Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Margt er leggjandi á sig fyrir listina og hefur Álfrún kynnst því. Hún leikur Kollu, 14 ára stelpu með æði fyrir elda- mennsku, í leikritinu Eldað með Elvis eftir Lee Hall í leik- stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, sem verður frumsýnt 30. desember í Loftkastalanum. Hún heimsótti Ostabúð- ina við Skólavörðustíg til að kynnast fag- mannlegum vinnu- brögðum hjá Jóhanni Jóhannessyni. „Þetta er mjög skemmtilegt. Hann er svo flottur kokkur. Maður verður bara svangur af því að fara þarna inn,“ segir Álfrún, sem ætlar að elda á sviðinu og þarf því að kunna réttu handtökin. ELDAÐ Á SVIÐINU „Það verður eldað í mjög mörgum senum. Við náum ekki að gera réttina frá grunni því senurnar eru of stuttar en það verður notað alvöru hráefni. Ljósmyndum af réttunum, sem hún er að elda verður auk þess varpað upp á vegg svo fólk fái betri tilfinningu fyrir því, sem verið er að matreiða.“ Elvis var eins og þekkt er mikill matmaður og fléttast það inn í söguþráðinn. „Pabbinn (Steinn Ármann Magn- ússon) er mikill Elvis-aðdáandi og Kolla (Álfrún) hefur mik- inn áhuga á Elvis líka og öllu í kringum hann. Á afmæl- isdegi pabbans eldar hún uppáhaldsrétt Elvisar, sem er „Chitterlings“, svínsþarmar, soðnir með lauk og pipar og salti og fleiru. Elvis var mikið fyrir ansi fitugan mat og ham- borgara og svoleiðis.“ VILL FREKAR FISK OG KARTÖFLUR Slíkt góðgæti er ekki að skapi Álfrúnar. „Ég er kannski frekar gamaldags og finnst best að fá ferskan fisk og kart- öflur að íslenskum sið. Ég var einmitt að kíkja í Elvis- kokkabók og það var ekki margt þar sem mig langaði til að elda, þó að eftirréttirnir hafi reyndar verið ansi girnilegir. En ég er áhugamanneskja um mat og til í að smakka næstum hvað sem er. Mér finnst gaman að borða austurlenskan mat og þá sérstaklega japanskan,“ segir Álfrún sem er ófeimin við að prófa sig áfram og hefur gaman af elda- mennsku. „Mér finnst skemmtilegt að elda af og til. Það koma tímabil sem mér finnst það mjög gaman en svo verð ég leið á því inn á milli og þarf þá yfirleitt að læra nýjar uppskriftir til að endurvekja áhugann. En það getur verið mikil þerapía og slökun í eldamennsku. Mér finnst sérstaklega skemmti- legt að elda fyrir annað fólk, ekki endilega sjálfa mig.“ HVERFUR Í ELDAMENNSKUNA Maturinn og matargerðin í Eldað með Elvis hefur ákveðna þýðingu. „Stelpan sækir í þennan heim mat- argerðarlistarinnar til að flýja hinn dapra raunveruleika sem hún býr við. Hún týnir sér í því að elda alls kyns eðalrétti og treður sig út til að deyfa sársaukann. Hún er líka að reyna að vera húsmóðirin á heimilinu og halda fjölskyldunni sam- an því pabbi hennar er með heiladofa í hjólastól og mamm- an (Halldóra Björnsdóttir) er með anorexíu og vill ekki borða neitt. Þetta er svona örvæntingarfull tilraun hennar til að sameina fjölskylduna og halda uppi einhverju heimilislífi.“ KLAUFI MEÐ HNÍF Álfrún er hæstánægð með sýnikennsluna hjá Jóhanni og á enn eftir að æfa sig. „Þetta var mjög gaman. Ég þarf að fara að æfa mig með hnífinn, að saxa almennilega. Ég er þekkt fyrir að vera klaufi með hníf þannig að það er ágætt að fá það loksins á hreint, hvernig á að fara að þessu. Pönnurnar eru samt mjög þungar, ég komst að því þegar ég fór að leika eftir þessi flottu „kokkatrikks“ Jóa. Þetta er bara spennandi, maður fær ástæðu til að bæta við sig og ég mun svo sannarlega búa að þessari reynslu.“ | ingarun@mbl.is Má bjóða þér SVÍNSÞARMA? Matur er nautn og getur haft meðferðargildi. Eldamennska gegnir stóru hlutverki í Eldað með Elvis en Álfrún Helga Örnólfsdóttir þarf að setja sig í spor ungs sælkera í hlutverki sínu. Morgunblaðið/Þorkell ÁLFRÚN LÆRIR AÐ SETJA SAMAN LISTILEGA GERÐA SMÁRÉTTI. ÞAÐ ER LIST AÐ FLAMBERA OG ERFITT FYRIR ÓVANA EN ÁLFRÚN KIPPTIST VIÐ OG LOKAÐI AUG- UNUM Í HVERT SINN SEM JÓHANN KVEIKTI Í PÖNNUNNI OG EKKI SKRÝTIÐ MIÐAÐ VIÐ HITANN OG LOGANA SEM GUSU ÞARNA UPP. 5. desember Sælkerakvöld í ostabúðinni séð eina tölvu á skrifstofum ríkisins hérna. Á einum stad sá ég eldgamla ritvél en hún var líklega til skrauts frekar en hitt. Þar af leið- andi þarf að handskrifa allt; blaðsíðu eftir blaðsíðu. Þegar því er lokið þarf að stimpla allt með sjö mismunandi stimplum. Og eng- inn er að flýta sér. Þvert á móti er setið og spjallað um heima og geima þó allt sé brjálað og skrifstofan troðfull af fólki sem öskrar og ýtir og kann ekki fyrir sitt litla líf að fara í ein- falda röð. Annað dæmi er blessaður háskólinn hérna. Í upphafi dvalarinnar fór ég á hverjum degi í skólann til þess að reyna að hitta á kenn- arana og komast að því hvenær kennslan byrjaði. Ef hið ótrúlega gerðist; það er að segja að kennarinn væri viðstaddur í sínum eigin viðtalstíma voru svörin yfirleitt eitthvað á þessa leið: „Hvenær byrjar kennslan? Tjah, gæti verið í næstu viku. Eða kannski bara eft- ir áramót.