Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 14
Brúðarbandið er nýstofnuð sjö kvenna stelpuhljómsveit sem spilar hrátt pönkrokk. Þær eru nýbyrjaðar að æfa í húsinu. Eruð þið alltaf svona fínar þegar þið spilið? „Já, við spilum bara í brúðarkjólum.“ Dreymir ykkur um að verða brúðir? „Sumar hafa nú þegar verið brúðir en aðrar verða kannski aldrei brúðir. Kannski er þetta eina tækifærið fyrir sumar að vera í brúðarkjól.“ Með hvaða hljómsveitum deilið þið herbergi? „Með Tveimur dónalegum haustum og annarri sem ég man ekki hvað heitir, við erum bara nýbyrjaðar að æfa hérna.“ Hvernig er sambúðin? „Þetta gengur svo smurt fyrir sig að við höfum varla hitt hinar hljómsveitirnar ennþá. Þetta er mjög fínt fyrirkomulag, því maður getur fengið lánað dót ef mann vantar eitthvað, sem er einmitt mjög gott fyrir þá sem eru nýbyrjaðir að sanka að sér græjum eins og við.“ Er gott að vera hérna? „Já, hér er góður andi. Þetta er frábært húsnæði, hrátt en fullt af skapandi fólki.“ Alltaf í brúðarkjólum 14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 5|12|2003 MORGUNBLAÐIÐ Gítarhljómar og trommusláttur berast frá stærðarinnar byggingu í Hólmaslóð- inni. Utangarðsmaðurinn Danny Pollock ræður þarna ríkjum og tekur hann glaðlegur á móti blaðamanni. Við erum stödd í Tónlistarþróunarmiðstöðinni, risastóru æfingahúsnæði sem 22 íslenskar hljómsveitir deila með sér. Hugmyndin að miðstöðinni varð til þegar Danny var sjálfur að leita sér að æfingahúsnæði árið 1999 er hann var nýfluttur heim frá Bandaríkjunum. „Allt sem við gátum fengið var svo skítugt og dýrt. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við græjurnar sem voru að koma til landsins með skipinu,“ segir hann á meðan hann veður um, að því er virðist, endalausa ganga og sýnir blaðamanni inn í hin ýmsu herbergi sem eru full af hljóðfærum og græjum. HLJÓÐFÆRI Í STAÐ BOLTA Danny byrjaði ásamt félögum sínum með húsnæði í Brautarholtinu en þeir færðu sig hingað út á Granda í vor. Þeir ákváðu að stækka við sig vegna mik- illar eftirspurnar en margar hljómsveitir bíða eftir því að geta komist að. Hann gerir ráð fyrir að 40 hljómsveitir geti verið í húsinu þegar það verður full- klárað. „Þetta er í raun svipað og íþróttamiðstöð nema hvað hér kemur fólk saman til að skapa, í stað boltanna eru hljóðfæri,“ útskýrir Danny og bætir við að það séu ekki allir krakkar sem hafi áhuga á íþróttum. Starf þeirra sem standa að húsinu er fyrst og fremst sjálfboðavinna en leigutekjurnar fara allar í fram- kvæmdir og kostnað. Segir hann að þeir félagar, sem eru fjórir, hafi lagt hátt í fimmtíu milljónir í húsið hingað til. Krakkar á öllum aldri nýta sér aðstöðuna, allt frá 15 ára upp í fimmtugt. Hljómsveitirnar eru bæði reyndar og minna þekktar en ungu hljómsveitirnar njóta gjarnan liðsinnis hinna reyndari ef þess gerist þörf. Danny segir sambúð hljómsveitanna ganga vel, aldrei komi upp illindi. „Hér gilda nokkrar einfaldar reglur, til dæmis er bannað að reykja. Hingað kemur fólk til að spila sína tón- list en ekki til að halda nein partí.“ | bryndis@mbl.is Í Sátt og Samlyndi Morgunblaðið/Þorkell Kimono er ein hljómsveitanna 22 sem æfa núna í Tónlistarþróunarmiðstöðinni. Alex Macneil söngvari kann afar vel við staðinn. Með hvaða hljómsveitum deilið þið herbergi? „Danny Pollock og Hudson Wayne.“ Hvernig gengur sambúðin? „Mjög vel, við erum reyndar vanir Hudson Wayne því við höfum deilt húsnæði með þeim síð- ustu tvö árin. Við skiptum vikunni á milli okkar og höfum sömu reglur og gilda í stúdíóum. Það verður að ganga frá eftir sig og ef menn fá eitthvað lánað hjá öðrum þarf að skila því aftur. Þetta eru mjög einfaldar reglur, bara til að halda þessu snyrtilegu.“ Hvernig er að æfa hérna? „Frábært. Þetta er öruggt, vel skipulagt og bara frábært að verið sé að byggja þetta upp. Það er mikil þörf fyrir svona stað. Hér er reyndar dálítið mikil fiskilykt sem leggst yfir allt nokkrum sinnum í mánuði (hlær). En það er allt í lagi, fylgir því bara að vera í Vesturbænum, hún kemur líka heima hjá mér.“ Kemur andinn yfir mann í þessu húsi? „Já, við höfum samið nokkur lög hérna, meirihlutann af nýja efninu okkar.“ Hvað er hljómsveitin að fást við um þessar mundir? „Við vorum að gefa út plötu fyrir stuttu en erum núna að skipuleggja næsta ár, okkur langar til útlanda. Annars erum við að semja nýtt efni fyrir næstu plötu.“ Fiskilyktin fylgir Morgunblaðið/Sverrir Tónleikar til styrktar Tónlistarþróunarmiðstöðinni verða haldnir á Nasa miðvikudaginn 11. desember. Þar koma meðal annarra fram færeyska hljómsveitin Týr, Vínill, Noise, Amos, Douglas Wilson, Bodies sem eru Mike og Danny Pollock og Anonymous. Húsið verður opnað klukkan 20 og kostar 1.000 krónur inn. Einnig verður opið hús laugardaginn 6. desember frá kl. 14. Húsið verður til sýnis, fjöllistahópurinn Börkur sýnir stutt- mynd auk þess sem veitingar verða á boðstólum. Tónleikar og opið hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.