Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 1
Svar: Nei! Þeir eru ekki með augnlok! Laugardagur 6. desember 2003 Sofa fiskar með augun lokuð? Prentsmiðja Árvakurs hf. BAKSTUR og annað matarstúss er stór hluti af jólaundirbúningnum á flestum heimilum enda hefur veislumaturinn verið stór hluti af jólahaldinu á Íslandi allt frá því á víkingaöld. Fyrstu Íslendingarnir héldu skammdegishá- tíð, sem þeir kölluðu jól, til að fagna rísandi sól og í Íslendingasögunum er sagt frá því að þá hafi höfðingjarnir haldið veislur fyrir heilu sveitirnar. Síðan komu erfiðari tímar og jólahaldið varð smærra í sniðum. Fólk gerði þó það sem það gat til að bjóða upp á betri mat á jólunum og sumir af þeim jólasiðum sem við fylgjum enn þann dag í dag mynduðust einmitt vegna þess hvað það var oft lítið til af mat. Það er til dæmis talið að laufabrauðið hafi orðið til vegna þess hvað það var lítið til af mjöli á Norðurlandi fyrir meira en tvöhundr- uð árum. Kökurnar voru sem sagt hafðar næfurþunnar til þess að allir gætu fengið ör- lítið brauð um jólinog síðan voru þær skornar út til þess að gera þær girnilegri og hátíð- legri. Í upphafi síðustu aldar var hins vegar orðið auðvelt að nálgast hveiti, sykur og annað sem þarf til baksturs. Þá fóru tertur og smákökur að einkenna jólahaldið þannig að veislan á að- fangadagskvöld varð miklu frekar kökuveisla með heitu súkkulaði, tertum og smákökum en hátíðarmáltíð eins og nú er. Þetta hefur síðan breyst aftur á flestum heimilum en mörgum finnst þó laufabrauðs- og smákökubaksturinn vera ómissandi hluti af jólaundirbúningnum, jafnvel þótt það sé svo margt annað á boðstólnum að heimabök- uðu kökurnar endist oft langt fram á sumar. Ætlarðu að baka fyrir jólin? ÞAÐ ER fátt eins notalegt og að fá sér heitt kakó á dimmum vetrarkvöldum. Hér er upp- skrift af ákaflega einföldum kakódrykk sem þið getið boðið vinum ykkar eða fjölskyldu upp á en uppskriftin er handa fjórum. Það sem þið þurfið: 2 msk. kakó 4 msk. sykur 1 dl vatn ¾ l mjólk Það sem þið gerið:  Hrærið kakó, sykur og vatn saman í skaftpotti. Hitið og látið sjóða í eina til tvær mínútur.  Hellið mjólkinni út í og hitið kakóið eins og ykkur finnst mátulegt.  Hellið kakóinu í glös og látið svolítið af þeyttum rjóma ofan á. Athugið að það þarf að passa mjög vel að kakóið sjóði ekki upp úr pottinum því mjólkin myndar svo mikla froðu þegar hún sýður að hún er fljót að sjóða upp úr. Vetrardrykkur ARNAR Gunnarsson, sem er tólf ára, las nýlega bókina Svalasta 7an eftir Þorgrím Þráinsson. Við báðum hann um að segja okkur aðeins frá bókinni. Hvernig fannst þér bókin? Hún er mjög skemmti- leg. Hún er um strák sem býr á Akureyri og á dálítið erfitt af því að mamma hans er drykkjusjúklingur. Hann er samt í fótbolta og finnst það mjög gaman. Svo veikist systir hans og hann flytur til Reykja- víkur og bókin fjallar eiginlega um það. Fannst þér hún góð? Já, þetta er svona unglingabók og bara nokkuð spennandi. Ég kláraði hana að nóttu til af því ég gat ekki hætt að lesa. Mér fannst hún bæði mjög skemmtileg og svolítið sorg- leg. Hefurðu lesið aðrar bækur eftir Þorgrím? Nei, eiginlega ekki. Þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir hann. Ég hef oft ætlað að taka bækur eftir hann á bókasafninu en aldrei gert það. Þú gerir það kannski eftir að hafa lesið þessa bók? Já, alveg örugglega. „Gat ekki hætt að lesa“ Bókarýni: Svalasta 7an KRAKKARNIR á leikskólanum Ásborg voru svo heppnir að fá þær Snuðru og Tuðru í heim- sókn um daginn og líka mömmu þeirra og pabba og Theódóru í næsta húsi en þau eru öll í leikritinu Jólarósir Snuðru og Tuðru sem er eft- ir Iðunni Steinsdóttur. Í leikritinu er sagt frá því þegar Snuðra og Tuðra eru að baka og skreyta og taka til fyrir jólin en eins og þið getið ímyndað ykkur gengur það nú svona upp og niður hjá þeim. Við báðum Jakob Mána Ölmuson, Kolbrúnu Arnarsdóttur og Jón Skeggja Helgason, sem eru þriggja, fjögurra og fimm ára og sáu leik- ritið, að segja okkur betur frá því. Hvernig var leikritið? Kolbrún: Bara allt gott. Jakob Máni: Það var gaman. Jón Skeggi: Ég var bara alveg að sofna. Var þá ekkert skemmtilegt? Jón Skeggi: Jú! Um hvað var leikritið? Jón Skeggi: Það var um Snuðru og Tuðru. Kolbrún: Þær voru að skreyta jólatréð. Jakob Máni: Þær voru rosalega óþekkar. Jón Skeggi: Þær eru alltaf svona óþekkar. Kolbrún: Ekki þegar þær voru að skreyta jólatréð. Þær gerðu það fallega. Eruð þið nokkuð svona óþekk? Krakkarnir: Nei. Jakob Máni: Heyrðu, mamma þeirra var svo þreytt að hún bara sofnaði. Svo vaknaði hún að- eins og þá var mandlan á enninu á henni og svo bara sofnaði hún aftur. Af hverju var hún svona þreytt? Jakob Máni: Af því hún var búin að gera svo margt. Er mamma ykkar einhvern tíma svona þreytt á jólunum? Strákarnir: Nei. Kolbrún: Við erum ekki svona óþekk. Snuðra og Tuðra undirbúa jólin Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.