Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5|12|2003 | FÓLKÐ | 11 Saxófónleikararnir Jóel Páls- son og Sigurður Flosason með útgáfutónleika í Ný- listasafninu kl. 18. Á tónleikunum kynna þeir nýútkominn geisladisk „Stikur“. Jóladjass Jóladjass og upplestur í anddyri Borgarleikhússins kl. 20.30 á fimmtu- dag. Höfundar eru Hallgrímur Helgason, Hlín Agnarsdóttir, Flosi Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson, Ævar Örn Jósepsson og Sigurður Pálsson. Douglas í Mósaík Ólafur Jóhannesson fylgist með kvikmyndaleikstjóranum Ró- bert Douglas og fræðist um nýja heimildamynd hans um mannlífið í Mjóddinni í Breið- holti í Mósaík í Sjónvarpinu á þriðjudag kl. 20.45. fo lk id @ m bl .is Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur ra í Húsi lla og lda syngur og r í Húsi Silla alda . 21. Árbæj- arsafn Ilm af hangikjöti og tólgarkertum leggur um Árbæj- arsafn á jólasýn- ingu, sem opin verður í dag og á fimmtudag. Leyndarmál Victoriu Undirfatasýning Victoria’s Secret á Stöð 2 kl. 20.55 á miðvikudag. Fyrirsætur m.a. Tyra Banks, Heidi Klum og Gisele Bundchen. Úrslita- leikur hjá Arsenal Arsenal og Lokomotiv Moskva mætast í úrslitaleik riðilsins í meistaradeildinni í beinni á Sýn á miðvikudag kl. 19.30. Muse og Mínus í Höllinni Breska rokkhljómsveitin Muse spilar fyrir fullri Laugardagshöll á miðviku- dag. Mínus hitar upp. Ljúft á auknum Eyfi og Stebbi eð ljúfa tóna á Gauknum, húsið opnað kl. 21. Lítil jól Litlu jólin á Súfistanum á fimmtudag kl. 20. Felix Bergsson les úr Æv- intýrinu um Augastein. Einn- ig hið árvissa jólahappdrætti, tónlist og óvæntar uppá- komur. Aðventutónleikar Aðventutónleikar Íslandsdeildar Amnesty International í Neskirkju kl. 20 á miðvikudag. Á meðal lista- manna sem koma fram eru Egill Ólafsson og Signý Sæmundsdóttir söngur, Björn Thoroddsen gítar, Guðrún Birgisdóttir flauta, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Peter Maté, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó. Uppi- stand Uppistand verður á Kringlu- kránni á miðviku- dagskvöld. Þrír grín- arar koma fram og kynnir er Hjálmar Hjálm- arsson. Ramm- íslensk heimslist Margrét Elísabet Ólafsdóttir fag- urfræðingur setur innlenda heims- myndlist í al- þjóðlegt sam- hengi í fyrirlestrinum „Rammíslensk heimslist“ í Nor- ræna húsinu á þriðjudag. Wenders í Goethe Kvikmyndin Falsche Beweg- ung eftir Wim Wenders sýnd í Goethe á þriðju- dag kl. 20.30. Ensk-þýsk rimma Manchester United og Stuttgart spila um efsta sæti riðilsins í meistaradeildinni í beinni á Sýn á þriðjudag kl. 19.30. Hundar verða til umræðu á Súf- istanum, 2. hæð bókaversl- unar Máls og menningar við Laugaveg, mánudagskvöldið 8. desember. Brynja Tomer og Guðrún R. Guðjohnsen hafa hunda á heilanum og þær ætla að fjalla um ýmsar hliðar hundahalds og hefja umræð- urnar kl. 20. Segjast þær stöll- ur meðal annars ætla að fjalla um það sem hafa ber í huga áð- ur en fólk fær sér hund, lundar- far hunda og skapferli, eig- inleika ólíkra tegunda og annað í þeim dúr. Að því loknu svara þær fyrirspurnum gesta sem hafa áhuga á að vita meira um hunda og hundamál. Allir sem hafa áhuga á að fá sér hund eða vilja fræðast um hunda eru velkomnir. Aðgang- ur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Ef hundar gætu talað … Ísknattleikur er hröð íþrótt og í uppáhaldi hjá fjöl- mörgum. Einna mestur er vegur hans í vest- urvegi; Bandaríkjum Norður-Ameríku og Kanada, en vinsældir hafa verið að aukast hér heima. Einnig hefur hann notið hylli á hinum Norðurlönd- unum. Björn Lárus Örvar, formaður ísknattleiks- deildar Skautafélags Reykjavíkur, svaraði nokkr- um fádæma einfeldningslegum spurningum um þessa skemmtilegu íþrótt. Segðu mér nú Björn, hvað er svona skemmtilegt við ísknattleik? „Fyrst og fremst er það hraðinn, myndi ég segja. Hann skiptir öllu máli. Krökkum finnst íþróttin skemmtileg, enda eru búningarnir skraut- legir og ýmislegt gengur á inni á vellinum. Allt inn- an velsæmismarka auðvitað.“ Er ekki stundum erfitt að sjá pökkinn? „Fyrir óvana er það erfitt, jú, en þegar maður er aðeins farinn að fylgjast með íþróttinni fer það að takast betur. Þá veit maður hvert á að líta.“ Hvað er ísknattleikur gömul íþrótt á Íslandi? „Þessi þrjú félög sem nú eru starfandi hafa ver- ið að í rúmlega tíu ár, síðan útisvellið kom í Laug- ardal. Íþróttin hefur þó verið stunduð endrum og eins alveg frá stríðslokum.“ Hvað stunda margir ísknattleik hér á landi? „Ætli það séu ekki 5–600 manns.“ Hafa vinsældirnar verið að aukast? „Já, til að mynda hefur orðið mikil aukning iðk- enda hjá Reykjavíkurfélögunum báðum.“ Hvað heita þessi félög annars? „Í Reykjavík eru það Skautafélag Reykjavíkur og Ísknattleiksfélagið Björninn. Á Akureyri er Skauta- félag Akureyrar, rótgróið félag.“ Á hvað reynir í íþróttinni? „Ísknattleikur er jafnvel erfiðari en flestar aðrar hópíþróttagreinar. Leikmenn þurfa bæði að vera góðir á skautum og góða kylfutækni. Ofan á þetta bætist að líkamlegt atgervi skiptir gríðarlega miklu máli. Í leik eru mennirnir bara inni á vellinum í 30–40 sekúndur í einu. Þá eru þeir sprungnir.“ Hvert snýr maður sér sem vill reyna ísknattleik? „Það fer eftir aldri. Við hjá Skautafélagi Reykja- víkur erum til að mynda með það fyrirkomulag að öll börn sem byrja hjá okkur fara fyrst í skauta- skóla, þar sem undirstöðuatriði skautatækni eru kennd. Fullorðnir geta snúið sér til félaganna og það verður vel tekið á móti þeim.“ Hvaða búnað þarf maður? „Til að taka þátt í leik þarf maður töluverðar græjur; hjálm, hanska, olnbogahlífar, brynju, sér- staklega fóðraðar buxur, legghlífar, skauta og kylfu.“ Er þetta ekki töluvert dýrt? „Allar þessar græjur eru dýrar, en krakkar kaupa venjulega notaðan búnað, oftast á u.þ.b. 20 þúsund krónur. Mestur búnaðurinn endist í mörg ár, fyrir utan skauta, sem þarf að skipta um aðeins oftar.“ | ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Eins og elding um ísinn „ÞETTA VAR ÓGNVÆNLEGT“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.