Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 24
m 24 bjór er ekki bara bjór TEXTI SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR LJÓSMYNDIR ÁSLAUG SNORRADÓTTIR CIRCLE MASTER – ENGLAND „Góður matarbjór og kemur á óvart – en ekki fótboltabjór.“ LEFFE – BELGÍA „Sparibjór við kertaljós og kannski lestur góðra ljóða.“ BIRRA MORETTI – ÍTALÍA „Maður skilur af hverju Ítalir sérhæfa sig í víni.“ OLD SPECKLED HEN – ENGLAND „Erfiður en hefur eitthvað við sig – góður í veiðitúr í rigningu.“ BUDWEISER – TÉKKLAND „Passar alls staðar – með mat, fótboltanum og í veiði.“ ERDINGER WEISSBIER – ÞÝSKALAND „Myndi gera sig vel með snafsi og síld á danska jólahlaðborðinu.“ DUVEL – BELGÍA „Lítur sakleysislega út en er eins og syndin, lævís og lipur.“ HOEGAARDEN – BELGÍA „Maður myndi ekki hika við að bjóða dömu upp á hann.“ ELEPHANT – DANMÖRK „Vinsælasti smyglbjórinn áður en bjórinn var leyfður.“ CHIMAY – BELGÍA „Demantur í lörfum.“ Í EYRUM ÞEIRRA SEM EKKI ERU „BJÓRFÓLK“ KANN ÞAÐ AÐ HLJÓMA ANKANNALEGA AÐ EINN BJÓR GETI VERIÐ ÖÐRUVÍSI Á BRAGÐIÐ EN ANNAR. BJÓR ER BJÓR. PUNKTUR OG BASTA. En raunin er sú að bjórinn er eins og léttvínið; hefur sín séreinkenni, allt eftir því hvaðan hann kemur og hvernig brugg- ferlið er. En hvað er þá góður bjór? Hvað er það sem gerir bjór góðan? Hvað er það sem gerir hann ekki góðan? Til þess að svara því var leitað til tveggja stór-áhugamanna, Snorra B. Snorrasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, og þeir beðnir að smakka nokkrar bjórtegundir á Kaffibrennslunni, og segja á þeim kosti og galla. Þeir brögðuðu á Circle Master, Leffe, Birra Moretti, Old Speckled Hen, Budweiser, Erdinger – Weissbier, Duvel, Hoegaarden og Elephant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.