA flugfélagið Qantas Airways hefur samið við Airbus um kaup á 23 Air- bus A320-flugvélum fyrir nýtt lággjalda- félag sitt, Jetstar. Listaverð vélanna er um 85 milljarðar króna, en að sögn Qant- as kepptu flugvélaframleiðendurnir Boeing og Airbus hart um að ná samn- ingnum og því má gera ráð fyrir að samn- ingsverðið sé nokkuð undir listaverðinu. Þó að Boeing hafi misst af stóra samn- ingnum um vélar fyrir Jetstar náði fyr- irtækið samningi við Qantas um sölu á fimm 737-800-flugvélum til endurnýjunar á almennum flugvélaflota félagsins. Sá samningur er hins vegar mun minni en samningur Qantas við Airbus og er lista- verð flugvélanna fimm rúmir 20 millj- arðar króna. Airbus fram úr Boeing Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur á síðustu árum sótt í sig veðrið í hlutdeild McDonnell Douglas var 5%, en ári síðar sameinuðust Boeing og McDonnell Douglas. Þrátt fyrir minnkandi markaðshlutdeild í sölu til flugfélaga hefur Boeing vaxið mikið undir stjórn Condit, sem lagði áherslu á að breikka vöruframboðið, meðal annars með auk- inni framleiðslu herflugvéla og aukinni áherslu á eldflaugar, geimferðir og gervi- hnetti. Reuters Qantas kaupir Airbus A320

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.