Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 12
„Viltu rjómaís?“ spyr lítill búðarmaður. „Hann kostar bara sexhundr- uð,“ segir hann ákveðið og blaðamaður getur ekki hafnað slíku kostaboði og heldur því á ímynduðum rjómaís þegar hann hittir fegurðardrottninguna Regínu Diljá Jónsdóttur. Regína, sem vinnur á leikskólanum Arnarsmára, lenti í þriðja sæti í keppn- inni um ungfrú Ísland í vor. Hún var á leið til Kína til að taka þátt í Miss World þegar Fólkið ræddi við hana. Hún fór út 7. nóvember en keppnin verður á morgun, laugardag, og sýnir Skjár einn frá henni. Blaðamanni verður ósjálfrátt hugsað til ársins 1985 þegar Hófí, vingjarnlega barnfóstran sem heillaði alla upp úr skónum, var í sömu stöðu en í huga margra er hún hin eina sanna fegurðardrottning. „Jú, þetta þykir nú svolítið Hófílegt,“ segir hún þegar hún er spurð hvort fólk líki þeim stundum saman. Regína, sem er tvítug, æfir mikið þessa dagana, fer og lyftir fyrir og eftir vinnu, borðar bara hollan mat og djamm kemur ekki til greina. Er gaman að taka þátt í fegurðarsamkeppni? „Það er örugglega ekki fyrir alla en hentar mér vel. Mér finnst æðislegt að vera uppi á sviði, athyglissýkin blundar í mér,“ segir hún og bætir við að hana langi til að verða leikkona. Sumum finnst of mikið gert úr fegurð nú til dags, hvað finnst þér um það? „Já, það má vel vera að svo sé, en fegurðarsamkeppnir snúast ekki bara um fegurð; það þarf meira til. Ég lít líka á þetta sem tækifæri, t.d. að fara til Kína í mánuð.“ Hvað finnst strákunum, eru þeir spenntir eða feimnir? „Feimnir? Nei, strákar á Íslandi hafa aldrei verið feimnir við stelp- ur,“ segir hún og brosir. „Ég viðurkenni athygli er aðeins meiri frá strákum eftir keppnina, en ekkert til að tala um.“ |bryndis@mbl.is Loksins hefur mér auðnast sá kjarkur að birta opinberlega þá skoðun sem ég hef á íslenskri tungu. Á tímum víkinga varð mis- skilningur oftar en ekki þess valdandi að menn, konur og börn misstu líf sitt eða limi í harkalegum aðförum bráðra manna með misbeitt sverð. Greindarvísitala mannsins hafði þó ekk- ert með þennan mis- skilning að gera og get- um við því ekki gefið okkur það að menn hafi lagt hver til ann- ars einungis vegna grunnhyggni eða heimsku. Þvert á móti voru víkingarnir vel að sér í vísindum og ýmsu því sem við- kemur beitingu á almennri skynsemi og rökhugsun yfirleitt. Eitt var það þó sem oftast stóð í vegi fyr- ir friði og ró og það var okkar ástkæra og ylhýra íslenska. Víkingarnir voru illskilj- anlegir sökum afkáralegs tungumáls og fyr- ir sakir drykkju. Það segir sig nokkurn veg- inn sjálft að drukkinn maður með dólgslæti, sem tjáir sig á ruddafenginn hátt á íslensku, getur ekki átt sjö dagana sæla í siðmenntuðu samfélagi. Víkingarnir kenndu hins vegar samfélag- inu um og ákváðu þess vegna að flýja land. Nú hvort sem það var tilviljun eða ekki þá sóttust sér um líkir og á endanum voru allir þessir misskildu menn allt í einu samankomnir á þessari eyju með ekkert í farteskinu nema þetta sveitalega tungumál okkar íslenskuna. Látunum hefur síður en svo linnt og nú er svo komið að ég tel þá hugmynd besta að leggja alfarið niður íslenskuna. Hún hef- ur runnið sitt skeið á enda og ég tel að nú sé tími til kominn til þess að fara úr Trab- ant yfir í Bens. Íslenskan er einfaldlega ekki „In“ og algerlega „Out of date“. Ís- lensk orð eru bæði löng, erfið í beygingum og alveg hrikalega púkó. Við þurfum ekki annað en að setja okkur í spor yngismeyjar einnar, sem stödd var á dansleik á Borginni 1944. Þrír menn buðu henni upp í dans, Íslendingur, Finni og Bandaríkjamaður. Finnann þarf ekki að kynna, Finlandia sá um að hann kæmist ekki að. Íslendingurinn sagði eitthvað rosa- lega lummó á íslensku svo að hann leit bara út fyrir að vera ekki með fulla fimm. Bandaríkjamaðurinn sagði hins vegar glað- hlakkalega „Wanna dance honey“. Og þau svifu út á gólfið. Ég held ég tali fyrir munn þjóðarinnar þegar ég segi sannfærður: „Leggjum nú niður íslenskuna.