Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 25
m 25 EKKI FÓTBOLTABJÓR Circle Master er enskur bjór, búinn til úr lífrænt ræktuðu byggi – sem er önn- ur ástæðan fyrir því að hann verður fyr- ir valinu. Hin ástæðan er sú hvað smökkurunum finnst flaskan falleg, sem og miðinn sem á henni er. Þeim finnst útlitið lofa góðu – sem kemur ekkert á óvart. Er ekki sagt að karl- menn séu svona „augnafólk“ – séu alltaf glápandi og meti allt með aug- unum? Þeim er bent á að lögun á flösku og litríkur miði geti nú bara ver- ið til að blekkja þá – kannski hafi bjór- inn engan karakter. Þeir horfa á blaða- mann eins og þann sauð sem hann er og segja: „Það er liturinn á bjórnum sem er áhugaverður.“ Ó. Við athugun kemur í ljós að engar af þeim ellefu bjórtegundum sem smakka skal hafa sama litinn. Þá veit maður það. Síðan er horft á þá fá sér sopa, smjatta, hugsa, fá sér annan sopa, líta hvor á annan, smjatta svolítið meira, hugsa, anda út um nefið … Og? „Þessi kemur á óvart. Hann er hreint ekki eins og maður á von á.“ Sem þýðir hvað? „Hann er sætur en með beisku eft- irbragði,“ segir Þórður. „Hann freyðir ekki mikið en það háir honum ekki – þótt almennt finnist manni það galli þegar bjór er annars vegar,“ bætir Snorri við. Þeir félagarnir eru sammála um að þessi bjór sé kannski ekki allra, en Circle Master sé örugglega góður matarbjór; dálítið kryddaður og gæti passað verulega vel með síld. „En þetta er ekki fótboltabjór,“ er svo lokaniðurstaðan. KARLMANNLEGUR LJÓÐABJÓR Leffe er belgískur dökkur bjór en Belgar ku vera fremstir meðal jafn- ingja í bjórgerð. Leffe er drukkinn úr koníaksglösum! Þeir félagarnir eru snöggir að átta sig á honum. „Þetta finnst mér góður bjór,“ segir Snorri. „Algert hunang,“ segir Þórður og bætir við: „Ég mundi segja að þetta væri bjór fyrir karlmenn … úps, maður má auðvitað ekki segja svona.“ Jú, þið megið segja hvað sem ykkur sýnist. Það er ykkar stjórnarskrár- bundni réttur. „Já, Leffe tekur í,“ heldur þá Þórður áfram, „hann er sex og hálft prósent að styrkleika og mjög bragðmikill.“ „Það er mikið malt í þessum bjór og hann hefur svakalegt eftirbragð,“ seg- ir Snorri, „og þess vegna er ekki hægt að drekka mikið af honum. Hann er of mettandi. En það er örugglega gott að fá sér einn yfir góðri bók.“ „Já, þetta er sparibjór,“ segir Þórður, „við kertaljós og ég tala nú ekki um ef maður ætlaði sér að lesa eitt fallegt ljóð; þá er þetta bjórinn sem mundi smellpassa stundinni.“ KARTÖFLUBJÓR Birra Moretti er ítalskur bjór og þegar þeir félagarnir eru búnir að bragða og smjatta, hugsa og já, almennt fara í gegnum það ferli hristir Snorri höfuð- ið: „Ég hef aldrei smakkað góðan ítalskan bjór,“ segir hann og Þórður er sama sinnis: „Nei, Ítalir eru þekktir fyrir ann- að.“ Svo smakka þeir aftur, því ekki vilja þeir segja einhverja vitleysu. Og það er Snorri sem kemur á undan með sína niðurstöðu: „Hann segir ekki neitt og er alveg flatur. Maður skilur alveg hvers vegna Ítalir sérhæfa sig í víni.“ „Einmitt,“ segir Þórður. „Eins og am- erísk fjöldaframleiðsla.