Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ börn NÚ er verið að sýna teiknimyndina Leitin að Nemo í bíó. Myndin fjallar um lítinn fisk, sem heitir Nemo og pabba hans en þeir lenda í miklum ævintýrum eftir að Nemó lendir í klóm tannlæknis sem setur hann í fiskabúr á tannlæknastofunni sinni. Eitt af því sem gerir myndina svo skemmtilega er að hún kynnir fyrir okkur undraveröld hafsins en hún er stundum dálítið fjarlæg okkur mannfólkinu þó að hafið hylji hvorki meira né minna en tvo þriðju hluta jarðarinnar. Svo eru fiskar líka ein mikil- vægasta fæða mannanna og þeir skipta Íslendinga jafnvel meira máli en flestar aðrar þjóðir þar sem Íslendingar eru fiskveiðiþjóð en það þýðir að mikill hluti af þeim pening- um sem við eigum í landinu kemur frá fisksölu í útlöndum. Skapaðir til hreyfingar í vatni Lífið á jörðinni kviknaði líka fyrst í hafinu fyrir meira en þremur millj- örðum ára. Fiskar urðu ekki til fyrr en löngu seinna en þeir hafa þó synt um heimsins höf í meira en 500 millj- ón ár og eru elstu hryggdýr jarð- arinnar. Fiskar nútímans eru reyndar ansi ólíkir þessum ævagömlu fiskum sem höfðu hvorki hreistur, ugga né kjálka en þeir eiga það þó sameig- inlegt með þeim að anda og lifa í vatni. Fiskar anda með tálknum og það má eiginlega segja að líkamar þeirra séu á flestan hátt skapaðir til hreyf- ingar í vatni. Þannig eru höfuð þeirra mjó að framan og bolurinn sléttur og ílangur þannig að þeir smjúga vel í gegnum vatnið. Svo eru þeir líka með sundmaga sem er full- ur af lofti en hann gerir það að verk- um að þeir fljóta betur. Fiskarnir synda svo með því að sveigja líkamann til og frá og með því að sveifla sporðinum en nútíma- fiskar nota uggana til að halda jafn- vægi og til að stýra sér. Af öllum stærðum og gerðum Fiskar nútímans eru af öllum stærðum og gerðum enda eru um 20 þúsund tegundir af fiskum í heim- inum í dag. Sumar þessara tegunda lifa í sjó og sumar í ósöltu vatni, sem er kall- að ferksvatn. Svo lifa sumir fiskar í köldu vatni en aðrir í volgu vatni og sumir synda rétt undir yfirborði vatnsins en aðrir djúpt niðri í dimmu hafdjúpinu. Þannig að þið sjáið að það eru alls ekki allir fiskar eins. Rétt eins og dýr sem lifa á landi hafa ólíkar fisktegundir laðað sig að þeim aðstæðum sem þær búa við í hafinu. Þannig eru til dæmis margir fiskar dökkir á bakinu þannig að fuglar sjái þá ekki ofan frá og ljósir á kviðnum þannig að óvinir þeirra í sjónum sjái þá ekki neðan frá. Margir smáir fiskar hópa sig líka saman í stóra hópa sem eru kallaðar torfur til að verjast ránfiskum en hreyfing torfunnar ruglar rán- fiskana í ríminu þannig að þeir ná oft ekki að veiða einn einasta fisk. Fagur fiskur í sjó SYSTKININ Sindri Már og Birta Dís Sigurjónsbörn, sem eru ellefu og átta ára, fóru að sjá myndina Leitin að Nemo um síðustu helgi. Við báðum þau um að segja okkur aðeins frá myndinni. Hvernig fannst ykkur mynd- in? Birta Dís: Hún var fyndin og skemmtileg. Sindri Már: Mér fannst hún fyndin á köflum. Teikningarn- ar voru líka fínar og hún var vel gerð. Hvernig fannst ykkur sag- an? Birta Dís: Hún var skemmti- leg og spennandi. Sindri Már: Mér fannst sag- an ágæt en mér fannst hákarl- inn koma of lítið inn í myndina. Hún hefði verið meira spenn- andi ef hann hefði sést meira og verið hættulegri. Hún hefði mátt vera meira spennandi. Hafið þið áhuga á lífinu í hafinu? Sindri: Mér finnst lax góður. Við eigum líka hlut í veiðiá og erum oft þar. Birta Dís: Mér finnst gaman að veiða. Verður ekki erfiðara að veiða fisk eftir að hafa séð þessa mynd? Birta Dís: Nei, ég held ekki! Krakkarýni: Nemo Vel gerð og fyndin á köflum Fiskar eru vinsæl gæludýr þar sem það er auðveldara að hugsa um þá en mörg önnur dýr. Það er þó ýmislegt sem þarf að hafa í huga ætli maður að fá sér fiska. Hér eru ábendingar um nokkur þessara atriða.  