“ Þetta prósess getur far- ið fram í þrepum og ef við leggjum hart að okkur og vinnum ötullega að settu marki getum við verið blessunarlega laus við þennan vágest innan sex ára. Leikskólarnir taka höndum saman og segja brosandi „Welcome kids, welcome“. Eldri kynslóðin getur hins vegar trappað sig rólega niður og æft sig í svonefndum „enskuslettum“ til að byrja með. Sérstaklega verður þetta kærkomið fyrir Alþingi því þar geta menn tekið við skipunum úr Hvíta húsinu í beinni línu í stað þess að þurfa að þýða allar skipanir yfir á íslensku. Forsetinn mun standa keikur við Þingvöll og segja glæstri röddu, svo bergmáli í hljómfögru lögberg- inu: Æslend is a bjútífol kántrý, it rilí is a næslend. Íslenskan er „out of date“ Morgunblaðið/Eggert ÓVERJANDI AFSTAÐA | Viðar Örn Sævarsson ÉG TEL AÐ NÚ SÉ TÍMI KOMINN TIL ÞESS AÐ FARA ÚR TRABANT YFIR Í BENS Býr rithöfundur í þér eða langar þig til að bregða upp stækkunarglerinu? Hið íslenska glæpafélag og Grand Rokk standa fyrir sam- keppni um glæpasmásögu nú í vetur. Úrslit verða tilkynnt snemma í júní á menningarhátíð Grand Rokks. Skilafrestur er til 1. maí og handritum er hægt að skila á Grand Rokk, Smiðjustíg 6 , 101 Reykjavík. Brynhildur Björnsdóttir er félagi í Hinu ís- lenska glæpafélagi og veit ýmislegt um glæpa- sögur og skemmtilega höfunda. Hún er líka kynningarfulltrúi hjá Eddu, söngkona og leik- kona. Hvað er svona heillandi við glæpasögur? „Þær lýsa ákveðnum hluta samfélagsins, sem fólk hefur áhuga á. Fólk hefur gaman af því að leysa gátur og sakamálasögur snúast gjarnan um það að leysa þrautir og fá vísbend- ingar. Þær minna á púsluspil. Líka er oft verið að leika sér með mörkin á milli þess hvað er rétt og hvað er rangt. Það eru kenningar uppi um það í bókmenntafræðinni að fólk skilgreini sjálft sig sem eðlilegt með því að skoða það sem er óeðlilegt. Ég held að glæpasögur hafi boðskap, við fáum skýr skilaboð um hvað er rétt.“ Brynhildur segist alltaf hafa lesið mikið og tekur glæpasögur framyfir aðrar. Auk þess að vera í Hinu íslenska glæpafélagi er hún í glæpaleshring, með föður sínum, Birni Dag- bjartssyni. „Pabbi kveikti áhuga minn þegar ég var lítil því hann átti bækurnar um lögreglu- manninn Martin Beck eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö. Núna erum við til dæmis í því að finna okkur nýja höfunda. Við höfum tekið höfunda eins og Michael Connelly og Ian Rankin og les- ið þá í öreindir sínar. Og svo auðvitað íslensku höfundana. Það er frábært hvað það eru marg- ir að skrifa góðar bækur, eins og Ævar Örn, Arnaldur, Viktor Arnar og Árni Þórarinsson. Svo eigum við Íslendingar okkar eigin leyndardóm sem er Stella Blómkvist,“ segir Brynhildur. Til viðbótar bendir hún áhugasömum á skemmtilegar þýðingar eins og á bókum Henn- ings Mankells og Da Vinci-lykilinn eftir Dan Brown. Er glæpasagan í sókn? Brynhildur segir að síðasta ár hafi verið stórt ár í íslenskum glæpasögum og segir að glæpasagan sé enn í sókn. „Annað sem er að gerast er að Íslendingar eru farnir að finna sig í því að kaupa kiljur og þar með eru lestur og bókakaup farin að jafnast svolítið út yfir árið. Kiljan er eitt höfuðvígi glæpasögunnar, þú ferð með hana í flugvél, sólarströndina og bílferð. Ég held að glæpasagan græði mjög mikið á þessari þróun.“ Tæplega þrjátíu manns eru skráðir í glæpa- félagið og er um einn þriðji konur. Félagið var stofnað í september árið 1999 og er tilgangur félagsins meðal annars að stuðla að viðgangi glæpasagna á Íslandi og að kynningu ís- lenskra glæpasagna. Félagar þurfa að vera í aðstöðu til að stuðla að þessum markmiðum, til dæmis með því að hafa samið glæpasögu eða skrifað um þær, en stjórn félagsins metur þá sem sækja um aðild. Brynhildur segir að glæpasögur séu ekkert síður fyrir konur en karlmenn. „Einn vinsælasti glæpasagnahöfundur allra tíma er Agatha Christie. Svo eru margar konur að skrifa vin- sælar glæpasögur núna eins og Liza Mark- lund, Minette Walters og Patricia Cornwell,“ segir hún og þá er bara að byrja að lesa. Eða að byrja að skrifa því fyrstu verðlaun í glæpasmásagnakeppninni eru 300.000 kr. (helmingur í Viðskiptanetinu), önnur verðlaun eru 100.000 kr. (helmingur í Viðskiptanetinu) og þriðju 50.000 krónur (allt í Viðskiptanet- inu). Þess má geta að keppnin er fyrir rithöfunda og almenning. Tekið verður mið af leiðbeinandi reglum Rithöfundasambandsins við slíka keppni. Ekki er enn búið að ákveða hvort sög- urnar verði gefnar út en verið er að athuga málið. |ingarun@mbl.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg 12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ SvolítiðHÓFÍlegt Gaman að leysa gátur Glæpasmásagnakeppni BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR TEKUR GLÆPASÖGUR FRAM YFIR AÐRAR BÆKUR OG HEF- UR LESIÐ MIKIÐ ALLT FRÁ ÞVÍ HÚN VAR BARN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.