“ „Já,“ andvarpar Snorri. „Það gæti ver- ið gott að sjóða kartöflur í honum … Jamm, þetta er svona kartöflubjór.“ VEIÐITÚR Í RIGNINGU Old Speckled Hen er enskur bitter- bjór. Þeir Snorri og Þórður eru sam- mála um að hér sé aftur á ferðinni skemmtileg flaska. Kannski Bretar séu betri flöskuhönnuðir en bjórhönnuðir. En hvað finnst þeim um flotið? „Þessi er mjög erfiður en samt er eitt- hvað við hann. Maður ber einhvern veginn virðingu fyrir honum en veit ekki hvort manni finnst hann góður. Hann hefur mikla reisn og maður vog- ar sér ekki að segja að hann sé vond- ur,“ eru fyrstu viðbrögð. Svo er aftur smakkað. Þórður: „Ég mundi ekki ráðleggja besta vini mínum að kaupa hann.“ Snorri: „Samt er eitthvað sem dregur mann að honum. Styrkleikinnn er 5,2%. Jú, hann gæti líklega orðið góð- ur í veiðitúr í rigningu.“ KONUNGUR BJÓRSINS Budweiser er hinn tékkneski konung- ur bjórsins til margra áratuga, upplýsa þeir félagar þegar blaðamaður verður undrandi á því að þeir ætli að smakka frægasta ameríska glundur sem til er. Tékkneskur? „Já, Tékkar eiga gríðarlega merkilega bjórhefð. Þessi bjór er upphaflega sagður bruggaður upp úr ánni Plzen og það er þaðan sem pilsner hefur fengið heiti sitt.“ Snorri: „Þetta hefur verið minn uppá- haldsbjór í mörg ár – og hann hefur ekki breyst.“ Þórður: „Nei, það er rétt. Þessi bjór er stofnun og það er synd að Bandaríkja- menn skyldu fara að framleiða lap með sama nafni.“ Svo smakka piltarnir aftur og horfa dreymnum augum á aðstæður inni í höfði sér, áður en þeir andvarpa: „Þetta er elegant bjór.“ „Já, með mat, fótbolta og í veiði.“ „Hann passar alls staðar.“ „Og hægt að drekka mikið af honum.“ „Hann er sannkallaður kon- ungur bjórsins.“ MEÐ DÖNSKU JÓLAHLAÐBORÐI Erdinger – Weissbier er þýskur og það er sagt að í Þýskalandi sé mikið sé til af fólki sem drekkur aldrei annan bjór – og hvergi er drukkinn meiri bjór en í Þýskalandi. Glasið er hátt, kúlu- laga að ofan en niðurmjótt, minnir dá- lítið á vaxtarlag ofurmennisins „In- credible Hulk“. „Það tekur sjö mínútur að hella í glas- ið,“ segir Þórður. „Maður fær sér gjarnan einn venjulegan bjór á meðan beðið er eftir að þessum sé hellt í glas- ið.“ Hvers vegna? „Þeir hella dálitlu í glasið, búa til hatt úr froðunni sem svo sjatnar. Þá er hellt aftur og síðan er þetta endurtekið aft- ur og aftur þangað til froðan stendur fimm sentimetra upp úr glasinu, þann- ig að maður þarf að brjótast í gegnum hana.“ Hver er tilgangurinn? „Ferskleiki bjórsins helst mjög vel.“ Og hvernig er hann? „Þetta er rosalega góður bjór. Þetta er bjór sem mundi gera sig mjög vel með snafsi og síld,“ segir Snorri. „Já, hann mundi sóma sér vel með dönsku jóla- hlaðborði,“ bætir Þórður við. SANNFÆRINGARBJÓR Elephant – strong special beer segir Snorri vera fyrsta bjórinn sem hann lærði að þekkja. Sem þýðir hvað? „Þegar bjór var ekki leyfður á Íslandi og menn voru að smygla honum til landsins smygluðu þeir Elephant vegna þess að hann var sterkastur,“ segir Þórður. Snorri situr með fjarrænt dreymið augnaráð, týndur í einhverri fallegri minningu og segir um síðir: „Þetta er svona Nyhavns-bjór, eftir ball, til dæmis ef þú ert með konu sem er ekki alveg viss um að hún vilji fara með þér heim …“ Þórður: „Já, þetta er sannfæringar- bjór.