Það er mikilvægt að kaupa rétta tegund af fiskum og hæfilega marga fiska til að hafa í búrinu.  Það er auðveldara að hugsa um fiska sem lifa í köldu vatni en fiska sem lifa í heitu vatni og því eru kaldavatnsfiskar heppilegri fyrir byrj- endur. Þið getið síðan fengið ykkur hitabeltisfiska þegar þið eruð orðin þjálfuð í að hugsa um kaldavatns- fiskana.  Þið verðið að annast fiskana vel til að þeim líði vel og þeir haldi heilsu. Það þarf að gefa þeim rétt fóður, skipta um vatn í búrinu með reglu- legu millibili og halda búrinu hreinu.  Það þarf alltaf að taka allan raf- magnsbúnað úr sambandi áður en þið eigið við búrið.  Ekki banka í glerið á búrinu eða styggja fiskana á annan hátt.  Gætið þess að kettir og önnur dýr komist ekki að búrinu.  Fiskabúr mega ekki vera í sterku sólarljósi eða ofan á ofni.  Ef fiskur breytir um útlit eða fer að haga sér undarlega er best að taka hann úr búrinu og setja hann í einangrun í annað búr svo hann smiti ekki hina fiskana. GUNNI og Felix voru að gefa út nýtt myndband með barnaefni. Mynd- bandið heitir Sveitasæla og nú eruð þið svo ljónheppin að fá tækifæri til að eignast spóluna þannig að þið get- ið horft á hana á meðan þið bíðið eftir jólunum. Tíu heppnir krakkar sem leysa gátuna hér að neðan munu nefnilega fá spóluna í vinning. Þeir geta því fylgst með því þegar þeir Gunni og Felix fara í sveitina en Gunni vill endilega halda afmælis- veisluna sína þar þótt Felix finnist sveitin heldur óspennandi, skítug og full af engu eins og hann segir. Svo er hann líka svolítið hræddur við hundana, lömbin og hænurnar. Gunni er samt alveg ákveðinn í þessu og ef við þekkjum hann rétt þá hlýtur honum að takast að koma Fel- ix í gott skap áður ef afmælisveislan hefst. Gunni og Felix reyna nefnilega alltaf að gera eitthvað til að breyta því ef þeim finnast hlutirnir ekki nógu skemmtilegir. Og ekki getur verið gaman að hafa Felix í fýlu í veislunni eða hvað? Svona farið þið að: Tíu heppnir krakkar geta unnið spóluna en til þess að komast í pott- inn þurfið þið að svara spurningun- um hér fyrir neðan og setja svörin inn í krossgátuna. Sendið okkur síð- an leyniorðið sem kemur í ljós í litaða reitnum í tölvupósti á netfangið barn@mbl.is fyrir klukkan 18.00 10. desember. Munið að láta nafn, aldur og heimilisfang fylgja með. Þeir sem verða svo heppnir að verða dregnir úr pottinum fá síðan tölvupóst næsta dag en ef þið fáið ekki tölvupóst þýð- ir það að þið hafið ekki unnið í þetta skiptið. Hinir heppnu, sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu, geta síðan sótt spóluna í afgreiðslu Morgunblaðsins í Kringlunni 1 en þeir sem eiga heima úti á landi fá spóluna senda. Spurningar:  Af hverju fara Gunni og Felix í sveitina? Til að halda _______________  Hver vill fara í sveitina? ___________  Hvernig finnst Felix sveitin? Honum finnst hún ___________  Við hvað er Felix hræddur? Við hundana, __________og hæn- urnar.  Gunni og Felix reyna alltaf að breyta því ef þeim finnst_________ ekki nógu skemmtilegir. Verðlaunaleikur með Gunna og Felix Gunni og Felix í myndbandinu Sveitasæla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.