Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 13
m 13 mangói bætt út í og blandað vel sam- an við rauðkálið. Saltið örlítið og ber- ið fram volgt. PASTASALAT 1 pk Orzo pasta (eða önnur pasta- tegund), soðið eftir leiðbeiningum og kælt 2 búnt ruccolasalat 2 pk sherrytómatar (skornir til helminga) Mísódressing: 2 msk ljóst mísó (soyjabaunamauk sem fæst í austurlenskum versl- unum) 2 msk tahin (sesammauk sem fæst í öllum heilsubúðum) 2 msk mirin (sætt hrísgrjónavín sem fæst víðast hvar í dag) 2 msk soyasósa safi úr 1 lime Þessu er öllu blandað saman í mat- vinnsluvél og blandað saman við pastað og tómatana. KJÚKLINGASNÚNINGUR („WRAP“) 4 kjúklingabringur lagðar í hnetu- sósu (sjá síðar) í um 2 klst. 8 tortillakökur 1 búnt ruccolasalat (skolað) 8 stk vorlaukar 2 avókadó (skrælt og skorið í báta) 1 dós sýrður rjómi 10% Hnetusósa (má einnig nota satay- sósu) 1 bolli hnetusmjör ¼ bolli soyjasósa ¼ bolli sesameolía 3 tsk hrísgrjónaedik 2. hvítlauksgeirar 2 tsk rifinn engifer 1 stk rauður chilipipar (án fræja) Öllu blandað saman í matvinnsluvél (getur geymst í eina viku í kæliskáp) Takið helminginn af sósunni og blandið saman við bringurnar og geymið í kæli í um 2 klst. (má vera lengur jafnvel yfir nótt). Hinn helm- ingurinn af sósunni hrærist saman við sýrða rjómann. Steikið kjúklinginn á pönnu við meðalháan hita (um 3–4 mín. á hvorri hlið) og skerið því næst í strimla (um 4 úr hverri bringu). Setjið um 2 msk af sósunni á tortillakök- urnar, 1 vorlauk á hverja og nokkur blöð af ruccolasalati, 2–3 sneiðar af avókadó og 3 strimla af kjúklingi. Þessu er svo rúllað upp og skorið í tvennt. BAKAÐUR HVÍTLAUKUR Skerið ofan af hvítlauknum, setjið skvettu af ólífuolíu ofan á og saltið, bakið í 30 mín við 170°C. Borið fram með kryddolíu (ólífuolía með rósmarín, tímían, sinneps- fræjum og balsamediki). 1 2 4 lauflétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.