“ Þeir eru virkilega sammála um að Elephant sé einn ágætisbjór. LÆVÍS OG LIPUR EINS OG SYNDIN Duvel er belgískur bjór – sterkur, 8,5%, og glasið er látið liggja á hlið þegar bjórnum er hellt í það. Ástæðan er sú að hann er undirgerjaður og ef glasinu er ekki hallað verður hann gruggugur. Snorri: „Hann lítur sakleysislega út.“ Þórður: „Já, hann er eins og syndin, lævís og lipur.“ Snorri: „Þetta er eins og að vera sleginn utanundir.“ Þórður: „Já, af fallegri konu.“ Hvað eigið þið við? „Þessi bjór leynir á sér. Þetta er mjög lifandi bjór – en örugglega ekki allra. Það er ekki hægt að drekka mikið af honum,“ segir Snorri. „Ef þú gerir það ertu í vondum mál- um,“ segir Þórður og bætir við: „Það er ekki sniðugt að drekka snafs með honum, sem er í lagi því hann stendur alveg fyrir sjálfum sér.“ Snorri: „Hann er svo dómínerandi að ég mundi ekki vilja mat með honum, bara ólífur og hnetur.“ Þórður: „Sammála, hann er svo mett- andi, eins og brauð á floti. Þetta er örugglega alveg frábær gamlárs- kvöldsbjór til þess að koma partíinu í gang.“ Snorri: „Já og gæti líka verið góður þegar tveir menn kryfja málin.“ Þórður: „Þeir yrðu snöggir að opna sig.“ DÖMUBJÓR MEÐ „KIKK“ Hoegaarden er belgískur bjór sem drukkinn er með sítrónu út í til þess að hann verði ferskari. „Þetta er alveg snilld,“ segir Þórður. „Bjórinn er mjög léttur í sér og sítrón- an gefur auka „kikk“.“ Snorri er sammála því að Hoegaarden sé ferskur og fínn bjór og segir: „Mað- ur mundi ekki hika við að bjóða dömu upp á hann.“ DEMANTUR Í LÖRFUM Chimay er belgískur bjór, með sjö prósent styrkleika, sem freyðir upp úr flöskunni þegar hún er opnuð. „Það er líf í honum,“ segir Snorri. „Það veit á gott,“ svarar Þórður. Bjór- sérfræðingur Kaffibrennslunnar segir þetta sinn uppáhaldsbjór og lofar hann svo mjög á meðan herrarnir smakka hann og verða síðan afar undrandi á svipinn vegna þess að þeim finnst flaskan ljót. Snorri: „Þessi bjór er frábær.“ Þórður: „Já, alveg rosalega góður.“ Snorri: „Þetta er mikið „surprise“, sem ég reiknaði ekki með þegar ég sá flöskuna. Hann gæti gengið í næsta veiðitúr, ekki síst vegna þess hvað flaskan er lítil.“ Þórður: „Já, þetta er eins og með litla kók. Hún er betri en annað kók. Þessi bjór væri líka frábær með snafs.“ Það er greinilegt að þeir áttu ekki von á góðum bjór hér, því þeir sitja bara steinstandandi bit á svipinn og fá sér hvern sopann á eftir öðrum. Snorri: „Þetta er bjór sem kemur á óvart. Flaskan er látlaus og maður heldur að maður sé að fara að drekka léttan kínverskan bjór – en svo kemur bara þetta dúndur. Þetta er demantur í lörfum.“ Þegar blaðamaður yfirgefur þá Snorra og Þórð á Kaffibrennslunni eru þeir að panta sér hvor sinn Chimay-bjórinn – demantinn í lörfunum. Þeir hafa ekki trúað sinni eigin tungu og ætla að fá staðfestingu á því að hann sé hreint aldeilis frábær. bjórsmakk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.