Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 15
m 15 VILLIBRÁÐAR-VILLI Villi komst að því að það er ekki alveg málið að gefa út plötu þegar veiðitíminn stendur hæst. Í haust sendi sveitin 200.000 naglbítar frá sér nýja plötu, Hjartagull, sem fær góða dóma, og því gafst minni tími til veiða í ár vegna umstangsins í kringum nýju plötuna. Fyrir utan hljómsveitar- stúss og dagleg störf, er Villi líka umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins At. Hann er heimspeki- menntaður og á heimili hans og unnustu hans, Þórdísar Jónsdóttur, má sjá mörg málverk sem hann hefur málað. Veiðin og eldamennskan skipa síðan stóran sess. „Það er eitthvað sérstakt við það að elda og borða það sem maður hefur veitt sjálfur - þegar ég eldaði mína fyrstu villi- bráð sem ég hafði sjálfur veitt, fékk ég gæsa- húð“, segir hann. Það hlýtur líka að fylla mann stolti að hafa gengið á heiðar, dregið björg í bú og bera síðan steikina fram fyrir vini og fjöl- skyldu. Helst telur hann afa sinn, Steingrím Þor- steinsson frá Dalvík, hafa erft sig að veiðibakter- íunni en Steingrímur, fyrrverandi kennari, var mikill veiðiáhugamaður og stoppaði líka upp dýr og málaði málverk. Listhneigðin og veiðiáhuginn hafa greinilega skilað sér til barnabarnsins. Nokkrir vina Villa deila með honum skotveiðiá- stríðunni og á haustin er oft farið í lengri eða skemmri ferðir. Nú verður æ algengara að bændur leigi tún sín og haga fyrir atvinnuveiði- menn sem skjóta gæsirnar í haugum. Sumir segja að 90% af allri veiði séu veidd af 10% veiðimannanna. „Meðalveiðijóninn“ verður því oftar en ekki að leita upp á afréttar og heiðar til að finna fuglinn. Villa þykja löngu veiðiferðirnar einna skemmtilegastar þegar gengið er á fjöll og legið úti með viðlegubúnað í 2-3 daga. Hann er hins vegar þögull sem gröfin um hvert þeir sæki helst, lætur duga að segja að þeir fari mikið „út úr bænum“. DAUÐUR HESTUR Veiðiáhugi Villa fór að kræla á sér um tvítugsald- urinn - „frekar illa tímasett, þar sem ég var ný- fluttur að norðan til Reykjavíkur. Svo mátti ég ekki eiga byssu sem krakki - kannski hafði það eitthvað að segja líka“. Hann segist aldrei hafa lent í neinum sérstökum svaðilförum í veiðiferð- unum, sem betur fer, og aldrei hafi Goretex- klæddir björgunarsveitarmenn verið ræstir út til að leita skyttunnar, góðu heilli. „Ég get þó sagt frá því þegar ég var dauður hestur.“ Ha? „Já, einu sinni var ég með félögunum að veiða og við gistum í tjaldi. Veðrið var gott og ég ákvað að sofa úti í svefnpokanum. Ég rums- kaði við einhvern hvin og þyt fyrir ofan mig. Þeg- ar ég opnaði augun blasti við mér heill hrafn- aflokkur sem hringsólaði yfir mér og einn af öðrum steyptu þeir sér niður og flugu rétt við nefið á mér - sjálfsagt ætlað að kroppa augun úr hræinu…það var heldur óskemmtilegt að vakna upp við þetta. Þarna upplifði ég að vera dauður hestur." EITTHVAÐ NÓGU FLÓKIÐ Uppáhaldsmatur Villa er gæs og lambakjöt og fiskur er líka í uppáhaldi, t.d. skötuselur. Hann fylltist miklum eldunaráhuga þegar hann flutti að heiman og helst vill hann útbúa flókinn mat, eitt- hvað sem reynir á. Sólarhringurinn verður oft langur hjá tónlistarmanninum sem spilar fram á nótt og það setur eldamennskunni ákveðnar skorður en hann á það samt til að koma heim um 2-3 leytið á nóttunni og taka til við eitthvað virkilega flókið í eldhúsinu. Matreiðslubók Helgu Sigurðardóttur frá 1955 þykir Villa mikið snilldar- verk og framsýn miðað við sinn tíma og gott ef ekki „besta bók sem hefur verið skrifuð á ís- lenska tungu“. Aðrar matarbækur sem hann tínir til sýna eitt áhugamál hans til viðbótar, vín og drykkir. Hann dregur fram „The NEW International Guide to Drinks“ (frá 1984) þar sem má finna ýmsan fróðleik um vín. Ekki síður fræðandi er alfræðibók um vín og áfengi og hvernig nota má það í matargerð - bók sem set- ur af stað margar tilraunir. Uppi í hillu gerjast magnaður lögur sem Villi ætlar að nota sem að- ventusnafs með piparkökunum en í flöskunni liggur vodka í góðu kompaníi með kanilstöng, appelsínuberki, negulnöglum og sykri. Hann hristir í kokkteil þar sem hráefnin eru Baccardi, Grand Marnier, nýkreistur appelsínusafi og sódavatn og sér sjálfan sig í anda á efri árum, þegar hann býr örugglega í villu og röltir niður í garðinn í slopp, með kokkteil í annarri hendinni. NÓTNAUPPSKRIFT AÐ GÓÐU BOÐI Sett var upp boð hjá Villa þar sem jólagæs prýð- ir veisluborðið, og einnig ýmis þjóðlegur sunnu- dagsmatur. Að leiðarljósi er haft að maturinn sé einfaldur, jarðbundinn en þó með rokkuðu ívafi, að hætti Villa. Meðan gæsin brúnast í ofninum og gestirnir tínast inn, er tilvalið að hita upp með umferð af Mastermind, en það góða spil gerði allt vitlaust á íslenskum heimilum fyrir um 20 árum eða svo. Til að ýta undir þessa „retro“- stemmningu er ekki verra að setja stórsöngvar- ann og gleðimanninn Ivan Rebroff á fóninn. Hver man ekki eftir því þegar Rebroff fyllti Háskólabíó í tvígang seint á áttunda áratugnum? Einn af helstu dýrgripum í plötusafni Villa, þar sem marga skringiskífu er að finna, er „Russische Party mit Ivan Rebroff“ þar sem hann tekur slag- ara eins og „Zigeuner Karawane“ og „Der trun- kene Pope“ í góðra vina hópi en í lögunum heyrast partíhljóð, hlátrasköll og glasaglaumur sem hífa hvert samkvæmi upp í gott stuð. Villi lu- mar líka á fleiri gæðaplötum sem hæfa hverjum rétti. Og hvað er svo í desert? Villi vísar þeirri spurn- ingu alfarið yfir til unnustu sinnar, Þórdísar, en hún ber oft fram berjakökur eða pæ í eftirmat- inn. Hún er svolítið spennt að prófa uppskrift að rabarbaramarengstertu sem hún rakst á í Bo be- dre og Villi grípur inn í - „örugglega Bo Bedre frá sextíu-og eitthvað, þá hættum við hjónin eig- inlega að fylgjast með í matargerð.“ Rétt er að taka fram að skötuhjúin eru bráðung, aðeins 25 ára en ekki 75 eins og halda mætti ef til vill af tónlistarvali!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.