“ Í byrjun fór þetta ástand óskap- lega í taugarnar í mér. En svo hættir maður að Eftir rúma tvo mánuði í Cagliari á Sardiníu, ætti ég að hafa frá einhverju að segja. Við get- um byrjað á því sem virðist hrjá flest lönd við Miðjarðarhafið (og þeim mun meira eftir því sem maður fer sunnar); ótrúleg skriffinnska og hægagangur á öllum opinberum stöðum. Sem erlendur skiptinemi hef ég þurft að heimsækja hinar ýmsu skrifstofur ríkisins til að fá dvalarleyfi, sjúkratryggingu og ýmiss konar pappíra sem ég veit ekki einu sinni til hvers eru. Og alls staðar er sama sagan; maður fer á eina skrifstofu og er sagt að fara eitthvert annað, maður bíður í röð í hálftíma til þess eins að komast að því að maður átti að fara í hina röðina. Svona gengur þetta í nokkra daga þangað til maður loksins kemst að. Ef maður er heppinn og það er ekki lokað á mann því starfsfólkið þarf að fara heim til sín í fjögurra tíma hádegismat getur gamanið byrjað. Það er nefnilega ótrúlegt að fylgjast með opinberu starfsfólki á Sardiníu. Ég hef ekki nenna að æsa sig yfir þessu. Svona er þetta bara. Annað sem einkennir Sardiníubúa er ótrú- leg hjálpsemi. Einn daginn fór ég með spænskum meðleigjanda mínum í skoð- unarferð um borgina. Við vorum að leita að ákveðnum stað en tókst ekki að finna hann. Við spurðum því roskna konu til vegar. Hún sagðist ekki vera alveg viss en við skyldum bíða aðeins því hún ætlaði að spyrja dóttur sína sem væri örugglega með það á hreinu. Dóttirin mætti á svæðið og útskýrði allt en endaði svo á því að skutla okkur bara á stað- inn þar sem hún var nú hvort sem er á ferð- inni. Og þetta er ekkert einsdæmi. Lendi maður einhvers staðar í vandræðum er bara að biðja næsta mann um aðstoð og líklega endar hann á því að kaupa handa þér kaffi í ofanálag á næsta bar. Svo er nú ekki hægt annað en að minnast á hina alræmdu ítölsku karlmenn svona í lokin. Ljóshært kvenfólk er nefnilega afar sjaldgæft hérna og þar af leiðandi í stórhættu þegar það hættir sér út úr húsi. Hér er til dæmis af- ar hugguleg (og afar ljóshærð) bresk stúlka sem er hreinlega lögð í einelti. Hún fór út að skokka eitt kvöldið en nokkrum mínútum seinna sáu meðleigjendur hennar hana koma á harðaspretti til baka, á flótta undan heilu stóði af Ítölum sem höfðu aldrei séð annað eins. Núna fer hún ekkert nema í fylgd sam- býlinga sinna; þriggja fílefldra karlmanna. En það væri náttúrulega ekkert gaman að vera í útlöndum ef það væri alveg eins heima og þegar öllu er á botninn hvolft er yndislegt að vera hérna. Þó ekki væri nema bara fyrir þá staðreynd að maður getur verið úti á hlýra- bol í nóvember! LÍFIÐ Í SARDINÍU HAFDÍS EYJÓLFSDÓTTIR Það er vel við hæfi að sælkerakvöld séu haldin í Ostabúðinni við Skólavörðustíg, sem er eins og lítið brot af himnaríki fyrir þá sem kunna að meta góðan mat. Jóhann Jónsson, sem margir þekkja sem Jóa í Ostabúðinni, stendur fyrir þessum uppákomum en í samvinnu við Stefán B. Guðjónsson vínþjón kynnir hann sérvalið góðgæti. Á milli 17 og 20 í kvöld verður sérstakt pâté- kvöld. Margir gera sér dagamun með slíkum fram- andi kæfum fyrir jólin og má smakka á villi- bráðapâté, gæsalifrarkæfu og hreindýrapâté í kvöld. Hægt verður að bragða á Kaliforníuvínum frá Berenger með og gæða sér á ostum. Eftir viku, föstudaginn 12. desember, verður hald- ið á sama tíma annað sælkerakvöld, villibráðarkvöld. Jói segir að það sé há- punktur sælkerakvöldanna, „sinfónía spunnin út frá okkar landsfrægu heitreyktu villi- gæsabringu“. Kynnt verða með villibráðavín frá Wolf Blass. Jói segir að tilgangur kvöldanna sé ekki síst að kenna fólki að fara rétt með vín með ákveðnum mat. „Til dæmis halda margir að það sé sniðugt að vera með rauðvín og gráðost en þetta tvennt fer engan veginn saman. Það er bara verið að leiðbeina fólki. Það er mikil tilsögn sem fer fram þarna.“ Um næstu áramót verður Jói búinn að vera í Osta- búðinni í fjögur ár og halda 15 til 20 kynningar. Hann vill endilega fá sem flesta í heimsókn og segir að fólk sé sífellt að læra betur og betur að meta ýmiss konar osta og annað góðgæti. Smakk fyrir sælkera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.