Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 1
4. desember 2003 Veiðar á trjónukrabba eru hafnar við landið og lofa þær góðu. Færeyskur útgerðarmaður hafnar kvótakerfinu Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu UM JÓL er jafnan mikil sala á rækju í Bretlandi, sem er lang- stærsti markaður fyrir rækju frá Íslandi. Magnús Þ. Magnússon, sölustjóri hjá Brimi, segir á heima- síðu ÚA, að megnið af þeirri rækju sem selst í stórmörkuðum núna á síðustu vikum fyrir jól sé komið í dreifingu út í stórmarkaðina. „Það má segja að salan hafi gengið ágætlega. Nú er bara að vona að væntingar innkaupamanna í stórmörkuðum um sölu gangi eft- ir. Stærstu vikurnar í sölu eru enn eftir. Verðin eru þó sem fyrr held- ur lág, en nokkuð stöðug. Í stórum dráttum má segja að verð á rækju sé ekki ósvipað og það var á þess- um tíma í fyrra í erlendri mynt. Stóra rækjan hefur þó lækkað tölu- vert mikið í verði á þessu ári vegna mikils framboðs, millistærðin hefur staðið í stað en smárækjan hefur eilítið hækkað í verði,“ segir Magn- ús. Rækjumarkaðurinn í Bretlandi er um 38 þúsund tonn á ári. Þar af má ætla að Íslendingar framleiði um 18.000 tonn. „Það er rík hefð fyrir rækjuneyslu í Bretlandi, t.d. í forrétti og samlokur – rækjusam- lokan er ein sú vinsælasta hér,“ segir Magnús sem hefur flutt sig um set og starfar nú í hjarta rækjumarkaðarins, hjá Boyd Line í Hull í Bretlandi. „Hér heima hefur hráefnisverð hækkað gríðarlega að undanförnu og gert framleiðendum mjög erfitt fyrir, en hráefnið hækkar jafnan í verði á þessum árstíma í takt við dvínandi veiði og þar með minnk- andi framboð,“ segir á heimasíð- unni. Sala á rækju gengur ágætlega VERÐ á flökum af kyrrahafs- þorski er lágt um þessar mundir, eða komið niður í 2,75 dollara á pundið af lausfrystum, roð- og bein- lausum flökum. Verðið fór yfir þrjá dollara á tímabili í sumar, en jafnan þegar það gerist, gætir kauptregðu og verðið lækkar á ný. Þetta háa verð á flökunum í sum- ar leiddi til þess að margir fram- leiðendur í Alaska lögðu meiri áherzlu á flakaframleiðslu en á heilfrystan hausaðan fisk. Með auknu framboði lækkaði verðið á flökunum. Verð á heilfrysta fisk- inum hefur hins vegar verið mjög gott, hefur farið úr 1,15 dollurum á pundið í 1,25 dollara á pundið, eða nálægt 190 krónum á kílóið. Kín- verjar halda áfram að auka inn- flutning á tvífrystum flökum til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn eiga erfitt að skilja hvernig Kín- verjar geta haft eitthvað upp úr því að selja flökin á minna en 2 dollara pundið, þegar hausaður og slægður togaraþorskur er seldur á 85 sent pundið FOB í Alaska. Upp úr miðju þessu ári hafði innflutningur frá Kína aukizt um 34% og náði 16 milljónum punda eða um 7.300 tonnum. Innflutningur á flökum af atlantshafsþorski hafði dregizt saman um 5% í lok júlí og var innan við þúsund tonn. Um tveir þriðju hlutar þess voru fluttir inn frá Ís- landi. Gert er ráð fyrir að verð á flökum af kyrrahafsþorski verði hagstætt kaupendum áfram.                       Lágt verð á þorski MEIRA magn af fiski hefur farið um fiskmarkaði landsins það sem af er árinu en á sama tíma síðasta árs, en verðmæti þess hefur hins vegar dregist saman um nærri fimmtung. Mest hefur verð lækkað á ýsu, eða um 42%. Alls voru seld 86.373 tonn af fiski á fiskmörkuðum landsins á fyrstu 11 mánuðum ársins sem er ríflega 2,5% aukning frá sama tíma síðasta árs. Alls nam verðmæti aflans sem fór um markaðina um 10.687 milljónum króna og hefur það dregist saman um 17% frá fyrra ári. Mest hefur farið um fiskmark- aðina af þorski, eða um 33.294 tonn sem er um 2.500 tonnum minna magn en í fyrra. Verðmæti þorsks- ins nemur um 5,4 milljörðum króna og er nærri einum milljarði króna minni verðmæti en í fyrra. Með- alverð á slægðum þorski er á tíma- bilinu 189 krónur fyrir kílóið sem er 3,5% lækkun. Þá hafa um 17.729 tonn af ýsu farið um fiskmarkaðina það sem af er árinu en það er 3 þúsund tonn- um meira magn en á síðasta ári. Verðmæti ýsunnar hefur hins veg- ar lækkað umtalsvert, er það sem af er árinu um 1,9 milljarðar króna en var í fyrra um 2,6 milljarðar króna. Meðalverð á slægðri ýsu er á þessu ári 105,64 krónur fyrir kílóið og hefur það lækkað um 42% frá því í fyrra. Verð á ufsa hefur einnig lækk- að umtalsvert á fiskmörkuðunum eða um 30% en meðalverðið það sem af er þessu ári er um 46,68 krónur. Alls voru seld tæp 6.486 tonn af ufsa á fiskmörkuðum lands- ins á fyrstu 11 mánuðum ársins, fyrir rúmar 274 milljónir króna en það er 23% aukning í magni en nærri 13% lækkun í verðmætum. Fiskmarkaðirnir hafa selt um 7.569 tonn af steinbít það sem af er árinu, fyrir um 793 milljónir króna. Þrátt fyrir að það sé 17% aukning í magni er verðmætið nánast það sama og á sama tíma í fyrra. Með- alverð á slægðum steinbít var á tímabilinu 116,6 krónur fyrir kílóið sem er ríflega 13% lækkun frá því í fyrra. Meira magn en minni verðmæti Meðalverð á ýsu hefur lækkað um 42% á fiskmörkuðum á árinu Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.