Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.2003, Blaðsíða 46
m 46 Ís le ns ka s ilf ri ð á ve is lu bo rð fa gu rk er a ERNA gull- og silfursmiðja Starfsemi Gull- og silfursmiðjunnar Ernu ehf. byggir á gömlum merg en Guðlaugur A. Magnússon setti verkstæðið á fót árið 1924. Áhersla er lögð á vandaða og fallega gjafavöru og íslenski silfurborðbúnaðurinn sem fyrirtækið hefur smíðað frá árinu 1936, er aðalsmerki þess. Framleidd eru 10 mynstur í borðbúnaði auk ársskeiða, jólaskeiða, jólasveinaskeiða, skartgripa og skyldra vara úr gulli og silfri. Jólasveinaskeiðarnar njóta mikilla vinsælda en undanfarin ár hafa börn á aldrinum 11-12 ára tekið þátt í samkeppni um hönnun skeiðarinnar og skapað margar skemmti- legar og fallegar skeiðar. Dagbjört Andrésdóttir úr Klébergsskóla á Kjalarnesi teiknaði Ketkrók sem prýðir skeið ársins 2003. Á 80 ára afmæli fyrirtækisins á næsta ári kemur út þrettánda og síðasta jólasveinaskeiðin, Kertasníkir. Á heimasíðunni, www.erna.is, má finna ýmsan fróðleik um gull- og silfursmíði, þar er hægt að auglýsa án gjalds gamla skartgripi og silfurborðbúnað og smiðir Ernu veita ráðgjöf um umhirðu slíkra muna. Í versluninni í Skipholti 3 fást einnig ýmis efni til hreinsunar og viðhalds skartgripa og muna úr eðalmálmi og þar eru einnig á boðstólum vönduð armbandsúr frá Pierre Lannier. Áratuga reynsla tryggir vöru í háum gæðaflokki og trausta og persónulega þjónustu. Skipholti 3 – sími 552 0775 Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 – www.erna.isÁr ss ke ið 2 00 3 - hö nn uð ur S te fá n S næ bj ö rn ss o n FISKBÚÐIN HAFBERG – Fiskbúð sælkerans –i l FISKBÚÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44 - Sími 588 8686 Er tíminn á þrotum? Ferskir og safaríkir fiskréttir tilbúnir í ofninn á augabragði Humar - risahörpuskel - rækjur Ferskleiki og fagmennska í fyrirrúmi rs ir s f rí ir fis r ttir til ir í f i r i r - ris r s l - r j r rs l i i f s í f rirr i Munið Þorláksmessuskötuna!i l t ! Velkomin!l i CAFÉZOÏDE Cafézoïde (92 bis, quai de la Loire, í 19. hverfi) var stofnað af ungri konu, Anne-Marie Rodenas sem hafði dreymt um kaffihús, þar sem börn og unglingar væru velkomin, síðan hún var barn. Það er rúmt ár síðan sá draumur varð að veruleika. Staðurinn er ætlaður börnum frá 0-16 ára og fjölskyldum þeirra (það þarf kannski ekki að taka það fram að það er reyklaust og og ekki boðið upp á áfenga drykki). Foreldrarnir geta tek- ið eins mikinn - eða lítinn - þátt eins og þau vilja; það er boðið upp á foreldra- horn. Krakkar mega koma einir frá 8 ára aldri en annars þurfa þeir að vera í fylgd með einhverjum eldri. Þetta er sennilega eina kaffihúsið í borginni þar sem áherslan er ekki lögð á að sitja og drekka kaffi, enda er það ekkert fjör. Á þessu kaffihúsi á að leika sér. París fór ekki varhluta af barnasprengj- unni sem reið yfir heiminn í kringum ár- þúsundaskiptin og að mörgu leyti virð- ist það hafa komið borginni í opna skjöldu, en fæðingartalan í París hefur að öllu jöfnu verið mjög lág. En batn- andi mönnum er best að lifa; það er strax farið að vinna í að taka betur á móti nýjum kynslóðum og nýlega var opnað kaffihús sérstaklega fyrir börn og foreldra. DISKÓ OG LEIKIR Sköpun skipar stóran þátt á Cafézoïde, bæði í list, leik og tónlist en meðal þess sem einnig er boðið upp á má nefna leikjasal, bókasafn, spjallhorn, sýningar og skemmtanir (sem börnin og/eða starfsmenn sjá um), listahorn, tölvur og svo auðvitað diskó fyrir 13-16 ára svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf eitthvað að gerast. Þótt aldurshópurinn sé breiður á Cafézoïde þá er lögð áhersla á að finna skemmtun fyrir hvern aldurs- hóp fyrir sig - enda ekki hægt að gera ráð fyrir því að það sem eins árs börn hafi gaman af skemmti 15 ára krökkum. Allt fer þó fram í einum stórum sal enda er lögð áhersla á að afnema landamæri og andrúmsloftið er mjög TAKIÐ FORELDRANA MEÐ Á KAFFIHÚSIÐ alþjóðlegt. Á prógramminu þeirra er boðið upp á síðdegissnarl (við megum ekki gleyma því að þetta er kaffihús þrátt fyrir allt) þar sem ákveðin menn- ing er tekin fyrir og kynnt, stundum eru það starfsmenn húsins sem standa fyrir þeim en börn og foreldrar eru líka hvött til að taka frumkvæði þegar þau fá snjallar hugmyndir. Í síðustu viku var t.d. Brasilíudagur, þá var meðal annars eldaður „þjóðarréttur" Brasilíu, feijo- ada, dönsuð samba og boðið upp á létta fræðslu um Brasilíu. Það er Parísarborg sem lánar húsnæðið en daglegur rekstur er í höndum Caféz- oïde. Verðinu er stillt í hóf enda er markmiðið ekki að græða peninga heldur að láta drauma rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.