Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 34
m 34 Gestirnir ganga í hlað, einn af öðrum; amma og amma, pabbi og mamma og systkinin og bestu vinkonurnar úr götunni heima. Öll íklædd uppá- halds náttfötunum sínum. Af hverju? Jú, Rósa vildi að allir sætu á sömu skör og væru samstiga í veisluklæðunum. Þannig yrði enginn einn til þess að stela senunni í prinsessukjól eða of hversdags- legum miðað við hátíðlegt tilefnið. ORKUBÓKIN OG MATSEÐILLINN Matseðilinn ákvað Rósa sjálf og fyrir löngu, þótt valið væri ögn litað af boðskap og dagskipunum Orkubókar Latabæjar, því náttúrlega er dauða- synd að svindla á heilsufæðinu. Og vitaskuld var enginn vilji fyrir slíku hjá Rósu. Meira að segja átti í fyrstu að bjóða gestunum upp á kranavatn í stað ískalds Pepsi með afmælismatnum, en við nánari lestur Orkubókarinnar kom í ljós að leyfi var veitt fyrir gosþambi í afmælum og öðrum viðlíka til- efnum. Eins gott líka, því fjölskylda Rósu er Pepsi- sjúk og drekkur hið svarta og búbblandi gos með öllum mat. Afmælisrétturinn er frægur í Breiðholtinu. Að minnsta kosti í götunni hennar Rósu. Það er nefnilega segin saga að þegar móðir hennar, Hrafnhildur Hákonardóttir einkaþjálfari, byrjar að sjóða kind í stóra pottinum hleypur Rósa á milli húsa og tilkynnir matseðil dagsins: „Mamma er með kjöt í karrí! Mamma er með kjöt í karrí!“ Skiptir þá engum togum að eldhúsið fyll- ist af svöngum stelpum sem eru sólgnar í karrí og gera réttinum góð skil. Sjálf á Hrafnhildur tvær karrísósur í handraðanum; eina fyrir börnin og aðra fyrir fullorðna. FÉLAGSHEIMILIÐ Í GÖTUNNI Heimili Hrafnhildar og ektamannsins, Sigurðar Sigurðssonar, tannsmiðs og nuddara, er annars félagsheimili stúlknanna í götunni. Flesta daga vikunnar er þar dansað, skrafað, föndrað og hlegið og náttúrlega borðað hollt og gott. Af- mælið var engin undantekning þar á. Börnin fóru heim með popp í poka, en sælgæti var bannvara í þetta skiptið, að ósk Rósu þar sem Latibær lagði línurnar. Þetta var heilsuafmæli. Þrátt fyrir sterkan vilja var þó bökuð dýrindis súkkulaðiterta, en allar sem ein báðu náttfataskvísurnar um örlitla og of- urmjóa sneið á diskinn. Milli karrísins og afmæl- istertunnar var svo dansað af mikilli innlifun og hamingju; hókí pókí, fugladansinn og ymca, og handmálaðar hjartalaga, kærleiksríkar piparkök- ur í dísætum, skærum litum. Það besta var, vottaði Hrafnhildur, að börnin voru róleg og glöð þegar afmælinu lauk. Enginn í syk- ursjokki eða uppvíraður af sælgætisáti, heldur all- ir vel mettir og ánægðir af gamaldags, góðum, íslenskum mat, heilbrigðu föndri og líkamlegri dans-útrás. Og auðvitað með sæta, svolítið ab- strakt, karríbletti í náttkjólunum. MÖMMULEGT, GAMALDAGS KJÖT Í KARRÍ Soðnar lærissneiðar bornar fram með kartöflum og hrísgrjónum. Krakkasósa: Hveitijafningur karrí eftir smekk salt Fullorðinssósa: Hveitijafningur sterkt indverskt karrí eftir smekk ögn af marsala dágóð klípa af kókosmassa salt með karríblett á náttkjólnum Það er frostfilma í pollum Breiðholtsins. Klukkan er fimm mínútur í afmæli og við sjóndeildarhring- inn er komið fjólublátt myrkur. Ef vel er gáð má sjá hvernig stjörnurnar, sem forma sporðdreka- merkið á himnafestingunni, blika skært og fjör- lega til afmælisbarnsins Rósu Sigurðardóttur. Enda drjúg ástæða til. Rósa er búin að lifa á jörð- inni í heil sjö ár. TEXTI ÞÓRDÍS LILJA GUNNARSDÓTTIR LJÓSMYNDIR ÁSLAUG SNORRADÓTTIR Yfirleitt eru bökurnar bornar fram heitar með rjóma eða ís sem eftirréttur. Í versluninni Pipar og salt, Klapparstíg 44, má fá tilbúnar sælkerabökur frá Walkers þar sem bestu hráefni eru notuð. Tækifæri fyrir okkur Íslendinga að kynnast aldagamalli hefð. Fjölskyldan sameinast við gerð fyllingarinnar í bökurnar og þá verður að passa að hræra alltaf réttsælis í blöndunni og óska sér um leið. Löng hefð er fyrir slíkum bökum sem eru fylltar með þurrkuðum ávöxtum, allskyns kryddi og hjúpaðar stökku deigi. JólabakanKYNNING: Það eru engin alvöru jól í Englandi nema jólabakan eða „mince pie“ sé á boðstólum. Húsgögn • Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.